Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 60
DAGBÓK 60 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ás- kell, Mánafoss og Freyja koma í dag. Andromeda, Helgafell, Dettifoss og Knorr fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 vinnu- stofa, myndmennt og bað. Ævintýraferð á Langjökul: Miðviku- daginn 10. júlí verður ekið um Kaldadal upp á Geitlandsjökul á Lang- jökli þar sem snæddur verður hádegisverður, á heimleið verður ekið um Húsafell, Skorradal, Svínadal og Hvalfjörð. Skráning í afgreiðslu, s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Bingó er 2. og 4. hvern föstudag. Dans hjá Sigvalda byrj- ar í júní. Púttvöllurinn er opinn alla daga. All- ar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 14 dans. Félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Lokahófið verður í Hlégarði 31. maí kl. 19. Matur, skemmtiatriði og dans, mætið og takið með ykkur gesti. Miðasala hjá Svanhildi, s. 586 8014, e.h. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–13 handa- vinnustofan opin, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11.20 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 13 göngu- hópur. Vinnustofur fyr- ir glerskurð og leir- mótun eru opnar áfram á umsömdum tíma. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Fé- lagsvist kl. 13.30. Á morgun byrjar pútt á Hrafnistuvelli sem verður í sumar á þriðju- og föstudögum kl. 14–16. Dagsferð að Skógum miðvikud. 19. júní, lagt af stað frá Hraunseli kl. 10, súpa og brauð á Hvolseli, ek- ið að Skógum og um- hverfið skoðað. Kaffi drukkið í Fossbúanum. Ekið til baka um Fljós- hlíð og merkir staðir skoðaðir. Allar upplýs- ingar í Hraunseli, sími 555 0142. Vest- mannaeyjaferð 2. til 4. júlí. Greiða þarf farmið- ana í ferðina 10., 11. eða 12. júní nk. kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Fimmtudagur: Brids kl. 13. Brids fyrir byrj- endur kl. 19.30 síðasta kvöldið á þessari önn. Dagsferð í Krísuvík, Þorlákshöfn, Eyr- arbakka, Stokkseyri 6. júní nk. Skráning á skrifstofunni í síma 588 2111. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10– 12 í s. 588 2111. Skrif- stofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið sunnudaga frá kl. 14– 16, blöðin og kaffi. Félagsstarfið, Furu- gerði. Hin árlega handavinnu- og list- munasýning eldri borg- ara verður í Furugerði 1 laugardaginn 1. júní. Sýningin verður opin frá kl. 13.30 til kl. 17. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, umsjón Lilja G. Hall- grímsdóttir. Frá hádegi vinnustofur og spilasal- ur opinn. Veitingar í Kaffi Bergi. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9 handavinna, kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 13 gler og postulín. Mánudaginn 3. júní og þriðjudaginn 4. júní frá kl. 10.30 til kl. 12 verð- ur tekið við staðfesting- argjaldi fyrir ferðalag á Langanes dagana 1. til 5. júní. Þeir sem eiga bókað í ferðina eru vin- samlega beðnir að stað- festa sem fyrst í Gjá- bakka, s. 554 3400. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leirmunanámskeið. All- ir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræf- ing. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaum- ur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 hand- mennt og frjálst spil, kl. 14. leikfimi. Kívanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Félagsvist spiluð í Kív- anishúsinu í Mosfellsbæ í kvöld kl. 20.30. Gullsmárabrids. Síðasti spiladagur Gull- smáradeildar Félags eldri borgara í Kópa- vogi – fyrir sumarhlé – verður í Gullsmára 13 í dag. Mæting kl. 12.45 stundvíslega. Spilaður verður stuttur tvímenn- ingur. Sumarkaffi og sitt hvað fleira. Hitt- umst hress við brids- borðin á nýjan leik á síðsumri. Stjórn Brids- deildar FEBK í Gull- smáranum. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverf- isgötu 105. Kl. 13–16 prjónað fyrir hjálp- arþurfi erlendis. Efni á staðnum. Allir vel- komnir. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðara, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Slysavarnakonur í Reykjavík. Sum- arferðin verður farin laugardaginn 22. júní, „sjóferð sælkerans“. Örfá sæti laus. Skrán- ing í síma566 7895 Helga, 557 6969 Anna, 695 2239 Sonja. