Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri telur ekki útilokað að gerðar verði meiri breytingar á skip- an borgarfulltrúa í nefndir og ráð á vegum borgarinnar eftir þessar kosn- ingar en eftir kosningarnar 1998. Eft- ir að menn hafi verið átta ár í nefnd- um eigi það sjónarmið meiri rétt á sér núna en fyrir fjórum árum að fulltrú- ar færi sig til. Ingibjörg Sólrún sagði að hún væri byrjuð að ræða við borgarfulltrúa um skipan í nefndir. Hún kvaðst telja að þau samtöl myndu taka þessa viku og þá næstu. Ákvörðun um skipan í nefndir yrði tekin af borgarfulltrúun- um, en samráð yrði einnig haft við flokkana sem standa að Reykjavík- urlistanum. „Það verða alltaf sjálfkrafa ein- hverjar breytingar þegar fólk hættir í borgarstjórn og nýir menn koma í staðinn. Það er ekki endilega sama staða núna og 1998 því nú höfum við haft meirihluta í átta ár en þá höfðum við farið með stjórn borgarinnar í fjögur ár. Það sjónarmið á kannski meiri rétt á sér núna en þá að færa menn til, því að fólk er búið að sitja í átta ár í sömu nefndum og ráðum,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Alfreð líklega forseti borgarstjórnar Í samkomulagi sem flokkarnir gerðu um uppröðun á R-listann var gert ráð fyrir að fulltrúi Framsókn- arflokksins yrði forseti borgarstjórn- ar í tvö ár og fulltrúi vinstri grænna í tvö ár. Borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins eru Alfreð Þorsteinsson og Anna Kristinsdóttir og borgarfulltrú- ar VG eru Árni Þór Sigurðsson og Björk Vilhelmsdóttir. Anna og Björk hafa ekki áður setið í borgarstjórn og því verður að telja líklegt að Alfreð og Árni Þór skiptist á um að gegna störf- um forseta borgarstjórnar. Ingibjörg Sólrún sagði að þó að þetta samkomulag um starf forseta borgarstjórnar lægi fyrir væri ekki búið að ákveða hvaða einstaklingar gegndu þessu starfi. Næsti reglulegi fundur borgar- stjórnar er 20. júní. Borgarstjóri sagði hugsanlegt að boðað yrði til aukafundar viku fyrr til að kjósa í nefndir og ráð. Um það hefði þó ekki verið tekin nein ákvörðun. Eftir kosn- ingarnar 1998 var ekki boðað til auka- fundar. Nefndir borgarinnar eru skipaðar fimm mönnum. Ólafur F. Magnús- son, borgarfulltrúi F-listans, hefur ekki það atkvæðavægi á bak við sig að geta fengið kosningu í nefndir. Ólafur sagðist telja ólíklegt að Sjálf- stæðisflokkurinn sætti sig við að gefa eftir sæti í nefndum til F-listans og sama gilti væntanlega um R-listann. Hann sagðist ætla að fara fram á að hann eða aðrir fulltrúar listans fengju áheyrn að nefndum. „Það er nauðsynlegt að við fáum aðgang að stærstu og mikilvægustu nefndum borgarinnar til að við getum sinnt störfum okkar í borgarstjórn. Það er ljóst að ég mun fylgjast með sem áheyrnarfulltrúi í borgarráði, en við, sem umbjóðendur 4.141 kjósanda flokksins, þurfum einnig að hafa að- gang að nefndum til að við getum far- ið með þetta umboð,“ sagði Ólafur. Ólafur sagðist leggja sérstaka áherslu á að F-listinn fengi að fylgj- ast með störfum félagsmálaráðs þar sem listinn hefði í kosningabarátt- unni lagt sérstaka áherslu á velferð- armál. Þá væri skipulagsnefnd ein mikil- vægasta nefnd borgarinnar. Hann sagðist einnig horfa til umhverfis- nefndar, fræðsluráðs og samgöngu- nefndar. Borgarstjóri segir R-listann ræða skipan í nefndir og ráð Meiri breytingar á nefndum en 1998? FYRIRTÆKIÐ Varmaraf vinnur um þessar mundir að markaðs- setningu