Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 25 STJÓRNVÖLD víða um heim, með- al annars á Vesturlöndum, hafa skert mannréttindi í nafni þjóðarör- yggis og baráttunnar gegn hermd- arverkastarfsemi eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september, að því er fram kemur í nýrri árs- skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Stjórnvöld eru þar sögð hafa sett lög, sem skerði mannréttindi, aukið hlutverk herja sinna og kynt undir kynþáttafordómum. Þótt ríkis- stjórnirnar hafi gagnrýnt mannrétt- indabrot óvina sinna, einkum talib- anastjórnarinnar fyrrverandi í Afganistan, gefi þær mannréttinda- brotum bandamanna sinna engan gaum. Í skýrslunni segir að mörg ríki, þeirra á meðal Bandaríkin og Bret- land, hafi sett lög eftir 11. sept- ember þar sem nýir glæpir séu skil- greindir, bannað samtök og fryst eignir þeirra og skert borgaraleg réttindi. Nokkur ríkjanna, meðal annars Jórdanía, Indland og Suður- Kórea, hafi notað skilgreiningar á hryðjuverkastarfsemi sem séu „hættulega víðar og óskýrar“. Kynt undir útlendingahatri Irene Khan, framkvæmdastjóri Amnesty International, segir það ekkert nýtt að ríkisstjórnir vilji skerða mannréttindi í nafni öryggis- hagsmuna. „Breytingin felst hins vegar í því að það eru ekki alræð- isstjórnir heldur rótgróin lýðræðis- ríki sem eru nú í fararbroddi í því að setja ströng lög til skerða borg- araleg réttindi í nafni þjóðarörygg- is.“ Stjórnvöld í nokkrum ríkjum hafa skert réttindi útlendinga með það að markmiði að vernda eigin borg- ara, að sögn Amnesty. Þau hneigj- ast til þess að líta á útlendinga, einkum flóttamenn og fólk sem ósk- ar eftir hæli, sem hugsanlega hryðjuverkamenn. „Alið er á tor- tryggni meðal almennings og það kyndir undir kynþáttafordómum, útlendingahatri, umburðarleysi og ofbeldi.“ „Ráðist var á menn í Bandaríkj- unum, Kanada, Vestur-Evrópu, löndum í Asíu og Afríku, ekki vegna þess sem þeir gerðu, heldur vegna þess sem þeir voru; einfaldlega vegna þess að þeir voru múslímar, arabar eða Asíubúar, eða litu aðeins út fyrir að vera það.“ Amnesty sakar einnig stjórnvöld á Vesturlöndum um tvískinnung. Þau hafi fordæmd mannréttinda- brot gagnvart konum í Afganistan þegar talibanar voru þar við völd en þagað yfir undirokun kvenna í lönd- um eins og Sádi-Arabíu. „Þeir sem fordæmdu mannréttindabrot í Írak mótmæltu ekki mannréttindabrot- um rússneskra hermanna í Tsjetsjníu.“ Í skýrslunni segir að mörg ríki séu nú farin að vefengja alþjóðlega sáttmála, svo sem um meðferð fanga, og skírskotaði meðal annars til aðstæðna meintra talibana og al- Qaedaliða sem haldið er í banda- rískri herstöð á Kúbu. „Meðferðin á föngum í Guantanamo virðast hafa orðið til þess að stjórnvöld í nokkr- um ríkjum telji að ómannúðleg með- ferð á föngum sé nú álitin viðun- andi.“ Mannréttindi skert í nafni þjóðaröryggis Stjórnvöld á Vesturlöndum sæta gagnrýni í ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International London. AFP. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, skipaði í gær Alist- air Darling samgönguráðherra en Stephen Byers, sem gegndi því embætti, sagði af sér í fyrra- dag. Við af Dar- ling, sem farið hefur með at- vinnu- og eftir- launamál, tek- ur Andrew Smith en hann hefur gegnt ráð- herraembætti í fjármálaráðu- neytinu. Eftirmaður hans þar er Paul Boateng og er hann fyrsti blökkumaðurinn til að gegna ráðherraembætti í Bret- landi. Darling, sem er tæplega fimmtugur að aldri, er sagður náinn bandamaður Gordons Browns fjármálaráðherra en hann vill aftur fara hægar í sak- irnar varðandi evruaðild en Blair. Er þess beðið með nokk- urri eftirvæntingu hvernig Darling reiðir af í starfinu en það er ekki talið mjög öfunds- vert, einkanlega vegna ástandsins á bresku járnbraut- unum. Darling nýr sam- göngu- ráðherra London. AFP. Alistair Darling
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.