Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Lífið er mér Krist- ur,“ skrifar Páll post- uli undir lok ævi sinn- ar (Filippíbr. 1:21). Þau orð eru viðeigandi yfirskrift þegar kvaddur er heiðursmaðurinn Benedikt Arnkelsson. Ekki vegna þess eins hve lengi hann var er- indreki Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga heldur enn fremur vegna þess að lengst af ævinnar snerist allt líf hans um að boða og breiða út kristna trú í orði og í verki. „Af náð – fyrir trú“ var megin- inntak prédikunar hans og áherslan lögð á einfaldleika fagnaðarerind- isins. Sjálfur lifði Benni í samræmi við það sem hann boðaði. Hann var nýt- inn og nægjusamur, vandlátur og vandvirkur, stálheiðarlegur en nær- gætinn. Vissulega hvíldi engin leynd yfir skoðunum hans og eng- um gat dulist hvar hann stóð. Eng- inn hefur tekið mig eins rækilega í gegn eftir ræðu sem ég hélt – en fá- ir heldur veitt meiri uppörvun. Aldrei bar á því að hann erfði neitt það sem út af bar í samskiptum við aðra og baktal var fyrir neðan hans virðingu. Þegar litið er yfir æviferil Bene- dikts sést hve margt var á hans könnu. Hann prédikaði og kynnti kristniboðið á fundum og samkom- um, skrifaði og þýddi greinar og bækur, var albesti prófarkalesari sem völ var á, lék á píanó undir al- mennan söng þegar öðrum var ekki til að dreifa, starfaði í sumarbúðum KFUM áratugum saman – og er þó fráleitt allt upptalið. KFUM var félagið hans og þar var Benni góður og virkur liðsmað- ur þar sem á þurfti að halda. Í Kaldárseli var hann á heima- velli og unun að fylgjast með því hve vel hann náði til drengjanna þar. Reyndar hafa sagt mér prestar úti á landi að með börnunum hafi Benedikt notið sín best, hrifið þau með sér í frásögn í máli og mynd- um. Veit ég reyndar að framundir það síðasta var óskað eftir heim- sókn hans í skóla hér í borg til að kynna málefni kristniboðsins – af því að hann náði svo einstaklega vel til barnanna. Lykillinn að því hefur áreiðanlega verið sú vitund Benna að fyrir Guði erum við öll jöfn, óháð aldri og kyni, stétt og stöðu; þess vegna mætti hann börnunum á þann hátt sem þau náðu og með- tóku. Ekki er hægt að kveðja Benna án þess að nefna Sverri bróður hans. Þeir voru saman í móðurlífi og fylgdust að á vegferð lífsins sbr. orðin góðu í 133. Davíðssálmi. Nú eru þeir aðskildir um stund en munu aftur mætast í eilífri dýrð Drottins. „Lífið er mér Kristur,“ skrifar Páll en bætir við: „og dauðinn ávinningur.“ Dauðinn er ávinningur þess sem kveður þennan heim til að losna frá þjáningu og böli en geng- ur inn í himin Guðs, þangað sem upprisa frelsarans opnar okkur leið. Guð blessi minningu Benedikts Arnkelssonar og ávöxt verka hans í Guðsríki. Ólafur Jóhannsson. Ég tók myndabókina hans bróð- ur míns, Fidda, og blaðaði í henni. Hún er að mestu frá árunum 1939– 41. Fyrstu mynd af Benna fann ég þar í annarri opnu. Þar situr hann á bekk í Hljómskálagarðinum, kot- roskinn og óræð glettni í svipnum. BENEDIKT ARNKELSSON ✝ Benedikt Ingi-mundur Arnkels- son guðfræðingur fæddist á Gríms- staðaholtinu í Reykjavík 7. febrúar 1926. Hann lést á Landspítalanum 20. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 29. júlí. Hann var alla tíð hálf- fullorðinn. Hann er klæddur pokabuxum, prjónuðu, þverrönd- óttu vesti og jakka og með hálsbindi. Hann gæti verið nýlega fermdur. Í þessari lúnu myndaskruddu eru raunar margar myndir af þeim tví- burabræðrum, Benna og Sverri, sem við fornir vinir kölluðum svo. Heima gegndu þeir nöfnunum Rússi og Bassi, en þau nöfn fengum við ekki að nota. Á annarri mynd í skruddunni höfum við, sex félagar, hlaðið eins konar turn. Benni, Baldur Bjarnasen og ég er- um þar undirstaðan, þá koma þeir Sverrir og Addi Guðjóns, frændi minn af Lindargötu, og efstur Ís- leifur Sumarliðason. Aðra skruddu geymi ég einnig, dagbók bróður míns frá árinu 1939. Þar kemur Benni einnig við sögu. Þannig var, að þessi elzti bróðir okkar fjögurra bræðra, Friðrik, gekk ungur til liðs við sveitarstjóra í KFUM – úrvalið, sem síra Friðrik kallaði svo. Þar starfaði hann af heilum hug og hafði eignazt marga drengi að vinum, þegar hann dó, lið- lega tvítugur. Þeir stóðu eftir, vinir hans, og spurðu „Hvar er Fiddi?