Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÚ AÐ loknum sveitarstjórnar- kosningunum er tilefni til að staldra við, fara yfir úrslitin og horfa fram á veginn. Ég vil í upphafi þakka frambjóð- endum og öllum þeim sem komu að kosningabaráttu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fyr- ir mikið og fórnfúst starf. Okkar beið það erfiða verkefni að byggja upp frá grunni skipulag í staðbundnu stjórnmálastarfi. Gríð- arlega mikið hefur áunnist í þeim efnum og ég fullyrði að Vinstrihreyfingin – grænt framboð stend- ur sterkari eftir sem liðsheild og skipulagð- ur stjórnmálaflokkur. Úrslit kosninganna vekja vissulega hjá okkur blendnar tilfinn- ingar. Við höfum okkar sætu sigra til að gleðjast yfir. Ber þar hæst glæsilegan árangur félaga okkar í Skagafirði sem fengu yfir 20% fylgi og tvo menn kjörna. U-listinn í Grundarfirði nær einnig bærilegri útkomu eða tæplega 16% fylgi og fær mann í sveitarstjórn og á Ak- ureyri eigum við einn bæjarfulltrúa þó svo að útkoman væri nokkuð undir væntingum. Kosningabarátt- an þar þróaðist með nokkuð óvænt- um hætti. Er ekki síst umhugsunar- efni hversu erfitt jafnréttismál og viðleitni til að rétta hlut kvenna áttu í umræðunni þar og víðar. Úr- slitin á nokkrum öðrum stöðum þar sem við reyndum fyrir okkur með framboð eru vissulega vonbrigði. Þannig vantar okkur herslumuninn á að fá mann kjörinn í Kópavogi og svipað gildir um Árborg, Akranes og Ísafjörð. Baráttan í Hafnarfirði var sérlega erfið. Þar lentu félagar okkar í svipaðri stöðu og framsókn- armenn, úti á kanti í baráttu tveggja stórra fylkinga sem ræki- lega var hamrað á að einar ættu möguleika á að koma inn manni. Á grundvelli þátttöku okkar í sameiginlegum framboðum höfum við ástæðu til að gleðjast yfir glæsi- legum sigri í Reykjavík og góðum árangri víðar. Í mínum huga stend- ur upp úr sögulegur árangur Húsa- víkurlistans þar sem hreinn vinstri- meirihluti heldur velli gegn sameinuðu framboði Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Einn- ig féll gamalgróinn meirihluti Sjálf- stæðisflokksins í Ólafsfirði fyrir sameiginlegu framboði fé- lagshyggjufólks og vinstrimenn á Siglufirði vinna stórsigur. Grunnurinn lagður Einkum tvö atriði vega þungt þegar úrslit kosninganna eru greind. Annars vegar eru það áhrif mismunandi staðbundinna að- stæðna og hins vegar sú staðreynd að Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð er nýtt stjórnmálaafl. Við höf- um á undanförnum mánuðum verið að byggja upp frá grunni staðbund- ið stjórnmálastarf og skipulag. Við erfðum hvorki félagatöl, skipulag, húsnæði né annað sem í daglegu tali er kallað flokksvél. Þegar kemur að því að ná árangri í sveitarstjórn- arkosningum skipta þessar aðstæð- ur heima fyrir miklu máli. Fram- bjóðendur okkar voru nær allir nýtt og tiltölulega óþekkt fólk í stjórn- málabaráttunni. Sumir andstæðingar okkar ráku stífan andróður gegn okkur þar sem hamrað var á því að atkvæði greidd Vinstrihreyfingunni – grænu framboði féllu dauð. Jafnvel var gengið svo langt að tala um að at- kvæði greidd okkur væri hreinn stuðningur við höfuðandstæðingana, Sjálfstæðisflokkinn. Það er að sjálf- sögðu dapurlegt að verða vitni að því að menn grípi til jafn ómál- efnalegra aðfeða til að klekkja á keppinautum sínum. Það er mín trú að slík vinnubrögð hefni sín. Kjós- endur hafa rétt til þess að meta hlutina sjálfir og ráðstafa atkvæði sínu með hliðsjón af málefnum og öllum aðstæðum svo fremi að málin séu lögð heiðarlega fyrir. Það getur aldrei orðið til góðs í mál- efnabundinni og lýð- ræðislegri stjórnmála- baráttu að hvetja fólk til þess að láta eitthvað annað en sannfær- inguna ráða. Ég er af- ar stoltur af því að