Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 22
Sýnishorn frá Rustichella d’Abruzzo; casareccia, spagettí og hjartalaga pasta speciale. MEISTARAVÖRUR flytja inn hand- unnið ítalskt pasta frá Rustichella d’Abruzzo, sem er rúmlega 100 ára gamalt pastagerðarfyrirtæki í Pian- ella á Ítalíu. Pastagerðarmaðurinn, sem ræður ríkjum hjá fyrirtækinu, nefnist Gianluigi Peduzzi og segir Kristinn H. Einarsson framkvæmda- stjóri Meistaravara að afi Gianluigi þessa hafi stofnað fyrirtækið fyrir rúmum 100 árum. „Ítalir eru vel kunnugir pastanu frá Abruzzo, sem er rétt fyrir austan Róm. Durum- hveitið í Abruzzo vex í golu frá Adría- hafinu sem ber með sér salt og hún ásamt tæru og fersku fjallavatni sem notað er við pastagerðina er sagt vera lykillinn að sérstöðu pasta frá Abruzzo,“ segir hann. Drekkur í sig sósur Kristinn segir pastað gert úr stein- möluðu fyrsta flokks durum-hveiti og tæru uppsprettuvatni og að notaðar séu handskornar bronspressur til þess að pressa pastað, sem sumar hverjar hafi verið í notkun frá 19. öld. „Útkoman er pasta með grófri og gljúpri áferð sem drekkur í sig pasta- sósu mun betur en fjöldaframleitt pasta. Rustichella-pastað er þurrkað við lágan hita í 56 klukkustundir og hinn langi þurrktími og lági hiti gerir að verkum að pastað verður þétt í sér, bragðgott og eldast vel. Vegna þess hversu þétt það er í sér verður maður mettur af mun minna magni en þegar um fjöldaframleitt pasta er að ræða og þannig hverfur stór hluti verðmun- arins sem er á þessari vöru og fjölda- framleiddri,“ segir hann. Aðferðirnar sem Peduzzi notar gera að verkum að Rustichella d’A- bruzzo framleiðir sama magn af pasta á einu ári og stórar pastaverksmiðjur skila frá sér á einum degi, segir Krist- inn ennfremur. „Peduzzi vann að því í fjöldamörg ár að byggja verksmiðju þar sem hann gæti haft fullkomna stjórn á öllum þáttum framleiðslunn- ar, gæðum, stöðugleika og framboði,“ segir hann. Verðlaun á vörusýningum Rustichella d’Abruzzo-pastað er af 50 mismunandi gerðum og segir Kristinn að pastavörur fyrirtækisins hafi hlotið fjölda verðlauna á alþjóð- legum vörusýningum, meðal annars í New York og í Parma á Ítalíu. Rustichella d’Abruzzo-fyrirtækið framleiðir jafnframt mikið úrval af pastasósum, pestó, paté, sólþurrkuð- um tómötum og öðrum sælkeravör- um sem tilheyra ítalskri framleiðslu. Meðal þeirra sem fást hérlendis eru carbonara-sósa með reyktu beikoni, eggi, „grana“-osti og fleiru, napolit- ana með túnfiski og ansjósum, sugo vongole með tómötum og skelfiski, Genúu-pestó, kremað rucola (kletta- salat) í olíu, trufflusalsa, sólþurrkaðir tómatar og grænir tómatar í ólífuolíu. Segir Kristinn til að mynda hægt að drýgja pestóið, trufflusalsað og ruc- ola-kremið og nota í salat, með brauði eða til matreiðslu á pasta, fisk- og kjötréttum. Handunnið pasta með aldargömlu sniði Morgunblaðið/Ásdís Napoletana-sósa, carbonara, genúu-pestó, sólþurrkaðir tómatar, skel- fisk-tómatsósa og grænir tómatar í olíu frá Rustichella d’Abruzzo. NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÓNUS Gildir frá 30. maí–2. júní nú kr. áður kr. mælie. Ariel þvottaefni, 5,4 kg........................... 1.299 1.499 240 kg Goða pylsur .......................................... 559 799 559 kg Gold kaffi, 500 g ................................... 179 nýtt 358 kg Prins póló, 30 st.................................... 999 1.395 33 st. Maryland kex, 33% extra, 200 g ............. 85 nýtt 425 kg ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 31. maí nú kr. áður kr. mælie. Góu Lindubuff, 50 g............................... 49 60 980 kg Góu æðibitar, stórir, 220 g ..................... 219 249 995 kg Hersheys Almond Joy, 49 g..................... 99 120 2.020 kg Hersheys Reese Stick, 42 g .................... 99 125 2.357 kg 11–11-búðirnar og KJARVAL Gildir 30. maí–5. júní nú kr. áður kr. mælie. Mangó.................................................. 269 399 269 kg Bökunarkartöflur, pakkaðar .................... 