Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEIRA en 3.000 norskir blaða- menn lögðu niður vinnu í gær eftir að viðræður þeirra við vinnuveitendur strönduðu á kröfu blaðamanna um lengra sumarfrí. Nær verkfallið til rúmlega 130 fjölmiðla og frétta- stofa en sums staðar reyna þó ritstjórar og aðstoðarritstjórar að halda uppi einhverri starf- semi. 8.500 félagar eru í norska blaðamannafélaginu og þeir krefjast fimmtu sumarleyfis- vikunnar fyrir alla og þeirrar sjöttu fyrir þá, sem hafa starfað lengur en 10 ár. Vinnuveitend- ur segja á móti, að blaðamenn eigi ekki að njóta betri kjara að þessu leyti en aðrir launþegar. Vinnuveitendur segjast hafa boðið 5,7% launahækkun en blaðamenn segja, að hún sé í raun ekki nema 2,19%. Krafa þeirra er, að launin hækki um 4,37%. Segjast þeir tilbúnir til langs verkfalls. Hvíta-Rúss- land í NATO? ALEXANDER Lúkashenko, forseti Hvíta-Rússlands, sagði í gær, að hann útilokaði ekki ein- hverja nálgun við Atlantshafs- bandalagið, NATO. Lét hann þessi orð falla er hann var í heimsókn í Úkraínu þar sem hann ræddi við Leoníd Kútsjma, forseta landsins. „Við höfum átt viðræður við fulltrúa NATO og lagt fram tillögur um samstarf, til dæmis um afleið- ingar Tsjernobyl-slyssins,“ sagði Lúkashenko og hvatti Úkraínumenn til að leggja Hvítrússum lið að þessu leyti. Lúkashenko, sem stjórnar Hvíta-Rússlandi eins og ein- ræðisherra, hefur margoft for- dæmt útþenslu NATOs í austur en Úkraínustjórn vill fá form- lega aðild að bandalaginu. Bólusetning- aráhrif búin AÐEINS brot af því fólki, sem var bólusett fyrir kúabólu á ár- um áður, er enn ónæmt fyrir henni. Hefur þetta komið í ljós við athugun í Bandaríkjunum og er ekki góðar fréttir fyrir alla þá, sem héldu, að þeim væri óhætt í hugsanlegum bólusótt- arhernaði hryðjuverkamanna. Á árunum 1994 til 2001 var 621 örverufræðingur í Maryland bólusettur við kúabólu og þá sýndi það sig, að bólusetningin frá því í æsku var aðeins virk í 6% þeirra. Höfundur Nancy Drew látinn MILDRED Wirt Benson, höf- undur Nancy Drew-bókanna, er látin, 96 ára að aldri. Sat hún við skriftir sl. þriðjudag er hún veiktist og lést skömmu síðar. Benson var blaðamaður í nærri 60 ár og eftir hana liggja meira en 130 bækur, þar á meðal Penny Parker-bækurnar, en kunnust varð hún fyrir Nancy Drew, uppáhald margra ungra stúlkna. Bækurnar um hana hafa selst í meira en 200 millj. eintaka á 17 tungumálum. STUTT Norskir blaða- menn í verkfall SPÁNVERJAR fá aðgang að nær öllum fiskimiðum í lögsögu ríkja Evrópusambandsins í byrjun næsta árs en fá ekki að veiða þær fiskteg- undir sem þeir vilja nema með sam- þykki annarra ESB-ríkja, að því er fram kom á fréttavefnum euobserv- er.com í gær. Franz Fischler, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjórninni, sagði á þriðjudag að samkvæmt tillögum hennar um breytingar á sameiginlegri sjávar- útvegsstefnu ESB fengju Spán- verjar og Portúgalar aðgang að fiskimiðum í Norður-Evrópu. Spænsk og portúgölsk fiskiskip hafa ekki getað veitt á þessum mið- um vegna ákvæða í aðildarsamn- ingum ríkjanna en þau eiga að falla úr gildi í lok ársins, að sögn Fischl- ers. Euobserver.com hefur eftir embættismönnum ESB í Brussel að þeir líti á þetta sem „bætur“ sem Spánverjar fái eftir að hafa beitt framkvæmdastjórnina þrýstingi. Financial Times segir að spænsk og portúgölsk fiskiskip geti samt sem áður ekki veitt á umræddum miðum í Norður-Evrópu nema með