Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SIGRÚN Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segist telja nauð- synlegt að heilbrigðisráðuneytið taki afstöðu til óskar Íslenskrar erfðagreiningar ehf. um hvort net- tengja megi gagnagrunn á heilbrigð- issviði. Hún segir slíka tengingu líklega til draga úr öryggi gagnagrunnsins. „Þegar heilbrigðisráðuneytið veitti Íslenskri erfðagreiningu ehf. leyfi til að reka gagnagrunn á heil- brigðissviði var það bundið ýmsum skilmálum. Öryggiskröfur Persónu- verndar voru hluti af þessum skil- málum. Ósk ÍE núna um að mega nettengja gagnagrunninn kallar á breytingar á þessum kröfum okkar og felur í sér aukna áhættu varðandi öryggi gagnagrunnsins. Slík ákvörð- un verður í raun hvorki studd óum- deilanlegum lagalegum né tæknileg- um rökum heldur verður einnig að styðja hana pólitískum rökum. Þess vegna höfum við farið fram á að- komu heilbrigðisráðuneytisins að málinu. Persónuvernd telur að það sé ekki hennar hlutverk að ákveða það fyrir hönd íslensku þjóðarinnar hvort slík áhætta sé viðunandi. Því viljum vil að pólitísk afstaða um þetta liggi fyrir áður en við höldum áfram okk- ar vinnu við málið,“ sagði Sigrún. Sigrún sagði að til skýringar mætti segja að öryggiskröfur Per- sónuverndar fælust í því að reisa fjölþætta veggi í kringum gagna- grunninn. Ef leyfður yrði beinn netaðgangur að fyrirspurnarlagi gagnagrunnsins væri í raun verið að taka niður hluta þessara veggja. Ósk Persónuverndar um afstöðu heilbrigðisráðuneytisins byggðist á ákvæðum laganna og þeirri umræðu sem átti sér stað þegar gagna- grunnslögin voru samþykkt. Einnig væri óskin tilkomin vegna fyrirmæla í rekstrarleyfi ráðuneytisins. Ráðuneytið telur að það sé Per- sónuverndar að meta öryggið Persónuvernd sendi heilbrigðis- ráðuneytinu bréf 22. mars sl. þar sem kallað er eftir afstöðu ráðuneyt- isins. Það svaraði 10. maí þar sem fram kemur að ráðuneytið telji það hlutverk Persónuverndar að meta óskir ÍE um breytingar með tilliti til öryggis gagna í gagnagrunninum. Jafnframt kemur fram í bréfinu að ekki sé ljóst við hvað sé átt þegar Persónuvernd tali um ósk ÍE um „að gangagrunnurinn verði nettengd- ur“. Persónuvernd sendi heilbrigð- isráðuneytinu annað bréf 22. maí þar sem ítrekað er að nauðsynlegt sé að ráðuneytið svari því hvort það telji að ósk ÍE sé í samræmi við lög um gagnagrunn, reglugerð ráðu- neytisins og útgefið rekstrarleyfi. Sama dag sendi Persónuvernd ÍE bréf þar sem óskað er eftir nánari skýringum á því við hvað sé átt með nettengingu grunnsins. Guðríður Þorsteinsdóttir, skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði að ráðuneytið myndi ekki svara bréfi Persónuverndar fyrr en nánari upplýsingar hefðu borist frá ÍE. „Persónuvernd talar um netteng- ingu gagnagrunnsins í bréfi sínu til ráðuneytisins án þess að skýra nán- ar hvað við er átt. Það er að sjálf- sögðu ljóst að það má ekki setja gagnagrunninn á Netið og það má ekki veita beinan aðgang að grunn- inum á Netinu. Það væri klárlega brot á lögunum. Hins vegar gildir allt annað mál um sendingu og mót- töku fyrirspurna með rafrænum hætti, en fram hefur komið hjá ÍE að það sé það sem átt sé við. Það er spurning hvort það sé eðlilegt að kalla það nettengingu.