Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 31 FASTEIGNIR Á COSTA BLANCA Á SPÁNI Verð frá kr. 10.000.000 Parhús, 2-3 svefnherb., garður, þakverönd. Bílastæði inni á lóðinni. Íslenskir sölumenn á Spáni og hér heima bjóða ykkur velkomin á kynningarfund laugardag 1. júní og sunnudag 2. júní á Hótel Loftleiðum milli kl.13-17. Kaffi á könnunni. Símar á Íslandi: 699 0044, 696 1450. Sími á Spáni 00 34 65990 6690 Kr. 5.000.000 Íbúðir í blokk í Torrevieja, allt í göngufæri. Kr. 8.000.000 Raðhús, 2 svefnherb., garður eða þakverönd nálægt miðbæ Torrevieja. Á EUROFORMA S.L. OG FOLD FASTEIGNASALA KYNNA UM HELGINA Vandaðar og fallegar eignir - Allt að 80% kaupverðs lánað til 20 ára FIMMTUDAGSTILBOÐ BARNASANDALAR Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Verð nú 1.995 Teg. SAB6447 Litur Bláir Stærðir: 24-35 Verð áður: 2.995 „ÞESSIR tónleikar leggjast mjög vel í mig. Það er orðið langt síðan ég hef flutt þennan konsert með hljómsveit en held honum alltaf við enda er ég mikið að kenna hann, bæði hér heima og erlendis. Hann hefur alla tíð verið í miklu uppáhaldi hjá mér og sú tilfinn- ing hefur ekkert minnkað með árun- um,“ segir Guðný Guðmundsdóttir um Fiðlukonsert í d-moll eftir Jean Sibelius sem hún mun flytja á síðustu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands á þessu starfsári. Þeir verða í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. Á tón- leikunum, sem eru í rauðri áskrifta- röð, verður einnig flutt Sinfónía nr. 8 í c-moll op. 65 eftir Dmitríj Sjostako- vitsj. Stjórnandi er Rumon Gamba. Guðný var ráðin fyrsti konsert- meistari við Sinfóníuhljómsveit Ís- lands haustið 1974. Hún gegnir þeirri stöðu enn, nú ásamt Sigrúnu Eð- valdsdóttur, og hefur í áranna rás komið oftar fram sem einleikari með hljómsveitinni en nokkur annar tón- listarmaður. Guðný lék Sibeliusar-konsertinn fyrst fyrir meira en þrjátíu árum og hefur gert það nokkrum sinnum síð- an. „Það er hins vegar svo skemmti- legt að frá því ég lék konsertinn síð- ast hefur komið í leitirnar fyrsta útgáfan að honum. Það hefur verið gaman að bera þessar útgáfur saman. Maður horfir svolítið öðrum augum á konsertinn núna þegar maður veit að hann var öðruvísi í upphafi,“ heldur Guðný áfram en hún mun eftir sem áður leika yngri útgáfuna. „Ég veit ekki til þess að hægt sé að nálgast þessa upprunalegu útgáfu og flytja hana á tónleikum. Kannski verður það hægt næst þegar ég spila kons- ertinn?“ Sneisafullur af tæknibrellum Ætli nokkurn áheyranda á tónleik- um Fílharmóníufélagsins í Helsinki hinn 8. febrúar 1904 hafi grunað að fiðlukonsertinn eftir Jean Sibelius, sem var frumfluttur þennan dag, ætti eftir að öðlast almenna hylli? Margur hefur sennilega efast um að hann myndi yfirleitt heyrast aftur. Frumflutningurinn þótti nefnilega klúður og einleikarinn, Viktor Nová- cèk prófessor við Tónlistarakadem- íuna, ekki ná sér á strik, enda kons- ertinn sneisafullur af öllum mögulegum og ómögulegum tækni- brellum. Sibelius ákvað að draga verkið til baka og setjast aftur yfir það. Ný og nokkuð stytt gerð konsertsins var frumflutt af fiðluleikaranum Karel Halír og Berlínarfílharmóníunni und- ir stjórn Richards Strauss 19. októ- ber 1905 og fékk betri viðtökur en hin fyrri. Það var þó ekki fyrr en á fjórða áratugnum sem konsertinn sló end- anlega í gegn og komst í hóp vinsæl- ustu verka sinnar tegundar, ekki síst fyrir tilstilli snillingsins Jascha Hei- fetz. „Sibelius tókst að breyta konsert- inum á einum mánuði,“ segir Guðný, „og þótt gaman sé að heyra þessa fyrstu útgáfu sér maður vel hvað breytingarnar hafa skilað miklu. Fiðlukonsertinn er eitt af stórkost- legustu verkum hans.