Morgunblaðið - 01.08.2002, Síða 38

Morgunblaðið - 01.08.2002, Síða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ um verslunarmannahelgina Allir vegir liggja á Kirkjubæjarklaustur Ferðamálafélag Skaftárhrepps Fjölskylduhátíð á Kirkjubæjarklaustri j l l í i j j l i Meðal dagskrárliða verða: Sundlaug • Golfvöll • Veitingastaði Ferðaþjónustu • Veiði • Náttúrufegurð Og svo er oftast gott veður hjá okkur Á staðnum er að finna Frítt inn á svæðið Frásögn um klausturrústirnar við kapelluna á laugard. kl 13.30 Andlitsmálun • Hjólreiðaþrautir • Trúður mætir á svæðið Húlahúlakeppni • Stultuganga • Hesar Varðeldur • Brekkusöngur • Flugeldar • o.fl. Á laugardagskvöld verður haldinn dansleikur með hljómsveitinni Sixties. Fjölskyldudansleikur með sömu hljómsveit á sunnudag Á sunnudag klukkan 14.00 Guðsþjónusta í bænhúsinu að Núpsstað UNDIRRITAÐUR dvaldi í sumarleyfi á Hallormsstað um miðj- an júlí með fjölskyldu og naut þar gestrisni að vanda. Skógræktin efndi til gönguferðar undir Hallormsstaða- bjarg og hátt í hundr- að manns gekk um Hóla og Bjargsels- botna. Þetta voru sól- arlitlir dagar en logn- værir og það stafaði í Lagarfljót flesta morgna. Slíkum dög- um fer nú fækkandi ef fram fer sem horfir. Yfirvöld landsins hafa ákveðið að veita skuli Jökulsá á Dal, korgugasta vatnsfalli landsins aust- ur í Lagarfljót. Sérfræðingum sem kvaddir voru til að skoða þennan ál- kokteil í fyrra bar saman um að lit- ur fljótsins yrði ekki samur og fyrr, vatnið myndi dökkna og gagnsæi þess og líf minnka til muna. Sam- veita stórfljóta eins og þarna er ráð- gerð á sér engan líka hérlendis eða í Vestur-Evrópu og fjöldi Austfirð- inga og annarra landsmanna hefur mótmælt þessum ráðagerðum. Alcoa hleypur í skarðið Norsk Hydro hafði verið að skoða þetta mál í fjögur ár með stjórn- völdum en leist ekki á blikuna og dró við sig að bíta á öngulinn, þótt freistandi orkuverð væri í boði. Talsmenn íslenskra lífeyrissjóða, sem ætlað var að leggja í púkkið með illu eða góðu, voru heldur ekki fljótir til að leggja sig undir í þessu máli. Þá brá ríkisstjórnin á það ráð að hóa í stærsta álframleiðanda heims, Alcoa, sem samkvæmt frétt- um lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna þegar umhverfismál eru annars vegar, og bauð auðfélaginu Kárahnjúkavirkjun til afnota fyrir ennþá lægra verð en Norsk Hydro átti kost á. Báðum fyrirtækjunum stendur til boða endurgjaldslaust að losa gróðurhúsalofttegundir frá ál- verinu, að ekki sé talað um aðra mengun. Af ummælum John Pizz- eys, aðstoðarforstjóra Alcoa, í fjöl- miðlum hérlendis mætti halda að honum hafi af stjórnvöldum og Landsvirkjun verið skýrt rangt frá umhverfisáhrifum þessa stóriðju- verkefnis og þeirri víðtæku og mál- efnalegu andstöðu sem hér hefur verið gegn Kárahnjúkavirkjun. Óverjandi röskun Landsvirkjun hefur eins og flest önnur stórfyrirtæki reynt að bæta ímynd sína að því er umhverfisáhrif framkvæmda varðar. Í þessu skyni hefur fyrirtækið á undanförnum ár- um veitt verulegt fjármagn til að freista þess að kaupa sér velvild al- mennings, stofnana og félagasam- taka, oft á mörkum þess sem siðlegt getur talist. Á þessu sviði eins og mörgum öðrum er varða fjármála- umsvif vantar bindandi reglur og aðhald. Nú bregður hins vegar svo við að Landsvirkjun hefur í einu vetfangi kastað frá sér þeirri ímynd sem forysta fyrirtækisins hefur reynt að byggja upp. Ákvörðunin um að ráðast í framkvæmdir á Snæ- fellsöræfum nú síðsumars án þess að nokkrir samningar liggi fyrir við Alcoa um raforkukaup og