Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞESS vildi ég óska að alþýðan liti sér nær í vali stórmenna. Hræsnin, græðgin, snobbið og sýndarmennska er orðin landlægur ósómi sem engin lækning virðist við. Lítilmennskan sem fólgin er í snobbi er mannskemmandi og allir eiga að vita um hin skaðræðin. Það er ekki snobbað fyrir mikilmenni ef hann er fyrrverandi húsvörður á ní- ræðisaldri. Á Akranesi varð aldr- aður öðlingsmaður að flytja af heimili sínu á öldrunarheimili ásamt 87 ára konu sinni sem hann í mörg ár hefur annast af fádæma fórnfýsi og ástúð. Fyrir áratugum varð að nema brjóstin af henni og skömmu seinna greindist hún með sykursýki. Hún hefur fengið heila- blóðfall og nýlega lærbrotnaði hún. Í gegnum allan þennan feril hefur maðurinn verið lífsanker hennar og sannur bjargvættur. Hann hefur í áraraðir insolínsprautað hana og séð um að hún borði í samræmi við sjúkdóminn. Hann hefur vakað yfir velferð hennar og sleppt ótal mörgu sem hann langaði til, hennar vegna. Í áratugi hefur hann séð um mat- seld og flest er lýtur að heimilis- haldi. Ég gæti sagt óteljandi margt frá þessum mikla alþýðumanni þar sem drengskapur og frjó hugsun fara saman. Nú bregður svo við að þegar hann þarf á aðstoð að halda mæta honum svik, afskiptaleysi og misskilningur, vægt til orða tekið. Þótt hann sé komin á 9. tuginn ber þjóðfélaginu að hjálpa honum, en áralöng og kvalafull bið hans eftir lagfæringu á hné er meðal annars skömm lækna sem þóst hafa skiln- ing, en lengra nær samúð þeirra og fyrirhöfn ekki. Á hjúkrunarheim- ilinu hafa hjónin hagstæða íbúð og fá aðstoð, en þar sem hún þarf mikla hjálp hringir hún talsvert um nætur. Hjúkrunarfólk vill í hvert skipti fá að vita hvað hún vilji og þar sem heyrn hennar er skert verður hávaði sem vekur hann, en honum verður ekki svo létt með svefn sem henni. Þótt vitað sé að koma þurfi til konunnar er hávað- anum viðhaldið af fyllsta tillitsleysi við hann, þrátt fyrir skýringar hans sem túlkaðar eru sem nöldur. Bólu Hjálmar kvað Guð eiga margan gimstein í mannsorpinu. Þau eru mörg hógværu mikilmennin í röð- um aldraðra. Skömm er þegar skilningur gagnvart þeim fellur á tímaleysi. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Aldraður heiðurs- maður í vanda Frá Alberti Jensen: ÉG VAR svo heppin að vera ein af þeim u.þ.b. þrjú þúsund manns sem nutu þeirrar ánægju að vera við- staddir frumflutning Hrafnagaldurs Óðins eftir Hilmar Örn Hilmarsson, Sigur Rós og Steindór Andersen í Laugardalshöllinni fyrir skömmu. Það má með sanni segja að þetta hafi verið einstök upplifun enda var verkið magnað og flutningurinn hreint út sagt frábær. Ég fann í rauninni aðeins einn galla á verkinu og flutningi þess, – það var of stutt! Þegar flutningnum var lokið fannst manni helst passa að hafa hlé og byrja upp á nýtt. Þarna kom berlega í ljós að Sveinbjörn heitinn Beinteinsson allsherjargoði reyndis sannspár þegar hann sagði um Hrafnagaldur: „Það er eitthvað þarna,“ þegar þeir Hilmar Örn ræddu tónlist við Edd- urnar. Flestir sem voru staddir á tón- leikunum voru sömu skoðunar, þeir vilja fá að heyra og sjá meira því hin myndræna tjáning sem fylgdi á tjaldi setti mikinn svip á heildina. Þarna er komið listaverk sem sjálf- sagt væri að setja á DVD-disk til að allir þættir þess fengju að njóta sín sem best. Ég skora á þá sem festu flutning Hrafnagaldurs Óðins á filmu að íhuga þennan möguleika. Þetta verk var einfaldlega of gott til að vera að- eins flutt einu sinni. JÓHANNA G. HARÐARDÓTTIR, blaðamaður, Áslandi 14, 270 Mosfellsbær. Hrafnagaldur á DVD? Frá Jóhönnu Harðardóttur: VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.