Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HVERNIG er það með íslenska skólakerfið, er orðin full sátt um það? Svo gæti maður talið ef marka má þá umræðu sem á sér stað. Hún er nefnilega engin, í það minnsta verður maður hvergi var við hana á op- inberum vettvangi, en þar finnst manni einmitt að hún ætti heima, skól- arnir snerta okkur jú öll. Ástæða þess að ég rita þetta greinarkorn nú er uppsafnaður pirringur og skilningsleysi af minni hálfu í garð menntastofnana lands- ins. Þannig er mál með vexti að ég settist á skólabekk að nýju síðastliðið haust eftir nokkurra ára hlé, með það að takmarki að ljúka námi í húsa- smíðum og taka sveinspróf nú í vor. Nú á vorönn sit ég því í dagskóla til að geta tekið allar þær einingar sem til þarf og get því sáralítið unnið með. Það er semsagt litið á dagskólanám sem fulla vinnu. Sem væri gott og blessað ef það væri það. Málin standa einfaldlega ekki þannig. Þetta er ekkert nám til að stunda sem fulla vinnu, því gegn- umgangandi virðist nánast ekkert skipu- lag eða samráð vera milli kennara mis- munandi áfanga, og námsefni er ónógt, í það minnsta í mínum skóla, Iðnskólanum í Reykjavík (IR). Efni áfanganna skarast alltof mikið og er mað- ur að fá sömu ljósritin og sjá sömu glærurn- ar tvisvar á dag, jafn- vel í undanfara og framhaldsáfanga. Um daginn fékk ég til dæmis sömu papp- írana um parketlögn í Verktækni 100 og 200! Ef maður nefnir þetta við kennara líta þeir hissa á mann, segja „nú er það já?“ og halda svo áfram eftir stutta vandræðalega þögn. Og þegar bækur hafa nýjustu tölur um slysatíðni tengda trésmíðavélum frá 1906 í Danmörku hlýtur maður að stoppa við. Þetta er að sjálfsögðu að miklu leyti afleiðing þess að ekki er til nægt kennsluefni fyrir fagið þannig að menn eru að bjarga sér, en verð ég sem nemandi ekki að gera þá lág- markskröfu að eitthvert samráð sé á milli kennara, að það sé ekki hver að púkka í sínu horni? Einnig hlýtur það að vera skýlaus krafa að eitthvað verði gert til að bæta úr þeim al- menna námsgagnaskorti sem stend- ur náminu fyrir þrifum. Nú er loksins eitthvað að gerast í þeim málum að lagfæra námsskrá fagsins, sem er fyrir löngu orðin úr- elt, og er ég með þau drög undir höndum. Er þar margt gott að finna en einnig margt sem mætti betur fara. Sem lítið dæmi virðist vera búið að fella út þá litlu rafmagnsfræði sem í boði er í stað þess að bæta hana, því hún er nánast lífsnauðsynleg öllum iðnaðarmönnum í dag. Í samræðum við kennara um þessi mál hef ég meðal annars beint orðum að þessum skorti á kennslugögnum og að það vanti meira ítarefni. Þá heyrist stundum að það þýði ósköp lítið að vera með ítarefni ef nemend- ur lesi það aldrei. Sem er fyllilega sanngjarnt. Skólinn hlýtur að gera þá kröfu að nemendur sýni náminu þá virðingu og áhuga sem þarf til, en þarna kemur kannski aftur að þroska nemenda, ekki að þeir séu þarna bara til að vera þarna. Það er líka vandamál að ekki virðist heldur vera til fjármagn til að mennta kennara frekar í sínu fagi. Það er ekkert mál að senda menn á námskeið í PowerPoint en það gengur ekki að senda menn á framhaldsnámskeið í því efni sem þeir eru að kenna. Sjálf- sagt á PowerPoint að skila skilvirk- ari og skipulagðri vinnu, en hvert er gagn þess ef þú hefur ekkert nema úrelta þekkingu til að miðla? Ég bara spyr. Ég efast ekki um að þetta á við í fleiri iðngreinum, jafnt sem á bók- námsbrautum, og maður hlýtur að spyrja sig hvar þessar stórkostlegu framfarir, sem alltaf er verið að tala um á sviði