á tæki sem notast við heitt og kalt vatn við framleiðslu á rafmagni. Tækið sem um ræðir er alfarið íslensk hönnun og mun meðal annars gagnast sum- arbústaðaeigendum við að knýja hringrásardælu í ofnakerfi. Í sum- arbústöðum er slík hringrás nauð- synleg vegna frosthættu. Að sögn Árna Geirssonar, fram- kvæmdastjóra Varmarafs, virkar tækið á þann veg að að varmi flyst úr heitu vatni yfir í kalt gegnum hálfleiðandi efni og breytist þá hluti varmans í rafmagn. Tvö tæki verða sýnd á sýning- unni Sumarhúsið og garðurinn sem fram fer í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ dagana 30. maí–2. júní nk. Annars vegar er um að ræða tæki sem knýr hringrásardælu í miðstöðvarofnakerfi. Að sögn Árna hentar tækið vel í sumarbústaði þar sem fyrir er heitt vatn. Venjulega er vatnið leitt upp að húshlið en til að það frjósi ekki í pípum hefur þurft hringrásardælu sem oftast hefur kallað á rafmagnsheimtaug sem getur kostað hundruð þúsunda króna. Nýja tækið er því mun ódýrari lausn, að sögn Árna. Með tækinu er einnig hægt að safna rafmagni inn á rafgeymi sem hægt er að nota síðar. Hitt tækið sem sýnt er í Mos- fellsbæ er lítill varmarafali sem tengist heitu og köldu neysluvatni og framleiðir u.þ.b. 50W samfellt hvenær sem þörf er á rafmagni. Þessu rafmagni má líka safna inn á rafgeyma. Þannig fæst miklu öfl- ugri og áreiðanlegri rafali en sól- arrafalar sem víða eru notaðir í ís- lenskum sumarhúsum. Verður markaðssett erlendis Að sögn Árna hafa forsvars- menn Varmaraf fullan hug á að markaðssetja tækið erlendis en það starf er á frumstigi. Fyrst í stað verður tækið selt á innan- landsmarkaði og er áætlað að það kosti á bilinu 100–150 þúsund krónur eftir því um hvernig út- færslu er að ræða. „Við tökum eitt skref í einu en sjáum fyrir okkur að þetta muni til dæmis nýtast vel erlendis þar sem hitað er með gasi og alls staðar þar sem ekki er rafmagn en fólk vill hafa sömu þægindin,“ segir Árni. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er stærsti einstaki hluthafi í Varmarafi með 40% hlut. Stofn- endur og frumkvöðlar eiga um 50% en um 10% eru í eigu ýmissa aðila sem með fagþekkingu sinni tengjast viðfangsefnum félagsins, þar á meðal prófessorar við Há- skóla Íslands. Íslenskt varmarafmagnstæki sett á markað Morgunblaðið/Þorkell Árni Geirsson er framkvæmda- stjóri Varmarafs sem hyggur á markaðssetningu á tækinu. Framleiðir rafmagn úr heitu og köldu vatni VÍST er talið að kveikt hafi verið í klæðningu á norðurvegg Granda- skóla um hádegisbil í gær. Fremur litlar skemmdir urðu á klæðning- unni en mikill svartur reykur myndaðist þegar eldurinn læsti sig í tjörupappa. Lítill sem enginn reykur barst þó inn í skólann og voru nemendur aldrei í hættu. Íbúi í nágrenni skólans tilkynnti um eldinn kl. 12.35 og var miklu liði af öllum slökkvistöðvum stefnt á staðinn og allir menn á frívakt kallaðir út. Slökkvistarf tók skamma stund enda eldurinn ekki mikill. Um 430 börn eru skráð í Granda- skóla en svo vildi til að tveir ár- gangar eru í skólaferðalagi og voru því um 275 börn í skólanum þegar eldurinn kviknaði. Inga Sigurðardóttir aðstoðar- skólastjóri segir að kennari og nemendur hafi fyrst orðið vör við eldinn þegar þau sáu reyk leggja frá klæðningu á veggnum. Reyk- urinn barst ekki inn og bruna- varnakerfi skólans fór ekki í gang. Viðkomandi kennari tilkynnti um eldinn og í framhaldi af því var skólinn