byggingu álverksmiðju eru óverjandi hvernig sem á málið er litið. Með því er ekki aðeins stofnað til mikillar röskunar á viðkvæmu víðerni og náttúruminj- um heldur jafnframt verið að veikja til muna samningsstöðu sem var þó afleit fyrir. Skýringarnar sem fram eru reiddar til réttlætingar þessu háttalagi eru þær, að verið sé að „...halda í þann möguleika að raf- orka verði tiltæk fyrir álverið snemma árs 2007 eða fyrr,“ eins og stendur í nýgerðri viljayfirlýs- ingu aðila. Þeir sem þetta setja á blað bera ekki mikla virðingu fyrir dómgreind al- mennings. Leyndin um samn- ingaforsendur Það er fleira ein- stakt við viljayfirlýs- inguna frá 19. júlí. Drjúgur hluti þessa plaggs fjallar um að halda leynd yfir þeirri vinnu sem framundan er milli málsaðila. Til þess dugir ekki minna en heil blað- síða og átta stafliðir undir fyrir- sögninni „trúnaður“. Mér er til efs að nokkuð þessu líkt hafi sést hér við samningagerð áður og liggur greinilega mikið við. Upphafið hljóðar svo: „Til að takast á hendur að vinna að þeim málefnum sem um ræðir í yfirlýsingu þessari hafa aðilar óskað eftir og munu óska eftir hver af öðr- um, og hafa veitt og munu veita hver öðrum, tilteknar óopinberar trúnaðar- og/eða einkaupplýsingar („upplýsingarnar“) sem þeir skiptast á í góðri trú að því marki sem efnið er tiltækt eða aðgengilegt þeim aðila sem um ræðir án skuld- bindinga um trúnað gagnvart þriðju aðilum ...“ . Forsendurnar sem síðan eru raktar eiga að tryggja að sem flestu í samningaviðræðunum verði haldið undir lás og slá með gagnkvæmu neitunarvaldi um upplýsingagjöf. Alvaran á bak við Fullkomin óvissa ríkir eftir sem áður um lyktir þeirra viðræðna sem nú eru hafnar við Alcoa. Því miður hafa íslensk stjórnvöld sett sig þar í stöðu sem minnir á mús undir fjala- ketti. Alvarlegust af öllu er þó sú náttúrufarsröskun í byggðum og óbyggðum Austurlands sem leiða myndi af framkvæmdum stóriðju- verkefnisins. Mat á umhverfisáhrif- um Kárahnjúkavirkjunar leiddi í ljós að virkjunin myndi valda gíf- urlegum óafturkræfum umhverfis- spjöllum á hálendinu. Pólitískur úr- skurður umhverfisráðherra breytir þar engu um. Svonefndar mótvæg- isaðgerðir vegna áfoks úr Hálslóni gætu gert illt verra. Áhrifin í byggð eru ekki síður kvíðvænleg, þar á meðal af tröllauknum raflínum sem lagðar yrðu um Fljótsdal, Skriðdal og botn Reyðarfjarðar og heiðarnar þar á milli. Fyrir austfirskt sam- félag er jafnframt stefnt að koll- steypu sem enginn sér fyrir endann á. Lífríki og litur Lagarfljóts þykja ef til vill léttvæg gæði á skamm- sýnan mælikvarða þeirra sem nú sitja að völdum. Þeir hinir sömu hefðu þó gott af að staldra við og líta einn sumarmorgun í spegil fljótsins og hugsa sitt ráð áður en það er um seinan. Alcoa og óverjandi náttúruspjöll Hjörleifur Guttormsson Höfundur er fyrrverandi alþingis- maður og ráðherra. Náttúruvernd Því miður hafa íslensk stjórnvöld sett sig í málefnum Alcoa, segir Hjörleifur Guttormsson, í stöðu sem minnir á mús undir fjalaketti. EKKI er vitað til þess að annars staðar á Norðurlöndum en hér hafi verið gerð til- raun til þess að yf- irtaka sparisjóð án samráðs og samstarfs við stjórn viðkomandi sjóðs. Það er fyrir neðan allar hellur að Búnaðarbankinn sem er í meirihlutaeigu ríkisins skuli reyna slíka yfirtöku þvert gegn vilja Alþingis og anda laga um við- skiptabanka og spari- sjóði. Hver á að bera virðingu fyrir lögun- um ef ríkið gerir það ekki? Sömu- leiðis er það ámælisvert að minni hyggju að ekki er einu sinni haft fyrir því að leita eftir