“ Einn þeirra var Benni. Þegar Baldur Bjarnasen, leik- bróðir minn, fluttist vestur í Há- skóla með foreldrum sínum, hófust kynni okkar fjögurra. Sverrir og Benedikt ólust upp á Grímsstaða- holti. Við áttum fundi okkar oft í Háskólanum hálfbyggðum á kvöld- um, fengum að ólmast þar, skylm- ast og leika forna riddara og hetjur. Þar var ekkert að óttast, nema helzt Steingrím J. Þorsteinsson prófessor. Hann var stundum seint á ferli, en hann var mildur og um- burðarlyndur. Sverrir tók líklega öllu meiri þátt í leiknum og gásk- anum á þeim árum, en Benni. Hann var alla tíð hófsmaður mikill, þótt gamansamur væri. Síðar slasaðist Sverrir svo, að nærri kostaði hann lífið, og ekki varð hann samur eftir. En ár liðu fram, og þar kom, að leiðir okkar Benna lágu saman er- lendis. Það var haustið 1953. Hann var þá við háskólanám í Ósló og bjó á heimavist Kristniboðsskólans á Fjellhaug. Þar fékk ég einnig húsa- skjól nokkra mánuði. Hann tók fagnandi móti mér og reyndist mér sem bezti bróðir. Þar áttum við saman margar góðar stundir og skemmtileg jól í glöðum hópi nokk- urra landa. Eftir það rofnuðu aldrei tengslin, þótt samfundir yrðu strjálli. Báðir vorum við þjónar sama húsbónda og Drottins, hvor í sinni vígstöð. Hann var ætíð í eld- línunni, en ég gerðist sveitaprestur í strjálli byggð. En löngum var það hann meðal gömlu félaganna og samherjanna í KFUM, sem helzt leitaði til mín. Árum saman kom hann austur og var ætíð reiðubúinn, ef ég kallaði. Hann sótti heim skólana með mér, skrapp með mér í húsvitjanir, jafnvel ríðandi, predik- aði í kirkjunum og á samkomum, og eitt sinn urðum við veðurtepptir uppi í Haukadal, hjá Sigurði Greipssyni, einar fjórar nætur. Þá kenndi hann mér meðal annars að hnýta ærlegan bindishnút. Æviferill og starfsferill Bene- dikts Arnkelssonar eru gagnmerk, en óskráð saga. Það er ekki fjarri sanni, að hann hafi í raun verið hinn síðasti þeirra frumherja og mátt- arstólpa sem helguðu kristniboðinu og kristilegu félögunum alla orku sína og allar stundir, unz yfir lauk. Ókvæntur, óháður gaf hann sig all- an að verkinu, hógvær og í raun hlédrægur, gerði lítt kröfur um kjör og laun, en þraukaði á grýttum akr- inum, unz kraftar voru þrotnir. Í brjósti hans brann æ hinn sami eld- ur: Hann þráði að fá borið öllum þeim, sem á vegi hans urðu, hið dýra erindi Immanúels, Frelsarans, sem fæddist á jólum, dó á krossi og reis upp frá dauðum. Vinir sakna hans. En hann á góða heimvon. Þar stendur einhver, sem fagnar honum: Gott, þú góði og trúi þjónn. Gakk inn til fagnaðar Herra þíns. Guðm. Óli Ólafsson. „Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd.“ (Fil. 4.5) Þessi orð Ritningarinnar vakna í vitund minni, er ég hugsa til hins nú heimkallaða vinar og félaga allt frá unglingsárum. Sannur ljúflingur var hann allt til lokadægurs hér á meðal okkar. Ég leit inn til hans á Landspítalann, er hann lá þar sjúk- ur mjög. Bros hans og rósemi voru hin sömu og fyrr. Óttalaus hvíldi hann þar í öruggu trausti til Hans, sem verið hafði Leiðtogi lífs hans. Og það var vissulega farsælt líf í þjónustu hins lifandi Guðs og him- neska Föður. Frá æskudögum til- heyrðum við hinum stóra hópi „drengja séra Friðriks“ hér í höf- uðborginni, æskulýðsleiðtogans einstaka, sem boðaði fagnaðarer- indið um „Hið sanna ljós, sem upp- lýsir hvern mann“ sem komið var í heiminn, já, boðaði með svo lifandi hætti, að jafnvel ungir drengir skildu og meðtóku með gleði. Meðal hinna eldri drengja séra Friðriks var Þórður Möller, síðar læknir. Við Benedikt nutum þess báðir á ung- lingsárunum, að hann lét sér annt um og leiðbeindi okkur, mér fyrst hjá Væringjum, skátasveitinni, sem