Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 1
178. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 1. ÁGÚST 2002 SJÖ manns féllu og að minnsta kosti áttatíu særðust, margir alvarlega, í sprengjuárás á Hebreska háskólann í Jerúsalem í gær. Tveir hinna látnu voru ísraelskir en hinir fimm voru erlendir námsmenn, þar af ein bandarísk kona og einn franskur maður. Ekki hefur tekist að bera kennsl á hina þrjá. Að sögn lögreglu var ekki um sjálfsmorðsárás að ræða heldur var sprengjan skilin eftir í poka sem skilinn var eftir á borði í fjölsóttu mötuneyti háskólans og sprakk hún meðan fjöldi stúdenta sat að hádegisverði. Palestínsku Hamas-samtökin hafa lýst sprengingunni á hendur sér og segjast hafa gert árásina til að hefna fyrir loftárás Ísraelshers á Gaza- borg í síðastliðinni viku en þar féllu fjórtán Palestínumenn, þar af nokk- ur börn. Allt að sextíu sprengju- árásir í undirbúningi Embættismenn í Ísrael hafa af því áhyggjur að árásin í gær geti verið einungis sú fyrsta af mörgum, en yf- irmaður ísraelsku leyniþjónustunnar sagði ísraelska þinginu á þriðjudag að palestínsk hryðjuverkasamtök væru að undirbúa allt að sextíu sprengjuárásir á ísraelsk skotmörk. Útgöngubann var aftur sett á í palestínsku borginni Nablus á Vest- urbakkanum í kjölfar árásarinnar en því hafði verið aflétt fyrir fimm dög- um. Höfðu ísraelsk stjórnvöld lofað því fyrir nokkrum dögum að slaka á takmörkunum ýmiss konar á Vestur- bakkanum sem í gildi hafa verið frá í júní en hætt hefur verið við allar til- slakanir eftir árásirnar tvær í gær og í fyrradag. Þá sprengdi herinn upp sprengiefnaverksmiðju í Jenín. Palestínska heimastjórnin for- dæmdi árásina, sem er önnur sprengjuárásin á tveimur dögum, en sagði forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, bera ábyrgð á „þessum víta- hring ofbeldis“. Talsmaður Banda- ríkjaforseta fordæmdi árásina harkalega. „Þessi hryðjuverkaárás undirstrikar nauðsyn þess að Palest- ínumenn og leiðtogar þeirra grípi til aðgerða til að stöðva hryðjuverk svo möguleiki sé á því að friður ríki í Mið-Austurlöndum.“ Mikið var að gera í mötuneytinu þegar sprengjan sprakk, enda marg- ir stúdentar að taka próf á þessum tíma. Þá stunda margir erlendir skiptinemar nám við háskólann á sumrin. Samtals stunda um 23.000 manns nám við háskólann og af þeim eru 4.600 arabar. Er mötuneytið ein- mitt þekkt fyrir að vera einn af fáum stöðum í Ísrael þar sem gyðingar og arabar eiga friðsamleg samskipti. „Ég mun aldrei skilja af hverju þeir réðust á stað eins og þennan,“ sagði Alastair Goldrein, breskur skipti- nemi. „Það eru engir hermenn hérna og engar byssur, bara ungt fólk að borða matinn sinn.“ Sjö falla og að minnsta kosti 80 særast í sprengjutilræði í Jerúsalem Óttast öldu sprengjuárása AP Ísraelskir hjálparstarfsmenn hlaupa með særðan mann í burt frá mötu- neyti Hebreska háskólans þar sem sprengjan sprakk í gær. Jerúsalem. AP, AFP. TIL óeirða kom í gær í Caracas, höfuðborg Venesúela, fyrir fram- an byggingu hæstaréttar landsins, en fyrir dómstólnum er verið að reka mál á hendur fjórum herfor- ingjum sem sakaðir eru um land- ráð. Á myndinni sjást nokkrir mótmælendur, sem tilheyra stjórn- arandstöðunni í Venesúela, brjót- ast í gegnum varnarvegg óeirða- lögreglu. Lögreglan þurfti að beita táragasi til að dreifa mót- mælendunum og skutu lögreglu- menn af vopnum sínum upp í loft- ið. AP Óeirðir í Venesúela UTANRÍKISMÁLANEFND öld- ungadeildar Bandaríkjaþings hóf í gær umræður um hugsanlegar hern- aðaraðgerðir Bandaríkjanna gegn Írak. Svöruðu sérfræðingar á sviði utanríkis-, öryggis- og varnarmála spurningum nefndarmanna um stefnu Bandaríkjastjórnar, stjórn- málaástandið í Írak og aðgengi Sadd- ams Husseins Íraksforseta að ger- eyðingarvopnum. Vitnaleiðslurnar, sem halda eiga áfram í dag, eru fyrsta opinbera umræðan um málið í Bandaríkjunum. Sumir þingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi eru teknir að draga í efa að ríkisstjórn landsins undirbúi hugsanlega árás á Írak nógu vel. Þrýsta þeir nú á George W. Bush for- seta og stjórn hans að birta sannfær- andi mat á þeirri hættu sem