Morgunblaðið - 30.05.2002, Side 26

Morgunblaðið - 30.05.2002, Side 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNVÖLD í Líbýu vísuðu í gær á bug, að þau hefðu boðist til að greiða aðstandendum þeirra, sem týndu lífi í Lockerbie-hryðjuverkinu, nærri 250 milljarða íslenskra króna í bætur. Samt telja flestir, að Líbýu- stjórn standi að baki því og vilji með því kanna viðbrögðin. Breskir og bandarískir embættis- menn og talsmenn aðstandenda þeirra, sem fórust er Pan Am-þota var sprengd upp yfir Lockerbie í Skotlandi 1988, skýrðu frá þessu í gær. Samkvæmt því er Líbýustjórn tilbúin til að greiða hverri fjölskyldu rúmar 900 millj. ísl. kr. í þremur áföngum eða eftir því sem refsiað- gerðum verði aflétt. Munu breskir og bandarískir embættismenn eiga fund með fulltrúum líbýskra stjórn- valda í London í næsta mánuði og líklegt er, að þá verði þetta mál rætt nánar. Í þremur áföngum Sagt er, að tilboðið sé um, að 40% skaðabótanna verði greidd þegar Sameinuðu þjóðirnar aflétti refsiað- gerðum gegn Líbýu og önnur 40% þegar Bandaríkjastjórn geri það einnig. Síðustu 20% verði síðan greidd þegar Bandaríkjamenn taki Líbýu af lista yfir hryðjuverkaríki. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar gefið í skyn, að engin breyting verði á afstöðunni til Líbýu á næstunni. Í janúar á síðasta ári var líbýski leyniþjónustumaðurinn Abdel Bass- et Ali al-Megrahi fundinn sekur um að hafa komið fyrir sprengju í Pan Am-þotunni og dæmdur í ævilangt fangelsi. Í yfirlýsingu Líbýustjórnar sagði, að þótt þessi mál hefði borið á góma í viðræðum Líbýumanna við lögfræð- inga aðstandenda þeirra, sem fórust, hefði það ekki komið inn á hennar borð. Líbýustjórn og hryðjuverkið í Lockerbie 1988 Gengst ekki við til- boði um skaðabætur Washington. AFP. OPINBERIR starfsmenn í Grikk- landi efndu í gær til sólarhring- sverkfalls um allt landið og kom sums staðar til átaka með þeim og lögreglunni. Urðu þau einna hörðust er um 200 starfsmenn hafnaryfirvalda í Piraeus reyndu að koma í veg fyrir, að fólk kæm- ist um borð í ferjurnar. Þrátt fyr- ir það tókst þremur ferjum að leggja úr höfn en urðu að skilja allmikið af bifreiðum eftir á hafn- arbakkanum. Verkföllin hafa einnig haft lamandi áhrif í flughöfnum og í sjúkraflutningum og á sjúkra- húsum var unnið með lágmarks- mannskap. Var boðað til verk- fallsins til að mótmæla fyrir- huguðum breytingum á vel- ferðarkerfinu. Reuters Verkfalls- átök í Grikklandi YFIRMENN bandarísku alríkis- lögreglunnar (FBI) leggja nú loka- hönd á endurskipulagningu stofn- unarinnar en meiningin er að einblína í ríkari mæli á að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir í fram- tíðinni. Felur þetta í sér að sett verður á laggirnar ný skrifstofa leyniþjónustumála og aukin áhersla verður lögð á miðstýringu rannsókna á vegum FBI, sem miða að því að handsama aðila sem hafa hryðjuverk í undirbúningi. Breytingar á starfsemi FBI eru tilkomnar m.a. vegna þeirrar gagnrýni sem á stofnuninni hefur dunið í kjölfar hryðjuverkaárás- arinnar á Bandaríkin 11. septem- ber sl. Síðast í gær fluttu fjöl- miðlar þar í landi fréttir af því hvernig FBI hefði klúðrað eftirliti með einstaklingum, sem taldir voru tengjast al-Qaeda, hryðju- verkasamtökum Osama bin Lad- ens, fyrir um tveimur árum. John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, og Robert Mueller, forstjóri FBI, kynntu breytingar á starfsemi FBI í gær- dag. Auk þess sem áður er upp- talið fela þær í sér aukið samstarf við leyniþjónustuna, CIA, og einn- ig verður ráðist í gagngerar end- urbætur á tölvukerfi stofnunarinn- ar. Þá er gert ráð fyrir því að ráða um 900 nýja fulltrúa til starfa hjá alríkislögreglunni