Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HALLDÓR Ásgrímssonutanríkisráðherra segirfundi sína með ísraelsk-um ráðamönnum í gær hafa verið mjög góða og markast af hreinskilni en Halldór hitti Moshe Katzav, forseta Ísraels, Ariel Shar- on forsætisráðherra og Shimon Per- es utanríkisráðherra auk nokkurra þingmanna á fyrsta degi heimsókn- ar sinnar til Miðausturlanda. „Ég hef að sjálfsögðu vottað sam- úð vegna þeirra atburða sem hér hafa átt sér stað. Í mínum huga er engin afsökun fyrir hryðjuverkum,“ sagði Halldór er blaðamaður Morg- unblaðsins ræddi við hann hér í Jerúsalem eftir fund hans með Sharon í gærkvöldi. „Það er alveg ljóst að fólk er djúpt snortið vegna þessara atburða.“ Ísraelsmenn segja lykilinn vera hjá Palestínumönnum Halldór segir að það sem hafi komið sér mest á óvart séu þær full- yrðingar sem alls staðar hafi komið fram að palestínskir ráðamenn geti stöðvað hryðjuverk ef þeir vilji og að þar sé lykilinn að lausn málsins að finna. Þetta hafi komið fram hjá forset- anum, forsætisráðherranum, hjá ut- anríkisráðherranum og í þinginu. „Þeir sögðust hafa þessar upplýs- ingar en lögðu þær ekki á borðið fyr- ir mig,“ sagði hann. „Þeir fullyrða þetta og ég hef í sjálfu sér heyrt það áður frá fulltrúum annarra ríkja að þeim finnist ekki hafa verið gert nóg af hálfu palestínskra yfirvalda. Það verður því fróðlegt fyrir mig að hlusta á hina hliðina á málinu.“ Halldór sagði ísraelska ráðamenn almennt viðurkenna að líf Palestínu- manna væri mjög erfitt og að það skapaði mikil vandamál. Þeir haldi Halldór Ásgrímsson telur lausn mála í Miðausturlönd Engin afsökun hryðjuverk Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hitti m.a. Shimon Pere ríkisráðherra Ísraels, í gær. Hann sagði fund þeirra hafa verið Morgunblaðið/Sigr Utanríkisráðherra ræddi við Moshe Katzav, forseta Ísraels, í Jer Jerúsalem. Morgunblaðið. HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra lýsti ánægju sinni yfir því að vera í Ísrael á blaðamanna- fundi sem haldinn var eftir há- degisverðarfund hans með Shim- on Peres, utanríkisráðherra Ísraels, í Jerúsalem í gær. Halldór sagði ástandið í Miðausturlöndum mikið hafa verið rætt um allan heim og að það ætti einnig við um Ísland þar sem það hefði bæði verið rætt á þingi og úti í þjóð- félaginu. Hann sagði því mikil- vægt fyrir sig að fá að kynnast landi og þjóð og ræða við ísr- aelska ráðamenn um ástand mála. Oft erfitt að vera vinur Ísraels Halldór lagði áherslu á að Ís- lendingar væru friðelskandi þjóð og benti á að hann væri einn af fáum varnarmálaráðherrum sem hefðu ekki yfir her að ráða. Þá sagði hann Íslendinga lengi hafa verið vini Ísraels en að þeim reyndist oft erfitt að skilja hvað væri að gerast í Miðaustur- löndum. Þannig hefðu þeir t.d. horft upp á hernaðaraðgerðir sem þeir skildu ekki, svo sem eyðileggingu heimila Palest- ínumanna og það að börnum væri meinað að komast í skóla og sjúk- um á sjúkrahús. Hann sagði að ekki væri alltaf auðvelt að vera vinur Ísraels og að vinir þyrftu stundum að spyrja vini sína erf- iðra spurninga til að skilja þá bet- ur. Peres svaraði því til að það væri ekki alltaf auðvelt að vera Ísraeli og að það væri að sjálf- sögðu ekki vilji Ísraela að koma í veg fyrir að börn kæmust í skóla og sjúkir á sjúkrahús, heldur væri þetta fyrst og fremst barátta gegn hryðjuverkamönnum og það hefði hann reynt að útský Halldóri. Vinstri- og hægrim gera mistök