Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Klemenz Jónssonfæddist í Klett- stíu í Norðurárdal í Mýrasýslu 29. febr- úar 1920. Hann and- aðist á líknardeild Landspítalans 22. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jóhannesson bóndi í Klettstíu, f. 7.12. 1884, d. 26.10. 1973, og Sæunn El- ísabet Klemenzdótt- ir húsmóðir, f. 5.2. 1890, d. 7.4. 1985. Bræður Klemenzar eru Karl, f. 18.2. 1918, Jóhannes, f. 2.1. 1922, d. 19.5. 1995, og Elís, f. 3.4. 1931. Hinn 17. júní 1950 kvæntist Klemenz Guðrúnu Guð- mundsdóttur, fulltrúa á skrifstofu Þjóðleikhússins, f. í Reykjavík 3. ágúst 1928. Foreldrar hennar voru Guðmundur Gíslason vörubílstjóri, f. 14.11. 1898, d. 14.5. 1968 og Ingveldur Ágústa Jónsdóttir hús- móðir, f. 24.8. 1902, d. 3.10. 1997. Börn Klemenzar og Guðrúnar eru: 1) Ólafur Örn hagfræðingur, f. 30.7. 1951, kvæntur Ingu Aðal- heiði Valdimarsdóttur hjúkrunar- fræðingi, f. 27.12. 1955. Börn þeirra eru Guðrún, f. 6.4. 1982, unnusti Bjarni Gíslason, Valdís, f. 6.11. 1986, og Valdimar, f. 21.10. 1981. Soninn Sigurð Jökul ljós- myndara, f. 19.9. 1973, á Ólafur um landið og flutti skemmtiþætti í samvinnu við Val Gíslason og síðar Nínu Sveinsdóttur og Árna Tryggvason. Þá stofnaði hann, ásamt Róbert Arnfinnssyni leik- hópinn Sumargesti. Þeir og nokkr- ir ungir leikarar aðrir fluttu gam- anleiki og heimsóttu nær alla þá staði landsins sem voru með ein- hverskonar leiksvið í boði. Klem- enz sat í stjórn Félags ísl. leikara í mörg ár, fyrst sem ritari og síðan formaður. Allt frá 1957 tók hann þátt í ýmsum verkefnum fyrir Þjóðleikhúsið að beiðni Guðlaugs Rósinkranz þjóðleikhússtjóra jafn- framt leiklistinni og varð upp úr því blaðafulltrúi Þjóðleikhússins þar til hann réðst til Ríkisútvarps- ins sem leiklistarstjóri árið 1975. Fljótlega eftir að Þjóðleikhúsið tók til starfa var það á stefnuskrá þess að fara með leiksýningar út á land og var Klemenz alla jafnan fararstjóri og skipulagsstjóri þess- ara ferða meðan hann vann við leikhúsið. Ritstörf Klemenzar voru þó nokkur og skrifaði hann fjölda þátta um þjóðleg efni og þá aðal- lega fræg íslensk sakamál sem fluttir voru í Ríkisútvarpinu. Einn- ig sá hann um söfnun efnis og vinnslu við bókina Hátíð í hálfa öld, en hann var starfsmaður Þjóðhátíðarnefndar til fjölda ára, sá um skemmtiatriði og valdi fjall- konurnar og fleira sem fylgdi há- tíðahöldunum 17. júní. Síðustu starfsár sín vann hann í ljós- myndadeild DV allt fram til ársins 1993. Útför Klemenzar verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. með Sigríði Sigurðar- dóttur myndlistar- manni. 2) Sæunn for- stöðumaður í Lands- banka Íslands, f. 8.10. 1956, gift Halli Helga- syni, f. 1.1. 1950, vélstjóra og starfsm. í Þjóðleikhúsinu. Sonur þeirra er Hallur há- skólanemi f, 30.4. 1980, unnusta Gwendolyn Nicole Cordrey, 3) Guðmund- ur Kristinn læknir í Bandaríkjunum, f. 9.11. 1969. Klemenz var gagnfræðingur frá Reykholtsskóla og útskrifaðist kennari frá Kennaraskóla Íslands 1942. Stundaði leiklistarnám í skóla Haraldar Björnssonar áður en hann fór til Englands í leiklist- arskólann The Royal Academy of Dramatic Art og útskrifaðist það- an árið 1948. Lék fyrst eftir heim- komuna hjá Leikfélagi Reykjavík- ur, Ólaf í Galdra-Lofti og síðar sama vetur Gullinstjarna í Ham- lett. Var ráðinn leikari í Þjóðleik- húsinu þegar það hóf starfsemi sína og lék þar fjölda hlutverka og leikstýrði mörgum leikritum. Fyrstu árin leikstýrði hann víða í nágrenni Reykjavíkur hjá leik- félögum áhugamanna og öðlaðist þar mikla reynslu. Á þeim árum var hann einnig mikið á ferðinni Kveðja frá Félagi íslenskra leikara „Sæll formaður, hvað er títt?