skólamála og nýhættur menntamálaráðherra hefur verið duglegur að monta sig af, eru. Áherslan, að minnsta kosti innan IR, virðist vera á nám tengt tölvum og alls kyns hönnun, meðan annað situr á hakanum fjárhagslega. Ég hef satt best að segja ósköp lítið gagn af nýj- um ljósleiðara þegar mitt nám snýst um hamar, sög og viðarlýti. Menntamálaráðuneytið ber nátt- úrulega mesta ábyrgð. Þessir skólar eru á þess vegum, en það virðist ekki vera mikill áhugi á bættu námi með fjármagni til menntunar kennara eða uppfærslu námsefnis … eða einhvers námsefnis yfir höfuð! Það á ekki að bjóða mönnum upp á það að þurfa að kenna allt sitt upp úr ljósritum héðan og þaðan, eða nemendum að reyna að henda reiður á slíku efni úr ýmsum áttum. Er ég ræddi við menntamála- ráðuneytið fékk ég vandræðalegt bros og var sagt að já, þeir vissu af þessu, og já, það væri ágætt að fá staðfestingu á þessu frá einhverjum sem væri innan búðar. Verði ykkur að góðu. Þið kannski takið nokkrar aukakrónur af sköttunum mínum um næstu mánaðamót og setjið í þetta. Skólakerfi á villigötum Þórir Björn Lúðvíksson Skólar Það hlýtur að vera ský- laus krafa, segir Þórir Björn Lúðvíksson, að eitthvað verði gert til að bæta úr almennum námsgagnaskorti. Höfundur er í Iðnskólanum í Reykjavík. HVER á Ísland? Flestir landsmenn telja að náttúruauðlindir landsins, s.s. fiskimið- in, fallorkan og jarðhit- inn, séu sameign þjóð- arinnar. Má ekki líka líta svo á að við eigum sameiginlegar ýmsar aðrar auðlindir í land- inu, s.s. þær sem byggjast á fólki sem hefur aflað sér dýr- mætrar menntunar og reynslu sem nýtist öll- um landsmönnum? Er t.d. heilbrigðiskerfið okkar ekki slík auð- lind? Mér kom þessi spurning í hug þegar ég var stödd á ársfundi Rann- sóknarstofnunar í hjúkrunarfræði fyrir skömmu. Þar vildu hjúkrunar- fræðingar vekja athygli sem flestra á því að mjög mikil þekking er til staðar á afleiðingum breytinga á heilbrigðiskerfi sem nýta ætti betur áður en ákvarðanir eru teknar. Allra landsmanna Lengi vel gátum við stolt sagt að heilbrigðisþjónustan í landinu væri á heimsmælikvarða og öllum aðgengi- leg. Enda segir í fyrstu lögunum um heilbrigðisþjónustu, sem samþykkt voru á alþingi 1973: Allir landsmenn skulu eiga rétt á bestu heilbrigðis- þjónustu sem völ er á til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði. Einn af fyrirlesurunum á ársfund- inum var Rúnar Vilhjálmsson pró- fessor og hjá honum kom m.a. fram að sjúklingar hafa bestan aðgang að heilbrigðisþjónustu í kerfi eins og enn tíðkast hjá okkur, þ.e. félagslegu kerfi, en verstan að einkarekstrar- kerfi eins og því bandaríska. En hann benti jafnframt á að okkar kerfi væri að færast frá ákjósanlegri mynd slíks kerfis yfir í einkafjár- mögnun þess, þ.e. að sjúklingarnir sjálfir greiddu sífellt meiri hlut af heildarkostnaði. Afleiðingin er að margir hafa ekki efni á að nýta sér heilbrigðisþjónustuna. Hann benti ennfremur á að aukin einkavæðing í heilbrigðisþjónustunni getur leitt til enn frekari ójöfnuðar hvað varðar aðgang að heilbrigðisþjónustu og hún gæti orðið enn dýrari en nú er. Geta misst aleiguna Sjálf hafði ég tækifæri til að bera okkar heilbrigðiskerfi saman við það bandaríska þegar ég bjó í Kaliforníu um nokkurra ára skeið. Ég man hvað fólkið þar var undrandi að heyra að hér hefðu allir að- gang að sömu þjónust- unni og að það kostaði lítið, eða ekkert, að fara til læknis eða á sjúkrahús. Auðvitað kostaði að reka heil- brigðiskerfið en skatt- ar landsmanna stæðu þar undir. Bandaríkja- menn