Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÉR á landi er boð- ið upp á margskonar nám á háskólastigi undir nafninu fjarnám og er mismundi hvern- ig námið er skipulagt og hvernig framsetn- ing er á námsefninu. Sumir skólar ætlast til þess að nemendur séu þó nokkuð bundnir stað og stund, t.d. fyrir framan fjarfundabúnað eða í vinnulotum, en aðrir setja eingöngu tímaramma um upphaf og lok náms. Flestir skóla bjóða upp á sama nám í fjarnámi og í staðbundnu námi þó að nokkrar undantekningar séu á því. Nemendur þurfa að kynna sér vel það fyirrkomulag sem boðið er upp á hverju sinni til að meta hvort það hentar væntingum þeirra til fjarnámsins. Hér ætla ég að kynna fjarnám og fjalla síðan um fjarnám við Háskólann í Reykjavík. Í fjarnámi eru nemandi og kenn- ari aðskildir í tíma og rúmi að miklu eða jafnvel öllu leyti. Það kallar á ýmsar breytingar á vinnuháttum og skipulagi sem hefur mikil áhrif á framsetningu á námsefni og kennsluaðferðir. Kennarar og nem- endur þurfa að vera meðvitaðir um að fjarnám er með talsvert öðrum hætti en staðbundið nám og að sam- skipti kennara og nemenda eru ólík því sem flestir eiga að venjast úr hefðbundnu námi. Í fjarnámi er nemandinn ekki eins bundinn stað og stund, hann hefur meira sjálfstæði varðandi ástundun námsins þar sem hann þarf ekki að mæta á ákveðnum tímum til að sinna því. Reyndar er fjarnemand- inn ekki alveg frjáls því hann verður að sinna náminu innan þess tíma- ramma sem kennarinn (skólinn) set- ur. Það er algengur misskilningur að fjarnám taki minni tíma en stað- bundið nám. Þó að nemandi þurfi lít- ið sem ekkert að sækja tíma þá þarf hann að tileinka sér námsefnið eftir öðrum leiðum sem þurfa alls ekki að vera fljótlegri en hefðbundnar leiðir. Og ekki má gleyma að það tekur tíma að nýta sér tölvutækt efni, langur tími getur farið í að tengjast Netinu og hlaða niður fyrirlestr- um og verkefnum frá kennara, leita að efni eða taka þátt í um- ræðum. Því þarf alltaf að gera ráð fyrir að svipaður tími fari í fjarnám og í nám með öðru formi. Fjarkennarinn getur verið óháður stað og stund en skuldbinding- ar hans tengjast fram- setningu á námsefninu og samskipt- um við nemendur. Hann getur því verið háður tímasetningum, t.d. að senda frá sér efni á ákveðnum tím- um, svara nemendum innan ákveð- ins tíma og vera með viðtalstíma á ýmsu formi. Kennarinn flytur sína hefðbundnu kennslu yfir á Netið með þeim aðferðurm sem þar bjóð- ast, s.s. tölvupósti, vefráðstefnum, umræðuþráðum, vefsíðum, hljóð- glærum, glærusýningum og fjar- fundabúnaði. Undirbúningur kenn- arans getur verið mun meiri en í hefðbundinni kennslu, sérstaklega þar sem ekki er til námsefni við hæfi, og reynir oft á hugmyndaauðgi kennara við framsetningu efnis í fjarnámi. Miklu skiptir að efnið sé skýrt fram sett og það sé ljóst til hvers er ætlast af nemendum hverju sinni. Samskipti nemanda og kennara og samskipti nemanda við samnem- endur skipa stóran sess í fjarnámi og kennarinn þarf að vera virkur í að styðja við nemendur og gefa þeim uppbyggileg svör og leiðbeiningar. Nemendur þurfa að vera duglegir að nýta sér þjónustu kennarans en ekki síður að vinna með samnemendum sínum. Stuðningur kennara og sam- nemenda getur skipt sköpum varð- andi úthald nemenda í fjarnámi. Nemandi sem ætlar að stunda fjarnám með vinnu og fjölskyldulífi þarf að skipuleggja vel tíma sinn og vera ósmeykur við að nota nýja tækni við námið. Hann þarf að hafa brennandi áhuga á náminu og oft að sýna mikla sjálfstjórn til að halda sér við efnið. Mörgum hentar vel þetta form þar sem þeir geta unnið sjálfstætt og sakna þess ekki að hitta ekki kennara og samnemendur daglega. Fjarnám við HR Við Háskólann í Reykjavík (HR) býður tölvunarfræðideild námsefni fyrstu þriggja anna (45 einingar) í fjarnámi og er um að ræða námsefni af kjörsviði notendahugbúnaðar. Nemendur innritast í kerfisfræði en til að ljúka kerfisfræðiprófi (60 ein- ingar) þurfa