Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 53 ✝ Páll ÓlafurGíslason fæddist á Norðfirði 3. mars 1922. Hann lést 25. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þórunnar Ísfeld Karlsdóttur og Gísla Jóhanns- sonar. Páll ólst upp á Norðfirði, en flutt- ist til Vestmanna- eyja árið 1947 og bjó þar til 1968 er hann fluttist til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Systkini Páls eru: Gísli (hálf- bróðir), f. 28. ágúst 1912, d. 1932, Sigurður, f. 13. janúar 1915, d. 1999, Jóhanna Katrín, f. 19. janúar 1917, Ólafía Sæ- munda, f. 23. nóvember 1920, d. 1975, María, f. 6. mars 1923, og Stefán, f. 25. desember 1928, d. 1995. Hinn 2. október 1948 kvæntist Páll Báru Sigurðardóttur, f. 16. desember 1925. Börn þeirra eru: 1) Auðbjörg, f. 20. janúar 1949, maki Guðjón Norðdahl, fóstur- sonur Einar Vilhjálmsson. 2) Gísli, f. 22. desem- ber 1949, maki Guðný Guðbjörns- dóttir, börn Páll Óskar, maki Anna Þorbjörg Jónsdótt- ir, og Rósa Signý. 3) Sigurður Þór, f. 3. ágúst 1953, d. 24. maí 1971. 4) Karl, f. 2. júní 1961, maki Mette Baatrup, dæt- ur Berglind, Íris og Katrín. 5) Lilja, f. 2. september 1962, maki Halldór Sig- hvatsson, börn Sig- hvatur og Bryndís Lára. Páll stundaði sjómennsku sem stýrimaður og háseti, bæði á bát- um og togurum frá Neskaupstað og Vestmannaeyjum. Í Vest- mannaeyjum starfaði hann sem vörubílstjóri auk þess sem hann vann ýmis störf í Ísfélagi Vest- mannaeyja. Í Reykjavík starfaði hann sem bensínafgreiðslumað- ur, síðast sem stöðvarstjóri hjá Skeljungi í Hraunbæ. Útför Páls verður gerð frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Látinn er tengdafaðir minn Páll Ólafur Gíslason, áttræður, eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Þó að baráttan hafi verið erfið síðustu vikurnar hélt hann kímnigáfunni og hlýjunni þangað til yfir lauk. Páll Ólafur var mjög sérstakur maður. Fyrir mér var hann einn af þessum örfáu í tilverunni sem kom- ast nálægt því að vera gallalausir. Ávallt sýndi hann hlýju og skilning og var reiðubúinn til aðstoðar þegar á reyndi. Þó að ég þekkti hann fyrst og fremst sem heimakæran fjöl- skyldumann var hann alltaf forvit- inn, opinn og tilbúinn til að prófa eitthvað nýtt. Það var mjög athygl- isvert að fylgjast með því að hvert sem hann fór, hvar sem hann var, í vinnunni, í fjölskylduboðum, úti á göngu, inni á sjúkrastofnunum eða „mállaus“ í útlöndum, tókst honum að skapa samfélag í kringum sig, með fasi sínu og hnyttnum athuga- semdum um menn og málefni á líð- andi stund. Allt frá okkar fyrstu kynnum fyr- ir rúmum 30 árum birtist hann sem þægilegur og skilningsríkur heim- ilisfaðir. Hann var liðtækur við heimilisstörfin og uppvaskið var hans sérgrein alla tíð. Í því sem öðru var hann góð fyrirmynd. Áminningar hans um hollustu þess fyrir sálina að lesa reyfara öðru hvoru eða sleppa einum og einum fréttatíma voru vel þegnar. Eins og margir af hans kynslóð hafði hann meiri tíma fyrir barnabörnin en börnin. Ávallt var afi Palli til reiðu að keyra börnin okkar Gísla í tón- listartíma eða ballett og, það sem meira var, ávallt var hægt að treysta því sem um var samið. Það var honum mikið metnaðarmál að