“ Guðný segir alltaf jafn ánægjulegt að leika einleik með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. „Hljómsveitin hefur vaxið gríðarlega frá því ég kom þar fyrst til starfa og leikur betur með hverju árinu. Vonandi hef ég eitthvað batnað líka,“ segir hún og hlær. Þess má geta að á næstu dögum kemur á markað ný geislaplata þar sem Guðný leikur einleiksverk. Af verkum sem hana prýða má nefna frumútgáfu á Prelúdíu og tvöfaldri fúgu um tónana B-A-C-H eftir Þór- arin Jónsson. Þá leikur Guðný Sónötu nr. 1 í g-moll fyrir einleiksfiðlu eftir meistara J.S. Bach. Sónata Hallgríms Helgasonar fylgir þar á eftir og loks Offerto eftir Hafliða Hallgrímsson. Diskinn tileinkar Guðný gömlum kennara sínum og forvera í starfi konsertmeistara, Birni Ólafssyni. Út- gefandi er Polarfonia Classics ehf. Áttunda sinfónía Sjostakovitsj var frumflutt í stóra salnum í Moskvu- konservatóríinu af Sovésku ríkissin- fóníuhljómsveitinni undir stjórn Jev- genís Mravinskís 4. nóvember 1943. Verkið vakti mikla athygli og banda- ríska útvarpsfyrirtækið CBS borgaði sovéskum yfirvöldum tíu þúsund doll- ara fyrir útsendingarréttinn. Forysta Kommúnistaflokksins tók þó síður en svo undir hrósyrðin um sinfóníuna. Hún var gagnrýnd fyrir að dvelja of mikið við „drungalegar og ógnvekj- andi hliðar raunveruleikans“ og var sögð vera „andsovésk“. Sjostakovitsj skildi hvað flokkurinn var að fara: „Þeir sögðu: Af hverju samdi Sjos- takovitsj vonbjarta sinfóníu við upp- haf stríðsins en harmljóð nú? Í byrjun stríðsins hörfuðum við, en nú sækjum við og vinnum á fasistunum. Fyrst Sjostakovitsj er harmi sleginn núna hlýtur hann að vera á bandi fasista.“ Englendingurinn Rumon Gamba starfaði um tíma í Póllandi og Rúss- landi, en 1998 var hann ráðinn aðstoð- arhljómsveitarstjóri Fílharmóníu- sveitar Breska ríkisútvarpsins, BBC. Hann hefur síðan víða stjórnað hljómsveitinni á tónleikum, til að mynda á hinni virtu Promshátíð BBC í Royal Albert Hall í London. Undir hans stjórn hefur Fílharmóníusveitin leikið inn á nokkra geisladiska hjá Chandosútgáfunni, meðal annars tónlist eftir Malcolm Arnold, Georges Auric og Richard Rodney Bennett. Í júní mun Sinfóníuhljómsveit Ís- lands standa í hljóðritunum fyrir Rík- isútvarpið, BIS og NAXOS á ís- lenskri og norrænni tónlist. Morgunblaðið/Ásdís Guðný Guðmundsdóttir segir konsert Sibeliusar eitt af sínum uppáhaldsverkum. Konsertmeist- arinn kveður veturinn orri@mbl.is Sinfóníuhljómsveit Íslands sækir ekki vatn- ið yfir lækinn á tónleikum sínum í kvöld því einleikari er konsertmeistarinn sjálfur, Guðný Guðmundsdóttir. Orri Páll Orm- arsson ræddi við Guðnýju sem mun leika Fiðlukonsert í d-moll eftir Sibelius.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.