nemendur að koma í hefðbundið staðarnám á fjórðu og síðustu önn. Nemendur geta síðan ákveðið að ljúka BS gráðu (90 ein- ingar) í staðarnámi með því að bæta við sig einu ári. Fjarnámið er tekið á hálfum hraða miðað við hefðbundið nám í skólanum, tvö námskeið á haustönn og tvö á vorönn, ásamt verklegu námskeiði á vorönn sem gerir ráð fyrir að nemendur vinni verkefni í skólanum í þrjár vikur. Námsefni og námskröfur í fjarnámi eru nákvæm- lega þær sömu og í staðarnámi. Fjarnámið við HR byggir á mark- vissri netnotkun og eru allir fyrir- lestrar á formi sem kallast hljóð- glærur, þar sem fyrirlestrar kennara eru teknir upp með viðeig- andi glærum. Nemandinn sækir síð- an glærurnar og spilar á sinni tölvu. Einnig er boðið upp á staðbundnar tveggja daga lotur, tvisvar á önn, þar sem nemendur hitta kennara og aðra fjarnemendur, hlýða á fyrir- lestra og fá aðstoð við lausn verk- efna. Í kennslukerfið á innri vef skólans er settur upp vefur fyrir hvert námskeið með fréttum, pósti, fyrirlestum, umræðuþráðum, verk- efnum og margskonar efni frá kenn- urum og nemendum. Kerfisfræði gefur möguleika á fjölbreyttum störfum sem henta ekki síður konum en körlum. Ef þú hefur áhuga á fjarnámi við Háskól- ann í Reykjavík skaltu skoða vef skólans www.ru.is en þar er hægt að sækja um skólavist. Og að sjálfsögðu er hægt að hringja í 510 6200 til að fá nánari upplýsingar. Fjarnám á háskólastigi Ásrún Matthíasdóttir Nám Kerfisfræði, segir Ásrún Matthíasdóttir, gefur möguleika á fjöl- breyttum störfum sem henta ekki síður konum en körlum. Höfundur er lektor og verkefnastjóri fjarnáms/HMV við Tölvunarfræðideild HR. SAMSKIPTI í rafrænu formi eru orðin ríkur þáttur í okkar lífi. Sam- skipti manna í milli, við opinbera að- ila eða einkafyrirtæki eru sífellt meira að færast yfir í að senda tölvu- póst eða fylla út form á netinu, eins og mörg þúsund lands- manna munu brátt gera þegar þeir skila inn skattskýrslu sinni. Viðskipti á internet- inu eru einnig að fær- ast í vöxt og þeir sem nota internetið að stað- aldri hafa nær allir hlaðið til sín forritum og gögnum yfir netið. Þrátt fyrir þessa miklu notkun hefur ekki mik- ið borið á þörf þessara sömu notenda að verða sér úti um rafræn skil- ríki sem kannski skýr- ist af því hve fáir vita hvað fyrirbrigðið er. Rafræn skilríki eru eins og vegabréf eða ökuskírteini, leið til að sanna hver maður er á int- ernetinu. Ef notuð er samlíking varð- andi vegabréf sérstaklega gera þau handhafa kleift að ferðast milli landa og að sanna persónukenni sitt gagn- vart erlendum aðilum. Ástæða þess að þessir erlendu aðilar taka mark á íslenskum vegabréfum er sú að þeir treysta því að íslensk stjórnvöld hafi vottað að handhafi þessa vegabréfs er sá sem hann segist vera. Á sama hátt má segja að rafræn skilríki virki gagnvart þriðja aðila á internetinu hvort sem er vegna tölvupóstsamskipta eða viðskipta á netinu. Þar eru svokallaðir vottunar- aðilar í hlutverki þess sem staðfestir kenni umsækjanda og þeir gefa svo út „vegabréf“ fyrir viðkomandi. Þessum skilríkjum er síðan framvís- að á netinu þegar notendur netsins senda tölvupóst, eiga í viðskiptum sín á milli eða í öðrum þeim tilfellum sem netnotendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum. Í dag eru til nokkrar tegundir rafrænna skilríkja og þau eru gefin út til mismunandi nota. Tegundir skilríkja Hverjar eru þá helstu tegundir rafrænna skilríkja? Þeim má gróf- lega skipta í þrjá flokka. Einstak- lingsskilríki til notkunar í tölvupósti, vefþjónsskilríki til notkunar á vef- þjónum og svo forritsskilríki til að sanna uppruna forrita sem notendur geta tekið til sín yfir internetið. Einstaklingskilríki eru ætluð til að geta átt í öruggum samskiptum á int- ernetinu. Þau gera það að verkum að notendur geti undirritað sinn eigin tölvupóst alveg eins og þegar maður skrifar undir bréf, umsókn eða sam- inga á pappír með eigin hendi. Þar að auki gefa