Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÁ, HÚN fer að skella á þessi mesta ferðahelgi sumarsins og kveður þá víða við spurningin: „Hvert á að fara um helgina?“ Morgunblaðið kynnti sér helstu dagskrárliði á sex stærstu hátíðum helgarinnar. Ein með öllu / Akureyri Það er áhugamannafélagið Vinir Ak- ureyrar sem stendur fyrir „Einni með öllu“ sem skipulögð er af kynn- ingarþjónustunni Fremri. „Ein með öllu“ er fjölskylduhátíð sem fram fer í hjarta Akureyrar. Sem vant er á fjölskylduhátíðum er reynt að hafa dagskrána sem fjöl- breyttasta svo ungir sem aldnir geti þar fundið eitthvað við sitt hæfi. Ak- ureyri býður upp á margbreytilega dagskrá, til að mynda trúða, töfra- menn, brúðuleikhús og ratleik. Tívolí UK verður á staðnum og hægt verð- ur að leigja sér körtubíla og sjóskíði og bregða sér í „paintball“. Þær hljómsveitir sem skemmta munu gestum og bæjarbúum eru ekki af lakara taginu og má þar nefna Sálina hans Jóns míns, SSSól, Hljóma, Dúndurfréttir og Úlfana auk þess sem hljómsveitin Gis & The Big City frá Los Angeles sér fyrir rísandi „kántrí“-stemmingu. Þá eru ótaldir allir þeir möguleikar til afþreyingar og skemmtunar sem að jafnaði standa til boða á Akureyri allt sum- arið. Haraldur Ingólfsson, starfsmaður hjá Fremri, segir gesti ekki þurfa að greiða aðgangseyri þegar komið er til Akureyrar né á dagskrá Ráðhús- torgsins, en starfmenn skemmti- staða muni trúlega rukka eitthvað inn á stærri böll á kvöldin. Galtalækur Síðastliðin 35 ár hefur myndast sterk hefð fyrir útihátíð í Galtalækjarskógi um verslunarmannahelgina og verð- ur helgin í ár þar engin undantekn- ing. Það eru hinir einu sönnu Stuð- menn sem munu leiða hátíðina í ár, en ásamt þeim munu koma fram hljómsveitirnar Í svörtum fötum, XXX Rottweilerhundar og Botnleðja auk Jóns Gnarr, Helgu Brögu, Diddú og Álftagerðisbræðrum svo fátt eitt sé nefnt. Einnig býðst hátíð- argestum að taka þátt í poppmessu, barnadansleikjum og harmonikku- böllum og fylgjast með flugeldasýn- ingu, varðeldi, trúðum og hinum ýmsu furðuverum. Sem fyrr verður lögð áhersla á vímulausa skemmtun fyrir fjöl- skyldumeðlimi á öllum aldri. Börn yngri en 12 ára fá ókeypis inn á svæðið, 13-15 ára greiða 5.000 krónur og 16 ára og eldri 5.800 krón- ur í forsölu. Kántríhátíð á Skagaströnd Fjölskylduhátíðin á Skagaströnd fer sem fyrr fram undir formerkjum „kántrí“-tónlistarinnar þó að dag- skráin á hátíðinni sé hin fjölbreytt- asta. Fjöldi hljómsveita og tónlistar- manna mun koma fram á hátíðinni og nægir þar að nefna Ber, Big City frá Bandaríkjunum, hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar, hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, Björgvin Halldórsson, Helgu Möller, Johnny King og Heru Björk, að ógleymdum Hallbirni sjálfum Hjartarsyni. „Gospel“-messa, „kántrí“-dansar og fjölbreytt barnadagskrá mun einnig seta svip sinn á hátíðina. Sigurður Sigurðarson, fram- kvæmdastjóri Kántríhátíðar, segir aðgangseyri á hátíðina vera 3.900 krónur fyrir fólk eldra en 12 ára, en fjölskyldufólk greiði ekki fyrir nema eitt barna sinna yfir 12 ára aldri. Neistaflug í Neskaupstað Neistaflugið hefur verið haldið í Neskaupstað síðan árið 1993 og er þetta því í tíunda sinn sem blásið verður til hátíðarinnar. Það er Blús-, rokk- og jazzklúbburinn á Nesi sem hefur veg og vanda af skipulagi há- tíðarinnar. Sem fyrr er það fjölskyldan sem verður í fyrirrúmi á Neistaflugi, að sögn Sævars Jökuls Solheim, annars skipuleggjenda hátíðarinnar. Hljómsveitirnar Írafár, Manna- korn og Í svörtum fötum sjá um tón- listarflutning á hátíðinni sem mun sem fyrr fara fram undir öruggri handleiðslu Gunna og Felix. Þeir Pétur Pókus, Karíus og Baktus og Jóhannes eftirherma mæta á svæðið, en einnig verður boðið upp á fasta liði frá fyrri árum, til dæmis Barðar- neshlaupið, blak- og golfmót, úti- dansleik, leiktæki, dorgkeppni, brunaslöngufótbolta, varðeld, brekkusöng og flugeldasýningu svo fátt eitt sé nefnt. Aðgangur er ókeypis á svæðið og sömuleiðis tjaldstæðin og ætti það að gera það að verkum að