keyra sjálfur heim til sín um síðustu páska. Það var hans síðasta ökuferð heiman frá okkur, á bláa bílnum sínum með Línu Langsokk aftan í. Hvort hann valdi Línu tuskudúkku vegna barnabarnanna, kímnigáf- unnar eða til að storka umheimin- um fáum við aldrei að vita. Það er í raun mjög erfitt að fjalla um Palla, eins og hann var oftast kallaður, án þess að geta jafnframt um Báru, lífsförunaut hans og eft- irlifandi eiginkonu. Saman stóðu þau eins og klettur í einu og öllu með börnin sín fimm. Þegar elstu börnin fóru í framhaldsskóla tóku þau sig upp frá Vestmannaeyjum og fluttu til Reykjavíkur, rétt fyrir gos. Fyrst bjuggu þau í Skaftahlíð, síðan í Hraunbænum og loks í Jök- ulgrunni. Ávallt var gott að koma til þeirra hvort sem var á heimili þeirra eða í sumarbústaðinn við Gíslholtsvatn. Þar áttu þau góðar stundir á efri árum svo og í sól- arlöndum. Páll Ólafur mátti þola margt bæði til sjós og lands. Hann lét bernskuáföll á við móðurmissi við átta ára aldur og brunaslys sem leiddi til varanlegrar örorku þó ekki buga sig. Stærsta áfallið í lífi þeirra Palla og Báru var þegar þau misstu son sinn Sigurð, aðeins 17 ára gamlan. Þau héldu minningu hans á lofti vel og lengi og nú mun Páll leggjast til hinstu hvílu við hans hlið. Þó að öll fjölskyldan hafi misst mikið er missir Báru þó mest- ur. Hvað var það eiginlega við hann Palla sem var svona sérstakt? Á nú- tímamáli mætti segja að hann hafi verið svo mikill karakter. Orðatil- tækin, snögg og fyndin tilsvörin, hlýjan og glettnin í augunum og góðlátleg stríðnin sköpuðu sérstaka áru og þægilega nærveru. Þó að umhyggjan fyrir sínum nánustu væri í fyrirrúmi var þjóðfélagsum- ræðan, stjórnmálin, fréttirnar og verkalýðsbaráttan honum ávallt of- arlega í huga. Þá var hann liðtækur í öll störf og handlaginn með ein- dæmum. Útskornu klukkurnar, barometin og bakkarnir hans munu halda áfram að ylja okkur um hjartarætur og hafa heiðurssess á heimilinu. Elsku Bára, Lilja, Dalli, Auð- björg og Gísli. Þó að missir allrar fjölskyldunnar sé mikill skulum við fagna hans himnaför, sem væntan- lega verður ánægjuleg svo ríkulega sem til hennar var sáð. Guðný Guðbjörnsdóttir. Afi Palli var frábær persónuleiki. Það sem mestu máli skipti þó var hvað hann var góður maður og hlýr, með óvenjulega stórt hjarta. Hann var endalaus uppspretta fyndinna athugasemda og tilsvara um lífið og tilveruna. Að segja eitthvað sniðugt á réttum tímapunkti var jafnauð- velt fyrir hann eins og að drekka vatn. Oftar en ekki hugsaði ég með mér: „Vá. Þetta verð ég að muna!“ Vandinn var bara sá að gullkornin voru svo mörg að það var ómögu- legt að festa þau öll í minni. Þegar ég var lítil var ég ofsalega hrifin af því hvernig hann talaði, lærði ýmis framandi orðatiltæki sem hann notaði og lagði á minnið hvernig hann bar skringileg orðin fram. Síðast en ekki síst fannst mér stórskemmtileg ein af kveðjunum hans og kepptist við að fara með hana á undan honum þegar við kvöddumst: „Vertu hjá guði og spyrntu í!