Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 49 Hann var leiklistarstjóri Ríkisút- varpsins um árabil. Klemenz var ekki aðeins mikill áhugamaður um allt sem við kom leiklist og vildi veg hennar sem mest- an, heldur líka baráttumaður um öll réttindamál leikarastéttarinnar. Enda var hann formaður Félags ís- lenskra leikara um árabil. Klemenz Jónsson var skarp- greindur alvörumaður, en gaman- samur og kunni vel að taka spaugi. Hann var elju- og dugnaðarmaður að hvaða verki sem hann gekk og góður félagi. Friður sé með honum. Baldvin Halldórsson. Kynni okkar Klemenzar hófust á fyrstu árum Þjóðleikhússins og hefur vinátta okkar staðið óslitin síðan. Ég er þakklátur fyrir öll árin sem við störfuðum saman í stjórn Félags ís- lenskra leikara, þar sem Klemenz var fyrst ritari og síðan formaður. Við unnum líka mikið saman í Þjóð- leikhúsinu þar sem hann leikstýrði fjölda leikrita sem náðu miklum vin- sældum, þar á meðal öllum leikritum Thorbjörns Egners. Klemenz var mikill dugnaðarfork- ur og ósérhlífinn. Við áttum hesthús saman ásamt Gísla Alfreðssyni þar sem við stunduðum hestamennsku árum saman. Þegar Klemenz kom í hesthúsið byrjaði hann á því að kemba sínum hestum en hugurinn var svo mikill að hann hætti ekki fyrr en hann var búinn að kemba öllum hestunum í húsinu, óbeðinn. Hann naut þess að umgangast hestana sína og ríða út í íslenskri náttúru. Ég kveð Klemenz vin minn með söknuði. Guðrúnu, börnum og barna- börnum sendum við Margrét hug- heilar samúðarkveðjur. Bessi Bjarnason. Mig langar til að kveðja hér vin minn og félaga Klemenz Jónsson með því að rifja upp nokkur atriði úr samskiptum okkar gegnum tíðina. Eiginlega man ég eftir Klemenzi strax frá unglingsárunum. Hann var strax áberandi í leikhúsinu eftir að hann kom til landsins að loknu leik- listarnámi á RADA. Með honum og frænda mínum Ævari Kvaran var góð vinátta og átti ég þess kost sem barn og unglingur að leika í nokkrum útvarpsleikritum með Klemenzi sem Ævar stjórnaði. Ævar rak einnig leiklistarskóla um langt árabil og var Klemenz kennari við skóla Ævars í mörg ár framan af og var hann því um tíma kennari minn þegar ég sótti þennan skóla ásamt námi í Mennta- skólanum. Kynni okkar jukust þó að mun þegar ég kom til starfa við Þjóðleik- húsið haustið 1961 og átti því láni að fagna að eignast Klemenz að vini mjög fljótlega upp úr því. Klemenz varð formaður Félags íslenskra leik- ara 1967 og á sama tíma var ég kos- inn ritari og eftir það urðu samskipti okkar mjög náin og regluleg og segja má að við höfum unnið saman og hist daglega í fjölda ára eftir það, en við störfuðum saman að málefnum leik- ara allt framundir 1980. Á þessum árum fékkst Klemenz mikið við leik- stjórn og lék ég í mörgum þeirra leik- rita bæði á sviði og í útvarpi. Klemenz var afskaplega duglegur maður, hann lét sér aldrei verk úr hendi falla. Hann var alltaf að og vann öll sín verk vel og vandlega. Segja má að undir hans stjórn og fyr- ir hans tilverknað hafi Félag ís- lenskra leikara orðið alvöru stéttar- félag sem lét virkilega til sín taka í samningamálum fyrir hönd leikara. Hann starfaði við Þjóðleikhúsið sem leikari og leikstjóri en auk þess sá hann um kynningarmál leikhússins og bókasafn. Hann skrifaði greinar um væntanleg leikrit og sá um blaða- mannafundi og aðrar kynningar í út- varpi og sjónvarpi. Hann hélt einnig utan um ljósmyndasafnið og blaða- greinasafnið og vann ýmis þau störf sem þar komu við sögu og var það ærið verkefni fyrir einn mann. Klemenz var auk þessa afkasta- mikill leikstjóri í útvarpi og hann kom fyrstur manna fram með hinn svonefnda „leiklestur“ sem varð afar vinsæll og skrifaði hann mörg slík handrit og leikstýrði. Leiklestur er fólgin í því að tekin er saga, skálduð eða sönn, inn í hana eru skrifuð leikin atriði en eru svo tengd saman með sögumanni. Þessi leikrit Klemenzar urðu afar vinsæl og skrifaði hann mörg slík og leikstýrði eins og áður sagði. Raunar fékkst Klemenz við ýmiskonar ritstörf allt fram á síðustu ár. Þá stjórnaði Klemenz hátíðahöld- um