samþykki annarra ESB-ríkja, sem hafa skipt með sér veiðikvótunum á þessum svæðum. Þetta þýði í raun að spænsk og portúgölsk skip geti ekki veitt tegundir eins og þorsk og ýsu á svæðum á borð við Norðursjó og Eystrasalt. Þess í stað verði þau að einskorða veiðarnar við tegund- ir, sem eru utan kvóta og ekki eins verðmætar. Andvíg öllum þáttum umbótatillagnanna Formaður samtaka spænskra sjómanna (FEOPE), Juan Manuel Liria, er mjög óánægður með til- lögur framkvæmdastjórnarinnar og segir að spænskir sjómenn hyggist beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að þær verði sam- þykktar, að sögn danska dagblaðs- ins Berlingske Tidende. Liria segir að Spánverjar hafi minnkað fiskiskipaflota sinn um 40% á síðustu fimmtán árum og spænskum sjómönnum hafi fækkað um helming. Þess vegna sé það ósanngjarnt að breytingarnar á sjávarútvegsstefnunni komi harðast niður á Spánverjum. Loyola de Palacio, spænskur varaforseti fram- kvæmdastjórnar ESB, hafði áður sagt Fischler að tillögurnar væru „fólskulegar“ og látið í ljósi and- stöðu við „alla þætti þessara um- bótatillagna“. Spánverjar eiga stærsta fiski- skipaflotann innan ESB og fá helm- ing styrkjanna til sjávarútvegsins. 65.000 Spánverjar eru sjómenn að atvinnu. Spánverjar mótmæla tillögum um breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB Fá takmarkaðan aðgang að nær öllum miðum ESB Sagðir þurfa að einskorða veið- arnar við teg- undir sem eru utan kvóta Reuters Portúgalskur fiskibátur leggst að bryggju í Sesimbra, sunnan við Lissabon. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur lagt til mestu breytingar á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins í 30 ár. Tillögurnar hafa mætt mikilli andstöðu í Portúgal og Miðjarðarhafsríkjum ESB. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambands- ins segir að í tillögum hennar um breytingar á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB sé gert ráð fyrir því að fækka þurfi fiskiskipum ESB- ríkja um 8,5%, eða um 8.600 skip. Lestarými fiskiskipaflotans þarf að minnka um 350.000 rúmlestir eða 18%, að því er fram kom í frétta- tilkynningu frá framkvæmdastjórninni. Að sögn framkvæmdastjórnarinnar telja vís- indamenn að minnka þurfi sóknina um allt að 30-60% eftir tegundum og svæðum. Boðar langtímaáætlun í stað árlegra „hrossakaupa“ Framkvæmdastjórnin leggur til að veiðunum verði stjórnað með áætlun, sem nái til margra ára og byggist á nýjustu ráðgjöf vísindamanna til að koma í veg fyrir að fiskstofnar hrynji vegna ofveiði. „Þessi áform myndu binda enda á árleg pólitísk hrossakaup um heildarkvótana og í staðinn kæmu margra ára veiðimarkmið, sem sett væru innan öruggra líffræðilegra marka, og sóknin yrði löguð að þeim. Ráð- herraráðið myndi ákveða veiðina og sóknartak- markanirnar fyrsta fiskveiðiárið á grundvelli markmiða áætlunarinnar og nýjustu ráðgjafar vísindamanna um ástand stofnanna. Árin eftir það tæki framkvæmdastjórnin við framkvæmd áætlunarinnar, með aðstoð fiskveiðistjórnunar- nefndar, á grundvelli nýjustu vísindaráðgjaf- ar.“ Framkvæmdastjórnin bætir við að veiðin verði reiknuð út í tengslum við hámarksmagn þess fisks sem hægt er að veiða til að tryggt sé að hlutfall fullþroska fisks í stofninum verði vel yfir þeim líffræðilegu mörkum sem þarf til að viðhalda viðkomandi stofni. „Slík aðferð myndi koma í veg fyrir skyndilegar breytingar á þess- um heildarkvótum frá ári til árs sem hindra að sjómenn geti skipulagt sókn sína.