um öll Banda- ríkin og er einkum stefnt að því að ráða tölvufróða menn, tungumála- fólk og vísindamenntaða einstak- linga. Þykir ljóst að breytingar á starfsemi FBI munu hafa óbein áhrif á líf almennra borgara í Bandaríkjunum, því með því að einskorða starf stofnunarinnar æ frekar við rannsóknir er tengjast hryðjuverkum þarf að færa við- brögð vegna annars konar glæpa til hins almenna lögregluliðs í hverju ríki fyrir sig. Bera yfir- menn lögreglunnar sig þó nú þeg- ar aumlega yfir þeirri ofgnótt verkefna sem á þeirra herðum lenda. FBI áfram með bankarán og hvítflibbaglæpi Mueller hefur áður sagt að lík- legt væri að mörg helstu verkefna alríkislögreglunnar eða FBI yrðu færð yfir til lögreglunnar en fulltrúar stofnunarinnar segja nú, að FBI muni áfram koma að rann- sóknum vegna bankarána, hvít- flibbaglæpa og eiturlyfjamála, samtímis því sem starfsmenn hennar einbeita sér fyrst og fremst að hryðjuverkavánni. Boða endurskipulagn- ingu á starfsemi FBI Brugðist við gagnrýni á FBI í kjölfar árásanna á Bandaríkin Washington. AP, The Washington Post. Reuters John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, ásamt Ro- bert Mueller, forstjóra FBI. DANSKA lögreglan ákvað í gær að kæra sænskan öku- mann tveggja hæða fólks- flutningabifreiðar, sem lenti í alvarlegu slysi við ferjulægið í Gedser í Danmörku í fyrra- dag. Kostað það fjóra menn lífið. Rútan var á leið til Svíþjóð- ar með 48 ellilífeyrisþega, ýmist fólk, sem býr í Bosníu, eða Svíar ættaðir þaðan. Er ökumaðurinn, þrítugur að aldri, einnig Bosníumaður en nú kominn með sænskan rík- isborgararétt. Verði hann fundinn sekur um vítavert kæruleysi á hann yfir höfði sér fjögurra mánaða fangels- isvist. Er rútan kom af ferjunni frá Þýskalandi til Gedser var henni ekið inn á ranga akrein, sem var sérstaklega fyrir fólksbíla, þótt leiðirnar, jafnt fyrir fólksbíla sem fólksflutn- ingabíla, væru rækilega merktar. Var rútunni síðan ekið undir skýlisþak á allt of miklum hraða og með þeim afleiðingum, að helmingur efri hæðarinnar rifnað af. Biðu fjórir menn á efri hæð bílsins bana en sjö voru klemmdir í brakinu þegar að var komið. Alvarlegt slys í Gedser í Danmörku Ökumaður ákærður fyrir gáleysi STÖÐUGUR hávaði í um- hverfinu getur valdið geðræn- um sjúkdómum og dregið úr námsárangri skólabarna, að sögn austurrískra vísinda- manna undir forystu dr. Pet- ers Lerchers við Innsbruck- háskóla. Í frétt BBC segir að stöðugt hávaðaáreiti geti vald- ið hegðunarvandamálum og einbeitingarskorti en ekki sé ljóst hvernig áreitið hafi áhrif á geðheilsuna. Sú tilgáta hafi verið sett fram að börn sem búi við mikinn umhverfishá- vaða heima fyrir læri smám saman að hunsa mörg venjuleg hljóð og þessi eiginleiki dragi úr getunni til að taka við fræðslu í tímum. Gerð var könnun á hegðun og árangri um 1.400 barna á aldrinum átta til ellefu ára í Týról-héraði, einnig voru börn- in spurð hve oft þau fyndu fyr- ir streitu, ótta og depurð og kannað hvort þau ættu erfitt með svefn. Fjölfarinn þjóðveg- ur liggur um svæðið og tengir suður- og norðurhluta lands- ins. Niðurstöðurnar benda til þess að hávaði hafi mikil áhrif á börnin og áhrifin vaxa í sam- ræmi við hávaðastigið. Dr. Mary Haines við Lund- únaháskóla sagði að ekki hefðu áður verið gerðar rannsóknir sem bentu til tengsla geð- rænna sjúkdóma við hávaða en niðurstöður Austurríkismanna bentu til þess að svo gæti ver- ið. Kannað hefði verið í Lond- on hvort hávaði frá Heathrow- flugvelli gæti valdið geðrænum kvillum og tengsl virtust vera fyrir hendi. Aðrar rannsóknir bentu á hinn bóginn ekki til slíkra tengsla. Hávaði slæmur fyrir geð- heilsuna?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.