Reykjavíkurborgar á 17. júní í áratugi, skipulagði og æfði öll skemmtiatriði og kom fjöldi leikara til starfa á hans vegum við þessi há- tíðahöld og segja má að það svipmót sem Klemenz setti á 17. júní hátíða- höldin haldist enn í dag. Við Klemenz ásamt félaga okkar Bessa Bjarnasyni stunduðum hesta- mennsku saman í fjölda ára og voru mörg þau ferðalög og reiðtúrar sem við fórum í saman afar skemmtilegir og eftirminnilegir. Klemenz og kona hans Guðrún voru höfðingjar heim að sækja og voru þau matarboð sem þau héldu ævinlega afar glæsileg og skemmti- leg. Þau hafa notið mikils barnaláns, eignuðust 3 glæsileg börn, Ólaf hag- fræðing við Seðlabankann, Sæunni bankastarfsmann og Guðmund sem nú starfar sem læknir í Bandaríkj- unum. Ég minnist með þakklæti allra þeirra samskipta sem ég hef átt við Klemenz í gegnum árin og kveð hann með söknuði. Einnig vil ég votta Guð- rúnu, börnum hennar og fjölskyldu allri innilega samúð mína. Gísli Alfreðsson. Vorið 1942 útskrifaðist 31 nemandi úr Kennaraskóla Íslands. Nú í vor hittust 9 úr þessum hópi til að minn- ast 60 ára afmælisins. Sá sem ötul- astur var að kalla hópinn saman, Klemenz Jónsson, lá þá á Líknar- deildinni en Guðrún, kona hans, mætti fyrir hans hönd. Þau hjónin höfðu fyrst kallað okkur saman og æ síðan hafði Klemenz hringt á 5 ára fresti og sagt: „ Á ekki að fara að hitt- ast?“ Alltaf var jafngaman að sjást og við að rifja upp gamlar endur- minningar vorum við orðin sömu gömlu bekkjarsystkinin og góðu fé- lagarnir. Klemenz var bóndasonur ofan úr Borgarfirði en bjó í Reykjavík hjá skyldfólki sínu, Sveinbjörgu og Guð- mundi í Hlín, sem voru gestrisin heiðurshjón. Oft buðu þau okkur bekkjarsystkinum Klemenzar heim eða í sumarbústað sinn við Elliðavatn og þá var glatt á hjalla. Klemenz varð fljótt potturinn og pannan í félagslífi okkar. Hann fékk Rigmor Hansen til að kenna okkur samkvæmisdansa svo við værum hæf á skólaböllin og var það allt með nokkrum tilþrifum. Gönguferðum kom hann á að af- loknum kóræfingum hjá Guðmundi Matthíassyni á sunnudagsmorgnum. Þær enduðu ósjaldan niðri í skurðum í Öskjuhlíðinni þegar loftvarnaflaut- urnar hljómuðu skyndilega. Og snemma beygðist krókurinn til þess sem verða vildi. Haraldur Björnsson kenndi okkur framsögn og leitaði þá gjarna að leikaraefnum. Hann setti upp kvæði Jóns Trausta, Konan í Hvanndalabjörgum, í skól- anum. Haraldur gerði leikgerð, sminkaði okkur og útvegaði allt svo úr varð mikil skrautsýning. Þarna komst Klemenz fyrst í kynni við leik- listargyðjuna sem varð örlagavaldur í lífi hans. Þegar við vorum að ljúka kennara- prófinu datt Klemenzi í hug að við skyldum kveðja skólann með reisn. Ármann Halldórsson hafði kennt okkur uppeldisfræði en var þá nýráð- inn skólastjóri Miðbæjarskólans. Hann leyfði okkur afnot af eldhúsi skólans og var kvenþjóðin sett í bakstur af miklum móð. Margt skemmtilegt kom upp á eins og þeg- ar Klemenz átti að kaupa kardi- mommudropa en fann hvergi þessa „ansvítans kardinála“. Svo buðum við kennurum okkar og skólastjóra í veislukaffi að prófi loknu. Freysteinn tók öllu þessu brölti okkar með kristilegri þolinmæði og góðlátlegu brosi. Ekki veit ég hvort þessi siður hefur haldist við skólaslit KHÍ. Þessi hópur okkar tvístraðist í ýmsar áttir. Sumir fóru beint í kennslu aðrir í önnur störf og nokkr- ir í framhaldsnám. Klemens fór til London í leiklistarskóla. Sú saga verður af öðrum betur rakin. En í vinsælu barnaleikritunum sem hann stjórnaði í Þjóðleikhúsinu þekktum við okkar gamla skólabróður sem nú er allur. Smátt og smátt kveðja félagarnir. Þannig er gangur lífsins. En það sem einn úr hópnum orti og skrifaði í minningabók skólasystur sinnar held ég að hafi alla tíð verið einkunnarorð okkar: ... „Þá mundu ennþá hópinn sem batt í æsku böndin, við bækur störf og leiki þrjá milda fagra vetur.