Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í VETUR var kannaður áhugi með- al bæjarbúa á að koma saman til að lesa Eyrbyggju. Kom strax í ljós að mikill áhugi var fyrir hendi og var farið af stað með leshóp. Þátt tóku um 26 manns og var komið saman einu sinni í viku alls í tíu skipti. Sögusvið Eyrbyggju liggur að miklu leyti í næsta nágrenni Stykk- ishólms og hafði lengi blundað áhugi hjá þátttakendum á að lesa Eyrbyggju og fræðast um efni hennar. Það voru þau Eyþór Bene- diktsson kennari og Sigurlín Svein- bjarnardóttir safnvörður sem leiddu leshópinn. Miklar umræður urðu í hvert skipti um efni sögunn- ar þegar hópurinn hittist og las saman kaflana. Í sögunni sem og öðrum Íslendingasögum er rauði þráðurinn í gegnum söguna barátta um völd og virðingu. Þessari bar- áttu fylgdi mikil heift sem leiddi til átaka með ófyrirséðum afleiðing- um. Í Eyrbyggju er Snorri goði að- alpersónan og höfðinginn sem tryggir sér völd á Helgafelli. Þar er sagt frá sænsku berserkjunum sem ruddu Berserkjagötu og Fróðár- undrum. Þegar voraði kom hópurinn sam- an aftur og heimsótti sögustaði í Helgafellssveit. Gengin var Ber- serkjagata og komið við á Bólstað, Helgafelli og Þingvöllum. Þetta framtak var kærkomið tækifæri fyrir þátttakendur að kynnast bet- ur sínu nánasta umhverfi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Eyrbyggjuhópurinn staddur að Bólstað í Álftafirði, en þar bjó Arnkell goði. Í baksýn er Borgardalur þar sem Geirríður lét setja skála á þjóð- braut þvera, og skyldu allir menn ríða þar í gegnum, þar stóð jafnan borð og matur á, gefinn hverjum er hafa vildi. Á Eyrbyggjuslóð- um í Helgafellssveit Stykkishólmur Á AÐALFUNDI Sjálfsbjargar, fé- lags fatlaðra á Suðurlandi, var einn félagi heiðraður. Þessi félagi er Ei- ríkur Harðarson, sem á unga aldri lenti í slysi og er mikið hreyfihaml- aður. Eiríkur vann það afrek síðasta haust að hjóla, á sérsmíðuðu hjóli sínu, frá Selfossi til Reykjavíkur. Að sögn Eiríks gekk ferðin vel og var hann 4 klukkutíma og 15 mínútur á leiðinni. Þessi ferð var áheitaferð og rann allt fé sem safnaðist til Sjálfsbjargar á Suðurlandi. Það var formaður Sjálfsbjargar, Svanur Ingvarsson, sem afhenti Eiríki áletr- aðan bikar, sem þakklætisvott fé- lagsins fyrir þessa frækilegu ferð. Svanur hældi Eiríki mikið fyrir dugnað og kraft og sagði að það hefði verið mjög gaman að fylgja honum þessa leið. Það hefðu margir, sem voru á leið yfir Heiðina, stoppað og styrkt Eirík og hrósað honum fyrir hversu mikið hann legði á sig til að vekja athygli á hreyfihömluðum og baráttu þeirra. Sjálfsbjörg heiðrar Eirík Harðarson Hveragerði Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Eiríkur Harðarson og Svanur Ingvarsson, formaður Sjálfs- bjargar, með bikarinn. HÚNAVAKA, rit Ungmennasam- bands Austur-Húnvetninga (USAH), er komið út í fertugasta og annað sinn. Ritið hefur að geyma fréttir og fróðleik úr Austur-Húna- vatnssýslu árið 2001 svo og viðtöl, smásögur, frásagnir og ljóð. Stjórn og ritnefnd USAH brydd- aði upp á þeirri nýjung að efna til samkeppni um forsíðumynd á Húna- vökuritið. Hlutskörpust í þessari fyrstu forsíðusamkeppni Húnavöku- ritsins var Fanney Magnúsdóttir á Eyvindarstöðum í Blöndudal. Stefán Á. Jónsson á Kagaðarhóli hefur verið ritstjóri Húnavökuritsins frá upphafi. Samkeppni um forsíðu- mynd í fyrsta sinn Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Fanney Magnúsdóttir á Eyvind- arstöðum átti forsíðumyndina á Húnavöku 2002. Blönduós 42. árgangur Húnavöku kominn út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.