frambjóðendur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ráku hvarvetna mál- efnalega og einarða kosningabaráttu. Þátttaka okkar í sveitarstjórnarkosn- ingunum skilar okkur margvíslegum ávinn- ingi öðrum. Af eigin listum fær hreyfingin fjóra menn kjörna á þremur stöðum. Þar við bætast flokksmenn og stuðningsmenn sem ná kjöri á ýmiss konar sameiginleg- um eða blönduðum listum. Sama gildir um þau sveitarfélög þar sem kosið er óhlutbundinni kosningu. Lauslega talið tilheyra okkar sveit- arstjórnarmannahópi nú 25–30 manns. Þetta starf á einnig sinn þátt í því að við höfum fengið til liðs við okkur fjölda nýrra liðsmanna. Á síðustu sex mánuðum eða svo hafa hátt á 3ja hundrað nýir félagar skráð sig í flokkinn. Tengsl hafa myndast milli manna og eftir stend- ur skipulagðara og sterkara stað- bundið starf heldur en áður. Við er- um því miklu betur undir næstu átök búin. Það er því mín niður- staða að útkoman sé vel viðunandi fyrir okkur öfugt við það sem ýmsir andstæðingar okkar reyna eðlilega að halda fram. Að lokum vil ég segja um kosn- ingarnar að þær marka að öllum líkindum ekki djúp spor. Valdajafn- vægið í landinu helst í aðalatriðum óbreytt en ef eitthvað er má þó segja að kverkatök stjórnarflokk- anna á landinu linist heldur. Tilraun Sjálfstæðisflokksins til að ná Reykjavíkurborg mistókst með öllu og þar á ofan missir Sjálfstæðis- flokkurinn meirihlutaaðstöðu í all- mörgum sveitarfélögum, mun fleiri en hann vinnur til baka. Áhersla á persónur, skoðana- kannanir og jafnvel yfirborðskennd- ar auglýsingar virðist vaxandi en málefnin eiga sífellt erfiðara upp- dráttar í kosningabaráttu hér á landi. Þessi þróun er vel þekkt er- lendis en ekki minna áhyggjuefni fyrir það. Sveitarstjórnarmálin eru í grunninn pólitísk og munu á kom- andi árum verða það í enn ríkara mæli. Grundvallarspurningar um velferðarsamfélagið, verndun um- hverfis eða verkaskiptingu einka- aðila og hins opinbera eru þar á dagskrá og þeim mun mikilvægara er að málefnin komist að. Um leið og ég þakka fulltrúum okkar málefnalega og einarða kosn- ingabaráttu vil ég einnig þakka öll- um þeim sem studdu málstað okkar með atkvæði sínu. Megum við svo öll eiga sólríkt og ánægjulegt sum- ar. Að loknum kosningum Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Kosningar Málefnin, segir Stein- grímur J. Sigfússon, eiga sífellt erfiðara uppdráttar í kosninga- baráttu hér. Í ÁRSBYRJUN 2000 stofnuðu nokkur reglusystkin í Alþjóða Sam- Frímúrarareglunni Le Droit Humain nýja alþjóðlega barnahjálp er var skráð í París samkvæmt frönskum lögum og hlaut nafnið Soutien Pour l’Enfance en Souffr- ance sem merkir stuðningur við þjáða æsku. En í raun var nafnið valið til að fá skammstöfunina SPES sem er latneskt orð og merk- ir VON. Stjórnarformaður er Njörður P. Njarðvík prófessor, rit- ari Dorothy Oswald fyrrverandi ballettdansari í Hollandi og gjald- keri Claude Voileau, franskur verk- fræðingur búsettur í Lyon. Frá upphafi var ákveðið að hefja störf í Afríku, þar sem fátækt er mikil og sjúkdómar herja og fjöldi munaðar- lausra barna er gífurlegur. Togo í Vestur-Afríku varð fyrir valinu af því að þar áttum við fyrir vinahóp af hæfu fólki til að annast rekstur heimilis fyrir munaðarlaus börn. Þegar var hafist handa við öflun fé- lagsmanna og fjársöfnun en jafn- framt var leitað eftir heimildum hjá þarlendum yfirvöldum til að starfa í Lomé, höfuðborg Togo. Til þess þurfti að stofna formlega eins konar dótturfélag, SPES-TOGO, en þar er stjórnarformaður dr. Louise Tsangai-Walla prófessor í læknis- fræði, varaformaður og ritari Fran- coise Croze hjúkrunarfræðingur á eftirlaunum og gjaldkeri Claude Gbedey deildarstjóri í stærsta