Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTTEKTARNEFND á vegum OECD er nú stödd hér á landi til að kanna hvort Ísland fullnægi skyldum sínum samkvæmt samningi um bar- áttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum sem undirritaður var í París 17. desember 1997. Nefndin mun hitta fjölda aðila, en auk stjórnvalda eru m.a. kallaðir á fund nefndarinnar fulltrúar samtaka atvinnulífsins, Verslunarráðs Ís- lands, ASÍ, Lögmannafélags Íslands og Blaðamannafélags Íslands ásamt fulltrúum nokkurra fyrirtækja. Athugun úttektarnefndarinnar beinist í hnotskurn að aðgerðum ís- lenskra stjórnvalda gegn spillingu. Kannað verður m.a. hlutverk lög- reglu, ákæruvalds og dómstóla í meðferð mútumála og annarra tengdra mála og þátt einstakra stofn- ana í þessu sambandi. Einnig verða könnuð viðhorf atvinnulífsins til spill- ingar og aðgerðir þess til að sporna við henni. Úttekt OECD nefndarinn- ar er áþekk þeirri sem gerð var á vegum GRECO, ríkjahóps Evrópu- ráðsins, fyrir rúmu ári, sbr. skýrslu GRECO frá 14. september sl. Heimsókn úttektarnefndarinnar er dagana 27.–30. maí. Niðurstöður hennar verða birtar í skýrslu sem er væntanleg síðar á þessu ári, segir í frétt frá dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu. OECD kannar aðgerðir stjórnvalda gegn spillingu ENGAR reglur er til hér á landi um hvernig sveit- arfélög eigi að koma að fjárstyrkjum til framboða fyrir sveitarstjórnarkosningar, en slíkt tíðkast víða erlendis að sögn Steingríms J. Sigfússonar alþing- ismanns og formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hann telur að setja þurfi rammalöggjöf um hvernig fjárveitingum sveitarstjórna til framboða er háttað fyrir kosningar til að tryggja jafnfræði allra framboða. Sveitarstjórnir gætu svo útfært reglur þar um hver fyrir sig. Eðlilegt að mæla fyrir um tiltekinn stuðning við framboð „Í heimsóknum til framboða víða um land hef ég rekið mig á að það er mjög mismunandi hvort og þá hvernig sveitarstjórnir standa að því að styðja við bakið á framboðum,“ segir Steingrímur. „Það vantar hér á landi löggjöf um fjármál og stjórn- málastarfsemi. Það væri eðlilegt að mæla fyrir um tiltekinn stuðning við framboð, og þá jafnt til sveit- arstjórna sem alþingis. Víðast hvar annars staðar en á Íslandi hafa verið sett lög og reglur um að ein- hver grunnstuðningur sé veittur öllum framboð- um. Svo er stundum haft til viðbótar ákveðinn stuðningur við stjórnmálaflokka sem hafa náð mönnum kjörnum innan kjörtímabilsins til að standa straum af kostnaði vegna sinnar þátttöku í sinni sveitarstjórn eða á Alþingi.“ Steingrímur segir þörf á að ákveðið jafnræði ríki svo að nýir aðilar hafi möguleika á að kynna sína starfsemi. „Sum sveitarfélög hafa ákveðið að veita fasta upphæð til allra framboða, líkt og er á Ak- ureyri. En í öðrum tilvikum er stuðningur enginn. Ég veit ekki til þess að Reykjavíkurborg styrki framboð sem er mikið umhugsunarefni því ef það er einhvers staðar ástæða til að menn fengju stuðning til að kynna sín stefnumál þá væri það í jafnstóru sveitarfélagi og Reykjavík þar sem er gríðarlegur aðstöðumunur sitjandi borgarstjórn- arflokka og nýrra framboða.“ Sveitarstjórnum í sjálfsvald sett hvernig þau styrkja framboð Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, segir að almennt tíðkist ekki að sveitarstjórnir styðji við framboð með fjármunum fyrir kosningar. Hann segist þó vita til þess að slíkt hafi verði gert hjá einstaka sveitafélögum að undangenginni samþykkt við- komandi bæjarstjórna. Segir hann að með því hafi öllum framboðum verið tryggð sama upphæð. „Ef sveitarstjórnir kjósa að veita fé til framboða þá er þeim heimilt að gera það þó að slíkt tíðkist ekki al- mennt. Ef það er hins vegar gert er það staðbundin ákvörðun einstakra sveitarstjórna.