“ Þessa virðulegu en þó svolítið stríðn- islegu kveðju hef ég fengið frá Klem- enzi Jónssyni undanfarin tíu ár. Kveðjan var notaleg, enda vissi ég að hann spurði af einlægum áhuga á vel- ferð starfsfélaga sinna í Félagi ís- lenskra leikara. Klemenz gekk í félagið árið 1950 eða tveimur árum eftir að hann kom heim frá leiklistarnámi í London. Hann var fljótlega skipaður í ýmsar nefndir á vegum félagsins og það var upphafið að um 30 ára langri þjón- ustu hans í þágu félagsmála hjá FÍL. Hann tók sæti í stjórn félagsins árið 1957 og var ritari til ársins 1967. Það ár tók hann við formennsku í félaginu og gegndi henni til ársins 1975, en vann síðar áfram sem starfsmaður stjórnar til ársins 1979. Þegar við Klemenz hittumst vant- aði aldrei umræðuefni, hann var áhugasamur um baráttumál líðandi stundar og það var forvitnilegt að heyra hann segja frá gleði og erfið- leikum fyrstu ára félagsins. Minni hans var óbrigðult og hann rifjaði gjarnan upp ánægjulegt samstarf við starfsfélaga í Norræna leikara- ráðinu, leikaravikurnar frægu þegar fulltrúar félagsins nutu gestrisni hót- eleigenda í höfuðborgum Norður- landa, fórnfúst starf félagsmanna FÍL við að safna peningum til að reyna að eignast þak yfir höfuðið og síðast en ekki síst stofnun lífeyris- sjóðs leikara. Við töluðum líka oft saman í síma og í kjölfar þeirra samtala sendi hann mér stundum póst með ítarlegri frá- sögn af því sem borið hafði á góma. Best var þó að hitta hann og Guð- rúnu, eiginkonu hans, í góðum fé- lagsskap og nú minnist ég af hlýhug ánægjulegrar samverustundar með þeim á 60 ára afmæli félagsins 22. september sl. Stjórn Félags íslenskra leikara kveður Klemenz, heiðursfélaga FÍL, með virðingu og þakklæti og sendir Guðrúnu, börnum þeirra hjóna og öðrum aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Vertu sæll formaður og takk fyrir trausta vináttu! Edda Þórarinsdóttir. Kveðja frá Þjóðleikhúsinu Einn elsti og reyndasti leikhús- maður okkar, Klemenz Jónsson, er látinn. Klemenz var í hópi þeirra leikara sem ráðnir voru við Þjóðleikhúsið strax í upphafi haustið 1949. Hann lék í öllum þremur opnunarsýning- unum þegar leikhúsið var vígt í apríl 1950: Nýársnóttinni, Fjalla-Eyvindi og Íslandsklukkunni. Hann starfaði síðan óslitið við Þjóðleikhúsið í ald- arfjórðung sem leikari og leikstjóri og lék hartnær 140 hlutverk. Hlut- verkasafnið var fjölbreytilegt, þar kenndi alls lags manngerða, spaugi- legra og alvarlegra, upp í huga þess sem hér skrifar koma skemmtilegar túlkanir hans á sérkennilegum náungum úr gömlu íslensku leikrit- unum: Katli skræk í Skugga-Sveini eða Guðmundi á Búrfelli í Pilti og stúlku, sem ég báða sá, barn að aldri. Áður en Klemenz réðst til Þjóðleik- hússins hafði hann leikið nokkur hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó, þar sem hann þreytti frum- raun sína 1943 í hlutverki Andrésar í Orðinu eftir Kaj Munk. Hann hélt síðan til náms við hinn virta breska leiklistarskóla Royal Academy of Dramatic Art í Lundúnum og stund- aði þar nám 1945–48. Að námi loknu lék hann Ólaf í Galdra-Lofti og Gull- instjarna í Hamlet hjá Leikfélaginu en hóf síðan störf við Þjóðleikhúsið. Þótt Klemenz hafi leikið gríðarleg- an fjölda hlutverka á ferli sínum og mér eldri og fróðari menn gætu nefnt ýmis minnisstæð hlutverk hans, held ég að