banka Togo. Með þeim starfa lög- fræðingur, fæðingarlæknir, fé- lagsráðgjafi og fleira gott fólk, auk fyrrverandi diplómats, Victors de Medeiros, sem er nú heiðursfor- maður SPES-TOGO. Þegar tilskilin leyfi voru fengin, var tekið á leigu einbýlishús með stórum garði, til þess að geta hafið starfsemi sem fyrst, og var heimili SPES vígt 22. apríl 2001 með fyrstu 8 börnunum að viðstöddum fulltrú- um stjórnvalda og fjölmenni. Þessi vígsla vakti talsverða athygli og var skýrt frá henni í blöðum og sjón- varpi. Það varð til þess að forseti landsins fékk áhuga á SPES, og í fyrrasumar lét ríkisstjórnin í té byggingarlóð um hálfan hektara að stærð, endurgjaldslaust, í hverfi í Lomé sem heitir Kelegougan. Var þá fenginn þarlendur arkitekt, Henry Apeti, til að teikna drög að framtíðarskipulagi lóðarinnar og húsbyggingum. Samkvæmt staðar- reglum verður fyrst að reisa tveggja metra háan múr umhverfis lóðina, og var því lokið síðla hausts. Barnaheimilið í leiguhúsinu hefur nú verið rekið í eitt ár og börnin eru orðin 20, hið yngsta 15 mánaða drengur en hin elstu liðlega fjög- urra ára. Og þar með er húsið fullt. Börnin voru flest vannærð og heilsuveil í upphafi, en hafa nú náð sér vel og eru við góða heilsu, eru brosmild og kát, og hafa lært marga leiki og söngva. Barnalæknir vitjar þeirra vikulega til að fylgjast með líðan þeirra og framförum. Þau elstu fara í leikskóla á daginn til að vera með öðrum börnum, en það er stefna SPES að allt umhverfi barnanna og atlæti sé sem heimilis- legast, en ekki eins og ópersónuleg stofnun. Ég hef farið fimm sinnum til Lomé og nú síðast í byrjun maí. Ég hef kynnst börnunum og þar með tengst þeim ákveðnum tilfinn- ingaböndum. Þetta eru yndisleg börn, og ég vona að SPES geti veitt þeim góða framtíð. Nú liggja fyrir teikningar arki- tektsins og hefur hann að fyrir- mynd afrískt þorp. Reist verður framtíðarheimili sem mun geta hýst 120 börn fullgert. Verður það gert í fjórum áföngum, þar sem hver ein- ing verður fyrir 30 börn, og verða áfangarnir breytilegir eftir því sem börnin vaxa úr grasi, og þarfir þeirra breytast, en þau eiga að geta átt heimili hjá SPES uns þau verða fullvaxin og 18 ára að aldri. Er áætl- að að hefjast handa um byggingu fyrsta áfangans í næsta mánuði og vonandi verður hægt að flytja börn- in þangað fyrir árslok ef allt gengur vel. Þá verður jafnframt hægt að fjölga þeim. Fjárþörf SPES er því tvíþætt um þessar mundir. Annars vegar er rekstur heimilisins og hafa öll börn- in 20 nú stuðningsforeldra, sem greiða 77 evrur á mánuði fyrir hvert barn. Það nægir til reka heimilið, greiða húsaleigu og starfsfólki, og sjá fyrir öllum þörfum barnanna, fæði, fatnaði, heilsugæslu, umönn- un, lyfjum og leikskóla. Hins vegar er svo byggingarkostnaður, en fyrsti áfanginn er talinn nema um 10 miljónum íslenskra króna. Þá mun einnig vanta fleiri stuðnings- foreldra. Tekið skal fram að skrif- stofu- og umsýslukostnaður er eng- inn, þar sem allt slíkt er unnið í sjálfboðavinnu. Og ferðir okkar í stjórninni höfum við greitt sjálf. Allt fé rennur því óskipt til verkefnisins. SPES er skráð á Íslandi með kenni- tölu 471100-2930, og vilji menn leggja þessu verkefni lið er banka- reikningur SPES í SPRON á Sel- tjarnarnesi nr. 1151-26-002200. Heimasíða SPES er http://spes- world.free.fr Vonarbörn í Togo Greinarhöfundur með sex úr barnahópnum. 19 vonarbörn. Yngsti drengurinn var sofandi þegar myndin var tekin. Hér mun framtíðarheimilið rísa á hálfum hektara í hverfinu Kelegougan í Lomé, höfuðborg Togo. SPES Ég hef kynnst börn- unum, segir Njörður P. Njarðvík, og þar með tengst þeim ákveðnum tilfinn- ingaböndum. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.