“ Stríðnin var aldrei langt undan hjá afa Palla, en engum duldist væntumþykjan sem að baki lá. Þeg- ar ég var lítil stríddi afi mér oft með því að „pikka“ skyndilega í mig eða kitla. Þegar ég leit við skein stríðn- isglampinn úr augunum. Ég ýtti þá við honum á móti og svo byrjuðum við að rífast um hvort okkar byrj- aði. Aldrei urðum við leið á þessu. Afi Palli var eins konar allsherjar „reddari“ í fjölskyldunni, alltaf var hann tilbúinn að hjálpa til og mæta með sína fimu fingur, tæki og tól. Mér fannst líka óskaplega gaman þegar hann keyrði mig í tón- menntaskólann. Toppurinn var þó að fá að róa með honum út á Gísl- holtsvatn og vitja fiskinetanna. Ég hef stundum hugsað um það að hægt hefði verið að búa til stór- skemmtilegan gamanþátt með afa Palla í aðalhlutverki, ég er viss um að hann hefði slegið öll met. Afi Palli var einstaklega vinalegur við alla sem hann hitti, hvort sem það voru ættingjar, afgreiðslufólk í búð- um eða, undir það síðasta, hjúkr- unarkonur. Alls staðar heillaði hann fólk upp úr skónum. Elsku afi, vertu hjá guði og spyrntu í. Rósa Signý. Allar mínar æskuminningar tengjarst þessum elskulega frænda mínum sem nú er til grafar borinn. Hann var slíkum mannkostum bú- inn að helst vildi ég honum líkjast af öllum þeim mönnum sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni. Alltaf var hann léttur á brún með gamanyrði á vörum allt þar til yfir lauk í erfiðri baráttu við sjúkdóma. Það var mjög kært með þeim systk- inum, mömmu minni og honum. Oftar en ekki kom hann við á Bust- arfelli ef leið átti hann framhjá. Ekki brást það að mamma var bros- andi í góðu skapi jafnvel þótt hún hefði ekki verið heima þá er hann kom. Því þá var hún nýbúin að finna kaffikönnuna sem hann hafði falið ásamt sykurkari og ýmsum öðrum hlutum. En svona var hann alveg sannkallaður gleðigjafi og hefði ef- laust verið heiðursfélagi í prakk- arafélagi heimsins ef það væri til. Mikil er eftirsjáin og söknuður- inn eftir slíkan mann. Báru, börn og barnabörn bið ég Guð að styrkja í sorg sinni. Óli Árni. Þegar Páll Gíslason kveður er runnin upp stundin til að þakka fyr- ir samfylgdina, þakka fyrir þá góðu guðs gjöf sem hann var. Það gerir maður með glöðum huga því að minningin um hann er svo skemmti- leg. Þrátt fyrir alvarleg veikindi í vetur fékk hann að lifa áttræðisaf- mæli sitt í mars og bar sig þá vel í faðmi fjölskyldu sinnar. Páll á Bólstað var Norðfirðingur og átti sínar rætur þar. Um það má lesa dálítið í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja í fyrra. Hann kom til Eyja eftir stríðið og giftist frænku minni, Báru Sigurðardóttur frá Bólstað. Þar bjuggu þau Páll og Bára með Auðbjörgu Jónsdóttur, móður hennar, sem var ekkja Sig- urðar á Bólstað. Þær systur Guð- björg í Sandprýði, amma mín, og Auðbjörg voru samrýndar og Páll, sem spilaði stundum við þær, kunni af þeim góðar sögur. Auðbjörg dó 1968. Hún setti með fasi sínu sér- stakan yndisblæ yfir heimilið á Ból- stað, og það fór auðvitað vel á með henni og Páli tengdasyni hennar. Páll var sjómaður á yngri árum, á bátum og togurum, en keypti svo vörubíl og ók honum í Eyjum um mörg ár og þannig man ég hann fyrst, á Austin V-180. Það var nóg að gera í Eyjum á þessum tíma, nærri 100 bátar gerðir þaðan út á vertíð og allir þurftu þeir vörubíl við löndun. Þau Páll og Bára byggðu sér