“ Guðrúnu, sem alltaf var ein af okkur, börnunum og öðrum aðstandendum sendum við hlýjar samúðarkveðjur. Unnur og Kristrún. Hann kemur inn um dyrnar með bakka í hendi, lítur kankvíslega á skrifara og segir: heyrðu bróðir, má ekki bjóða þér kaffi og vínarbrauð? Klemenz Jónsson heilsaði svona hlý- lega sínum kumpán og samverka- manni. Þetta var fyrir meira en átta árum, lýðveldið að verða fimmtugt og nú stóð til undir hans stjórn að setja saman bók um sautjándajúníhátíðar- höld í Reykjavík. Klemenz hafði komið mjög við þá sögu lengst af sem stjórnandi og leikari. Hann þekkti því viðfangsefnið vel, og honum til fulltingis var dregin saman ritnefnd, eins konar hirð höfundarins, í henni var undirritaður fenginn til verka sem ritari og samantektarmaður. Klemenz naut sín vel með hirð sinni og ráðuneyti sem var svo skip- að: Lýður Björnsson hinn kunni sagnfræðingur var kjölfesta nefnd- arinnar, ljúflingurinn og sósíalistinn Böðvar í Helgafelli, forstöðumaður Ljósmyndasafnsins, hann Eyjólfur Halldórs frá Steinum og svo fulltrúar sextíuogáttakynslóðarinnar, við Gísli Árni Eggertsson frá ÍTR. Við héldum til og störfuðum í in- dælu og sérkennilegu bogalöguðu húsi niðri við sjóinn með undurfagra útsýn til sunds og Jökuls. Þar var Ljósmyndasafn Reykjavíkur til húsa. Stefán Valur og fleiri starfs- menn safnsins unnu með okkur. Eyjólfur sem er einhver erlendar- íunuhúsilegastur allra Íslendinga á seinni tímum opnaði hjarta sitt og allar gáttir fyrir þessu undarlega karlasamfélagi – í þágu menningar- innar. Þetta voru karlar af ýmsu tagi, svona pólitískt, nokkrir þeirra voru virðulegir íhaldsmenn og bræður í frímúrarareglunni sem þá var ennþá dálítið dulúðug og hélt heimili í húsi þarna handan götunnar. Með okkur þróaðist félagsskapur sem varð svo náinn að eftir örfáar vikur voru þeir bræður í reglunni farnir að kalla okk- ur hina, sem hvorki höfðum hugrekki né pundsins þyngd til að beiðast inn- göngu, hálfbræður! Við Klemenz vorum í hvunndagsstörfunum og unnum saman í harmoníu vináttunn- ar. Mér lærðist fljótlega að meta mannkosti hans, ljúfmennsku, hlýju og listræna kímni. Og áður en margir mánuðir liðu urðum við hálfbræður stundum beinlínis ávarpaðir sem bræður. Þetta var gott bræðralag og ekki síður skáldlegt og andlega hljómþrungið en það sem þekkist úr annars konar bókum en heimildarrit- um. Samstarfið fæddi svo af sér bók- ina Hátíð í hálfa öld, sem er falleg bók og mun eigulegri og merkilegri en sölutölur hennar gætu hugsan- lega gefið til kynna. Þegar maður leit yfir bræðralagið við starfslok vorið 1994 var ekki hægt að ímynda sér annað en þessir andríku íhaldsmenn héldu áfram að drekka saman kaffi og eta vínar- brauð allt til eilífðarnóns. Örlögin höguðu því hins vegar svo til að áður en varði var Klemenz, þetta trygga vesturbæjaríhald, fluttur út á Nes, Eyjólfur Halldórs suður í álfu að selja saltfisk víðs fjarri sinni stúku, – og Böðvar í Helgafelli flutti nokkru síðar yfir hina miklu móðu. Þar hitt- ast þeir félagar núna og verða að bíða okkar hinna í bræðralaginu enn um sinn, – með kaffi og vínarbrauð í himnaríki. Óskar Guðmundsson.  Fleiri minningargreinar um Klemenz Jónsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                      !"# $                       !          !   "# #""$ ! %& '!  (&' )* $& (+!& $& !   '!  (&'  $& (+!&(&' $& ,  #+- *.& '!       / & /- &$*/ & / & /- &0 %                 ( 123  /!&'$*.- / +!  # 444$ )! .*56   4 !4           $ &        % '(    # #)$$ &*&&#+- & '!  * %&( '!  (&& )*7 *&% $& (  ( '!  (  ( $& * %&! !  '!  ) '   ( '!  ! &&  $& ( )!( $& !.**  & '!   & ( '!  ( 8 $  $& 9 *  *  ( '!  # * 9 ' $& / & /- &$*/ & / & /- &0 *   (    (3  823 /!&' # &  8      +,    - &   .      / 0 &   ) #) 01 !      :!   *&' '! $* +- 4' 0 1     7 ( ;  )   *-<=  &'*    *  &'*    2 '           &   .   !                     "   #)$$ #+- *.&!& $& .&& $& ''  &*/+- *7 * '!       $*      &'&' 0 / (                  ,    ( ;  )  23  .0 4> +!  &' /**<" 7$  /?      3 ,  2 '   &   .  -  &* @& '!      #+- & '!  (  $& . &' !& '!   (  $& 7 * (  '!  )+-  (  $& &*  (  '!  :! &&) '! '!  *  @ $& ) &' ) '! '!  8 A+!  8 A+! $& / & /- &$*  4&& & 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.