Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 41 ÁSTÆÐA er til þess að fagna glæsilegum árangri F-listans, Frjálslyndra og óháðra í sveitar- stjórnakosningunum. Boðið var fram í þremur sveitarfélögum, flokkurinn fékk alls um 4.600 at- kvæði, fulltrúa í tveimur sveitar- stjórnum og stimplaði sig vel inn í hinu þriðja. Þeim Magnúsi Reyni Guðmunds- syni og Ólafi F. Magnússyni er hér með óskað til hamingju með árang- urinn sem er verðskuldaður og af- rakstur mikillar vinnu fjölda fólks. Þessi árangur náðist þrátt fyrir markvissar útilokunaraðgerðir af hálfu þeirra sem völdin hafa og pen- ingana. Náðist þrátt fyrir neikvæða umfjöllun fjölmiðla og skekkjur í skoðanakönnunum sem menn leita nú skýringa á, þó þarna sé um end- urtekið efni að ræða frá síðustu al- þingiskosningum og ætti ekki að koma á óvart. Ætla mætti að menn sættu sig við orðinn hlut eftir kosningar en svo er alls ekki. Formaður Sjálfstæðis- flokksins hamrar á því að í Reykja- vík hafi „sérframboð“ Ólafs F. Magnússonar leikið þá grátt og Björn Bjarnason segir á vefsíðu sinni eftir kosningar: „… er jafn- framt nauðsynlegt að taka fram að nú bauð Ólafur F. Magnússon sem verið hefur borgarfulltrúi sjálfstæð- ismanna í 12 ár fram sérstakan lista …“ Óhjákvæmilegt er að mótmæla þessum fullyrðingum sjálfstæðis- manna um meint „sérframboð“ Ólafs. Sýnt hefur verið fram á að F- listinn tók fylgi sitt jafnt frá báðum fylkingum, enda koma fylgismenn Frjálslynda flokksins úr öllum átt- um og framboð hans ráðið fyrir löngu. Á landsfundi Frjálslynda flokks- ins í janúar 2001 var ákveðið að flokkurinn myndi bjóða fram við sveitarstjórnakosningar 2002. Sú ákvörðun flokksins var birt í frétta- tilkynningum að þingi loknu auk þess sem þess var getið í viðtölum við fréttamenn. Framboð flokksins hefur verið í undirbúningi þennan tíma og síðan var ákveðið að bjóða fram í þremur sveitarfélögum og jafnframt að gefa óháðum aðilum færi á að tengjast framboðunum eins og algengt er við sveitar- stjórnakosningar og þekkist í öllum flokkum. Má nefna t.d. D-lista í Vesturbyggð, sem sjálfstæðismenn og óháðir báru fram nú, og H-lista í Gerðahreppi borinn fram af sjálf- stæðismönnum og frjálslyndum. F-listinn í þeim þremur sveitar- félögum sem frjálslyndir buðu fram er því ekki sérframboð heldur stað- festing á því að Frjálslyndi flokk- urinn er kominn til að vera og mun halda áfram að berjast fyrir stefnu- málum sínum þó á brattan sé að sækja. Við erum því ekki óvön. Við fögnuðum því hins vegar þeg- ar Ólafur F. Magnússon kom til liðs við okkur, ekki vegna þess að hann hefði klofið sig úr Sjálfstæðisflokkn- um, heldur vegna þess að stefnumál hans og Frjálslynda flokksins fara mjög saman. Ólafur er maður sem býður af sér góðan þokka og vinnur enn á við kynningu. Samstarf við hann hefur verið afskaplega gott og hann er verðugur fulltrúi F-listans í borgarstjórn Reykjavíkur og mun fylgja stefnumálum hans fram með festu. Skammt er nú til alþingiskosn- inga og þar mun Frjálslyndi flokk- urinn fylgja málum sínum fram. Ekki dugir lengur að halda þeim áróðri að kjósendum að F-listinn muni ekki ná árangri í kosningum. Tvennar kosningar, háðar gegn áróðri peningaafla, takmarkaðri fjölmiðlaumfjöllun og endurteknum skekkjum í skoðanakönnunum hafa sýnt fram á að við eigum sterkan hljómgrunn meðal kjósenda. Frjálslyndi flokkurinn er kominn til að vera Pétur Bjarnason Höfundur er varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Vestfjarða- kjördæmi og á sæti í miðstjórn hans. Kosningar Þessi árangur náðist þrátt fyrir markvissar útilokunaraðgerðir, seg- ir Pétur Bjarnason, af hálfu þeirra sem völdin hafa og peningana. C vítamín 500 mg Eflir varnir. Allt vítamínið í töflunni nýtist þér. C vítamín forði í 12 klst. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 17 67 0 0 5/ 20 02 Árshátíða- og hópferðir Verðdæmi gilda í helgarferðir 1. október-15. desember. Leitið tilboða fyrir önnur tímabil. Verðdæmin miðast við að flugsæti og hótelgisting fáist staðfest. Verðdæmin gilda ekki þegar sýningar eru í borgunum. 21. hver flugmiði á áfangastaði Flugleiða er frír - hámark 3 frímiðar á hóp. Lágmark 10 í ferð. Hentar fyrir klúbba og félagasamtök. Hver hópur sem bókar ferð fyrir 20 eða fleiri fær flugmiða fyrir 2 í helgarferð til eins af áfangastöðum Flugleiða. Tilvalið til að nota í árshátíðarvinning. Hafið samband við hópsölu deild Icelandair í síma 50 50 406. groups@icelandair.is London Frá 47.730 kr. Alltaf gaman saman á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Forte Posthouse Kensington, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Kaupmannahöfn Frá 45.110 kr. á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Palace Hotel, morgun- verður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Glasgow Frá 36.720 kr. á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Premier Lodge, morgun- verður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Wiesbaden Frá 52.330 kr. á mann í tvíbýli í 3 nætur. Innifalið: flug, gisting á Crown Plaza, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Tallinn Frá 59.950 kr. á mann í tvíbýli í 4 nætur. Innifalið: flug, ferja, gisting í 2 nætur á ferjunni, gisting í 2 nætur á Scandic Hotel Palace, morgun- verður, einn kvöldverður á ferjunni, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Flogið til Stokkhólms, ferja yfir til Tallinn og sömu leið til baka. Verð miðast við 20 manns í hópi. París Frá 49.965 kr. á mann í tvíbýli í 3 nætur. Innifalið: flug, gisting á Home Plazza St. Antoine, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Luxemborg Frá 54.640 kr. á mann í tvíbýli í 3 nætur. Innifalið: flug, rúta til Lux, gisting á Alvisse Parc Hotel, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. (flogið til Frankfurt og rúta þaðan til Luxemborgar, u.þ.b. 3 klst. akstur). Minneapolis Frá 51.660 kr. á mann í tvíbýli í 3 nætur. Innifalið: flug, gisting á Holiday Inn nr 2 eða Clarion Hotel, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Gjafakortfyrir tvo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.