hátíðin verði öllum aðgengileg. Síldarævintýri á Siglufirði Verslunarmannahelgarhátíðin á Siglufirði, sem kennd er við síldina, var fyrst haldin árið 1991. Fjölbreytt dagskrá verður í boði á Siglufirði og ættu allir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Hljómsveitirnar Íslendingar, Von og Flauel leika öll kvöldin ásamt fleirum og skemmtikraftarnir Laddi, Pálmi Gestsson, Halldóra Geirharðs- dóttir, Þórunn Lárusdóttir og Stefán Karl Stefánsson sjá um að kitla hlát- urtaugarnar. Hestaleiga, bátsferðir, barnaböll og eftirhermur eru einnig hluti af dagskránni. Síldarminjasafn- ið verður opið alla helgina og lista- konan Halla Har verður með gler- og myndlistarsýningu. Að sögn Brynjars Sindra Sigurð- arsonar, framkvæmdastjóra Síldar- ævintýris, er hátíðin fyrst og fremst fjölskylduhátíð og miðast dagskráin við að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Enginn aðgangseyrir er á Síldarævintýrið. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Þjóðhátíðin í Eyjum er í huga margra hápunktur sumarsins og hafa meðal annars verið opnaðar ófá- ar heimasíður spenntra gesta, þar sem taldar eru niður mínúturnar þar til þjóðhátíðin brestur á. Að vanda skartar hátíðin rjóma ís- lenskra hljómsveita og þetta árið munu leika fyrir dansi Á móti sól, Í svörtum fötum, Hljómar, Írafár og Land og synir, en það er einmitt söngvari Lands og sona, Hreimur, sem á heiðurinn af þjóðhátíðarlaginu í ár. Kvöldvökur verða haldnar öll kvöldin þar sem fram munu koma Jón Gnarr, Daysleeper og Opus 2002. Börnin verða að sjálfsögðu ekki skilin útundan en Brúðubíllinn, Venni töframaður, Kiðlingarnir og Söngvakeppni barnanna sjá til þess að hafa ofan af fyrir þeim. Verslunarmannahelgin Hinir síungu og sívinsælu Stuðmenn láta sig ekki vanta í Galtalæk. Helga Braga Jónsdóttir skemmti Akureyringum á síðasta ári. birta@mbl.is Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára Vit 400 Sandra Bullock í spennumynd sem tekur þig heljartaki!  kvikmyndir.is HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 398 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 406 SÍMI 588-0800 KRINGLAN www.sambioin.is Sýnd kl. 4. Vit nr. 370. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6. Vit 393. Sýnd kl. 10. B.i. 14. Vit 393. Þau hafa 45 mínútur til að bjarga heiminum. En þau þurfa 46 mínútur Fyndnasta myndin í bænum í dag frá Barry Sonnenfeld, leikstjóra Get Shorty. Með topp leikurum í öllum hlutverkum, þar á meðal Johnny Knoxville úr sjónvarpsþáttunum JackAss. Þessi mynd mun koma þér skemmtilega á óvart, ekki missa af henni!  Kvikmyndir.is  DV S ag a u m s tr ák 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2 23 þúsund áhorfendur www.sambioin.is Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Hið yfirnáttúrulega mun gerast. 1/2 Kvikmyndir.is Kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson Ugla Egilsdóttir vann tilverðlauna á dögunum sem besta aðalleikona. Aðrir leikarar: Margrét Vilhjálmsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Kristbjorg Kjeld ofl i i l il i il l ll i . i l i : il j l i , il i , i j j l l Sýnd kl. 6.Sýnd kl. kl. 6 og 8. Með íslensku tali. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10. B.i. 16 ára.  SG DV  DV  HL. MBL Með hinum frábæra Frankie Muniz úr „Malcolm in the Middle“ Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8. RICHARD GERE LAURA LINNEY  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10. B. i. 16. 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.50, 8 og 10. m ávah lá tur vegna fjölda áskorana.  Kvikmyndir.is  DV Reiðnámskeið fyrir 10-15 ára. Allt um hesta og hestamennsku. Dvalið er í 6 daga heimavist. Hestbak alla daga, kvöldvaka, sund, borðtennis, ratleikur þrautareið og margt fleira! Upplýsingar og bókanir í síma 486 4444. Næsta námskeið er frá 6.—11. ágúst. www.vortex.is/reidskoli/ Reiðskólinn Hrauni - þar sem hestamennskan hefst. Reiðskólinn á Hrauni, Grímsnesi Moggabúðin Derhúfa, aðeins 800 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.