rafræn skilríki þann mögu- leika að allur tölvupóstur milli aðila með slík skilríki er dulkóðaður og þetta er vissulega eiginleiki sem vert er að hafa í huga. Þegar fólk sendir tölvupóst gera sér fæstir grein fyrir því að fjöldi manns fyrir utan viðtak- anda hafa aðgang að og geta lesið þennan sama tölvupóst. Þetta gætu verið þeir sem hafa aðgang að póst- þjónum viðkomandi fyrirtækja eða vefsetra án þess að sé verið að gera því í skóna að slíkt eigi sér stað. Dul- kóðun með þessum hætti tryggir ekki aðeins að einungis viðtakandi geti lesið póstinn heldur líka að ein- ungis réttur viðtakandi geti lesið póstinn. Nú hafa komið upp nokkur mál upp á síð- kastið þar sem lagt hef- ur verið hald á tölvu- póst starfsmanna í tengslum við opinberar rannsóknir á högum fyrirtækja. Það er ljóst að ef fyrir liggur dóms- úrskurður um heimild til að skoða allan tölvu- póst ber augljóslega að verða við því en hins vegar er það einnig ljóst að sé einkapóstur starfsmanna dulkóðað- ur er ekki hægt að opna þann póst nema við- komandi starfsmaður láti í té aðgangsorð til þess. Honum ber að verða við lögmætum kröfum en hins vegar hefur hann þá vitund um hvers konar póstur er opnaður og frá hverjum. Besta leiðin er náttúru- lega að halda einkapósti aðgreindum frá starfstengdum pósti með því að fá sér annað netfang, t.d hjá Hotmail eða Yahoo. Veflyklar eru notaðir þegar stofna á svokölluð örugg vefsvæði. Þetta eru til dæmis vefsvæði hjá bönkun- um þar sem notendur geta skoðað bankayfirlit sín, þetta eru vefsvæði þar sem notendur geta verslað á net- inu og viðkvæmar upplýsingar eins og kreditkortanúmer eru gefin upp, þetta eru vefsvæði þar sem starfs- menn geta sótt póstinn sinn yfir vef- gáttir hjá sínum vinnuveitendum. Öryggið felst í því að öll samskipti yf- ir netið eru dulkóðuð milli vefþjóns (t.d hjá bankanum þínum) og vefbiðl- ara (á tölvunni þinni) þannig að allt sem þú slærð inn á þessa vefsíðu er ólæsilegt öllum nema þeim vefþjóni sem þú átt í samskiptum við. Forritsskilríki eru gefin út handa framleiðanda á hugbúnaði eða öðrum rafrænum gögnum. Ástæða þessa er að það er sífellt algengara að forrit og gögn séu send um netið og skiptir þá engu hvort um er að ræða við- skipti gegn greiðslu eða ekki. Þegar viðtakandi slíkra gagna er að hlaða slíkum gögnum til sín vill hann vera viss um að þetta komi frá þeim aðila sem hann telur sig vera í viðskiptum við en ekki einhverjum öðrum. Það má því segja að forritskilríki gegni sama tilgangi og upprunavottorð vöru sem margir kannast við sem hafa átt í viðskiptum við erlenda að- ila. Framtíð rafrænna skilríkja Þess verður ekki langt að bíða að rafræn skilríki verði snar þáttur í okkar daglega lífi. Flest bendir til að svokölluð snjallkort verði komin í hvers manns vörslu og fólk muni nota þau jöfnum höndum til að borga fyrir vörur og þjónustu hvort sem er í næsta stórmarkaði eða á internet- inu. Þar að auki munu þau líklega gegna ýmsum öðrum tilgangi að auki, aðgangstýringar að húsakynn- um atvinnuveitenda, ökuskírteini og vegabréf svo eitthvað sé nefnt. Þetta verður hins vegar ekki alveg á næst- unni en þau vandamál sem fólk stendur frammi fyrir í dag við það eitt að vera inni á internetinu þola tæpast nokkra bið. Við það að verða sér úti um rafræn skilríki í dag geta fyrirtæki og einstaklingar verndað sig fyrir alls kynnst svikastarfsemi í viðskiptum og tryggt sín samskipti í tölvupósti með afgerandi hætti. Hvað eru rafræn skilríki? Guðjón Viðar Valdimarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Dulkóðun Islandia. Tölvur Með rafrænum skilríkj- um, segir Guðjón Viðar Valdimarsson, geta fyr- irtæki og einstaklingar verndað sig fyrir svika- starfsemi í viðskiptum. Ryðfríar Blómagrindur y fríar Blómagrindur með hengi Tilboðsverð kr. 2.995 áður kr. 3,595 Klapparstíg 44 Sími 562 3614 S U N D F Ö T undirfataverslun Síðumúla 3-5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.