framlag hans sem leikstjóra vegi enn þyngra. Hann leikstýrði hátt á annan tug leikrita fyrir Þjóð- leikhúsið, þar á meðal mörgum vin- sælustu barnaleikritum hússins. Hann var fyrstur til að sviðsetja hér- lendis leikrit Thorbjörns Egners, Kardemommubæinn og Dýrin í Hálsaskógi, með svo glæsilegum ár- angri að þau urðu og eru enn vinsæl- ustu barnaleikrit, sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt. Hann leikstýrði endur- uppsetningum þessara verka allt fram á síðustu ár og þegar nýjum leikstjóra var falið að sviðsetja Kardemommubæinn fyrir nokkrum árum, var okkur heiður að njóta ráð- gjafar Klemenzar við uppfærsluna. Allar síðari sýningar þessara verka eru og munu eflaust enn um sinn verða að mestu byggðar á uppruna- legum sviðsetningum Klemenzar. Thorbjörn Egner hreifst svo mjög af sviðsetningum hans á barnaleikrit- unum að hann sagðist hvergi hafa séð jafn skemmtilegar og glæsilegar sviðsetningar á þeim og í þakklæt- isskyni gaf hann Þjóðleikhúsinu sýn- ingarrétt þeirra til hundrað ára! Mér er líka kunnugt um að milli þeirra og fjölskyldna þeirra þróaðist vinátta og samskipti, sem leiddu til enn frekari kynningar á verkum Egners hér- lendis. Meðal annarra minnisstæðra leikstjórnarverkefna Klemenzar má nefna barnaleikritin Undraglerin, Mjallhvíti, Ferðina til Limbó, Síglaða söngvara, Litla-Kláus og Stóra- Kláus og Ferðina til tunglsins. Þá vöktu athygli sviðsetningar hans á Skugga-Sveini, Kraftaverkinu, Bet- ur má ef duga skal, Pilti og stúlku og Nýársnóttinni. Klemenz gegndi fjölmörgum störf- um fyrir Þjóðleikhúsið á löngum ferli sínum. Hann var kennari við Leik- listarskóla Þjóðleikhússins flestöll árin, sem skólinn starfaði. Hann kenndi fleiri en einni kynslóð leikara jafn ólíkar greinar og förðun og skylmingar. Hann annaðist kynning- arstörf fyrir leikhúsið og umsjón bókasafns leikhússins og er þá ým- islegt ótalið. Klemenz tók virkan þátt í fé- lagsstörfum leikara. Hann sat í stjórn Félags íslenskra leikara í tvo áratugi og var um skeið formaður og lagði sitt af mörkum til þess að bæta kjör leikara og starfsaðstöðu. Eftir að Klemenz lét af störfum við Þjóðleikhúsið gegndi hann stöðu leiklistarstjóra Ríkisútvarpsins í sex ár og vann reyndar alla ævi mikið fyrir útvarp bæði sem leikari og leik- stjóri. Þá stjórnaði og skipulagði hann skemmti- og hátíðardagskrá Reykvíkinga á 17. júní í meira en tvo áratugi með glæsibrag. Valdi föngu- legar fjallkonur ár hvert og var þeim innan handar við allan undirbúning. Sjálfur kynntist ég Klemenzi aldr- ei náið, hann var að ljúka störfum við Þjóðleikhúsið þegar ég hóf þar störf sem leikstjóri um miðjan áttunda áratuginn en mér auðnaðist þó að leikstýra honum í einu verkefni, Góðu sálinni í Sesúan og var það mjög ánægjuleg samvinna. Hins veg- ar lágu leiðir okkar stundum saman í leikhúsheiminum og það var oft gam- an að ræða við hann um leiksýningar, því allt til hinstu stundar var hann duglegur að sækja sýningar og fylgd- ist manna best með því, sem fram fór á sviði Þjóðleikhússins. Klemenz var einstaklega ljúfur og geðþekkur maður. Hann var dugleg- ur, afkastamikill og fjölhæfur eins og hér hefur komið fram og kom ótrú- lega víða við í leiklistarstörfum sín- um. Allt hans umfangsmikla og merka starf í þágu Þjóðleikhússins skal hér með þakkað. Ljóst er að hann átti ekki bara þátt í framvindu mála inn- an veggja þess húss, heldur lagði hann stóran skerf til þróunar ís- lenskrar leiklistar í heild sinni með ævistarfi