Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNVÖLD í Líbýu vísuðu í gær á bug, að þau hefðu boðist til að greiða aðstandendum þeirra, sem týndu lífi í Lockerbie-hryðjuverkinu, nærri 250 milljarða íslenskra króna í bætur. Samt telja flestir, að Líbýu- stjórn standi að baki því og vilji með því kanna viðbrögðin. Breskir og bandarískir embættis- menn og talsmenn aðstandenda þeirra, sem fórust er Pan Am-þota var sprengd upp yfir Lockerbie í Skotlandi 1988, skýrðu frá þessu í gær. Samkvæmt því er Líbýustjórn tilbúin til að greiða hverri fjölskyldu rúmar 900 millj. ísl. kr. í þremur áföngum eða eftir því sem refsiað- gerðum verði aflétt. Munu breskir og bandarískir embættismenn eiga fund með fulltrúum líbýskra stjórn- valda í London í næsta mánuði og líklegt er, að þá verði þetta mál rætt nánar. Í þremur áföngum Sagt er, að tilboðið sé um, að 40% skaðabótanna verði greidd þegar Sameinuðu þjóðirnar aflétti refsiað- gerðum gegn Líbýu og önnur 40% þegar Bandaríkjastjórn geri það einnig. Síðustu 20% verði síðan greidd þegar Bandaríkjamenn taki Líbýu af lista yfir hryðjuverkaríki. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar gefið í skyn, að engin breyting verði á afstöðunni til Líbýu á næstunni. Í janúar á síðasta ári var líbýski leyniþjónustumaðurinn Abdel Bass- et Ali al-Megrahi fundinn sekur um að hafa komið fyrir sprengju í Pan Am-þotunni og dæmdur í ævilangt fangelsi. Í yfirlýsingu Líbýustjórnar sagði, að þótt þessi mál hefði borið á góma í viðræðum Líbýumanna við lögfræð- inga aðstandenda þeirra, sem fórust, hefði það ekki komið inn á hennar borð. Líbýustjórn og hryðjuverkið í Lockerbie 1988 Gengst ekki við til- boði um skaðabætur Washington. AFP. OPINBERIR starfsmenn í Grikk- landi efndu í gær til sólarhring- sverkfalls um allt landið og kom sums staðar til átaka með þeim og lögreglunni. Urðu þau einna hörðust er um 200 starfsmenn hafnaryfirvalda í Piraeus reyndu að koma í veg fyrir, að fólk kæm- ist um borð í ferjurnar. Þrátt fyr- ir það tókst þremur ferjum að leggja úr höfn en urðu að skilja allmikið af bifreiðum eftir á hafn- arbakkanum. Verkföllin hafa einnig haft lamandi áhrif í flughöfnum og í sjúkraflutningum og á sjúkra- húsum var unnið með lágmarks- mannskap. Var boðað til verk- fallsins til að mótmæla fyrir- huguðum breytingum á vel- ferðarkerfinu. Reuters Verkfalls- átök í Grikklandi YFIRMENN bandarísku alríkis- lögreglunnar (FBI) leggja nú loka- hönd á endurskipulagningu stofn- unarinnar en meiningin er að einblína í ríkari mæli á að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir í fram- tíðinni. Felur þetta í sér að sett verður á laggirnar ný skrifstofa leyniþjónustumála og aukin áhersla verður lögð á miðstýringu rannsókna á vegum FBI, sem miða að því að handsama aðila sem hafa hryðjuverk í undirbúningi. Breytingar á starfsemi FBI eru tilkomnar m.a. vegna þeirrar gagnrýni sem á stofnuninni hefur dunið í kjölfar hryðjuverkaárás- arinnar á Bandaríkin 11. septem- ber sl. Síðast í gær fluttu fjöl- miðlar þar í landi fréttir af því hvernig FBI hefði klúðrað eftirliti með einstaklingum, sem taldir voru tengjast al-Qaeda, hryðju- verkasamtökum Osama bin Lad- ens, fyrir um tveimur árum. John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, og Robert Mueller, forstjóri FBI, kynntu breytingar á starfsemi FBI í gær- dag. Auk þess sem áður er upp- talið fela þær í sér aukið samstarf við leyniþjónustuna, CIA, og einn- ig verður ráðist í gagngerar end- urbætur á tölvukerfi stofnunarinn- ar. Þá er gert ráð fyrir því að ráða um 900 nýja fulltrúa til starfa hjá alríkislögreglunni um öll Banda- ríkin og er einkum