“ Guðríður sagði að sending fyrir- spurna og svara með rafrænum hætti væri hluti af nútímasamskipt- um, en að sjálfsögðu þyrfti að tryggja öryggi í slíkum samskiptum. Hún sagði mikilvægt að hafa í huga að fyrirspurnir og svör sem send væru gagnagrunninum gætu aldrei gefið neinar upplýsingar um ein- staklinga vegna þess að úr grunn- inum væri einungis hægt að fá töl- fræðilegar upplýsingar um hópa. Hún sagði að heilbrigðisráðuneytið hefði ekki aðstöðu til að meta hvort slíkar rafrænar fyrirspurnir og svör stæðust öryggiskröfur. Það væri Persónuverndar að meta það. Sigrún sagðist persónulega ekki eiga von á öðru en að Persónuvernd myndi una ákvörðun ráðuneytisins þegar hún lægi fyrir, en hún gæti hins vegar ekki svarað fyrir stjórn stofnunarinnar. Mun aldrei verða óskað eftir nettengingu gagnagrunns Páll Magnússon, framkvæmda- stjóri samskipta- og upplýsingasviðs ÍE, segir að tal um nettengingu gagnagrunnsins sé á misskilningi byggt. Um sé að ræða tillögu ÍE að tæknilegri útfærslu á samskiptaleið- um við þá sem koma til með að verða áskrifendur að niðurstöðum sem byggjast á rannsóknum þar sem sjálf heilsufarsgögnin hafa verið notuð. „Það hefur aldrei verið óskað eftir því að gagnagrunnurinn verði nettengdur og eftir því mun aldrei verða óskað, enda andstætt lögun- um um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði,“ segir Páll. „Það verða því engar heilsufarsupplýsingar net- tengdar. Það eina sem hægt er að gera á Netinu, er að spyrja og fá svör við fyrirspurnum í gegnum svo- kallað fyrirspurnarlag. Þetta hefur legið fyrir athugasemdalaust í tvö ár. Tiltekinn öryggisbúnaður verður notaður svo það er ekki um að ræða venjulegan tölvupóst í þessu sam- hengi.“ Persónuvernd óskar eftir afstöðu heilbrigðisráðuneytisins til óskar ÍE Telur að ósk ÍE feli í sér „net- tengingu“ gagnagrunnsinsALBANINN sem handtekinnvar með fölsuð vegabréf fyrirskömmu hefur verið ákærður fyrir brot gegn lögum um út- lendinga. Farbannið yfir hon- um var jafnframt framlengt til 28. júní nk. eða þar til dómur fellur. Albaninn er ákærður fyrir brot gegn 5. tölulið 17. greinar útlendingalaga sem leggur bann við því að hjálpa útlendingi til að dvelja ólöglega hér á landi eða aðstoða hann í hagnaðarskyni við að dvelja ólöglega í ríki sem tekur þátt í Schengen-samstarfinu. Þegar hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli fundust á honum tvö fölsuð vegabréf sem ætluð voru albanskri fjölskyldu sem hér hefur dvalið. Eftir að handtökuna sótti fjölskyldan um pólitískt hæli hér á landi. Skv. heimildum Morgun- blaðsins telur lögregla víst að þau hafi ætlað að komast til Norður-Ameríku. Leikur grun- ur á að samstarfsmenn Alb- anans hafi áður smyglað fólki í gegnum Ísland. Refsing við brotum á útlendingalögum varðar sektum eða fangelsi í allt að sex mánuði. Skv. nýjum lögum um útlendinga sem taka gildi um næstu áramót hækkar refsiramminn í tvö ár. Ákærður og farbann framlengt KONUM fjölgaði úr einni í sex í kosningum til Kirkjuþings sem fram fóru nýlega, en talið var á Biskups- stofu á þriðjudagskvöld. 