þá nýtt hús við Nýja- bæjarbraut. En svo fór atvinna að dragast saman og þá fór Páll til Ís- félags Vestmannaeyja. Þau fluttust suður til Reykjavíkur haustið 1968 og Páll fór að vinna sem bensín- afgreiðslumaður hjá Shell. Það gerði hann sem eftir var starfsæv- innar. Það starf hentaði honum að sumu leyti vel því að til hans komu margir að spjalla og glettast og segja fréttir. Þegar við skólastrákar komum til vinnu vorið 1967 í Ísfélagið var Páll mættur þar „í tækin“, sem kallað var, pattaralegur vörubílstjóri. Hann lét okkur ekkert eiga inni hjá sér, ungu strákana, hamaðist við að setja í frystitækin á móti okkur, slá úr pönnum og vélbinda þótt önnur höndin væri bækluð. Hann missti mörg kíló næstu vikur og mánuði. Mikið dáðumst við að honum. Þarna var gaman að vera, Þorsteinn Jóns- son á Gunnarshólma, sá dugnaðar- forkur, stjórnaði verkum í tækja- salnum en Sigurjón Auðunsson var yfir öllu með aga og reglu sem hvergi þekktist önnur slík. Þetta samfélag nokkurra karla og skóla- stráka (sem tóku við af sveitamönn- um þegar þeir fóru heim á vorin) var skemmtilegt og ærslafullt, ekki síst í kaffikompunni, og þar lék Páll við hvurn sinn fingur að venju. Páll hafði sérkennilegt lag á því að splæsa saman gamni og alvöru, og kannski hafa ekki allir áttað sig á honum fyrir bragðið. En bak við skemmtisögurnar, tilsvörin og uppátækin bjó alvörugefinn maður, áreiðanlegur og skyldurækinn, en vildi ekki flíka tilfinningum sínum heldur kom þeim og öðru, sem hann vildi segja, í þægilegan og skemmti- legan búning sem gerði návist við hann bæði fjöruga og eftirsóknar- verða. Hann var aldrei með víl eða ónot, en hafði gaman af að ögra mönnum í orðum, bara til þess að lífga selskapið upp, koma mönnum í gang. Hreinn og beinn, og slíkir menn koma sér alls staðar vel. Skopskynið var óvenjulega gott og naut sín vel þegar hann sagði sögur. Hann var minnugur vel og fór ekki með fleipur. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Páli frá ungum aldri í gegnum börn hans, vin minn Gísla og Auð- björgu. Fyrsta minningin er þessi: Á björtu vorkvöldi stend ég með öðrum smástrákum efst í Bárugöt- unni í Eyjum, við hornið hjá Viðey. Þá kemur stór vörubíll og út vindur sér Páll á Bólstað, þungbrýnn og beinir orðum sínum til mín: „Ætlar þú ekki að fara að koma þér heim, strákur?“ Svo beygir hann sig niður að mér, áttar sig allt í einu og and- litið verður eitt mikið bros og hann segir: „Æ, strákskömm, ég hélt þetta væri hann Gísli, frændi þinn!“ Svo kleip hann í eyrað á mér, stökk upp í bílinn aftur, vinkaði til mín út um hliðarrúðuna, bað að heilsa mömmu minni, ók á brott, kankvís á svipinn. Óvenjuleg eindrægni ríkti með þeim hjónum, Páli og Báru. Mér er sagt að þegar af honum dró, nú síð- ustu daga, og meðvitund hans var að hverfa, hafi með því síðasta sem hann sagði verið þetta: „Bára, Bára mín, ertu þarna?