“ Segir hann að þetta sé gert í stað þess að sveitarsjóðir og stofn- anir sveitarfélagsins séu að kaupa styrktarlínur og auglýsingar í blöðum framboðanna. Vilhjálmur segir að frá Reykjavíkurborg eða stofnunum hennar komi enginn fjárstuðningur til einstakra framboða. „Engin umræða hefur farið fram um að breyta sveitastjórnarlögum í þá veru að sveitasjóðir eigi að styrkja framboð með tilteknum hætti og ég á ekki von á að það verði gert.“ Algengast að veita ákveðna upphæð Morgunblaðið hafði samband við nokkur sveit- arfélög á landinu til að kanna hvort og þá með hvaða hætti þau styrktu framboð fjárhagslega fyr- ir sveitarstjórnarkosningar. Í ljós koma að algeng- ast væri að sveitarfélögin úthlutuðu ákveðinni fjár- hæð til framboða, styrktu þau framboðin á annað borð. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar- bæjar, sagði að fyrir nýliðnar sveitarstjórnarkosn- ingar hefði bærinn veitt hverju framboði 75 þús- und kr. Á móti ætlaðist bærinn til þess að framboðin birtu auglýsingar frá yfirkjörstjórn í blöðum sínum, t.d. auglýsingar um það hverjir væru í framboði. Björn Hafþór Guðmundsson, bæjarstjóri Aust- ur-Héraðs, sagði hins vegar að sveitarfélagið hefði ekki styrkt framboðin í sveitarfélaginu fyrir síð- ustu kosningar. Bæjarstjóri í Árborg, Karl Björns- son, sagði hins vegar að sveitarfélagið hefði styrkt hvert framboð um 200 þúsund kr. fyrir kosning- arnar síðustu, en inni í því væri kostnaður vegna auglýsinga sveitarfélagsins í blöðum framboðanna. Og að síðustu sagði Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, að sveitarfélagið hefði styrkt hvert framboð um 100 þúsund kr. fyrir kosningarnar síð- ustu. Engir skilmálar fylgdu þeim styrkjum. Steingrímur J. Sigfússon formaður VG um fjárframlög til framboða Þörf á lögum til að tryggja jafnræði framboða ANTONI Helgasyni, formanni yfir- kjörstjórnar í Bolungarvík, hefur borist staðfesting á því frá símafyr- irtækjum að þeir farsímar sem voru í talningarherbergi á meðan kjör- fundur stóð yfir í kosningunum síð- astliðinn laugardag voru ekki í notk- un milli kl. 21 og 22 þann dag. Fulltrúar K-lista í Bolungarvík höfðu farið fram á það með form- legum hætti við yfirkjörstjórn að það yrði kannað hvort farsímarnir voru notaðir á þeim tíma sem talning hófst í bænum. Talning hófst klukkan 21 þann dag, en notkun farsíma var bönnuð á meðan á kjörfundi stóð. Fulltrúar K- lista sögðu að kvittur hefði komist á kreik í bænum að farsímar hafi verið notaðir í talningarherbergi á meðan á kjörfundi stóð. K-lista þótt ástæða til þess að málið yrði kannað. Jafnframt hefði listinn óskað eftir því að útskrift yrði fengin frá þessu tímabili til að hreinsa fulltrúa listanna tveggja, sem voru staddir í talningarherbergi, af allri sök. Leitt var að því getum að farsímarnir hafi verið notaðir til þess að smala kjós- endum á kjörstað. Málinu lokið í sátt í gærkvöldi Anton Helgason, formaður yfir- kjörstjórnar, sagðist búast við því að málið væri úr sögunni, en halda átti fund í yfirkjörstjórn í gærkvöldi með þeim sem staddir voru í talningar- herberginu á umræddu tímabili. Fulltrúar framboðanna hittust svo í gærkvöldi á fundi, ásamt yfirkjör- stjórn, þar sem farið var yfir málið og upplýsingarnar frá símafyrir- tækjunum voru kynntar. Þeim fundi lyktaði með sáttum og var það sam- eiginleg niðurstaða fundarmanna að málinu væri lokið og ekki yrði frekar aðhafst í því. Farsímar ekki notaðir