Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var gaman að vera Samfylkingar- maður síðastliðna kosn- inganótt og innbyrða allar þær góðu fréttir sem streymdu inn úr kjörkössum sveitarfé- laganna. Staðreyndin er nefnilega sú að Sam- fylkingin er eini ótví- ræði sigurvegari þess- ara kosninga ef litið er til stjórnmálaflokka landsins. Því verður vart á móti mælt og vill- andi uppsetning kosn- ingasjónvarps frétta- stofanna og slappur fréttaflutningur þeirra í kjölfar kosn- inganna, þar sem fylgi S var borið saman við eldri lista sameinaðra vinstrimanna, breytir þessu í engu. Samfylkingin yfir 30% Samfylkingin fær hreinan meiri- hluta í Hafnarfirði (50,2%), 28,3 % í Kópavogi, 32,4% á Akranesi, 22,9% á Ísafirði, 13,9% á Akureyri 36,0 % í Ölfusi og síðast en ekki síst 40,8% í Árborg. Á öllum þess- um stöðum var S að bjóða fram í fyrsta sinn og á öllum stöðum með VG framboð í sam- keppni um vinstriat- kvæðin. Einu vonbrigð- in þar sem svona var ástatt var í Skagafirði en þar fékk S aðeins 9,1% Í Garðabæ (19,2%), Reykjanesbæ (33,6%), Grindavík (37,0%), Dalabyggð (47,8%), Vesturbyggð (43,9%), Hveragerði (26,4%) og Vestmannaeyjum (37,2%) voru einnig bornir fram S-listar sem ekki þurftu að kljást við andstæðinga af vinstri kantinum. Úrslitin sýna svo ekki verður um villst að þessi framboð geta mjög vel við unað og eru sigr- arnir yfir meirihlutum sjálfstæðis- manna í Hveragerði og Vestmann- eyjum auðvitað sætastir. Að síðustu má síðan benda á fjölda glæsilegra úrslita þar sem Samfylk- ingin stóð að framboði með öðru fé- lagshyggjufólki. Félagshyggjuborg- in Reykjavík trónir á toppnum, þriðja kjörtímabilið í röð (52,6%) þar sem lélegasta útkoma Sjálfstæðis- flokksins er staðreynd. Meirihluti Húsavíkurlistans (51,4%) heldur velli, H-listinn á Siglufirði (46,8%) nær meirihluta, Ó-listinn á Ólafsfirði (56,3%) nær meirihluta, K-listinn í Bolungavík nær 50% (en tapar hlut- kesti) svo eitthvað sé nú nefnt. Samfylkingin í sókn Sanngjarnir stjórnmálaskýrendur hljóta því að dæma Samfylkinguna kláran sigurvegara þessara kosn- inga. Kosningarnar staðfesta að úr- slit síðustu alþingiskosninga voru engin tilviljun og að Samfylkingin hefur unnið sér sess sem næst stærsti flokkur landsins bæði í sveit- arstjórnum og á Alþingi. Hún hefur átt erfitt uppdráttar í könnunum að undanförnu en hefur nú sýnt og sannað að hún er í sókn og er eina aflið sem ógnað getur veldi Sjálfstæðisflokksins í landinu. Hin stóru tíðindi kosninganna eru því þau að flokkakerfið er gjörbreytt – til er orðinn stór íslenskur jafnað- armannaflokkur. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur fengið verðugan keppinaut og úrslit sveitarstjórnarkosninganna eru því kærkomið veganesti fyrir komandi alþingiskosningar þar sem veldi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu mun verða hnekkt. Samfylkingin sigrar! Hrannar Björn Arnarson Höfundur er fyrrv. borgarfulltrúi. Kosningar Stóru tíðindi kosning- anna, segir Hrannar Björn Arnarson, eru þau að til er orðinn stór íslenskur jafnaðar- mannaflokkur. ÞORSTASKYN barna, sérstaklega þeirra yngstu, er ekki jafnt næmt og hjá full- orðnum og því hættir þeim til að drekka of lítið. Börn þurfa hlut- fallslega á meiri vökva að halda en fullorðnir enda eru flest börn meira úti við og á meiri hreyfingu en þeir sem eldri eru. Það ætti því stöðugt að minna þau á að drekka nóg – sérstaklega vatn. Síðast var gerð könnun á mataræði ís- lenskra skólabarna ár- ið 1992-1993. Á þeim tíma drakk hvert barn að jafnaði hálfan lítra af sykruðum gos- og svaladrykkjum á dag – en slíkt magn veitir um 50 g af sykri. Hins vegar drukku börnin ekki nema um 2,2 dl af vatni. Gos- drykkjaframboð á Íslandi hefur far- ið vaxandi undanfarin ár, það var um 130 lítrar á mann á ári 1993 en í dag nemur það 160 lítrum eða sem samsvarar hálfum lítra á mann á dag. Á framboðstölum er ekki hægt að sjá hvaða aldurshópar drekka mest af gosi, en af framboðsaukn- ingu síðustu 9 ára að dæma er lík- legt að börn og unglingar drekki jafnvel heldur meira gos en áður. Kóladrykkir eiga það sameiginlegt með öðrum drykkjum sem innihalda koffein, s.s. kaffi og te, að auka þvaglosun. Þeir henta því ekki til að svala þorsta eða bæta vökva- jafnvægi líkamans heldur verður að líta á þá sem viðbót við þann vökva sem æskilegt er að drekka. Á síðustu árum hafa rúmlega tvöhundruð drykkjarbrunnar verið settir upp í skólum víðsvegar um landið og ber að fagna því. Það auðveldar börnum og skóla að fylgja ráðleggingum Manneldis- ráðs um að vatn og léttmjólk séu þeir drykkir sem boðið er upp á í skólunum. Nú stendur til að gefa öllum grunnskólabörnum á landinu drykkjarbrúsa sem þau geta notað undir vatn í skólanum. Það er gert af frumkvæði Guðlaugs J. Karlsson- ar og er styrkt af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, um- hverfisráðuneytinu, Orkuveitu Reykjavíkur, Vatnsveitu Hafnar- fjarðar, ungmennafélögum Íslands og KSÍ. Þetta er einstaklega þarft og jákvætt framtak þar sem að vatnsbrúsarnir minna börnin á að drekka reglulega. Gott vökvajafn- vægi hefur áhrif á alla starfsemi lík- amans og bætir líka einbeitingu og úthald. Þess vegna ætti vatnið að vera hluti af góðum skóladegi og vatnsbrúsinn alltaf að vera innan handar. Meira vatn Anna Sigríður Ólafsdóttir Höfundur er matvæla- og næringarfræðingur hjá Manneldisráði Íslands. Heilsa Börn, segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, þurfa hlutfallslega á meiri vökva að halda en fullorðnir. Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Vertu í góðum höndum! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.