21 fulltrúi var kosinn á þingið, tólf leikmenn og níu prestar. Hlutfall kvenna á kirkju- þingi verður því 29% næstu fjögur ár, en áður var hlutfallið 5%. Af hálfu kirkjunnar var sérstök áhersla lögð á það í aðdraganda kosninganna að fjölga konum á þinginu. Þrír prestar af níu sem kjörnir voru eru konur, en um fjórðungur prestastéttarinnar er kvenkyns. Sr. Dalla Þórðardóttir, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmum, átti áður sæti á kirkjuþingi, en sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra, og sr. Lára Oddsdóttir, Múla- og Austfjarðapró- fastsdæmum, bættust í hóp prest- anna. Lára komst inn á hlutkesti þar sem atkvæði féllu jafnt. Sr. Geir Waage féll í kosningu Sr. Guðjón Skarphéðinsson felldi sr. Geir Waage í Borgarfjarðar- og Snæfells- og Dalaprófastsdæmum í kosningu. Sr. Guðjón fékk sjö at- kvæði en sr. Geir fimm. Þrír af tólf leikmönnum sem valdir voru eru konur, Auður Garðarsdóttir komst inn á hlutkesti í Reykjavík- urprófastsdæmi vestra, Guðmunda Kristjánsdóttir var kjörin leikmaður í Kjalarnesprófastsdæmi og Sigríður M. Jóhannsdóttir í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmum. Alls eru nýir fulltrúar á Kirkjuþingi níu tals- ins. Alls kusu 555 leikmenn af 1.079 sem voru á kjörskrá, eða rúmlega 51 af hundraði. Leikmenn kjósa menn úr sínum röðum sem fulltrúa á kirkjuþing, en atkvæðisrétt hafa að- almenn í sóknarnefndum. Ekkert at- kvæði var autt eða ógilt. Þá kusu 127 prestar af 146 sem voru á kjörskrá, eða 87%. Prestar kjósa fulltrúa úr sinni stétt á þingið. Fjögur atkvæði voru auð eða ógild. Kosið er til Kirkjuþings til fjög- urra ára í senn, en það kemur saman í október á hverju ári og stendur þingið í allt að tíu daga. Það er æðsta samkunda Þjóðkirkjunnar innan lög- mæltra marka. Kosningar til Kirkjuþings Konum fjölgaði úr einni í sex ÍSLAND hefur gerst aðili að Kyoto- bókuninni við rammasamning Sam- einuðu þjóðanna um loftslagsbreyt- ingar. Aðildarskjal Íslands hefur verið afhent aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Bókunin var samþykkt í Kyoto 10. desember 1997 og lá frammi til und- irritunar í eitt ár, frá mars 1998 til mars 1999. Bókunin var ekki und- irrituð af Íslands hálfu og lýsti rík- isstjórnin yfir að ekki bæri að und- irrita hana þar sem ekki væri sýnt að Ísland gæti fullnægt skuldbinding- um samkvæmt henni. Jafnframt var því lýst yfir að Ís- land myndi gerast aðili að Kyoto- bókuninni þegar fyrir lægi viðunandi niðurstaða í sérmálum þess. Að sögn Tómasar H. Heiðar, þjóðréttarfræð- ings í utanríkisráðuneytinu, sköpuð- ust forsendur fyrir staðfestingu þeg- ar ákvörðun um útfærslu íslenska ákvæðisins svonefnda um stór verk- efni í litlum hagkerfum var sam- þykkt á sjöunda aðildarríkjaþingi rammasamningsins í Marakess í nóvember sl. Kyoto-bókunin mun öðlast gildi þremur mánuðum eftir að minnst 55 aðildarríki að rammasamningnum hafa staðfest hana, en annað skilyrði er að þau iðnríki sem voru ábyrg fyr- ir a.m.k. 55% af heildarútstreymi iðnríkja á koltvíoxíði árið 1990 hafi staðfest bókunina. Með aðild Íslands hafa 55 aðildarríki rammasamnings- ins staðfest Kyoto-bókunina. Ísland ger- ist aðili að Kyoto-bók- uninni TIL að kalla fram bros á vörum móður sinnar þarf ekki nauðsyn- lega að heimsækja blómasala og tína upp úr buddunni krónur. Dæt- ur landsins hafa öld fram af öld leit- að til móður náttúru sem býður endurgjaldslaust dágott úrval blóma fyrir öll tækifæri. Þessi unga stúlka kunni vel að meta úrvalið og safnaði í hinn veglegasta vönd tún- fífla. Morgunblaðið/Kristinn Blóm handa mömmu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.