Þá sagðist Peres vera s það sem hann væri að rey gera innan ísraelsku ríkis arinnar þó að hann næði e af tilætluðum árangri. Ha bæði vinstri- og hægrimen ael vera að gera mistök. V menn teldu að nóg væri a yfir að þeir vildu frið og a myndu þeir fá frið. Hann hins vegar að friður næði nema meirihluti þjóðarinn frið og hann væri að reyn skapa aðstæður til að hæg Utanríkisráðherra á blaðamannafundi með Mikil- vægt að kynnast landi og þjóð Halldór Ásgrímsson ræddi við blaðamenn ásamt Sh INDLAND OG PAKISTAN Á landamærum Indlands og Pak-istans sitja milljón hermenngráir fyrir járnum. Spennan hefur verið að magnast á landamærun- um frá því að hryðjuverkamenn réðust inn í indverska þingið fyrir fimm mán- uðum og hafa yfirlýsingar leiðtoga ríkjanna vegna deilunnar um Kasmír verið með þeim hætti að beri eitthvað út af er erfitt að sjá hvernig afstýra megi styrjöld. Indverjar kenna pakistönsk- um yfirvöldum um árásina á þingið og krefjast þess að þeir stöðvi hryðju- verkamenn, sem berjast fyrir aðskiln- aði Kasmír frá Indlandi. Musharraf sagði í ræðu á mánudag að Pakistanar styddu það ekki að hryðjuverkamenn laumuðust frá Pakistan til Indlands og myndu aldrei leyfa útflutning á hryðju- verkum. Hins vegar væri herinn reiðubúinn til átaka ef indverski herinn léti til skarar skríða. Jaswanth Singh, utanríkisráðherra Indlands, sagði á þriðjudag að ummæli Musharrafs væru beinlínis hættuleg og hann hefði ekkert haft fram að færa til að draga úr spenn- unni milli ríkjanna. Indverjar og Pakistanar hafa tvisvar farið í stríð vegna deilunnar um Kasm- ír. Pakistanar hafa lítið amast við sam- tökum aðskilnaðarsinna, sem hafa rekið starfsemi frá Pakistan. Musharraf hef- ur upp á síðkastið hert aðgerðir gegn slíkum hópum og meðal annars bannað starfsemi þeirra. Fyrir því liggja ýmsar ástæður og ber þar ekki síst að nefna hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. sept- ember, samstarf Pakistana við Banda- ríkjamenn í herförinni í Afganistan og þátttöku í stríðinu gegn hryðjuverkum. Indverjar segja hins vegar að hryðju- verkamenn haldi áfram að ráðast gegn Indlandi en leiti skjóls í Pakistan. Erlendar ríkisstjórnir hafa lagt hart að Musharraf að stöðva hryðjuverka- starfsemi í landinu og um leið reynt að stilla til friðar milli ríkjanna, en ekki haft erindi sem erfiði. Nú síðast í gær skiptust herir ríkjanna á skotum og vörpuðu sprengjum. Ástandið er ekki síst alvarlegt vegna þess að bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum. Nú síðast á þriðjudag skutu Pakistanar á loft sprengiflaug, sem getur borið kjarna- odda. Indverjar hafa sagt að þeir myndu ekki nota kjarnorkuvopn að fyrra bragði. Pakistanar hafa hins veg- ar greint frá því í fjórum liðum undir hvaða kringumstæðum þeir gætu orðið fyrri til að beita kjarnorkuvopnum. Það gæti gerst ef Indverjar næðu hluta af Pakistan á sitt vald, indverska hernum tækist að eyða stórum hluta af herafla Pakistana, ef Indverjar græfu undan pólitískum stöðugleika í Pakistan og ef Indverjar gripu til viðskiptaþvingana, sem hertu verulega að pakistönsku efnahagslífi. Með því að segja að þeir gætu beitt kjarnorkuvopnum sínum undir þessum kringumstæðum eru Pak- istanar að reyna að fæla Indverja frá því að ráðast gegn sér. Indverjar vilja hins vegar sýna fram á að fælingar- máttur kjarnorkuherafla Pakistana haldi þeim ekki í spennitreyju. Þá gæti brotist út kjarnorkustyrjöld milli Indlands