eiga nefnilega al- mennt ekki kost á ,,bestu“ heilbrigðis- þjónustunni nema geta greitt fyrir hana eða hafa tryggt sig hjá einhverju tryggingafélagi, sem síðan greiðir sjúkrakostnaðinn, eða starfa hjá fyrirtæki sem greiðir ákveðna læknisþjónustu fyrir starfs- menn. Tryggingafélögin geta síðan ákveðið hvort það ,,borgi“ sig að greiða fyrir lækniskostnað viðkom- andi og til hvaða lækna megi leita. Þau geta neitað að greiða fyrir lækn- isþjónustu, leyfa fólki ekki að velja til hvaða læknis eða sjúkrastofnunar er leitað og kannski ekki að notuð séu nýjustu lyfin. Opinbera heil- brigðiskerfið er svo þannig starf- rækt að þangað leitar helst enginn nema láglaunafólk eða atvinnu- og heimilislausir. Fyrir íslenska námsmenn í Bandaríkjunum var ekki um annað að ræða en opinbera kerfið, náms- lánin frá LÍN leyfðu ekki að annað. Í því kerfi þurfti að greiða um 200.000 kr. fyrir barnsfæðingu fyrir rúmum 20 árum og þjónustan á háskóla- sjúkrahúsi UCLA var hörmuleg. Ameríska kerfið á Íslandi? Með hverri breytingu á heilbrigð- iskerfi okkar hefur mér fundist að verið sé að færa það ískyggilega nærri því bandaríska og mér fannst margt í erindi Rúnars Vilhjálmsson- ar staðfesta þennan grun minn. En gera landsmenn sér almennt grein fyrir því sem er að gerast eða er öll- um kannski alveg sama? Reyndar hafa heyrst háværar raddir að und- anförnu vegna þess hversu dýrt er orðið að leita sér lækninga og mikið hefur verið rætt um að langveikt fólk geti ekki leyst út lyfin sín. Sem dæmi um lækniskostnað get ég nefnt það sem ég hef kynnst frá ára- mótum: það kostar 3.170 kr. að fara á slysadeild. Þetta er grunngjald og við það getur t.d. bæst kostnaður vegna röntgenmyndatöku sem er 2.070 kr. fyrir eina mynd, svo ákveð- ið í viðbót fyrir fleiri. Rannsókn, eins og magaspeglun, kostar rúmar 13.000 kr. og segulómun rúmar 7.000 kr. Þegar kostnaðurinn er orðinn svona mikill hljótum við að spyrja: ,,Hafa allir aðgang að heilbrigðis- þjónustunni?“ Svarið hlýtur að vera: ,,Nei“. Hver umfjöllunin á fætur annarri hefur verið um fátækt á Ís- landi og fátækt fólk getur örugglega ekki greitt fyrir svona dýra lækn- isþjónustu. Að vísu má ekki gleyma því að þegar fullorðin manneskja er búin að greiða 18.000 kr. fær hún af- sláttarkort og þarf eftir það að greiðir hún ákveðinn hluta af kostn- aðinum. Sá kostnaður getur orðið heilmikill hjá t.d. langveiku fólki sem þarf á mikilli læknisþjónustu að halda. Hvað viljum við? Að lokum má líka spyrja hvort fólk hafi ekki líka tekið eftir því að tryggingafélögin hér eru löngu byrj- uð að reyna að fá fólk til að kaupa sér hinar ýmsu sjúkdómatryggingar fyrir sig og börnin. Á ekki að vera hægt að reiða sig á íslenska velferð- arkerfið í framtíðinni, bæði heil- brigðis- og félagslegt? Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er að færast í vöxt en alla vega enn sem komið er virðist það ekki hafa áhrif á aðgengi að bestu heilbrigðisþjónustunni – eða hvað? Síðan eiga margir erfitt með að skilja af hverju einkaaðilar eiga að geta rekið heilbrigðisþjón- ustu á ,,hagkvæmari“ hátt en þeir opinberu. Ef við að lokum veltum upp spurningunni hér í upphafi, þ.e. ,,hver á Ísland?