sínu. Við sem nú störfum við Þjóðleik- húsið sendum konu Klemenzar, Guð- rúnu Guðmundsdóttur, sem lengi hefur starfað við leikhúsið bæði sem söngkona, kórfélagi og skrifstofu- fulltrúi okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sömuleiðis börnum þeirra hjóna og fjölskyldu allri. Blessuð sé minning hans. Stefán Baldursson. Vinur okkar Klemenz Jónsson hef- ur nú verið leystur frá þrautum og þjáningum sjúkdóms sem ekki varð við ráðið. Við urðum grannar Klemenzar og Guðrúnar, konu hans, fyrir rúmum fjórum áratugum en með tímanum urðu þau meira en góðir grannar, þau urðu vinir okkar hjónanna og á þá vináttu bar aldrei skugga enda Klemenz og Guðrún vinir vina sinna. Saman fórum við í ferðir bæði innan- lands og utan árum saman og hvort sem leiðin lá um Ísland eða um Evr- ópulönd var sambýlið svo náið að án gagnkvæmrar vináttu og tillitssemi hefðu þesar ferðir ekki verið farnar. En þótt Klemenz sé nú farinn í ferð sem okkur er öllum búin er hann áfram í huga okkar og allra þeirra sem honum kynntust og þeir voru margir því hann lifir líka í minningu þeirra sem hlýddu á þætti hans úr ís- lensku þjóðlífi sem hann bjó til flutn- ings í útvarpi. Klemenz bjó einnig til bókina Hátíð í hálfa öld sem Reykja- víkurborg gaf út 1994. Bókin segir sögu hátíðahalda 17. júní í Reykjavík í fimmtíu ár enda starfaði Klemenz í áratugi með Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkurborgar. Klemenz var virkur félagi í Frí- múrarareglunni á Íslandi en hann lét einnig til sín taka í öðrum félögum enda félagslyndur maður sem var ekki hlutlaus áheyrandi heldur starf- aði að framgangi hugðarefna sinna. Á ferðum okkar um ýmis lönd komum við í kirkjur, sumar alda- gamlar, og oft kveikti Klemenz þá á kerti í minningu þeirra sem farnir voru. Við vonum að það ljós sem hann leit lýsi honum á leiðum hans. Helga og Hilmar Biering. Haustið 1945, að loknu seinna heimsstríðinu, gafst ungi fólki aftur tækifæri til að taka upp þráðinn sem slitnaði með hörmungunum sem skullu á heimsbyggðinni 1939, að sækja sér á ný menntun víða um Evrópu. Lárus Pálsson leikari náði góðu heilli heim frá Danmörku þar sem hann hafði lokið námi við kon- unglega leiklistarskólann þar í landi, með hinni svokölluðu Petsamo ferð Esjunnar í október 1940. Fljótlega eftir komuna heim stofnaði Lárus fyrsta leiklistarskóla landsins. Lár- usi var mjög annt um menntun leik- ara og fyrir atbeina hans og meðmæli fékk hann því til leiðar komið að menningarmálastofnun Englands British Council tók að sér milligöngu um að íslenskir leiklistarnemar fengju aðgang að Konunglega leik- listarskólanum, R.A.D.A. í London. Á þessum tíma var forstöðumaður British Council hér á landi hr. Cyril Jackson, menningarlega sinnaður Ís- landsvinur og nutum við ómetanlegr- ar aðstoðar hans. Það voru því þrír ungir leiklistar- nemar sem héldu til Englands þetta eftirminnilega friðarhaust, Herdís Þorvaldsdóttir, Klemenz Jónsson og undirritaður. Skólastjóri R.A.D.A, Sir Kenneth Barnes tilkynnti okkur strax í upphafi að við nytum sér- stakra forréttinda þar sem við þyrft- um ekki að þreyta inntökupróf, en sú kvöð hvíldi á okkur að við lok haust- annar bæri okkur að sýna slíka fram- för í skilningi á ensku máli og jafn- framt flutningi á sígildum textum úr enskum bókmenntum, að dómi hans og tveggja kennara, að réttlætanlegt væri að hleypa okkur áfram og þá til lokaprófs að tveimur árum liðnum. Þvílík ögrun. Skemmst er frá því að segja þá lögðum við okkur öll fram