Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 51 byggingarlóða, voru þá ekki komnar á vettvang. Íbúar bæjarins voru rétt rúmlega 4.000 árið 1945, en á þess- um árum var fólksfjölgun hér örugg og sígandi og síst minni í prósentvís en síðar á öldinni. Á milli áranna ’45 og ’48 var hún t. d. á milli 10 og 11%. Því miður varð ekki langt í bæj- arstjórastarfinu hjá Eiríki, aðeins tæp fjögur ár. Ástæðan var nokkuð flókin og ekki allt sem sýndist. Stór- brotnir og skapríkir menn mynduðu meiri hlutann í bæjarstjórninni, en erfitt getur verið fyrir stjórnmála- flokk að eiga marga stóra á sama vettvangi innan sinna vébanda. Samheldni hinna stóru átti sín tak- mörk og telja má að afstaða til utan- ríkismála hafi átt nokkurn þátt í því. Þegar tortryggni og togstreita myndast milli samherja verður erfitt fyrir hlutlausan aðila að sigla milli skers og báru svo að öllum líki og þarf lítið út af að bera, jafnvel ekki nema hjákátlega smámuni. Þessi ormagryfja varð til þess að Eiríkur sá sér ekki annað fært en segja upp starfinu, starfi sem hann var ákaf- lega hæfur til að gegna og gegndi við vinsældir og traust bæjarbúa. Þótt svona færi yfirgaf hann ekki Hafnarfjörð heldur tók tryggð við staðinn, eins og áður er komið fram. Og til marks um tilfinningar Eiríks gagnvart Hafnarfirði og mannlífinu hér langar mig að vitna í lítið ljóð sem hann eitt sinn orti, ef til vill þá hann stóð á krossgötum eftir brott- för sína úr starfi bæjarstjóra. Við Hafnarfjörðinn hef ég tryggðir bundið, við Höfn og Lækinn glaðst um margar stundir, ölduniður unað vakið mér. Sæinn ljóma séð í geislaeldi, sólu kveðja dag í töfraveldi. Undrafegurð augu fyrir ber. Eiríkur var skáld gott og liggja eftir hann fjölmörg ljóð við hin ýmsu tækifæri og jafnvel heimspekilegs efnis. Hygg ég hann hafi átt fremur auðvelt með ljóðagerð, enda bera ljóð hans því vitni, létt og auðskilin, og væri þeim safnað saman og gefin út á bók yrði fengur að. Að sjálfsögðu var Eiríkur ekki í vandræðum með nýjan starfsvett- vang þótt hann sæti ekki lengur í stól bæjarstjóra. Starfsferill hans eftir bæjarstjórastarfið er allur markaður embættisstörfum hjá hinu opinbera eins og sagt er. Hið fyrsta sem hann þá tók sér fyrir hendur var skrifstofustjórastarf hjá ný- stofnuðum samtökum íslenskra sveitarfélaga og því starfi gegndi hann í fjögur ár. Fulltrúi í félags- málaráðuneytinu var hann næstu tvö árin, en skipaður skattstjóri í Hafnarfirði 1954 og var í því emb- ætti til 1962, en þá var sú breyting gerð á skattalögum að skattstjóra- umdæmin urðu jafnmörg kjördæm- um til Alþingis, en jafnframt voru gömlu skattstjóraembættin lögð nið- ur. Sagt var þá að réttan politískan lit þyrfti til að fá veitingu fyrir skatt- stjóraembætti og þótti víst Eiríkur ekki nógu blár til að hljóta hnossið; starfaði hann því sem fulltrúi skatt- stjórans í Reykjaneskjördæmi til 1967. Gerðist hann þá forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði og gegndi því til og með 1981 er honum var sem öðrum op- inberum starfsmönnum skipað í helgan stein við 70 ára aldursmark- ið. Þessi tvö