Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 61 DAGBÓK HVAÐ er kastþröng? Ein skemmtilegasta skilgrein- ingin er höfð eftir Héranum hrygga, sögupersónu Mollos í Dýragarðsbókunum: „Maður tekur slagina sína og einhver hendir vitlaust af sér.“ Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ K842 ♥ ÁKD54 ♦ Á10 ♣K9 Vestur Austur ♠ 1073 ♠ DG96 ♥ G1082 ♥ 93 ♦ 9532 ♦ 84 ♣87 ♣DG653 Suður ♠ Á5 ♥ 76 ♦ KDG76 ♣Á1042 Björn Theódórsson og Torfi Ásgeirsson skelltu sér í sumarbrids fyrir skömmu og voru svo heppnir að halda á spilum NS: Vestur Norður Austur Suður – – Pass 1 grand Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 7 grönd Allir pass Björn var í suður og vakti á 15–17 punkta grandi með 14 punkta, eins og alsiða er í sumarbrids (og víðar). Torfi sá svo um framhaldið, enda vanur því að tippa á þrettán rétta. Útspil vesturs var hjartagosi. Sagnhafi sér tólf slagi. Og sá þréttandi kemur með tækni hérans – maður tekur slagina sína og lætur and- stæðingana kveljast. Björn gerði þetta. Hann tók ÁKD í hjarta og spilaði svo tíglun- um: Norður ♠ K84 ♥ 5 ♦ – ♣K9 Vestur Austur ♠ 1073 ♠ DG9 ♥ G ♥ – ♦ – ♦ – ♣8 ♣DG6 Suður ♠ Á5 ♥ – ♦ 7 ♣Á104 Í þessari stöðu tók Björn tvo efstu í laufi áður en hann spilaði síðasta tíglinum. Vestur henti spaða í síðara laufið og austur henti líka spaða í fimmta tígulinn. Spaðaáttan í borði varð því þrettándi slagurinn. Tvöföld kastþröng. Hvernig myndi Hérinn skilgreina tvöfalda kast- þröng. Auðvitað þannig: „Maður tekur slagina sína og BÁÐIR andstæðingarnir henda vitlaust af sér.“ BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert einstaklega skapandi og hefur mikla frelsisþrá sem gerir það að verkum að þú forðast vanagang. Þér bjóðast margir kostir á kom- andi ári. Hamingjan felst í því að hafa valkosti. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vinkona þín hefur eitthvað mikilvægt að segja þér í dag. Hlustaðu með þolinmæði þannig að hún fái ráðrúm til að segja þér hlutina á sinn hátt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samtöl við móður þína eða einhvern þér eldri um fjármál ganga vel í dag. Gerðu við- komandi ljóst að þú meinir það sem þú segir og að þú munir standa við orð þín. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Fréttir af ástvini í fjarlægð geta glatt þig í dag og hvatt þig til ferðalaga. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hikaðu ekki við að taka ábyrgð á öðrum í dag eða að rétta öðrum hjálparhönd. Það gerir þig ekki skuldbundinn viðkomandi einstaklingi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samtal við einhvern, senni- lega konu, gleður hjarta þitt í dag. Það er undarlegt hvern- ig hversdagsleg samskipti geta haft áhrif á sjálfsmynd okkar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samstarfsmaður þinn er reiðubúinn til að hjálpa þér í dag. Gleymdu ekki að sýna þakklæti þitt fyrir þennan vináttuvott. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Einhver, sem hefur allt ann- an bakgrunn, gæti vakið áhuga þinn í dag. Það kemur þér á óvart hversu margt þig eigið sameiginlegt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Kona gæti gert þér greiða eða gefið þér gjöf eða hollráð í dag. Þiggðu það sem að þér er rétt því það er gefið af góð- um hug. