Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ L engi vel átti ég póst- kort, sem Skíða- borg, skíðafélag Siglfirðinga, gaf út með mynd af glæst- um göngumanni undir Hóls- hyrnu. Í mínum huga er það Viddi Magg, sem þar fer. Stíll- inn leynir sér ekki. Skíðin tóku oft við, þegar skólanum sleppti. Skíðamennirnir og stökk- kapparnir Jón Þorsteinsson og Jónas Ásgeirsson voru guðir í mínum augum og Heddi á Hól- um gerði mann orðlausan, þeg- ar hann sveif frjáls með þeim stökkstíl, sem enn heldur velli. Það var með ólíkindum, hvað þyngdaraflið átti bágt með að koma honum aftur niður á jörð- ina! Í brekkunni réðu þeir Hjalli Stefáns og Jonni Vil- bergs. Ekki nokkur maður náði þeirri fífl- djörfu keyrslu, sem Jonni Vil- bergs fór brautina. Þar var keyrt upp á allt eða ekkert. Í göngubraut- inni þumbaðist Sveinn Sveins- son áfram í keng meðan Viddi Magg sveif Hólsdalinn í ein- hverjum draumkenndum dansi. Svenni varð Íslandsmeistari, en í mínum huga er Viddi Magg alltaf stílfallegasti skíðamaður, sem ég sá keppa. En skíðin voru bara vetr- arleikar. Það var skólinn, sem var alvara lífsins. Samt reyndi ég að sameina þetta hvort- tveggja, þegar ég fór í skólann. Hverfisgatan og Lindargatan voru teknar í svigi, þar til beygt var gegnum garða og stokkið fram af bakkanum fyrir ofan Gest Fanndal. Þar var minn Stóri Boli. Svo var Aðalgatan gengin a la Viddi Magg, en vera má, að á endasprettinum eftir Norðurgötunni hafi stíllinn minnt meira á Svein Sveinsson. Þegar bjallan hringdi fór ég í röðina nýkrýndur Íslandsmeist- ari. Á þessum árum var Grunn- skóli Siglufjarðar ekki til. Skól- arnir voru tveir; barnaskólinn og gagnfræðaskólinn. Og þeir voru tveir aðskildir heimar; annar við Norðurgötu, hinn við Hlíðarveg. Sem betur fer fyrir okkur báða; pabba og mig, lenti ég aldrei í bekk hjá honum í barnaskóla. Þegar ég gekk í Barnaskóla Siglufjarðar var Hlöðver Sig- urðsson skólastjóri; mik- ilúðlegur á ytra byrði, strangur og stjórnsamur. Röddin var lík- ust brimskafli og stundum átti hún það til að þruma úr heið- skíru lofti milli þess sem brosið braut upp andlit hans. Mér fannst ég alltaf þurfa að vera á varðbergi gagnvart skaps- munum Hlöðves. Samt var hann langt í frá leiðinlegur kennari; sennilega bara meira spennandi fyrir vikið! Hlöðver fór lengi vel flestra sinna ferða á hjóli, en eignaðist svo bifreið. Eitt sinn þáði karl faðir minn far hjá honum. Pabbi sagði það hafa verið einn mesta lífsháska, sem hann lenti í, og kom sér alltaf hjá því að þiggja far hjá Hlöðve aftur. Benedikt Sigurðsson deildi húsi með Hlöðve við Suðurgöt- una og hjólaði eins og hann. En hann fór fram með allt öðrum og oft fínni hætti. Mér finnst Benedikt hafa verið kurteis og góður kennari. Og seigur var hann. Hann átti líka til mjög skemmtilega gamansemi, sem gat lyft leiðindatíma í skaplegar hæðir. Það var sannkölluð guðs- gjöf fyrir kennara og þá ekki síður nemendur! Bezt man ég hann þó fyrir það, að hann átti það til að koma að efninu úr óvæntri átt, sem krafðist þess að ég liti upp úr kennslubók- unum og legði hausinn í bleyti. Handavinna og leikfimi voru ekki mín uppáhaldsfög. Ég var stirður klaufi. En kennarana; Jóa Jóns og Helga Sveins, hafði ég í miklu afhaldi. Þeir lögðu sig fram um að koma einhverju lífi í þumalfingraðan stirðbusa. Kannski Helgi hafi horft fram hjá köðlunum af því ég gat spjarað mig í sundlauginni. En Jói hafði engan slíkan sólskins- blett að sjá. Samt átti ég alltaf mín stykki á handavinnusýning- unum! Frá