“ Fram- kvæmdastjórnin leggur og til að komið verði á fót svæðisbundnum ráðum, sem skipuð verði fulltrúum hagsmunasamtaka í sjávarútvegi og verði framkvæmdastjórninni og ríkisstjórnum ESB-landanna til ráðgjafar um fiskveiðistjórn- unina á þeim svæðum sem ráðin ná til. „Aðild- arríkin þurfa einnig að hafa samráð við þessi ráð áður en þau ákveða ráðstafanir innan 12 mílna lögsögu þeirra.“ Framkvæmdastjórnin vill að sameiginlega sjávarútvegsstefnan verði gerð sveigjanlegri til að auðvelda skjót viðbrögð við staðbundnum aðstæðum og neyðartilvikum með því að gera aðildarríkjunum kleift að gera viðeigandi ráð- stafanir, að því tilskildu að þær samræmist reglum Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórnin leggur einnig til að viðurlög við brotum á reglum Evrópusam- bandsins verði hert og samræmd. Brotlegum aðildarríkjum verði til að mynda refsað með því að kvótar þeirra verði skertir. Vill „sameiginlegt eftirlitskerfi“ Samkvæmt tillögunum verður komið á „sam- eiginlegu eftirlitskerfi“ til að sameina krafta eftirlitsmanna ESB og aðildarríkjanna. Meðal annars er gert ráð fyrir því að fjölþjóðlegir eft- irlitshópar starfi innan lögsögu ESB-ríkja og á alþjóðlegum hafsvæðum. Framkvæmdastjórnin vill að nýrri tækni, sem notuð hefur verið við eftirlit með stórum fiskiskipum, verði einnig beitt til að fylgjast með veiðum smærri skipa. Hún skírskotar meðal annars til gervihnattaeftirlitskerfis, VMS, og rafrænna dagbóka þar sem skip- stjórar þurfa að færa inn upplýsingar um afla skipa sinna. Framkvæmdastjórnin segist einnig ætla að hvetja ESB-ríkin við Miðjarðarhaf til að koma á fót stærri verndarsvæðum, en flest geri þau nú ekki tilkall til lögsögu utan 12 mílna. Hún hyggst leggja fram tillögur á næstunni um ráð- stafanir til að stemma stigu við veiðum á ung- fiski og koma í veg fyrir að höfrungar, hákarlar og sjófuglar flækist í veiðarfærum. Hún vill meðal annars að netmöskvar verði stækkaðir og seiðaskiljur notaðar. Framkvæmdastjórnin segir að hætt verði að veita styrki vegna smíði nýrra fiskiskipa enda sé flotinn þegar orðinn of stór og tíu skip eltist nú við fisk „sem fimm eða sex geta veitt án þess að skaða fiskstofnana eða umhverfið“. Féð verði þess í stað notað til að minnka sóknarget- una með greiðslum fyrir úreldingu skipa. Skip sem þurfa að minnka sóknina um meira en 25% eiga að fá rétt til 20% hærri úreldingarstyrkja en nú bjóðast. Býst við erfiðum samningaviðræðum Þá hyggst framkvæmdastjórnin verja allt að 460 milljónum evra, andvirði 39 milljarða króna, til að gera sjómönnum kleift að fara á eftirlaun eða auðvelda þeim að finna nýja at- vinnu. Gert er ráð fyrir því að sjómönnum fækki um allt að 28.000 í ESB-ríkjunum á ár- unum 2003-2006 verði tillögurnar samþykktar. Ríkisstjórnir ESB-landanna eiga nú að ræða tillögurnar sem taka ekki gildi nema þær verði samþykktar með auknum meirihluta aðildar- ríkjanna. Euobserver.com hefur eftir Mariann Fisher Boel, matvælaráðherra Danmerkur, að hún vonist til þess að tillögurnar verði sam- þykktar fyrir lok ársins. Hún viðurkennir þó að flest bendi til þess að samningaviðræðurnar milli ríkjanna verði erfiðar vegna harðrar and- stöðu Portúgala, Spánverja og fleiri Miðjarð- arhafsþjóða sem kallaðar hafa verið „vinir sjáv- arútvegsins“. Sóknin í fiskstofnana minnki um allt að 30–60%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.