í talningarherberginu GRÉTAR Hjartarson, skipstjóri og forstjóri, er látinn á sextugasta og áttunda aldursári. Grétar var fæddur 3. ágúst 1934 í Reykjavík, sonur hjónanna Hjartar Hjartarsonar kaup- manns og Ástu Lauf- eyjar Björnsdóttur. Grétar útskrifaðist með héraðsskólapróf frá Laugarvatni árið 1951 og lauk farmanna- prófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík árið 1958. Hann var háseti á bátum og togurum árin 1949–1953, háseti á skipum Eimskipafélagsins 1954– 1960, stýrimaður frá 1961–1970 og skipstjóri hjá Eimskipum frá 1971– 1975. 1. september 1975 var hann settur framkvæmdastjóri Bæjarbíós í Hafn- arfirði og síðan fram- kvæmdastjóri Laug- arásbíós 1. desember sama ár. Grétar var ráðinn forstjóri Laug- arásbíós og Bæjarbíós 1. mars 1976 og gegndi því starfi til 1994. Árin 1995 til 1999 var hann kennari við stýrimanna- skóla í Walvis Bay í Namibíu á vegum Þró- unarsamvinnustofnun- ar Íslands. Árið 1999 gerðist hann starfsmað- ur Íslandspósts. Grétar kvæntist 5. maí 1956 Guð- laugu Pálsdóttur og eignuðust þau fjögur börn: Pál, Pétur, Hjört og El- ínu Sigríði. Guðlaug lést árið 1982. Eftirlifandi kona Grétars er Ólöf Inga Klemensdóttir. Dætur hennar eru Þórunn Halldórsdóttir og Hrafn- hildur Inga Halldórsdóttir. Andlát GRÉTAR HJARTARSON Björgunarsveitamenn fundu í gær fimm manns sem saknað var í ná- grenni Landmannalauga. Fólkið hafði fest jeppa sinn á sandeyri í á skammt frá Landmannalaugum. Ekkert amaði að fólkinu. För fólks- ins var heitið að Gullfossi á þriðju- dag, en ferðalangarnir munu hafa hætt við það og tilkynntu skyldfólki sínu símleiðis að stefnt væri á Land- mannalaugar. Síðan heyrðist ekkert frá fólkinu og var þá farið að óttast um það. Leit hófst klukkan 7 í gær- morgun og lauk kl. 11.30. Óku eftir lokuðum fjallvegum Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar er ljóst að fólkið hefur ekið eftir fjallvegum sem eru lokaðir á þessum árstíma vegna aurbleytu. Alls tóku á annan tug liðsmanna frá björgunarsveitum Slysavarna- félagsins Landsbjargar þátt í leit- inni. Björgunar- sveitir fundu jeppafólk PJETUR Stefánsson, stjórnarfor- maður Sambands íslenskra mynd- listarmanna (SÍM), var endurkjör- inn á aðalfundi SÍM í Norræna húsinu í gærkvöldi. Fundarsókn var óvenju mikil þar sem átök voru í kringum stjórnarkjörið. Pjetur hlaut 111 atkvæði en Hann- es Lárusson 69 og Áslaug Thorlacius 63. Í stjórn voru kosin Ragnhildur Stefánsdóttir, Þorvaldur Þorsteins- son og Einar Garibaldi. Í varastjórn voru kosin Ósk Vilhjálmsdóttir og Valgarður Gunnarsson. Á fundinum sögðu sig strax úr stjórn og vara- stjórn Einar og Ósk vegna óánægju með niðurstöðu kosninganna. Kosin var því ný varastjórn sem skipuð er Pétri Erni Friðrikssyni og Ingu El- ínu Kristinsdóttur. Morgunblaðið/Golli Óvenju mikið fjölmenni var á aðalfundi SÍM í gærkvöldi, enda átök um stjórnarkjör. Pjetur Stefánsson endurkjörinn á átakafundi SÍM SIGURÞÓR Jakobsson myndlistar- maður hefur fengið fjögur innrömm- uð málverk aftur í hendur, en þeim var stolið hjá innrömmunarfyrirtæki í Reykjavík í byrjun apríl. Sigurþór var með tólf vatnslita- myndir í innrömmun og var fjórum þeirra stolið í skjóli nætur eins og greint var frá í Morgunblaðinu 12. apríl. Skömmu síðar auglýsti lista- maðurinn eftir verkunum og segir hann að umfjöllunin hafi borið ár- angur. Ekki sjái á verkunum en risp- ur séu á römmum. Aðalatriðið sé að hann hafi fengið verkin aftur, en hann segir að lögreglan hafi fundið þau í húsi þegar hún vann að rann- sókn annars máls. Sigurþór fékk málverkin aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.