Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það var skömmu fyr- ir síðustu jól sem Frið- jón Kristinsson, fyrrum kjötbúðarstjóri, póstaf- greiðslumaður og safn- vörður á Dalvík, lauk lífsgöngu sinni. Við vorum allmörg brottfluttir Svarf- dælingar syðra sem komum til minn- ingarathafnar í Grafarvogskirkju milli jóla og nýárs. Séra Jón Helgi Þórarinsson, áður sóknarprestur á Dalvík, flutti góða minningarræðu. Hann rifjaði meðal annars upp fróð- leik úr Sögu Dalvíkur (IV, 97): Ásgeir kennari Sigurjónsson (eða Sigjóns- son eins og réttara mun vera) hafði forgöngu um það fyrir jólin 1938, að barnadeild Ungmennafélagsins skyldi taka við bréfum og bögglum frá fólki á Þorláksmessu og fá jóla- svein til að bera póstinn í hús á Dal- vík á aðfangadag. Fyrsti jólaveinninn sem annaðist póstburð var Friðjón Kristinsson, þá þrettán ára gamall. Þetta varð svo fastur og ógleyman- legur þáttur jólahaldsins á Dalvík. Það var vel til fundið að geta þess þarna. Líka sagði presturinn frá því þegar séra Stefán Snævarr spurði einhvern tímann á samkomu hver væri besti vinur barnanna. Lítill snáði rétti þá upp hönd og svaraði hiklaust að það væri hann Friðjón í Kjötbúðinni! Og svo kvöddum við að lokum vin okkar með því að syngja yfir honum sönginn um Svarfaðardal. Friðjón var sjötíu og sex ára þegar hann lést og nú er afmælisdagur hans. Ég get ekki sagt að við höfum verið nákunnugir, en góðar minning- ar á ég um hann frá fyrsta fari. Mér FRIÐJÓN KRISTINSSON ✝ Friðjón Kristins-son fæddist í Jarðbrúargerði í Svarfaðardal 30. maí 1925. Hann lést á heimili sínu í Reykja- vík 16. desember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Dal- víkurkirkju 28. des- ember. varð snemma ljóst að faðir minn, Stefán Hall- grímsson, skrifstofu- stjóri við Útibú Kaup- félagsins, taldi Friðjón í fremstu röð samstarfs- manna sinna. Þar kom til óbrigðul samvisku- semi hans, lipurð og öt- ulleiki. Snyrtimennska og vandvirkni settu svip á öll störf hans og hann hafði með afbrigð- um skýra rithönd. Frið- jón var kjötbúðarstjóri þegar ég man fyrst til og tók alltaf vel á móti krökkum sem þangað voru sendir að kaupa í matinn. Ekki minnist ég þess síst þegar ég kom bak við í búðinni og horfði á hann saga niður kjötskrokka af mikilli kúnst, jafnframt því sem hann spjallaði við mig og gerði að gamni sínu. Það eru engar ýkjur að börn hafi laðast að Friðjóni, eins og orð drengsins á samkomunni eru til vitnis um. Hann var hlýr og alúðleg- ur og hafði næmt auga fyrir skopleg- um hliðum tilverunnar. Þá hafði hann eftirhermugáfu og góða leikhæfi- leika. Að vísu var hann að mestu leyti hættur að leika þegar ég fór að sækja leiksýningar, en ég sé hann ljóslega fyrir mér í hlutverki Jakobs skómak- ara í Jeppa á Fjalli. Einnig las hann oft upp á samkomum. Síðast en ekki síst bar fundum okkar Friðjóns saman í Bókasafni Dalvíkur. Ásamt Stefáni föður mín- um, Tryggva frystihússtjóra og síðar Sigurpáli frá Melum, sat hann í stjórn Lestrarfélagsins sem rak safnið. Þeir Friðjón og Sigurpáll voru oftast við afgreiðslu þegar opið var á sunnudögum. Ég fór snemma að hjálpa til við það starf og þá kynntist ég Friðjóni vel. Hann var bókamaður og gaman að spjalla við hann um hug- tækt lestrarefni. Þá var ég að byrja að lesa bókmenntir fyrir fullorðna. – Þess verður að geta að í mínu nán- asta umhverfi var afstaða til Halldórs Laxness töluvert blendin, jafnvel nei- kvæð. Var það af pólitískum sökum og átti líklega upptök í viðbrögðum framsóknar- og samvinnumanna við Sjálfstæðu fólki forðum daga. Frið- jón var lengra til vinstri í stjórnmál- um. Hann var fyrsti aðdáandi Hall- dórs sem ég kynntist og átti sinn þátt í að beina athygli minni að verkum skáldsins. Fyrir það verð ég honum ævinlega þakklátur. Það er sannast að segja að