og Pakistans af vangá. Slík vopn gætu fallið í hendurnar á hryðjuverkamönnum eða þá að þeim yrði beitt fyrir slysni. Afdráttarlausan málflutning frammámanna í Indlandi og Pakistan má að hluta til rekja til þess að þeir eru að reyna að friðþægja herská öfl heima fyrir. Þegar á hólminn er komið getur hins vegar verið erfitt að gangast við því að yfirlýsingarnar hafi verið orðin tóm. Það verður að vinda ofan af spenn- unni milli Indverja og Pakistana áður en verra hlýst af. SKREF Í RÉTTA ÁTT Niðurstöður nýafstaðinna sveitar-stjórnarkosninga eru athyglis- verðar hvað jafnrétti kynjanna varðar. Hlutur kvenna í bæjar- og sveitar- stjórnum í þessum kosningum jókst um 4% frá síðustu kosningum, eða úr 28% í 32%. Þetta er ánægjuleg þróun og skref í rétta átt. Vissulega er þó enn langt í land til þess að konur í stjórnmálum endurspegli hlutfall þeirra í raunveru- leikanum. Ráðherraskipuð nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum setti það markmið í upphafi árs að hlutur kvenna í bæjar- og sveitarstjórnum yrði 40% að loknum kosningunum. Af því varð ekki þótt útkoman hafi nálgast markmiðið. Þegar litið er á hlut kvenna í bæjar- og sveitarstjórnum undanfarna áratugi kemur í ljós að ötult jafnréttisstarf hef- ur borið talsverðan árangur. Árið 1982 var hlutur kvenna í bæjar- og sveitar- stjórnum eingöngu rúm 12%. Á tuttugu árum hefur hlutur kvenna því marg- faldast og verða þær breytingar að telj- ast vísbending um að jákvæð þróun eigi sér stað. En þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun er augljóst að breytingar í jafn- réttismálum gerast hægt. Þróun kyn- bundins launamunar er dæmi um það. Í niðurstöðum Jafnréttisstofu, sem kynntar voru síðast liðið haust, kom fram að kynbundinn launamunur væri 12–14%. Þar kom einnig fram að miðað við þann árangur, sem náðst hefði í þessum málum á síðustu áratugum, myndi taka 114 ár að leiðrétta þann launamun karla og kvenna sem ein- göngu er bundinn við kynferði þeirra. Annað dæmi um hægfara þróun í jafnréttismálum er hlutur kvenna í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Í er- indi Eiríks Hilmarssonar aðstoðarhag- stofustjóra, sem hann hélt nýverið á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnu- rekstri, kom fram að í öllum atvinnu- greinum landsins gegndu konur fram- kvæmdastjórastarfi í aðeins 18% tilvika. Hann benti þó á ákveðnar vís- bendingar um að konur væru í vaxandi mæli að taka að sér fyrirsvar fyrir at- vinnurekstur. Konur væru fram- kvæmdastjórar í 22% fyrirtækja sem stofnuð voru á síðustu fimm árum en í 12% fyrirtækja sem stofnuð voru fyrir meira en 10 árum. Þessar upplýsingar um slaka stöðu kvenna í æðstu stöðum í atvinnulífinu koma heim og saman við stöðu þeirra í stjórnmálum. Á framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga nú voru konur í fyrsta sæti í 20% tilvika. Þær tölur sýna að þrátt fyrir aukna þátttöku kvenna í stjórnmálum, er enn tiltölu- lega fátítt að þær leiði stjórnmálaafl eða lista. Undantekning er 36 tilvik af 182 framboðslistum. Með áframhaldandi virkri umræðu um jafnréttismál mun bilið á milli kynjanna, bæði í stjórnunarstöðum og í stjórnmálum, að öllum líkindum fara lækkandi á komandi árum. Sífellt hærri tölur um þátttöku kvenna í stjórnmál- um og atvinnulífinu staðfesta að jafn- réttið nálgast smátt og smátt þótt þró- unin sé hægari en margir óska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.