gagnfræðaskólaárunum koma tveir kennarar tafarlaust fram í minningu mína; Guð- brandur og Flosi. Guðbrandur Magnússon var sérstakt ljúfmenni og nálgaðist alla hluti úr glaðlegri átt. Það var yfir honum einhver heims- mannslegur kæruleysisbragur, en kennsla hans var allt annað en kæruleysi; mér var hún svo heit, að það var með ólíkindum, hvað hann gat galdrað náms- efnið í mig. Hann Guðbrandur kryddaði kennsluna með skemmtilegum útúrdúrum. Svo var hann sérstakt snyrtimenni til handarinnar og enn á ég bók með skrautritun hans. Flosi Sigurbjörnsson var með allt öðru yfirbragði. Hann gekk þannig, að engu var líkara en hann bæri heiminn á herðum sér og stundum var ekki útséð um, hvort hann kæmist á leið- arenda. En alltaf seiglaðist Flosi í mark. Kennsla hans var svolítið með þessu lagi, en ein- hvern veginn hafði hann lag á að hrífa mig með sér og sérhver tími í þessu samræmda forna göngulagi gerði mig að mennt- aðri manni! Í Viðhorfi 7. maí sl. lék minn- ið mig grátt og lét mig eigna Júlíusi Júlíussyni leikafrek ann- ars manns; eins og af nógu sé ekki að taka, þegar leikferils Júlla er minnzt! Sá, sem lék Fjalla-Eyvind í eftirminnilegri sýningu veturinn 1960–61, var Eiríkur Eiríksson, prentari. Júlli lék Arneus og Höllu lék Anna Júlía Magnúsdóttir. Hún var díva míns Siglufjarðar. Ég hélt mig reyndar við þá bernsku í nefndu Viðhorfi, að kenna hana til manns hennar, en hún var gift Guðbrandi kennara, sem minnzt er á hér að framan. Í mínu minni voru karlar kenndir til starfa sinna, konur til manna sinna og börn til mæðra. Pabbi var Jóhann kennari, mamma Friðþóra Jó- hanns og ég Freysteinn Frið- þóru. Það var bara, þegar ég hafði gert eitthvað alvarlegt af mér, sem ég var Freysteinn Jó- hannsson! Fleira til síns ágætis Hér er farið áfram með minningar frá æskudögum í Siglufirði og minnzt mætra manna í skólum og á skíðum. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is JÆJA, þá eru kosn- ingarnar loksins af- staðnar. Sumir eru sig- urreifir, aðrir í sárum. Þannig hefur það alltaf verið og verður áfram. Úrslitin hér á Akur- eyri koma í sjálfu sér ekki á óvart. Þau voru í samræmi við um- ræðuna og skoðana- kannanir, sem því mið- ur hafa tekið alla spennu úr kosninga- nóttinni. Það er líka ljóst að mínu mati, að slíkar kannanir hafa mótandi áhrif á úrslitin. Frambjóðendur haga sinni baráttu í samræmi við þær vísbendingar sem kannanirnar gefa. Það er líka ljóst, að yngstu kjós- endurnir vilja margir hverjir vera í því liði, sem er líklegt til sigurs. Þetta eru ungar sálir og hrifgjarnar, sem detta gjarnan í strauminn og berast með honum. Þess vegna finnst mér það umhugsunarefni, hvort ekki sé rétt að takmarka skoðanakannanir í kosningabaráttunni. Það mætti jafn- vel hugsa sér, að banna þær síðustu vikuna fyrir kjördag. Þetta var nú ekki aðal ástæða þess, að ég set þessar línur niður á blað. Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn og skammast mín ekkert fyrir það. Stefna hans kemst næst mínum lífsskoðunum; að það eigi að virkja þann kraft sem í hverjum einstak- lingi býr, leyfa honum að njóta sín, þannig að hann nýtist sem best fyrir samfélagið. Ég er hins vegar ekki alltaf sáttur við verk þeirra sem sitja við stýrið hjá mínum flokki og tel það í samræmi við stefnu flokksins og mína sannfæringu, að þegja ekki yfir slíkum ágreiningi. Vinur er sá sem til vamms segir. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum, að sjálfstæðismenn eru í þann veginn að ganga til meiri- hlutasamstarfs með framsóknar- mönnum. Það er flokkur, sem sá til þess að stjórnartaumarnir á óska- barni Akureyringa, út- gerðarfélaginu okkar, komust í hendur kol- krabbans, Reykjavík- urvaldsins. Í sjálfu sér hefði ég ekkert á móti því að þessir flokkar fari í meirihluta, ef for- sendur til þess væru til staðar. Vissulega geta fulltrúar flokkanna samið einhverja moð- suðu, opna í báða enda, sem þeir geta kallað stefnu nýs meirihluta. Síðan skipta menn með sér embættum og allir eru vinir. En það vant- ar eitt mikilvægt atriði; nefnilega vilja kjósenda. Ef þessir flokkar hefðu nú sópað til sín fylgi í kosning- unum, til viðbótar því sem þeir höfðu, þá væri ekkert við þetta að athuga. En það gerðist bara ekki. Hvorir tveggja flokkarnir, sem nú eru að semja um hvernig skuli stýra bænum okkar næstu fjögur árin, töpuðu fylgi. Minn flokkur getur að vísu un- að við sitt, þótt hann hafi tapað ein- um manni. Hann var happdrættis- vinningur í síðustu kosningum, náðist inn á átta atkvæðum, en fram- sóknarmenn hafa tapað nær helm- ingnum af sínu fylgi í tvennum síð- ustu kosningum. Þeir hafa tapað tveimur bæjarfulltrúum og telja sig nokkuð góða núna, þar sem þeir töp- uðu ekki þeim þriðja! Nei, sigurvegari kosninganna var Oddur Helgi Halldórsson og hans lið hjá L-listanum. Það verður ekki af þeim tekið. Sama lið fagnaði sigri í kosningunum 1998, ásamt sjálfstæð- ismönnum. Þrátt fyrir það var geng- ið fram hjá Oddi við myndum meiri- hluta þá og sagan virðist vera að endurtaka sig núna. Það er ekki einu sinni rætt við Odd, þó hann hafi leit- að eftir viðræðum við sjálfstæðis- menn um meirihlutasamstarf. Þannig er ótvíræður vilji kjósenda sniðgenginn. Fimmtán hundruð sex- tíu og átta kjósendur á Akureyri, sem studdu Odd og hans fólk, fá langt nef frá sjálfstæðismönnum. Þessu kann ég illa. Það má vel vera, að samkomulagsgrundvöllur hafi ekki verið fyrir hendi, en það mátti í það minnsta reyna. Það hefði sungið eitthvað í mínum mönnum í Sjálf- stæðisflokknum, ef við hefðum unnið stórsigur, en þeir sem töpuðu hefðu gefið okkur langt nef og myndað fýlu-meirihluta án Sjálfstæðisflokks- ins. Eins og einn ágætur maður sagði: Svona gerum við ekki. Við þetta bætist, að kosningabar- áttan fór út í lágkúru á endasprett- inum. „Kosningamaskínurnar“ fóru á taugum þegar skoðanakannanir sýndu meðbyrinn sem Oddur hafði. Rykið var dustað af Gróu gömlu á Leiti, ef hún hefur þá einhvern tím- ann rykfallið, og kerlingin sú var lát- in bera róg um Odd út um holt og hæðir svo bergmálði í fjöllunum. Öll erum við breysk, Oddur líka, en þetta var ómaklegt, ósmekklegt og mann- skemmandi. Ég þekki Odd og veit sem er, að hann hefur ekki stærri bresti í sínum ranni en aðrir þeir sem buðu fram krafta sína til bæjar- stjórnar. Hann þorði, þegar hans flokkur vildi ekki nýta krafta hans. Hann hafði kjark til að sýna, að það er hægt að komast í bæjarstjórn án þess að hafa flokkakerfið á bak við sig. Sjálfstæðismenn höfðu hins veg- ar ekki kjark til að taka hann með sér í meirihluta, sennilega vegna hræðslu við ráðherra Framsóknar- flokksins, sem fara með málaflokka, sem vega þungt í framgangi Akur- eyrar á næstu misserum. Þessir ráð- herrar létu berlega í ljós fyrir kosn- ingar, að þau bæjarfélög nytu góðverka þeirra, þar sem ríkjandi væru meirihlutar þeim þóknanlegir. Það er ekki stórmannlegur þanka- gangur. Þess vegna segi ég enn og aftur: Svona gerum við ekki. Vilji kjósenda hundsaður Sverrir Leósson Höfundur er útgerðarmaður. Akureyri 1.568 kjósendur sem