viðhorfi starfsmanna, sem eiga þó augljós- lega mikilla hagsmuna að gæta varðandi eigin framtíð. Stofnfjárbréf í sparisjóði verða ekki seld nema með samþykki sparisjóðsstjórnar. Þetta ákvæði í lögum gerir það alveg ljóst að yf- irtaka á sparisjóði fer ekki fram nema í samstarfi við stjórn sem er skylt að gæta hagsmuna spari- sjóðsins og viðskiptavina hans. Bæði Íslandsbanki og Landsbanki virðast hafa áttað sig á þessari grundvallarstaðreynd og vilja eiga vinsamlegar viðræður við spari- sjóðsstjórnir um möguleika á sam- starfi eða samruna. Mikilvægt byggðahlutverk Sparisjóðirnir í landinu eru 24 og gegna þeir mikilvægu hlutverki á landsbyggðinni. Meðan aðrar fjármálastofnanir hafa hopað og dregið úr þjónustu sinni í byggð- um landsins hafa sparisjóðirnir í aukn- um mæli komið inn í dæmið. Kannanir hafa sýnt ár eftir ár að sparisjóðirnir eru með ánægðustu viðskipta- vinina, enda hefur þeim víða vegnað vel á liðnum árum og þeir hafa lagt fram sinn skerf til samfélagsins með styrkjum til menningar- og líknar- mála. Yfirtaka viðskipta- banka á einhverjum af hinum öflugri sparisjóðum landsins setur samstarf sparisjóðanna í uppnám. Þeir eiga samstarf um Sparisjóðabankann, sem er þeirra „seðlabanki“, Tölvumiðstöð spari- sjóðanna, sem heldur utan um við- skipti og upplýsingar, og ýmis dótturfyrirtæki. Þegar óskyldur aðili brýst inn í þetta nána trún- aðarsamstarf, má líkja við að minkur hafi smogið inn í hænsnabúið. Enda er ekkert of- mælt þegar sagt er að framtíð sparisjóðakerfisins og sparisjóð- anna í landinu sé í húfi. Smærri sparisjóðir út um land munu ekki hafa bolmagn til þess að standa undir samstarfskerfi sparisjóðanna verði stærri sparisjóðirnir keyptir upp af viðskiptabönkunum. Það yrði enn ein blóðtaka fyrir lands- byggðina. Nýr gjafakvóti? Morgunblaðið hefur vakið at- hygli á því í leiðara „að verið sé að bjóða stofnfjáreigendum að selja það sem þeir hefðu aldrei keypt“ þegar falast er eftir stofnfjárbréf- um þeirra á margföldu verði. Þetta sé gert til þess ná yfirráðum yfir eigin fé sparisjóðanna sem safnast hefur upp á áratugum og er skil- greint sem samfélagseign sé spari- sjóði slitið. Hér sé í uppsiglingu nýr gjafakvóti. Alvara þessa máls er mikil og því verður ekki trúað að viðskiptaráðherra og Fjármála- eftirlitið heimili það að hér verði til nýr gjafakvóti án þess að Al- þingi fái tækifæri til þess að árétta vilja sinn og gera lagafyrirmæli ótvíræð. Augljóst er að verið er að nota löggjöfina til annars en skyldi og beita henni á aðstæður sem ekki var gert ráð fyrir að gætu komið upp. Ráðherrar á hálum ís Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem prédika afskiptaleysi þegar framtíð sparisjóðanna er í húfi, þótt íhlutunarsamir séu um önnur bankamál, eru á hálum ís. Það ætti fremur að vera keppikefli þeirra að hlutast til um að Alþingi fái tækifæri til þess að fjalla á ný um málefni sparisjóðanna áður en þeim verður útrýmt á gráu svæði laga og réttar í sumarfríi löggjaf- ans. Það var aldrei vilji Alþingis að opna leið til að stóru fjármála- stofnanirnar gætu tínt upp spari- sjóðina, og innbyrt þá með manni og mús. Landsbyggðin má ekki við því að tapa þessum mikilvægu stoðum sínum. Gegn lands- byggðinni á gráu svæði Gísli S. Einarsson Sparisjóðir Alþingi fái tækifæri til þess að fjalla um málefni sparisjóða, segir Gísli S. Einarsson, áður en þeim verður útrýmt á gráu svæði laga og réttar í sumarfríi löggjafans. Höfundur er alþingismaður Sam- fylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.