159 198 227 kg Emmess djæfpinnar ............................... 119 163 1.081 ltr Kjörís heimaís, vanillu og súkkulaði ......... 499 649 249 ltr MS orkumjólk, jarðarberja og súkkulaði ... 99 119 300 ltr Höfðingi................................................ 269 309 1.793 kg Kryddsmjör m/hvítlauk .......................... 109 138 1.090 kg Rjómaostur m/sólþurrkuðum tómötum.... 119 139 1.081 kg FJARÐARKAUP Gildir frá 30. maí–1. júní nú kr. áður kr. mælie. Grill lambaframpartssneiðar ................... 698 883 698 kg Maxwell house kaffi, 500 g..................... 312 354 624 kg Grillsósur, 3 teg. frá Kjarnafæði............... 119 170 595 kg SS HM tilboð 1kg af SS pylsum og nammi ................................................. 998 nýtt 998 kg Paprika, allir litir .................................... 298 378 298 kg HAGKAUP Gildir 30. maí–5. júní nú kr. áður kr. mælie. Góð kaup kryddlegnar svínalærissneiðar .. 598 998 598 kg Daloon kínarúllur/vorrúllur m/nautakjöti, 800 g ................................................... 499 639 620 kg Kjarnafæði lambalærissneiðar í raspi ...... 949 1.633 949 kg Kjörís Stjörnupinnar 8 st., 400 ml ........... 198 359 490 ltr Crawford’s súkkul/vanillukex, 500 g........ 189 245 378 kg Hot spot sósur, 250 ml .......................... 198 285 792 ltr Sun Lolly 10 st., 620 ml......................... 179 245 280 ltr Gildir til 2. júní KS lambalærissneiðar ............................ 989 1.649 989 kg KRÓNAN Gildir 30. maí–5. júní nú kr. áður kr. mælie. Goða bayonneskinka ............................. 1.038 1.298 1.038 kg Ali BBQ svínkótilettur, beinlausar ............ 1.438 1.798 1.438 kg ÍM kokkteilsósa, 425 ml......................... 110 137 258 ltr ÍM hamborgarasósa............................... 111 139 261 ltr ÍM pítusósa........................................... 126 157 296 ltr ÍM remolaði .......................................... 97 121 228 ltr Goða vínarpylsur, 10 st. ......................... 599 799 599 kg Goða vínarpylsur, 5 st. ........................... 634 845 634 kg SAMKAUP/ÚRVAL Gildir 30. maí–3. júní nú kr. áður kr. mælie. Svínahnakki m/beini ............................. 599 799 599 kg Svínahnakki sneiðar .............................. 599 799 599 kg Svínalundir ........................................... 1.490 1.798 1.490 kg Svínahryggur ......................................... 799 1.079 799 kg Svínakótilettur....................................... 799 1.089 799 kg Svínabógsneiðar ................................... 599 898 599 kg Svínahnakki úrb. ................................... 899 1.298 899 kg Svínagúllas ........................................... 990 1.220 990 kg Svínasnitsel .......................................... 990 1.220 990 kg SPARVERSLUN, Bæjarlind Gildir til 2. júní nú kr. áður mælie. Lamba grilllærissneiðar, 1 fl.................... 999 1.499 999 kg Lamba grillkótilettur............................... 999 1.399 999 kg Lamba grilllærissneiðar, 2 fl.................... 879 1.099 879 kg Lamba grillframp.sneiðar ....................... 999 1.399 999 kg Lamba grillrif......................................... 199 299 199 kg Kraft þvottaduft, 1,75 kg ........................ 699 889 1.223 kg Góu smárísbuff bitar, 170 g .................... 187 219 1.100 kg Wc pappír, 8 st...................................... 187 219 23 st. Eldhúsrúllur, 4 st. .................................. 187 219 47 st. UPPGRIP – verslanir OLÍS Júnítilboð nú kr áður kr. mælie. Pepsi, 0,5 ltr ......................................... 99 140 Sóma MS hyrna .................................... 209 295 Prins Póló stórt ...................................... 50 80 ÞÍN VERSLUN Gildir 30. maí–5. júní nú kr. áður kr. mælie Þurrkryddaðar svínakótilettur .................. 1.116 1.395 1.116 kg Svínakjöt og lamba- kjöt á tilboðsverði og afsláttur af ís Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.