stefnt að því að ráða tölvufróða menn, tungumála- fólk og vísindamenntaða einstak- linga. Þykir ljóst að breytingar á starfsemi FBI munu hafa óbein áhrif á líf almennra borgara í Bandaríkjunum, því með því að einskorða starf stofnunarinnar æ frekar við rannsóknir er tengjast hryðjuverkum þarf að færa við- brögð vegna annars konar glæpa til hins almenna lögregluliðs í hverju ríki fyrir sig. Bera yfir- menn lögreglunnar sig þó nú þeg- ar aumlega yfir þeirri ofgnótt verkefna sem á þeirra herðum lenda. FBI áfram með bankarán og hvítflibbaglæpi Mueller hefur áður sagt að lík- legt væri að mörg helstu verkefna alríkislögreglunnar eða FBI yrðu færð yfir til lögreglunnar en fulltrúar stofnunarinnar segja nú, að FBI muni áfram koma að rann- sóknum vegna bankarána, hvít- flibbaglæpa og eiturlyfjamála, samtímis því sem starfsmenn hennar einbeita sér fyrst og fremst að hryðjuverkavánni. Boða endurskipulagn- ingu á starfsemi FBI Brugðist við gagnrýni á FBI í kjölfar árásanna á Bandaríkin Washington. AP, The Washington Post. Reuters John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, ásamt Ro- bert Mueller, forstjóra FBI. DANSKA lögreglan ákvað í gær að kæra sænskan öku- mann tveggja hæða fólks- flutningabifreiðar, sem lenti í alvarlegu slysi við ferjulægið í Gedser í Danmörku í fyrra- dag. Kostað það fjóra menn lífið. Rútan var á leið til Svíþjóð- ar með 48 ellilífeyrisþega, ýmist fólk, sem býr í Bosníu, eða Svíar ættaðir þaðan. Er ökumaðurinn, þrítugur að aldri, einnig Bosníumaður en nú kominn með sænskan rík- isborgararétt. Verði hann fundinn sekur um vítavert kæruleysi á hann yfir höfði sér fjögurra mánaða fangels- isvist. Er rútan kom af ferjunni frá Þýskalandi til Gedser var henni ekið inn á ranga akrein, sem var sérstaklega fyrir fólksbíla, þótt leiðirnar, jafnt fyrir fólksbíla sem fólksflutn- ingabíla, væru rækilega merktar. Var rútunni síðan ekið undir skýlisþak á allt of miklum hraða og með þeim afleiðingum, að helmingur efri hæðarinnar rifnað af. Biðu fjórir menn á efri hæð bílsins bana en sjö voru klemmdir í brakinu þegar að var komið. Alvarlegt slys í Gedser í Danmörku Ökumaður ákærður fyrir gáleysi STÖÐUGUR hávaði í um- hverfinu getur valdið geðræn- um sjúkdómum og dregið úr námsárangri skólabarna, að sögn austurrískra vísinda- manna undir forystu dr. Pet- ers Lerchers við Innsbruck- háskóla. Í frétt BBC segir að stöðugt hávaðaáreiti geti vald- ið hegðunarvandamálum og einbeitingarskorti en ekki sé ljóst hvernig áreitið hafi áhrif á geðheilsuna. Sú tilgáta hafi verið sett fram að börn sem búi við mikinn umhverfishá- vaða heima fyrir læri smám saman að hunsa mörg venjuleg hljóð og þessi eiginleiki dragi úr getunni til að taka við fræðslu í tímum. Gerð var könnun á hegðun og árangri um 1.400 barna á aldrinum átta til ellefu ára í Týról-héraði, einnig voru börn- in spurð hve oft þau fyndu fyr- ir streitu, ótta og depurð og kannað hvort þau ættu erfitt með svefn. Fjölfarinn þjóðveg- ur liggur um svæðið og tengir suður- og norðurhluta lands- ins. Niðurstöðurnar benda til þess að hávaði hafi mikil áhrif á börnin og áhrifin vaxa í sam- ræmi við hávaðastigið. Dr. Mary Haines við Lund- únaháskóla sagði að ekki hefðu áður verið gerðar rannsóknir sem bentu til tengsla geð- rænna sjúkdóma við hávaða en niðurstöður Austurríkismanna bentu til þess að svo gæti ver- ið. Kannað hefði verið í Lond- on hvort hávaði frá Heathrow- flugvelli gæti valdið geðrænum kvillum og tengsl virtust vera fyrir hendi. Aðrar rannsóknir bentu á hinn bóginn ekki til slíkra tengsla. Hávaði slæmur fyrir geð- heilsuna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.