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma. Boðið er upp á orlofsdvöl í Skálholti í sumar. Í boði eru þrír hópar sem raðast þannig: 10.–14. júní, 18.–21. júní og 1.–5. júlí. Skráning á skrifstofu f.h. virka daga í síma 557 1666. Tourette-samtökin. Að- alfundurinn er í kvöld, 30. maí, kl. 20.30 í Há- túni 10, 9. hæð. Rabb verður að loknum fundi. Minningarkort Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551 7868 á skrifstofu- tíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkortagreiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingardeildar Landspítalans, Kópa- vogi (fyrrverandi Kópa- vogshæli), síma 560 2700 og skrifstofu Styrktarfélags vangef- inna, s. 551 5941 gegn heimsendingu gíróseð- ils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565 5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Í dag er fimmtudagur 30. maí, 150. dagur ársins 2002. Dýridagur. Orð dagsins: Augað er lampi lík- amans. Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinn bjartur. (Matt. 6, 22.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 dynk, 4 svínakjöt, 7 heift, 8 námstímabilið, 9 þegar, 11 peninga, 13 bylur, 14 kveif, 15 þyrnir, 17 taugaáfall, 20 blóm, 22 hæfileikinn, 23 greftrun, 24 deila, 25 skyldmennis- ins. LÓÐRÉTT: 1 ræskja sig, 2 grefur, 3 ögn, 4 líf, 5 stakir, 6 ætt- in, 10 kindurnar, 12 beita, 13 mann, 15 hlýðinn, 16 rándýrum, 18 fórna, 19 nauts, 20 elska, 21 munn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kóngafólk, 8 svart, 9 nefna, 10 ann, 11 aftan, 13 apann, 15 hjall, 18 stefs, 21 íla, 22 óvirt, 23 terta, 24 kið- lingur. Lóðrétt: 2 ósatt, 3 gátan, 4 finna, 5 lyfta, 6 Esja, 7 hann, 12 afl, 14 pat, 15 hrós, 16 aðili, 17 lítil, 18 satan, 19 eirðu, 20 skap. Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkverja er félagi íKajakklúbbnum og hann er jafnframt einn af þeim örfáu sem Víkverji þekkir sem ekki eru hæst- ánægðir með þær breytingar sem gerðar hafa verið á Nauthólsvíkinni. Hann hefur svo sem allt gott að segja um snyrtilegu steinhleðslurn- ar, gullna sandinn, heita pottinn, sturturnar og sætu stelpurnar sem spóka sig þar á góðviðrisdögum (en það gerðu þær sjaldnast áður). Það sem fer í taugarnar á honum er að þessar framkvæmdir hafa gert kaj- akmönnum svo til ómögulegt að sjó- setja þar kajakana eins og þeir hafa gert árum saman. x x x EKKI er nóg með að hlaðið hafiverið upp í víkina þannig að að- eins er hægt að sigla þar inn á flóði, heldur hafa starfsmenn borgarinnar bannað með öllu að kajakar séu settir þar á flot þegar ylströndin er opin. Þetta finnst kunningja Víkverja held- ur skítt svo ekki sé kveðið fastar að orði. Hefur hann rætt þetta við borg- arstarfsmenn og ekki alltaf fundist hann fá gáfulegar útskýringar. Ein sú besta sem hann hefur heyrt, og jafnframt sú líklegasta, er að bannið sé í samræmi við tilskipun Evrópu- sambandsins um lokaðar strandir. Að sögn borgarstarfsmannsins er í tilskipuninni lagt bann við umferð báta á slíkum ströndum og þetta bann nær sem sagt til kajaka. Kunn- ingi Víkverja sér alls ekki rökin fyrir slíku banni. Honum finnst að kajakar geti varla talist hættulegir strand- gestum og kajakmenn séu ólíklegir til að stofna til illinda á ströndinni enda rólyndismenn upp til hópa. x x x LÍTIL frétt, sem birtist á mbl.is íliðinni viku, vakti athygli Vík- verja. Þar sagði frá því að norski bærinn Narvik, sem er 224 km norð- an við heimskautsbaug, hafi hótað að ganga úr Noregi og verða sænskur bær í mótmælaskyni við stefnu norskra stjórnvalda. Bæjarstjórnin hafði lengi kvartað yfir því að opin- berum störfum hefði fækkað veru- lega í Narvik og nágrenni. Kornið sem fyllti mælinn voru tillögur rík- isstjórnarinnar um að loka flugvell- inum í Narvik og loka útibúi norsku tollgæslunnar. „Narvik nýtur einskis góðs af að vera í Noregi,“ höfðu norsk blöð eftir bæjarstjóranum. „Því er spurningin hvort við göngum ekki í Svíþjóð í staðinn.