síðast nefndu störf voru þess eðlis að þau voru unnin í náinni snertingu við mjög marga bæjarbúa. Undur mætti það heita ef maður í skattstjóraembætti í litlu bæjar- félagi eins og Hafnarfirði hlyti ein- róma lof fyrir framgöngu sína í starfi, enda urðu ýmsir til að hnýta í hann á þessum árum, einkum þó þeir sem haga vildu framtölum sín- um að eigin geðþótta, en Eirík sak- aði lítt því að hann var reglufastur og réttlátur og leikinn í útskýring- um og kunni þau tök sem dugðu til að milda og sefa vonbrigði þeirra gjaldenda sem töldu – oftast vegna misskilnings – á sér brotið. Forstjórastarfið á Sólvangi var, að ég hygg, Eiríki kærkomið við- fangsefni, enda naut hann sín vel í því starfi. Er raunar ekki annað um það að segja en að þar var hann rétt- ur maður á réttum stað. Þjónustu- lund hans og kærleiksríkt hugarfar naut sín vel í þessu umönnunarstarfi og það fór vel á því að hann endaði embættislegan starfsferil sinn þar, virtur og vel látinn af almenningi og samverkamönnum. Eins og áður er komið fram var Eiríkur skáld gott og fjöldi tækifær- iskvæða og ljóða hafa birst eftir hann í blöðum og ritlingum. Það var siðvenja hans þegar hann lét birta ljóð sín að bæta heiti fæðingarbæjar síns aftan við nafn sitt. Lengi vel átt- uðu sig ekki allir á því hver Eiríkur Pálsson frá Ölduhrygg var og hafði hann gaman að. Ætli hann hafi ekki með þessum hætti verið að minna á uppruna sinn og æskuheimkynni. Bóndasonurinn úr Svarfaðardalnum var stoltur af uppruna sínum og unni dalnum sínum alla tíð hugást- um þótt hann ætti þar ekki athvarf nema fram á unglingsárin. Lengi býr að fyrstu gerð og þeir sem hrif- næmir eru drekka í sig rómantík „sveitasælunnar“ og þann „lókal patriótisma“ sem endist jafnvel alla ævi þeim sem aldir eru upp í íslensk- um fjalladölum og hygg ég að vinur minn, Eiríkur Pálsson, hafi verið einn þeirra manna. Við leiðarlok í þessum heimi var Eiríkur vel til ferðar búinn og því óttumst við ekki, vinir hans, um heill hans á huldum slóðum handan jarð- neskrar tilveru. Honum fylgja bless- unar- og árnaðaróskir á vegferðinni. Hann var góður maður og þar sem góðir menn fara þar eru guðsvegir. Snorri Jónsson. Kveðja frá Norræna félaginu í Hafnarfirði „Frá unga aldri hef ég alltaf litið svo til, að Íslendingum bæri að standa traustan vörð um norræna samvinnu og hef ég reynt að stuðla að gildi þeirrar afstöðu af bestu getu.“ Svo mælti Eiríkur Pálsson frá Ölduhrygg, sem nú hefur kvatt okk- ur, í ávarpi sem hann flutti á Sam- bandsþingi Norrænu félaganna á Ís- landi 12. nóvember 1994. Eiríkur var einn þeirra sem stofn- uðu Norræna félagið í Hafnarfirði 2. maí 1958. Allt frá fyrstu tíð var hann einn ötulasti liðsmaður félagsins, sat m.a. í stjórn þess um tíma. Eiríkur var oft fulltrúi félagsins á sam- bandsþingum og setti sinn svip á þær samkomur. Hann hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja, bæði í bundnu og óbundnu máli. Einnig var hann oft fulltrúi á vinabæjamótum erlendis og ávann sér virðingu hvar sem hann kom. Hann var valinn til að flytja hátíðarávarp á 40 ára af- mæli félagsins í Hafnarborg 