studdu Odd og hans fólk, segir Sverrir Leósson, fá langt nef frá sjálfstæðismönnum. Sjálfstæðisflokkur- inn vann stórsigur á Vesturlandi í nýaf- stöðnum sveitarstjórn- arkosningum. Flokkur- inn bauð fram D-lista í 5 sveitarfélögum og fékk mest fylgi í þeim öllum. Samtals fékk Sjálfstæðisflokkurinn 19 bæjarfulltrúa af 39 í þessum sveitarfélögum sem er glæsilegur ár- angur og hefur trúlega aldrei verið betri. Í Snæfellsbæ unnu sjálfstæðismenn enn einn stórsigurinn. Í kosningunum 1998 juku þeir fylgi sitt úr 38% í 56% og nú gerðu þeir enn betur og fengu 61,4% fylgi, sem er mesta fylgi sem nokkur framboðs- listi flokksins fékk í þessum kosn- ingum. Þessi sigur var verðskuldað- ur. Kröftugir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins undir forystu Ásbjörns Óttarssonar með öflugan bæjarstjóra, Kristin Jónasson, stóðu sig frábærlega á síðasta kjörtímabili og buðu nú fram óbreyttan lista í 5 efstu sætum. Í Stykkishólmi vann D-listi sjálf- stæðismanna og óháðra meirihluta í 8. sinn í röð, bætti fylgi sitt frá síð- ustu kosningum og fékk nú 52,3%. Hvergi á landsbyggðinni hefur meirihluti haldið lengur velli. Traust starf bæjarfulltrúa D-listans undir forystu Rúnars Gíslasonar með kröftugan bæjarstjóra, Óla Jón Gunnarsson, hefur reynst vel í Hólminum. Ein breyting varð á bæjarfulltrúahópi sjálfstæðismanna. Í Grundarfirði fékk Sjálfstæðisflokkurinn 3 af 7 fulltrúum og er áfram stærsti flokkur- inn. Þar hafa sjálfstæð- ismenn undir forystu Sigríðar Finsen verið í meirihluta með Fram- sókn undanfarin ár og gengið afskaplega vel. Tveir nýir fulltrúar sjálfstæðismanna setj- ast nú í hreppsnefnd. Í Borgarbyggð vann Sjálfstæðis- flokkurinn stórsigur undir forystu Helgu Halldórsdóttur og tvöfaldaði fjölda bæjarfulltrúa úr 2 í 4. Þrír nýir bæjarfulltrúar setjast nú í bæjar- stjórn fyrir sjálfstæðismenn, sem hafa verið í meirihluta með Borgar- byggðarlista undanfarin ár. Á Akranesi jók Sjálfstæðisflokk- urinn fylgi sitt mikið og bætti við sig fjórða bæjarfulltrúanum, en tvö síð- ustu kjörtímabil hefur flokkurinn haft 3 bæjarfulltrúa. Gunnar Sig- urðsson leiðir listann í þriðja sinn. Tveir nýir bæjarfulltrúar taka sæti í bæjarstjórn fyrir sjálfstæðismenn. Sjálfstæðisflokkurinn var í minni- hluta í bæjarstjórn á síðasta kjör- tímabili og verður svo enn um sinn því meirihluti Framsóknar og Sam- fylkingar heldur áfram þrátt fyrir mikið fylgistap. Slæm útreið Samfylkingar Það er athyglisvert að þeir listar sem Samfylkingin stóð að fengu afar slæma útreið í þessum kosningum á Vesturlandi. Í Borgarbyggð hrundi fylgi Borgarbyggðarlistans og bæj- arfulltrúum fækkaðu úr 4 í 2, á Akra- nesi tapaði Akraneslistinn mjög miklu fylgi og einum bæjarfulltrúa. Í Snæfellsbæ buðu vinstri menn fram með Framsókn á einum lista gegn Sjálfstæðisflokknum og fengu rass- skellingu og sama var upp á teningn- um í Stykkishólmi þar sem allir flokkar sameinuðust gegn Sjálfstæð- isflokknum og biðu lægri hlut. Glæsileg kosning Sjálfstæðis- flokksins í þessum sveitarfélögum á Vesturlandi er mikið fagnaðarefni og ástæða til að óska nýkjörnum bæj- arfulltrúum til hamingju með kosn- inguna og velfarnaðar í starfi. Sömu árnaðaróskir sendi ég þeim fjöl- mörgu sjálfstæðismönnum sem kosnir voru í hreppsnefndir vítt og breitt um Vesturland. Stórsigur Sjálfstæðis- flokksins á Vesturlandi Guðjón Guðmundsson Kosningar Besti árangur Sjálf- stæðisflokksins, segir Guðjón Guðmundsson, náðist í Snæfellsbæ. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.