í ensku- þjálfuninni, enda nutum við frábærr- ar kennslu. Klemenz var svo ákveð- inn í að ná settu marki að hann hafnaði algjörlega að ræða við okkur Herdísi á íslensku þessa þrjá mán- uði. Dugnaður Klemenzar og einbeit- ing var slík að á leiðinni í skólann þuldi hann eintöl úr verkum Shake- speare eða las upphátt öll auglýs- ingaspjöld á veggjum neðanjarðar- lestanna. Við Herdís hrifumst af eldmóði Klemenzar sem betur fer og stóðumst við öll inntökukröfurnar. Klemenz var svo lánsamur að leigja allan námstímann hjá góðum hjónum, hr. og frú Hunt í Emperors Gate í Kensington. Hr. Hunt var fyrrverandi hershöfðingi í breska hernum og hafði frá mörgu að segja. Það var ánægjulegt að kynnast Hunts-hjónunum, þau töluðu afar fallega hástéttarensku og liðsinntu Klemenzi í hvívetna við námið. Þessi barnlausu hjón tóku Klemenz að hjarta og hann sýndi þeim á móti mikla virðingu og tryggð. Hunts hjónin minntust ávallt vináttu hans og söknuðu hans sem sonar þegar hann hvarf heim að námi loknu og það eitt lýsir e.t.v. best hug þeirra til Klemenzar, þegar þau voru öll, kom í ljós að þau höfðu arfleitt hann að ger- semum úr búi þeirra. Að lokum langar mig að vekja at- hygli á merkum þætti á listferli Klemenzar, því slíkt má ekki gleym- ast. Vönduð meðferð hans á verkum Thorbjörns Egners og takmarka- laust tillit sem hann sýndi hugmynd- um þess góða manns og fjölhæfa snillings um uppfærslur á verkum hans varð til þess, að Thorbjörn Egn- er ánafnaði Þjóðleikhúsinu allan sýn- ingarrétt á verkum sínum hér á landi, og meðan Klemenzar naut við var kappkostað að hafa í heiðri þessa hefð. Fjölskylda mín sendir Guðrúnu ekkju Klemenzar og börnum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur. Megi Klemenz Jónsson hvíla í friði og hið eilífa ljós lýsa honum. Gunnar H. Eyjólfsson. Klemenz Jónsson, leikari og leik- stjóri, er horfinn til betri heima. Í meir en hálfa öld höfum við verið félagar og nánir starfsbræður. Við bæði stjórnuðum hvor öðrum og lék- um saman í leiksýningum í Þjóðleik- húsinu og Ríkisútvarpinu. Okkar fyrstu kynni voru í Lund- únum þar sem við vorum við nám í Konunglega leiklistarskólanum, RADA. Klemenz, Gunnar Eyjólfsson og Ævar Kvaran höfðu farið haustið 1945 til náms, að stríðinu loknu, en við Einar Pálsson komum þangað ári síðar. Aldrei gleymi ég hvernig þeir tóku á móti okkur. Kynntu fyrir okk- ur umhverfi og aðstæður. Því hefur stundum verið haldið fram, að eitt mesta blómaskeið í bresku leikhúsi á liðinni öld hafi verið árin eftir seinni heimsstyrjöldina. Þá kom mikill fjöldi leikhúsfólks til starfa, eftir fimm ára þjónustu fyrir föðurlandið. Þeir sem á annað borð héldu sönsum í þeim hildarleik voru dýrri reynslu ríkari. Stór svæði borgarinnar voru rúst- ir einar; matarskammturinn við hungurmörk. En vonin um betri tíð skein úr hverju andliti. Lengi býr að fyrstu gerð. Það var ekki aðeins skólinn og námið þar, heldur allur sá fjöldi frábærra leik- sýninga, sem við höfðum tækifæri til að sjá. Eftir leikhúsferðir hittumst við oft á Harrington og áttum alvar- legar umræður um verkin, túlkun þeirra og innihald, um frammistöðu leikaranna og allan umbúnað sýning- arinnar. Hver og einn sagði sitt álit af fullri hreinskilni og alvöru. Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa réðst Klemenz þangað sem leikari og leikstjóri. Síðar tók hann líka að sér kynninga- og auglýsingastörf fyrir Þjóðleikhúsið. KLEMENZ JÓNSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.