Morgunblaðið - 30.05.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 30.05.2002, Síða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 41 ÁSTÆÐA er til þess að fagna glæsilegum árangri F-listans, Frjálslyndra og óháðra í sveitar- stjórnakosningunum. Boðið var fram í þremur sveitarfélögum, flokkurinn fékk alls um 4.600 at- kvæði, fulltrúa í tveimur sveitar- stjórnum og stimplaði sig vel inn í hinu þriðja. Þeim Magnúsi Reyni Guðmunds- syni og Ólafi F. Magnússyni er hér með óskað til hamingju með árang- urinn sem er verðskuldaður og af- rakstur mikillar vinnu fjölda fólks. Þessi árangur náðist þrátt fyrir markvissar útilokunaraðgerðir af hálfu þeirra sem völdin hafa og pen- ingana. Náðist þrátt fyrir neikvæða umfjöllun fjölmiðla og skekkjur í skoðanakönnunum sem menn leita nú skýringa á, þó þarna sé um end- urtekið efni að ræða frá síðustu al- þingiskosningum og ætti ekki að koma á óvart. Ætla mætti að menn sættu sig við orðinn hlut eftir kosningar en svo er alls ekki. Formaður Sjálfstæðis- flokksins hamrar á því að í Reykja- vík hafi „sérframboð“ Ólafs F. Magnússonar leikið þá grátt og Björn Bjarnason segir á vefsíðu sinni eftir kosningar: „… er jafn- framt nauðsynlegt að taka fram að nú bauð Ólafur F. Magnússon sem verið hefur borgarfulltrúi sjálfstæð- ismanna í 12 ár fram sérstakan lista …“ Óhjákvæmilegt er að mótmæla þessum fullyrðingum sjálfstæðis- manna um meint „sérframboð“ Ólafs. Sýnt hefur verið fram á að F- listinn tók fylgi sitt jafnt frá báðum fylkingum, enda koma fylgismenn Frjálslynda flokksins úr öllum átt- um og framboð hans ráðið fyrir löngu. Á landsfundi Frjálslynda flokks- ins í janúar 2001 var ákveðið að flokkurinn myndi bjóða fram við sveitarstjórnakosningar 2002. Sú ákvörðun flokksins var birt í frétta- tilkynningum að þingi loknu auk þess sem þess var getið í viðtölum við fréttamenn. Framboð flokksins hefur verið í undirbúningi þennan tíma og síðan var ákveðið að bjóða fram í þremur sveitarfélögum og jafnframt að gefa óháðum aðilum færi á að tengjast framboðunum eins og algengt er við sveitar- stjórnakosningar og þekkist í öllum flokkum. Má nefna t.d. D-lista í Vesturbyggð, sem sjálfstæðismenn og óháðir báru fram nú, og H-lista í Gerðahreppi borinn fram af sjálf- stæðismönnum og frjálslyndum. F-listinn í þeim þremur sveitar- félögum sem frjálslyndir buðu fram er því ekki sérframboð heldur stað- festing á því að Frjálslyndi flokk- urinn er kominn til að vera og mun halda áfram að berjast fyrir stefnu- málum sínum þó á brattan sé að sækja. Við erum því ekki óvön. Við fögnuðum því hins vegar þeg- ar Ólafur F. Magnússon kom til liðs við okkur, ekki vegna þess að hann hefði klofið sig úr Sjálfstæðisflokkn- um, heldur vegna þess að stefnumál hans og Frjálslynda flokksins fara mjög saman. Ólafur er maður sem býður af sér góðan þokka og vinnur enn á við kynningu. Samstarf við hann hefur verið afskaplega gott og hann er verðugur fulltrúi F-listans í borgarstjórn Reykjavíkur og mun fylgja stefnumálum hans fram með festu. Skammt er nú til alþingiskosn- inga og þar mun Frjálslyndi flokk- urinn fylgja málum sínum fram. Ekki dugir lengur að halda þeim áróðri að kjósendum að F-listinn muni ekki ná árangri í kosningum. Tvennar kosningar, háðar gegn áróðri peningaafla, takmarkaðri fjölmiðlaumfjöllun og endurteknum skekkjum í skoðanakönnunum hafa sýnt fram á að við eigum sterkan hljómgrunn meðal kjósenda. Frjálslyndi flokkurinn er kominn til að vera Pétur Bjarnason Höfundur er varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Vestfjarða- kjördæmi og á sæti í miðstjórn hans. Kosningar Þessi árangur náðist þrátt fyrir markvissar útilokunaraðgerðir, seg- ir Pétur Bjarnason, af hálfu þeirra sem völdin hafa og peningana. C vítamín 500 mg Eflir varnir. Allt vítamínið í töflunni nýtist þér. C vítamín forði í 12 klst. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 17 67 0 0 5/ 20 02 Árshátíða- og hópferðir Verðdæmi gilda í helgarferðir 1. október-15. desember. Leitið tilboða fyrir önnur tímabil. Verðdæmin miðast við að flugsæti og hótelgisting fáist staðfest. Verðdæmin gilda ekki þegar sýningar eru í borgunum. 21. hver flugmiði á áfangastaði Flugleiða er frír - hámark 3 frímiðar á hóp. Lágmark 10 í ferð. Hentar fyrir klúbba og félagasamtök. Hver hópur sem bókar ferð fyrir 20 eða fleiri fær flugmiða fyrir 2 í helgarferð til eins af áfangastöðum Flugleiða. Tilvalið til að nota í árshátíðarvinning. Hafið samband við hópsölu deild Icelandair í síma 50 50 406. groups@icelandair.is London Frá 47.730 kr. Alltaf gaman saman á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Forte Posthouse Kensington, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Kaupmannahöfn Frá 45.110 kr. á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Palace Hotel, morgun- verður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Glasgow Frá 36.720 kr. á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Premier Lodge, morgun- verður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Wiesbaden Frá 52.330 kr. á mann í tvíbýli í 3 nætur. Innifalið: flug, gisting á Crown Plaza, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Tallinn Frá 59.950 kr. á mann í tvíbýli í 4 nætur. Innifalið: flug, ferja, gisting í 2 nætur á ferjunni, gisting í 2 nætur á Scandic Hotel Palace, morgun- verður, einn kvöldverður á ferjunni, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Flogið til Stokkhólms, ferja yfir til Tallinn og sömu leið til baka. Verð miðast við 20 manns í hópi. París Frá 49.965 kr. á mann í tvíbýli í 3 nætur. Innifalið: flug, gisting á Home Plazza St. Antoine, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Luxemborg Frá 54.640 kr. á mann í tvíbýli í 3 nætur. Innifalið: flug, rúta til Lux, gisting á Alvisse Parc Hotel, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. (flogið til Frankfurt og rúta þaðan til Luxemborgar, u.þ.b. 3 klst. akstur). Minneapolis Frá 51.660 kr. á mann í tvíbýli í 3 nætur. Innifalið: flug, gisting á Holiday Inn nr 2 eða Clarion Hotel, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Gjafakortfyrir tvo

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.