“ er þá ekki kominn tími til að ,,eigendurnir“ gefi sig fram og láti þá sem þeir völdu tíma- bundið til að stýra landinu heyra hvernig heilbrigðiskerfi þeir vilja? Hafa allir aðgang að heilbrigðisþjónustunni? Bryndís Kristjánsdóttir Heilsa Á ekki að vera hægt, spyr Bryndís Kristjáns- dóttir, að reiða sig á ís- lenska velferðarkerfið í framtíðinni? Höfundur er blaðamaður. ALLT frá upphafi byggðar á Íslandi hefir verið viðurkennt að veiðiréttur fylgdi að- liggjandi landi bæði að vötnum og að sjó. Í Grá- gás voru þessi netlög talin 160 faðmar frá stórstraumsfjöru. Þótt víðátta landhelginnar hafi tekið breytingum með nýrri tækni ætti grunnhugmyndin að vera sú sama. Þetta er nauðsynlegt að viður- kenna í sambandi við fyrirhugað sjóeldi sem nú er að hefjast. Þótt hlutverk Alþing- is eigi að vera að gæta hagsmuna allra landsmanna, svo sem nafn þess segir til um, er það ekki svo í raun. Framsókn hefir í meir en 70 ár beitt sér fyrir sérhagsmunum flokksins og flokksmanna undir stefnuskránni „Hvað varðar mig um þjóðarhag?“ Þetta hefir reynst einskonar mafía innan Alþingis. Það þarf mjög óheið- arlegt fólk til að fylgja slíkri stefnu, en þeim hefir að jafnaði tekist að fá um og jafnvel yfir 10% atkvæða í kosningum og skoðanakönnunum. Verra er þó að þessi sjúkdómur hefir smitað út frá sér innan Alþingis sl. 30 ár þegar forysta Sjálfstæðisflokksins hefir gengið í lið með mafíunni í sam- bandi við aðalatvinnuveg þjóðarinnar og þessir tveir flokkar sameinast með kvótakerfinu um að svipta fiski- byggðir landsins aðstöðu sinni til fiskveiða. Með svonefndu frjálsu framsali á kvótum, sem lögleitt var 1991, hafa tilteknir gæðingar stjórn- valda fengið afhenta gjafakvóta fyrir milljarða króna sem þeir hafa síðan getað selt frjálst til þeirra sem ekki njóta sömu opinberu fyrirgreislu. Grundvöllur kvótakerfisins verður þannig rakinn beint til Framsóknar enda viðurkennt að formaður þess flokks er höfundurinn. Kvótakóng- arnir eru síðan uppteknir við að kaupa upp verzlanir í Kringlunni og Smáralind eða íbúðir í Breiðabliki. Almenningur fær ekki rönd við reist enda eru allir dómarar landsins eyrnamerktir flokkunum eða sjálfri mafíunni beint og óbeint. Það er skiljanlegt að stjórn LÍÚ styðji hags- muni kvótakónganna enda hafa þeir nú tekið höndum saman við forystu áhafnanna á skipum stórútgerðar- innar um að auka upp- kaup á kvótum sem enn finnast hjá landsbyggð- inni. Þetta er áframhald á stefnu Framsóknar um aukinn rétt hinna fáu og útilokun hinna smáu. Slíkt er eðli maf- íunnar hvar sem er í heiminum. Margvísleg skömmtunarkerfi hafa einkennt feril Fram- sóknar og nú eru fiskveiðarnar í tak- inu, stærsti atvinnuvegur þjóðarinn- ar. Togveiðar stórútgerðarinnar innan landhelginnar hafa minnkað þorsk- veiðina úr 450.000 tonnum niður í leyfilega 150.000 tonna veiði sé miðað við núverandi stofnstærð. Kvótar eru hinsvegar útgefnir fyrir veiðar á 190.000 tonnum, þe. 40.000 tonnum umfram viðurkennda 25% veiðiheim- ild. Hafró ræður ekki við mafíuna á Alþingi. Minnkun þorskveiðanna samsvarar skerðingu árlegra þjóðar- tekna um 60 milljarða. Það verður að breyta þessum vinnubrögðum. Lausnin felst í endurskipulagningu á nýtingu fiskislóðanna innan land- helginnar t.d. þannig að allar togveið- ar verði fluttar út fyrir 50 mílur eða út fyrir allar hrygningar- og uppeld- isstöðvar þorsksins og bannaðar allar netaveiðar á hrygnum fyrir hrygn- ingartímann. Hafró auglýsti yfir 100 lokanir á uppeldisstöðvum sl. ár en með engum árangri. Þeir verða að taka upp ný vinnubrögð. Gegn lands- byggðinni enn Ønundur Ásgeirsson Höfundur er fyrrv. framkvæmda- stjóri. Fiskveiðistefna Þótt hlutverk Alþingis eigi að vera að gæta hagsmuna allra lands- manna, segir Ønundur Ásgeirsson, svo sem nafn þess segir til um, er það ekki svo í raun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.