deilurnar um Halldór urðu á sínum tíma til að halda ýmsum bókhneigðum unglingum frá verkum hans, þótt nú kunni mönnum að þykja slíkt ótrúlegt. Ekki löngu eftir að ég fluttist suð- ur að föður mínum látnum hætti Friðjón hjá Kaupfélaginu og varð af- greiðslumaður á Pósthúsinu. Þar hitti ég hann í norðurferðum mínum og mætti sömu vinsemd og hlýju og jafnan áður. Það var augljóst að hon- um leið vel þarna, í dálítið hreinlegra umhverfi en í Kjötbúðinni og við minna líkamlegt álag, þótt hann virt- ist raunar vel á sig kominn sem fyrr. Síðast hitti ég Friðjón í safnahúsinu Hvoli þar sem hann fræddi gesti um hvaðeina sem fyrir augu bar af áhuga og traustri þekkingu, svo nátengdur sem hann var byggðarlaginu og sögu þess. Friðjón naut sín með ágætum í þessu starfi. Mér fannst hann þar eins og persónugervingur Dalvíkur sem hann hafði um ævina séð vaxa úr smáþorpi í myndarlegan kaupstað. Sjötugur að aldri flutti Friðjón með konu sinni til Reykjavíkur. Það kom mér að vissu leyti á óvart um svo ramman Dalvíking, enda mun brott- flutningurinn hafa verið honum erf- iður og hugurinn löngum fyrir norð- an eins og geta má nærri. Svo stór er Reykjavík orðin að við sáumst aldrei síðustu árin. En af tilviljun hitti ég dóttur hans á fjarlægri sólarströnd á síðasta sumri og gat sent honum kveðju. Þá rifjuðust upp samveru- stundir okkar á löngu horfinni tíð. Þegar hann var allur stigu þær upp af djúpi hugans í skærri birtu. Mér er einkum hugstæð greiðvikni hans, hversu hann var jafnan boðinn og bú- inn að rétta mönnum hjálparhönd þegar nokkuð lá við. Ég minnist Friðjóns Kristinssonar með þakklæti fyrir vinsemdina og hans góða þátt í að móta æskuumhverfi mitt á Dalvík. Hvíli hann í friði innan þess svarf- dælska fjallahrings sem líf hans allt var bundið. Gunnar Stefánsson. Hinn 30. maí hefði Friðjón Krist- insson, fyrrverandi kjötbúðarstjóri, póstafgreiðslumaður og safnvörður á Dalvík, orðið 77 ára en hann lést í desember síðastliðnum. Frá yngri árum minnist ég Frið- jóns úr göngunum þegar hann slóst í för afréttarmanna við Hreiðarsstaði, vel ríðandi ásamt hundinum Kaffon. Í háværum gleðskap braggans á Krosshóli sat hann lengstum úti í horni, á lágu hljóðskrafi við þá Stein- grím á Sökku og Friðrik á Hánefs- stöðum. Hann hafði þó gaman af söng okkar hinna og átti það til að panta óskalög. Ég minnist hans líka þegar ég vann nokkur haust ungling- ur hjá honum á sláturhúsinu. Hann var óvenjulegur yfirmaður. Hann hafði m.a. þann sið að kalla starfs- menn, einn eða tvo í einu, inn á her- bergi til sín og veita þar kamfóru- dropa í sykurmola. Þar talaði hann við mann eins og jafningja, fór með vísur, sagði sögur og hermdi eftir sögupersónunum sínum. Það var mikið spé. Svo liðu árin. Ég flutti til Akureyr- ar og hafði lítið af Friðjóni að segja. Maður varð þó óhjákvæmilega oft vitni að upplestrum hans á svarf- dælskum samkomum. Hann las svo vel upp, laust sem bundið mál, að hann þótti ómissandi í öllu skemmt- anahaldi um langt árabil. Hann var snjall í leikrænum flutningi, enda á sínum tíma einn af stofnendum Leik- félags Dalvíkur og virkur félagi á fyrri árum þess. Árið 1995 fluttu þau Friðrika til Reykjavíkur til að kom- ast nær börnum sínum og barna- börnum. Þetta þótti kunningjum Friðjóns heimafyrir mikill skaði og grunaði að svo inngróinn Svarfdæl- ingur gæti aldrei þrifist almennilega á mölinni þarna syðra. Sjálfur talaði hann þó aldrei um slíkt. Fyrir um þremur árum fór ég að rita sögu hestamennsku í Svarfaðar- dal. Þá heimsótti ég Friðjón oftar en einu sinni í Reykjavík. Hann reyndist afar áhugasamur um ritunina og greinagóður heimildarmaður, ná- kvæmur og annt um að rétt væri far- ið með. Hann var til dæmis ótrúlega minnugur á hross, nöfn þeirra, ætt og helstu eiginleika. En þarna kom einnig í ljós