“ Í þessum fáu orð- um finnst mér bundin þeirra saga í hálfan sjötta áratug. Mikið mun á vanta í fjölskyldu- boðum framvegis að hafa ekki hrók- inn alls fagnaðar með. Við söknum hans. Guð styrki Báru, frænku mína, og fjölskylduna alla þegar hún nú kveður kæran fjölskylduföð- ur. Blessuð veri hin fagra og glaða minning um Pál Gíslason. Helgi Bernódusson. Þá er komið að kveðjustundinni, Palli minn, og við munum sakna þín sárt. Í okkar huga varst þú hinn eini sanni Palli á Bólstað í Vest- mannaeyjum, grunnt á léttleika þínum og hjálpsemi þín var einstök. Palli, svo gastu líka verið alvar- legur en það var svo grunnt á fífla- látunum að við gátum aldrei vitað hvort um stríðni væri að ræða eða ekki. Þannig varstu Palli. Eftir að þið Bára frænka fluttuð til Reykjavíkur þá gistum við systk- inin yfirleitt hjá ykkur og alltaf var jafn gaman að koma til ykkar, aldr- ei neinn væll, bara léttleiki. Oft kom maður á bensínstöð Skeljungs í Árbæ, bara til að hitta þig, er við vorum í Reykjavík og þá komst þú og sagðir: „Hefurðu kíkt á hana frænku þína? Það er nýbökuð jólakaka á borðum hjá henni Báru minni núna og ísköld mjólk.“ Elsku Palli, minningarnar hrann- ast upp þegar þú ert farinn og okk- ur systkinunum er aðeins þakklæti í huga og við trúum því að frelsarinn Jesús hafi gefið þér stórkostlega heimkomu og við vitum að við eig- um eftir að hittast hjá honum. Það er svo gott að hafa fullvissu fyrir því sem drottinn sagði og er skrifað á hlið kirkjugarðs Landakirkju: „Ég lifi og þér munuð lifa. Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig mun aldrei deyja,“ og við trúum því, Palli, vegna þess að þú varst svo já- kvæður og góður maður að Jesús hefur tekið vel á móti þér. Við systkinin kveðjum þig með söknuði. Elsku Bára frænka, börn og barnabörn, við biðjum þess að drottinn Jesús gefi ykkur styrk og hann blessi ykkur og varðveiti í ykkar miklu sorg. Sigurður Óskarsson, Friðrik Ingi Óskarsson, Kolbrún Ósk Óskarsdóttir og fjölskyldur. PÁLL ÓLAFUR GÍSLASON Elsku pabbi og tengdapabbi. Í tilefni af 60 ára afmælinu þínu viljum við senda þér ástkæra afmæliskveðju. Til ham- ingju með afmælið. Þín alltaf mun ég minnast fyrir allt það góða sem þú gerðir, fyrir allt það sem þú skildir eftir, fyrir gleðina sem þú gafst mér, fyrir stundirnar sem við áttum, fyrir viskuna sem þú kenndir, fyrir sögurnar sem þú sagðir, fyrir hláturinn sem þú deildir, fyrir strenginn sem þú snertir, ég mun ætíð minnast þín. (F. D. V.) Börn og tengdabörn. MÁR INGÓLFUR INGÓLFSSON ✝ Már IngólfurIngólfsson síma- verkstjóri fæddist í Reykjavík 30. maí 1942. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 24. mars síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Selfosskirkju 3. apr- íl. Elsku afi. Í dag hefð- irðu átt 60 ára afmæli. En þú varst orðinn svo veikur að Guð og allir englarnir vildu að þú kæmir til þeirra og þar heldur þú upp á afmælið þitt. Við ætlum að gróð- ursetja tré upp í sum- arbústað í tilefni dags- ins. Til hamingju með daginn. Á litlum skóm ég læðist inn og leita að þér, afi minn. Ég vildi að þú værir hér og vært þú kúrðir hjá mér. Ég veit að þú hjá englum ert og ekkert getur að því gert. Í anda ertu mér alltaf hjá og ekki ferð mér frá. Ég bið guð að gæta þín og græða djúpu sárin mín. Í bæn ég bið þig sofa rótt og býð þér góða nótt. (S. P. Þ.) Guð geymi þig, elsku afi okkar. Bryndís, Karel, Aron, Adam og Sunneva Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.