af Írak stafi, þeirri áhættu sem möguleg inn- rás hafi í för með sér og því hvers krafist verði af Bandaríkjunum eftir að stríðið hafi verið háð. Formaður utanríkismálanefndar- innar, demókratinn Joseph Biden, sagði að bera þyrfti saman afleiðing- ar innrásar við afleiðingar þess að fara ekki með vopnavaldi gegn stjórn Saddams forseta. Repúblikaninn Dick Lugar tók undir með honum og sagði að huga þyrfti af alvöru að af- leiðingum hugsanlegra átaka og hvað koma skyldi að þeim loknum. Anthony Cordesman, sérfræðing- ur á sviði varnarmála, varaði nefnd- armenn við því að vanmeta hernaðar- mátt Íraka. „Það er ekki hægt að hunsa þennan her.“ Cordesman sagði það einnig mikilvægt að tryggja sam- vinnu bandamanna Bandaríkjanna á svæðinu, sérstaklega Tyrklands og Sádí-Arabíu. „Það er mjög alvarlegt ef við getum ekki flogið um sádí-ar- abíska lofthelgi,“ sagði hann, en stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafa lagst gegn innrás í Írak og segja stjórn- unarhætti yfirvalda í Bagdad vera íraskt innanríkismál. Töluverður ágreiningur hefur ver- ið innan bandarísku stjórnarinnar um Írak, en þingmenn og stjórnmála- skýrendur leggja nú æ meiri áherslu á að umræðan verði að breytast og fara fram fyrir opnum tjöldum. Lee Hamilton, fyrrverandi for- maður utanríkismálanefndar full- trúadeildarinnar, segir að „miðað við umfang og mikilvægi verkefnisins hafi merkilega lítil umræða verið um það“. Fræða verður almenning Fleiri þingmenn hafa tekið í sama streng. Chuck Hagel, sem situr í ut- anríkismálanefnd öldungadeildar- innar, segir að slíka umræðu hafi ein- mitt vantað um stríðið í Víetnam á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Sér- fræðingar benda á að verði banda- rísku þjóðinni ekki gerð full grein fyrir því hvað felist í hugsanlegum hernaðaraðgerðum í Írak, sérstak- lega hættunni sem felist í mögulegri beitingu íraskra sýkla- og efnavopna, geti það haft alvarlegar afleiðingar. Verði meira mannfall í stríðinu en þjóðin hafi upphaflega búist við geti almenningsálitið snúist gegn herför- inni eins og gerðist í Víetnamstríð- inu. Þrýst á Bush að opna umræðuna Washington. AP, Los Angeles Times, Washington Post. Bandaríkjaþing ræðir Írak TYRKNESKA þingið samþykkti í gær að boða til kosninga í nóv- ember, og voru allir flokkar þar á einu máli, en forsætisráð- herrann, Bulent Ecevit, eindreg- ið andvígur. Kjörtímabilinu lýkur ekki fyrr en í apríl á næsta ári, en 449 þingmenn af 550 greiddu atkvæði með tillögunni. Þrír sátu hjá. Ecevit hefur ítrekað, en án ár- angurs, reynt að koma í veg fyrir að boðað verði til kosninga áður en kjörtímabilinu lýkur, og hefur fullyrt að slíkt muni hafa alvar- legar afleiðingar fyrir efnahags- lífið, sem er í miklum kröggum, og að kosningar gætu ógnað ver- aldlegu stjórnkerfi landsins, sem er að mestu byggt múslímum. Ecevit samþykkti með semingi að boða kosningar í nóvember eftir að samsteypustjórn hans missti þingmeirihluta sinn þegar fjöldi þingmanna flokks hans, Lýðræðislega vinstriflokksins, yfirgaf flokkinn, en síðan hefur Ecevit bartist hatrammlega gegn því að af kosningaboðuninni verði. Tyrkneska löggjafarþingið Kosið í nóvember Ankara. AFP. HAGTÖLUR sem birtar voru í dag sýna að hægt hefur á hagvexti í Bandaríkjunum og að samdráttur- inn í fyrra var alvarlegri en áður var talið. Verg þjóðarframleiðsla jókst um 1,1% á öðrum fjórðungi fjárlaga- ársins, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins, en það er helmingi minni vöxtur en hagfræðingar höfðu spáð. Megin- ástæða samdráttarins er sögð vera minnkandi neysla og samdráttur í verslun. Jafnframt birti ráðuneytið árlegt endurmat á tölum fyrir verga þjóð- arframleiðslu allt aftur til ársins 1999 og samkvæmt þeim hófst sam- drátturinn fyrr, var meiri og varði lengur en talið hefur verið. Þrátt fyrir þessar fréttir hækkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 54,28 stig eða 0,64% og er nú 8.734,31 stig. Nasdaq-vísitalan lækk- aði aftur á móti um 16 stig eða 1,19% og er nú 1.328,19 stig. Bandaríkin Hægt hefur á hagvexti Washington. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.