“ Aðstoðar- maður hans viðurkenndi þó að með þessu væri aðallega verið að vekja at- hygli á málstað bæjarbúa. „Auðvitað viljum við í raun alls ekki verða Sví- ar,“ sagði aðstoðarmaðurinn. Víkverji hefur ekki frétt af niður- stöðu málsins en dregur í efa að bæj- arstjórinn hafi sótt um inngöngu í Svíþjóð. Þessi frétt vakti Víkverja þó til umhugsunar um stöðu borgaranna innan þjóðríkisins Íslands. Talsverð- ar deilur hafa verið um það hvort Ís- lendingar eigi að sækja um inngöngu í Evrópusambandið og sýnist sitt hverjum. Ef Narvik getur sótt um inngöngu í Svíþjóð gætu þá ekki Evr- ópusinnarnir bara sótt um inngöngu í sambandið fyrir sig sjálfa? Þeir myndu þá væntanlega njóta kost- anna sem þeir sjá við aðild, gætu keypt útlendar landbúnaðarafurðir á lægra verði, tekið lán á lægri vöxtum, fengið útborgað í evrum o.s.frv. Hvað ætli Evrópusambandið eða íslenskir ráðamenn myndu segja við því? Góð þjónusta ÉG lenti í óþægindum með bílinn minn og fór með bíl- inn á verkstæðið hjá Bílkó í Kópavoginum. Þar fékk ég bestu fáanlegu þjónustu sem hægt er að fá hjá þess- um ágætu drengjum og vil ég þakka fyrir það. Hef ég heyrt fleiri tala um góða þjónustu hjá þeim. Konan á græna bílnum. Sóðaskapur við Laugardalslaug ÓSKÖP er orðið að sjá hvernig ímynd hreinlætis- ins er orðin illa útlítandi og umhverfið sóðalegt. Ég geng oft framhjá Laugardalslauginni og bú- inn að gera í mörg ár. Í fyrrakvöld var mér alveg nóg boðið og ákvað að láta í mér heyra. Sóðaskapur og aftur sóðaskápur. Fyrst til að tala um er hvað veggir hússins þurfa viðhald, málningu o.fl. Þá er um- hverfið í kring um húsið orðið mjög sóðalegt, t.d. svokallaðir öskubakkar ut- anhúss, smávatnsból sem rennandi vatn er í, sem er alltaf fullt af drasli og þarf að losa og hafa hreint og þrifalegt. Sundstaðurinn á að vera til fyrirmyndar þegar að hreinlæti kemur eins og aðrir sundstaðir í Reykjavík. Vegfarandi. Til gatnamálastjóra ÉG er nýfluttur á Kambs- veg. Hér er allt fullt af göt- um með 30 km hámarks- hraða. Ég er hæstánægður með það. Það kemur þó fyr- ir mig og greinilega fleiri að gleyma sér og aka eins og um vanalega götu væri að ræða. Þessar götur eru merktar með hvítum 30 götumerkjum. Mætti ég biðja um að þegar götur verða merktar í sumar að þessum stóru 30 götumerkjum verði fjölgað. Ég efast um að nokkur hafi á móti því. Kristján. Tapað/fundið Gullkross og vettlingar FYRIR nokkrum vikum tapaðist gullkross á Sel- tjarnarnesi. Krossinn er með faðirvorið áletrað á bakhliðinni og hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann sem fékk kross- inn í fermingargjöf. Einnig töpuðust í vetur svartir ull- arvettlingar með öðrum hvítum ullarvettlingum innaní. Skilvís finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 865 4859 eða 562 2176. Startkaplar í óskilum STARTKAPLAR fundust við Morgunblaðshúsið, Kringlubrautarmegin. Uppl. í síma 569 1201. Giftingarhringur týndist STÓR og fallegur íslenskur gullhringur með áletrun innan í týndist í kringum 27. apríl sl. Finnandi vin- samlega sendi tölvupóst til: monalisais@yahoo.co.nz – góð fundarlaun. Lyklar í óskilum 3 LYKLAR á kippu fund- ust við strætisvagnaskýlið á Laugavegi á móts við Há- tún. Upplýsingar í síma 847 9934. Kvengullúr týndist KVENGULLÚR fannst í miðbæ Reykjavíkur sl. fimmtudag. Upplýsingar í síma 540 5502. Tvö hjól týndust TVÖ HJÓL týndust fyrir utan Spöngina í Grafarvogi sl. miðvikudag, 22. maí. Annað var næstum nýtt, blátt Mongoose-fjallahjól. Þeir sem hafa orðið varir við hjólin hafi samband í síma 567 8903 eða 690 6282. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is FYRIR nokkru var ég vanur að hjóla í Elliðaárdalnum og varð ég þá vitni að hreint út sagt ótrúlegum yfirgangi hestamanna. Einn góðan veðurdag lá leið mín yfir gamla brú, sem ætluð er fyrir alla veg- farendur. Þegar yfir brúna var komið hafði heldur illilegur hestamaður ásamt fylgikonu sinni tekið sér stöðu hinum megin við brúna og hreytti í mig alls kyns óprenthæfum ónotum fyrir að hafa farið yfir brúna meðan hestarnir voru hinum megin við brúna (þeir stóðu kyrr- ir þó nokkuð frá brúnni þegar ég fór yf- ir). Ég sá ekki hvers vegna það ætti að skipta nokkru máli þannig að ég hélt áfram og reyndi ekki að taka eftir því sem hestamaðurinn kallaði á eftir mér. Það er því greinilegt að Tómas Jóns- son, reiðhjólamaður, sem varð fyrir barðinu á hestamönnum er ekki einn um það. Ingþór Árni Vigfússon. Hjólreiðar í Elliðaárdalnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.