Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Síða 68

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Síða 68
70 því hagfræðislega og heilbrigðislega þýðingu fyrir oss. Garðyrkjan er þroskandi starfi, sem eykur skilningin á þroska jurtanna og störfum náttúrunnar betur heldur en önnur jarðyrkja, auk þessa henta garðyrkjustörfin sjer- staklega unglingum og eru mjög vel fallin til þess að auka skilning þeirra á jurtaræktinni og áhuga fyrir land- búnaðinum. Garðyrkjan hefir því bæði mentandi og upp- eldislega þýðingu. Jeg hefi hjer aðallega talað um garðyrkju sem mat- jurtarækt, en önnur hlið garðyrkjunnar snýr að því, að fegra og prýða umhverfis heimilin með blóma og trjá- gróðri. Þessháttar garðyrkja er líka mikils virði, þó áhrif hennar sjeu aðallega sálfræðisleg, en alstaðar þykir slík heimilisprýði augljós menningarvottur. í nánd við hinn stærri kauptún og umhverfis heitar uppsprettur, getur garðyrkjan ennfremur átt framtið sem algerlega sjálfstæður atvinnuvegur. Vafalaust mætti fleira telja garðyrkjunni til gildis heldur en hjer hefir verið gert, en þetta ætti að nægja til þess að sýna fram á, að garðyrkjan er svo þýðingarmikill liður í búskap vorum og framförum, eða ætti að vera það, að þeim tíma og þvi fje, sem varið er til að afla reynslu og auka þekkingu á henni, er vel varið, og mjer virðist það fyllilega tímabært mál að taka garðyrkjufræðsluna til gagngerðrar íhugunar og gera ráðstafanir til þess að auka hana að miklum mun. Mín skoðun er sú, að oss vanti garðyrkjuskóla. Skóla, sem starfar alt árið og getur veitt jöfnum höndum fræðslu í bóklegri og verklegri þekkingu. Námstími hvers nem- anda verður þá heilt ár. Að vetrinum fer fram bókleg kensla í helstu undirstöðuatriðum náttúruvísindanna, grasafræði,* lífeðlisfræði, efnafræði, eðlisiræði o. s. frv., en auk þess verður þá kend almenn garðyrkjufræði

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.