hinn góði sögumaður. Af svarfdælskum hestamönnunum fyrri tíma sagði hann sögur sem í senn voru skemmtilegar og lýsandi fyrir viðkomandi menn. Guðmann á Tungufelli, Sigurpáll á Steindyrum og fleiri stigu ljóslifandi fram. Eftir heimsóknir mínar sendi hann mér nokkra stutta pistla um þessi mál- efni. Það var mikill fengur að þeim því maðurinn var mjög pennafær, skorti hvorki sagnaanda né litríkt orðfæri. Pistlana birti ég alla óbreytta í bókinni og hefðu þeir mátt vera fleiri. Þann skamma tíma sem eftir var hélt ég góðu sambandi við Friðjón og kynntist honum betur. Það kom ein- faldlega til af því hvað félagsskapur hans var skemmtilegur. Hann var víðlesinn og margfróður maður, eink- um í því sem kalla má þjóðlegan fróð- leik. Þó að minnið væri óvenju gott var hann varfærinn í öllum fullyrð- ingum. Hann talaði eins og sá sem lengi hefur fengist við fræði og skrift- ir fremur en óskólagenginn maður sem stundað hefur slátrun og kjöt- sölu. Friðjón var fágaður maður í allri framgöngu, sagði afar vel frá en sögurnar einkenndust ekki af ýkjum og stórviðburðum heldur trúverðug- leik og hárfínum húmor. Skemmtun- in var aldrei á kostnað þess sem um var talað og rýrði hann ekki, nema síður væri. Í viðbót við þetta hafði hann ákveðnar þjóðfélagslegar skoð- anir og trausta dómgreind. Friðjón Kristinsson var afar hóg- vær maður og líklega mætti segja dulur. Ég hafði það á tilfinningunni að hann hefði svo miklu og mörgu að miðla sem við meðborgararnir hefð- um gagn og gaman af að ekki mætti láta það fúna ónotað í sjóði. Ég hugs- aði mér að heimsækja hann og reyna að hagnýta sjóðinn á einhvern hátt fyrir okkur hin. Koma einhverju nið- ur á blað. Ég nefndi þetta við hann síðastliðið sumar. Hann svaraði fáu sem hans var von, neitaði þó ekki. En nú er það um seinan. Ég sit enn með þessa tilfinningu. Og þar við bætist eigingjarn söknuðurinn: að maður skyldi ekki njóta betur samfylgdar hans meðan hún bauðst. Þórarinn Hjartarson. ✝ Stefanía AnnaGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 21. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur P. Ásmunds- son, f. 31. des. 1890, d. 23. júní 1981, og Málmfríður Jóhanns- dóttir, f. 18. okt. 1887, d. 26. okt. 1964. Bróðir Önnu er Ás- mundur Uni, búsett- ur á Akranesi. Anna giftist 7. júlí 1951 Sigur- vini Ingva Guðjónssyni, f. 18. apríl 1927, d. 1. ágúst 1998. Foreldrar hans voru Guðjón Gísli Sigurðsson Börn: 1) Sigurbjörn Ingvi, sam- býliskona Margrét Harðardóttir. Þau eiga eina dóttur. 2) Anna Soffía, sambýlismaður Ingimund- ur Barðason. Þau eiga einn son og eina dóttur. 3) Guðni Þór, sam- býliskona Veronika Matvejeva. Hún á einn son. 4) Jenný Ósk. 5) Sæmundur Þór. 6) Dóttir Þórðar: Sigrún Herdís, gift Eggerti Jó- hannessyni. Þau eiga tvær dætur. Ársgömul flutti Anna með for- eldrum sínum vestur í Dali, að Krossi í Haukadal. Níu árum seinna flytur hún með foreldrum sínum að Þormóðsdal í Mosfells- sveit. En þegar Anna var 18 ára flutti fjölskyldan aftur í Dalina, að Krossi. Árið 1949 hóf Anna búskap ásamt manni sínum Ingva á Vatni í sömu sveit. Þau fluttu síðan að Mjóabóli árið 1959. Anna og Ingvi brugðu búi árið 1993 og fluttu til Akraness. Útför Stefaníu Önnu verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. og Sólveig Ólafsdóttir. Börn Önnu og Ingva eru: 1) Sólveig Erna, f. 10. okt. 1950, gift Gísla Gunnlaugssyni. Börn þeirra eru Guð- jón Ingvi og Guðrún Jóhanna, hún er gift Sigurjóni Magnússyni og eiga þau eina dótt- ur. 2) Málmfríður Guð- rún, f. 26. des. 1952. Synir hennar eru Guð- mundur Stefán og Birgir Þór Kjartans- synir. Sambýliskona Guðmundar er Stein- unn Halldórsdóttir. Þau eiga einn son. Guðmundur á tvo aðra syni. 3) Þórður Guðni, f. 17. des. 1953, kvæntur Hildi Sæmundsdóttur. Þegar sest er niður til að rita