2. maí 1998. Hinn 11. maí sama ár var hann gerður að heiðursfélaga Norræna félagsins í Hafnarfirði fyrir gifturík störf í þágu þess. Eiríkur mætti alltaf á félagsfundi. Hann hafði skoðanir á flestu sem um var fjallað og tók alltaf til máls. Hann miðlaði okkur ýmsum fróðleik og flutti okkur ljóð. Þar nutu sín leiftrandi gáfur hans, viska og kímnigáfa. Mikið eigum við eftir að sakna hans. Fjölskyldu Eiríks færum við ein- lægar samúðarkveðjur. Við kveðjum Eirík Pálsson með virðingu og þökk. Minning hans lifir. Tign er yfir tindum og ró. Angandi vindum yfir skóg. Andar hljótt. Söngfugl í birkinu blundar. Sjá, innan stundar sefur þú rótt. (Goethe , þýð. Helgi Hálfdanarson.) Kristín B. Sigurbjörnsdóttir, formaður. Fimmtudagskvöldið 16. maí sl. lauk vetrarstarfi Sálarrannsóknar- félagsins í Hafnarfirði með skyggni- lýsingarfundi í Góðtemplarahúsinu. María Sigurðardóttir miðill, annað- ist skyggnilýsinguna. Klukkan átta um kvöldið var salurinn í Gúttó troð- fullur af fólki en fundurinn átti að hefjast hálfníu. Það líður að fund- artíma, allt er til reiðu nema hvað heiðursfélaginn og vinur okkar, Ei- ríkur Pálsson, ekki kominn í hús. Hvað hefur komið upp á? Eiríkur var ávallt stundvís og lét sig ekki vanta á fundi. Hann ætlaði að bjóða með sér presti, kunningja sínum, á þennan fund. „Það er bráðnauðsyn- legt fyrir prestana að kynnast góð- um miðlum,“ sagði hann. Fundurinn var hefðbundinn; fundarsetning, lesin fundargerð síð- asta fundar, sunginn sálmur við pí- anóundirleik og skyggnilýsingin góð. Fundargestir fengu kveðjur og orðsendingar frá látnum ástvinum en eitthvað var að. Fundurinn var þungur. Léttleikann og gleðina, sem einkenna fundi Maríu, vantaði. Daginn eftir kom fréttin; Eiríkur Pálsson var allur. Hann hafði lagt sig eftir hádegismatinn og sofnað svefninum langa. Eiríki þótti vænt um 16. maí enda fæðingardagur móður hans. Árið 1941 lauk hann lögfræðiprófi 16. maí og hann nýtti gjarnan þennan dag til að setja nið- ur kartöflur. Og nú kórónaði hann þetta allt saman með því að kveðja 16. maí. Eiríkur Pálsson var einn af stofn- endum Sálarrannsóknarfélagsins í Hafnarfirði. Auk hans og fleiri góðra manna stóð Hafsteinn Björnsson, miðill, að stofnun félagsins. Alla tíð hafði Eiríkur brennandi áhuga á dulrænum málum og vissi ýmislegt um lífið og dauðann sem öðrum var hulið. Það var giftudrjúgt að starfa með Eiríki í stjórn Sálarrannsókn- arfélagsins í Hafnarfirði og þó að hann væri á tíræðisaldri var hann langyngstur allra í andanum. Hann var eldhugi sem hvatti menn til dáða. Eiríkur var léttur á fæti, hljóp við fót um götur Hafnarfjarðar og virt- ist geta klifið hæstu tinda. Hann var glaður, skemmtilegur og fjölfróður. Á langri ævi kom Eiríkur víða við. Nýbakaður lögfræðingur ræðst hann til starfa á alþingi og verður þar ritari nefndar sem fjallar um stjórnarskrármál. Þar er honum m.a. falið að kynna sér ítarlega stjórnarskrár Norðurlandanna, Bretlands, Frakklands og Spánar. Í mars 1944 gerist Eiríkur fram- kvæmdastjóri Íslandssögusýningar lýðveldishátíðarnefndar og 17. júní 1944, þá formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, leggur hann ásamt Ævari Kvaran krans að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Eiríkur naut þess að segja frá undirbúningnum að stofnun lýðveld- isins og ýmsu öðru í viðtalsþætti sem ég gerði með honum fyrir Rík- isútvarpið 1994. Þar segir hann einnig: „Ég er fæddur á Ölduhrygg í Svarfaðardal við Eyjafjörð. Þar kom að leiðin lá annað. En síðla sumars 1961 kom ég í dalinn, á bernskuslóð- ina þar, fór upp Sökkustekkjarhæð. Þaðan er útsýnið vítt og fagurt. Þá var eftirfarandi skráð á blað: Í sólu glitrar Svarfaðardalur samgleðst hugur minn. Eitthvað hlýtt og undurfagurt umhverfis mig finn. Eftir árin alltof mörgu er ég staddur hér. Ótal staðir eru vinir og þeir fagna mér. Mínum fyrir sálarsjónum sé ég lítinn dreng, sjálfan mig á yngstu árum úti hleyp og geng. Oft er hryggur, oftar glaður, örhratt breytist lund. Ó, að ég væri aftur orðinn ungur litla stund. Svarfaðardalur, Svarfaðardalur, sveitin töfraglæst. Í mínum augum alla vega allra sveita stærst. Þökk fyrir árin er ég dvaldi í æsku minni hér. Ljómi frá þeim löngu dögum lýsir ennþá mér.“ Ég er lánsamur að hafa kynnst eins litríkum persónuleika og Eiríki Pálssyni og hlakka til að hitta hann fyrir hinum megin. Ástvinum hans votta ég innilega samúð. Þórarinn Björnsson. Ekki var alltaf fjölmennt á fund- um hjá Framsóknarmönnum í Hafn- arfirði í áranna rás. Það kom þó fyr- ir. Ekki var heldur alltaf fjörleg seta ef eintrjánungar mæddu málið. En þegar Eiríkur Pálsson stóð upp og fór í pontu lyftist brúnin á fólki. Hvatning í fáum setningum, einlæg orð um fyrri tíð, þá nútímann og nokkuð um framtíðina, sett fram á þann hátt að menn lögðu við hlustir. Loks endaði Eiríkur öll sín ávörp með annaðhvort lausavísu eða heilu kvæði, alltaf tengt tilefninu og æv- inlega blaðlaust. Hann var í raun einstakur maður. Gekk hratt um götur bæjarins sem hann ann langa tíð, en stoppaði á punktinum þegar hann mætti kunn- ingjum og gaf sér þá góðan tíma, glettinn í andliti, glaðvær og mál- efnalegur. Svo var hann aftur rokinn af stað. Hann sem ól mestan sinn aldur í Hafnarfirði, var ættaður norðan úr Svarfaðardal og gleymdi því aldrei. Í ófá skipti kom hann því að í ræðum sínum eða ávörpum. Fólk þar má vita að hann bar Daln- um sínum góða sögu. Kári Valvesson.  Fleiri minningargreinar um Ei- rík Pálsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  !       !      #F 3 3( 3(23 *. +!        1 1 /     5        0     2  -  !   "# #""$  / >$&'   $*34  )* #+- & '!   4$/&  &* '!  .&& &* $& (  &* $&0 / (                7(3G:  323 & *5   4 !4          &   #  8  !              # #9$$ :! (&' '!  )*  & 7 *&% '!  #+- &! && $& :! # & #+- & '!  *& )* #+- & '! 0 *   :  33:2 9 23 9-          +  4 !  &   #  8       '  4      # #)$$       8 ?&'  4&$*    .& 0  (  &  (     !  &   7          !       !      F9(B 2 723  3 %&H ).   &* 0  &' )& -. '!  ($  -. $& @  /+- *(&& '!  * /+- *# *&'-. '!  . ' & $&   /- &$* &* /- &0    #I 3(JJ 23 '.  &8 4+! ( &'         #:     -   ;        #  #)$$ JK $&0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.