rýmdur. Í þann mund sem kennarar voru að taka manntal komu slökkvilið og lögregla á stað- inn og aðstoðuðu við að ganga úr skugga um að skólinn væri mann- laus. „Við vorum kannski búin að vera úti í örfáar mínútur þegar dreif hér að fjölda foreldra sem voru í miklu uppnámi. Ástæðan var sú að í há- degisfréttum útvarps var tvítekið að kviknað væri í Grandaskóla og verið væri að bjarga börnunum út,“ segir Inga. Hún gerir athugasemd- ir við þennan fréttaflutning. Í Grandaskóla séu ríflega 400 börn og eðlilega bregði foreldrum þeirra og aðstandendum við slíkar fréttir. Málið hefði þurft að kanna betur áður en slík frétt var lesin. Þegar fréttin fór í loftið var eldurinn bundinn við klæðningu í útvegg og verið var að rýma skólann án vand- ræða. Engin hætta hafi verið á ferðum en Inga segir að eflaust mættu brunaæfingar vera tíðari. Eftir að slökkvistarfi lauk fóru nemendur aftur inn í skólann og ræddu kennarar við þá um það sem gerst hafði. Börnin munu fá bréf með sér heim þar sem foreldrum er bent á að hafa samband við skóla- yfirvöld eða sálfræðing verði þeir varir við hræðslu hjá barni sínu. Morgunblaðið/Júlíus Nemendur í Grandaskóla tóku atburðum með jafnaðargeði og fylgdust áhugasamir með slökkvistarfinu. Rífa þurfti hluta af klæðningunni frá. Kveikt í klæðningu á Grandaskóla Nemendur aldrei í hættu GUÐMUNDUR Þorgeirsson, sviðsstjóri lyflækningadeildar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, segir að skilaboð sem læknanemar fengu á ráðningarfundi um launa- hækkanir í apríl síðastliðnum hafi augljóslega verið túlkuð sem loforð um launahækkun sem eftir hafi verið að samþykkja. Ekki hafi komið aðrar upplýs- ingar frá Jóhannesi M. Gunnars- syni lækningaforstjóra en að hann myndi beita sér fyrir því að launin yrðu hækkuð í prósentuhlutfalli við laun aðstoðarlækna, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Guðmundur og aðrir sviðsstjór- ar lyflækningadeildar báru upplýs- ingarnar í deildarlækni á lyflækn- ingadeild sem hefur umsjón með vinnu unglækna. Hann kom upp- lýsingunum áfram til ráðningar- stjóra, sem skipaður er af félagi læknanema. Kjara- og launanefnd átti eftir að fjalla um málið Guðmundur bendir hins vegar á að aldrei hafi verið gengið frá því endanlega með hvaða hætti þessar upplýsingar yrðu lagðar fyrir ráðningarfundinn, sem aftur or- sakar misskilning milli stjórnenda og læknanema. Ekki hafi verið búið að fjalla um tillögurnar í kjara- og launanefnd sjúkrahússins, sem í sitja þrír fulltrúar, þ.á m. aðstoðarlækninga- forstjóri. „Ég held að ég verði að segja að þarna verði á leiðinni misskilning- ur. Ég skil vel af hverju lækna- nemarnir hafa tekið þetta sem ein- dregið tilboð. Þau hafa ekki áttað sig á því að svo var ekki. Það er kannski sök okkar milligöngu- mannanna að einhverju leyti að hafa ekki fyrirvarana klára,“ segir Guðmundur. Segir raunhækkun launa unglækna 5–8%, ekki 35% Oddur Steinarsson, formaður fé- lags ungra lækna, mótmælir því sem fram kom í máli Jóhannesar M. Gunnarssonar í Morgunblaðinu í gær um að laun unglækna, sem taxti læknanema tekur mið af, hafi hækkað um 35% við síðustu kjara- samninga. Segir Oddur að samkvæmt út- reikningum unglækna sé raun- hækkun launa 5–8% og 10–13% að meðaltali, sé miðað við þær tölur sem ríkið lagði fram. Sviðsstjóri um kjaradeilu læknanema Fyrirvari við tillögu óskýr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.