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nýttu hvert tækifæri til að skemmta þér með vinum þín- um í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ættir að láta það eftir þér að kaupa eitthvað sem getur bætt heilsu þína til lengri tíma litið. Vertu opinn fyrir nýjum, óhefðbundnum að- ferðum til að draga úr streitu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Við gleymum því oft í sókn okkar eftir auði og öryggi hvernig við getum lifað í gleði frá degi til dags. Láttu það eftir þér að skemmta þér í dag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gefðu þér tíma til hugleiðslu eða til að fylgjast með gras- inu gróa. Fiskarnir eru við- kvæmir og þurfa stundum að fá tækifæri til að flýja hið daglega amstur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT EINN Á FERÐ Nú þokukúfar hylja hæstu fjöll, en hríðar-klakkar norðurloftið byrgja, náttúran er undra þögul öll, því örlög jarðar himnaguðir syrgja. Ég ráfa einn um eyðilega strönd, og aldan gnauðar rétt við mína fætur. Mér réttir enginn hlýja vinarhönd, er hrímkalt loftið frosnum tárum grætur. Og hríðardimman færist nær og nær, og náköld þoka hylur útsjón mína. Svo teygir vindur að mér kaldar klær, hann kreppir mig í jötunarma sína. - - - Gísli Benjamínsson Árnað heilla Ljósmynd/Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. apríl sl. í Garðakirkju af sr. Guðnýju Hallgrímsdóttur þau María Skaftadóttir og Jó- hannes Á. Jóhannesson. Þau eru til heimilis í Reykjavík. Á myndinni með þeim eru börnin þeirra, Rakel og Daníel. 1. c4 Rf6 2. Rf3 e6 3. Rc3 b6 4. d4 Bb7 5. Bg5 h6 6. Bh4 Be7 7. Dc2 d6 8. e4 Rbd7 9. Be2 c5 10. d5 exd5 11. exd5 Rxd5 12. Rxd5 Bxh4 13. Rxh4 Dxh4 14. Rc7+ Ke7 15. Rxa8 Bxg2 16. Hg1 Bxa8 17. Hxg7 Re5 18. Dd2 Rg6 19. O-O-O Dg5 Staðan kom upp í fyrsta bikarmóti FIDE sem haldið var í Dubai. Etienne Bacrot (2649) hafði hvítt gegn Vassily Ivan- sjúk (2717). 20. f4! Dxf4 21. Hxf7+ Kxf7 21...Dxf7 gekk ekki upp vegna 22. Dxd6+ Ke8 23. Dd8#. Þrátt fyrir hetju- lega baráttu tókst svörtum ekki að halda stöðunni sam- an. 22. Hf1 Dxf1+ 23. Bxf1 Ke7 24. Bg2 Bxg2 25. Dxg2 Re5 26. Db7+ Rd7 27. De4+ Re5 28. Kc2 Hf8 29. Dh7+ Rf7 30. Kb3 Hb8 31. De4+ Kd7 32. Df3 Ke6 33. Dd5+ Ke7 34. Dc6 Hd8 35. De4+ Re5 36. Dh4+ Kd7 37. Dxh6 Kc6 38. Dg7 Hd7 39. Dg8 Kc7 40. h4 Hf7 41. h5 Hf3+ 42. Kc2 Hf2+ 43. Kd1 Hxb2 44. h6 Hf2 45. h7 Rf7 46. Df8 Hf1+ 47. Kc2 Hf2+ 48. Kb3 Hf3+ 49. Ka4 Hf4 50. Kb5 Kb7 51. De7+ Kc8 52. De8+ Kc7 53. Dc6+ Kd8 54. h8=D+ kákRxh8 55. Dxd6+ og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Með morgunkaffinu Við getum ekki búið hjá pabba og mömmu, því þau búa ennþá hjá afa og ömmu. Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval af blússum og síðum pilsum  Innilegt þakklæti til ykkar allra, sem glöddu mig á níræðisafmælinu mínu laugardaginn 18. maí með heimsóknum, blómum, gjöfum og skeytum. Einnig vil ég þakka dætrum mínum fyrir að gera mér þennan dag ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Valgerður Hannesdóttir. F ö g n u m s u m r i o g v e it u m 2 0 % a f s l . a f ö l l u m v ö r u m f im m t u d ., f ö s t u d . o g l a u g a r d . F u l l b ú ð a f n ý ju m v ö r u m Ég og þú Laugavegi 67, sími 551 2211  Sendi öllum þeim, sem glöddu mig með heim- sóknum, heillaóskum, gjöfum og blómum á 100 ára afmælisdegi mínum þann 11. maí sl., inni- legar þakkir. Guð blessi ykkur öll. Kristín Guðmundsdóttir frá Birgisvík, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Línurnar í lag Undirfataverslun, 1. hæð, Kringlunni, sími 553 7355 undirfataverslun Síðumúla 3-5 - Sími 553 7355 Opið mánudaga-föstudaga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15.        MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.