minningar um kæra móður, tengda- móður, ömmu og langömmu á stundu sem þessari er erfitt að koma böndum á hugsanirnar sem hrannast fram og hætt er við að kveðjuorðin verði fátækleg, ekki síst þeim sem þekkja þá persónu sem um er ritað. Mamma var alltaf kölluð Anna þótt hún héti að fornafni Stefanía. Hún var stórbrotin kona og þykk í lund og hafði sterkar skoðanir en sannur vinur vina sinna. Á heimili mömmu og pabba var ávallt gest- kvæmt. Gestrisni var þeim eðlislæg þrátt fyrir lítil efni og þröngan húsakost. Þau og þeirra kynslóð háðu oft harða lífsbaráttu. Ekkert kom upp í hendurnar fyrirhafnar- laust. Oft var þröng á þingi og glatt á hjalla á Mjóabóli. Þetta þekkja hestamenn sem áttu leið um dalinn kæra og ekki síst þeir sem komu úr leitum af Villingadal og Haukadals- afrétti með fé í Kirkjufellsrétt í fyrstu leit. Í gegnum hestamennsk- una, búskapinn og ævistarfið eign- aðist mamma hóp góðra vina og kunningja sem eiga þakkir skildar fyrir vinsemd og tryggð. Alla tíð fylgdist mamma vel með öllu því sem var að gerast og var fróð um margt og hafði gott minni. Hlustaði mikið á útvarp, las blöð, horfði á sjónvarp og hin síðari ár tók hún upp á myndbönd mikið af íslensku efni sem hún síðar stytti sér stundir við að skoða. Þar er geymdur mikill fróðleikur og margt skemmtiefnið. Mamma hafði áhuga á að kynnast landinu, sem hún þekkti ótrúlega vel í gegnum fjölmiðla og af lestri blaða og bóka. Henni gafst ekki tóm til að ferðast á yngri árum. Lífsbaráttan var ávallt í fyrsta sæti. Sumarið 1999 buðum við henni í orlofshús á Akureyri í vikutíma. Ferðast var um Norðurland flesta daga, allt norður að Mývatni. Sumarið 2000 dvaldi hún með okkur vikutíma í orlofshúsi í Ölfusborgum. Ferðast var um Suð- urland og Suðausturland allt að Skaftafelli. Þessara ferðalaga naut mamma og sagði í lok seinna ferða- lagsins: „Ég hef ferðast nú á tveim- ur árum miklu meira en allt mitt líf áður.“ Ætlunin var að halda uppi venjubundnum hætti og ferðast sumarið 2001 en heilsa hennar leyfði það ekki. Mamma hafði gaman af gríni og glettni og tók þátt í því af fullum hug. Einn gamlársdag, miðdegis, eftir að mamma og pabbi voru flutt á Akranes, kom síðbúinn jólasveinn í heimsókn í fullum skrúða. Hann hafði meðferðis nokkur myndbönd sem hann þóttist vera að selja til styrktar umkomulausum og ættbók- arlausum hestum. Það varð mikil kátína þegar upp komst um tengda- soninn. Mamma hló lengi að þessari uppákomu. Alltaf þegar færi gafst var gripið í spil. Mömmu gekk vel við spilaborðið. Hún naut þess að spila þótt hún ætti alltaf slæm spil, ekki „málaðan gosa“ á hendi. Mamma fór að kenna sér lasleika á síðasta ári. Heilsu hennar hrakaði jafnt og þétt. Þegar kom fram á vet- urinn kom í ljós að hún gekk með al- varlegan sjúkdóm. Hún var send í aðgerð sem bar ekki árangur. Öllum var ljóst að stundin mikla nálgaðist hratt. Mamma tók ótíðindunum með æðruleysi og sýndi hetjuskap í banalegunni. Mamma sagði við eina starfsstúlku sjúkrahússins nokkrum dögum áður en yfir lauk: „Viltu fara með faðirvorið yfir mér ef ég dey á þinni vakt.“ Starfsfólki Sjúkrahúss Akraness eru færðar sérstakar þakkir fyrir einstakan hlýhug og umönnun. Þar er mannauð að finna. Elsku ættingjar og vinir, minn- ingin lifir um vandaða persónu. Sólveig, Guðrún og fjölskyldur. Elsku amma mín hefur nú fengið hvíldina eftir erfið veikindi. Alltaf var gott að koma til ömmu. Amma var dugleg kona og í veikindum sín- um kvartaði hún ekki. Af einstakri hugprýði mætti hún örlögum sínum með staðfestri trú á að hlutir hafi sinn ákveðna gang í veröld okkar manna. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, takk fyrir allt sem þú gafst mér. Guð blessi þig og minningu þína. Jenný Ósk Þórðardóttir. ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.