sr. Friðrik stofnaði í byrjun síðustu aldar. Það var mikið lán að fá að vaxa úr grasi og mótast í nánd þess- ara öðlinga, sem báðir voru „höndl- aðir af Kristi Jesú“. Þórður var heim kallaður þegar árið 1975 og við söknuðum hans mjög og sökn- um enn og munum áfram minnast hans með þökk og gleði. Mynd af Benedikt hékk uppi á vegg í her- bergi hans í foreldrahúsinu við Hólatorg. Er ég var skyndilega sendur til starfa í Kaupmannahöfn í apríl 1946, þá skrifaði Þórður mér og bað mig að biðja góðan, danskan ljósmyndara að mynda mig, þannig að móðir mín og hann gætu fengið af mér glænýja mynd til að hafa daglega fyrir augum, svo ég gleymdist ekki þarna í fjarlægðinni. En fljótlega kom hann einnig þarna út til Hafnar til áframhaldandi læknisnáms og bjó hann þá, ásamt Baldri bróður sínum, á heimili föður þeirra, Jakobs Möller, sendiherra Íslands í Danmörku. Einnig komu á svipuðum tíma þarna út til náms, félagarnir og vinir okkar, Sverrir, bróðir Benedikts og Aðalsteinn Thorarensen, en þeir leigðu sér bú- stað á Amager, skammt frá heimili okkar Ingu, konu minnar (d. 1993), og voru þeir félagar tíðir gestir hjá okkur. Vináttuböndin styrktust og elfdust og duga vel enn í dag. Við bregðum jafnvel fyrir okkur dönsk- unni í léttum dúr, er við hittumst hér heima á fundum og samverum í okkar gamla og góða félagi og/eða á heimilum okkar. Tvíburabræðurnir Sverrir og Benni glöddu okkur hjónin af og til með heimsóknum á heimili okkar við Þórsgötuna. Það voru ljúfar samverustundir og Inga bar okkur strákunum þá „góðgerð- ir“ með mikilli ánægju, rétt eins og í þá gömlu góðu daga í Kaupinhöfn. Ég nefndi myndir. Fyrir skömmu gisti ég Löngumýrarskólann í Skagafirði. Þar hangir uppi mikill fjöldi hópmynda af nemendum og kennurum skólans um langt árabil. Á einni þeirra er falleg mynd af Benna meðal kennaranna, að mig minnir árið 1961. Í einum söngva sr. Friðriks seg- ir: „Nú líða dagar, líður tíð / hið liðna ei til baka snýr / það rennur eins og elfan stríð / hver unaðs- stund á vængjum flýr…o.s.frv./“ Í mínum huga einnig er þetta svo: Mín tíð hefur runnið eins og elvan stríð. Mér finnst ekki ýkja langt síðan ég leit inn til félaga míns og vinar Benna í Glerslípun og speglagerð við Klapparstíginn, þar sem hann lauk sveinsprófi í þeirri iðn árið 1946. En hann fékk þá nýja köllun og söðlaði um, fór í Menntaskólann og lauk stútentsprófi 1950 og síðan áfram í guðfræðinám í Ósló og hér í Reykjavík, námi sem hann lauk árið 1956. Þá gerðist hann starfsmaður nýstofnaðs Landsambands KFUM um skeið og síðan Kristniboðssam- bandsins íslenska, sem hann þjón- aði af mikilli kostgæfni til æviloka. Það var gott og uppbyggilegt að hlusta í Benedikt tala á fundum og samkomum í hinum kristilegu fé- lögum okkar. Málfar hans var vand- að og gott og boðun hans einföld og ljós og minnti mig oft á sr. Magnús Runólfsson, náinn samstarfsmann sr. Friðriks. Á árunum mínum sjö í Khöfn um miðja fyrri öld, þar sem ég var í nánu sambandi við marga góðvini sr. Friðriks, þá var eitt sinn efnt til hátíðar í tilefni að stórafmæli krist- inna félagi. Tilkallaðir voru tveir þekktir menn til að flytja þar ræður á þessari kristnu hátíð. Eftirá var spurt um ræður þessara útvöldu manna svarið var: „Den ene havde Ordet i sin magt, men den anden var paa Ordets magt“ (annar hafði Orðið á valdi sínu, en hinn var á valdi Orðsins). Þetta er umhugsun- arvert fyrir þá, sem hafa undir- gengist þá kvöð, að stíga vikulega í stól til að flytja söfnuðum sínum fagnaðarerindið – evangelium – um hann sem kom (Róm. 8:32) og birtir okkur mönnum hinn lifandi, kær- leiksríka, himneska Föður. Vinur okkar Benedikt var jafnan á valdi Guðs Orðs og lét það tala, er hann steig í ræðustól. Tilgerðarleg- ir stælar í svipbrigðum, líkams- hreyfingum og broslegum þögnum, sem einkennir suma þjálfaða pre- dikara, voru honum víðsfjarri. Ná- lægt mér er innrömmuð mynd, tek- in á stríðsárunum 1939–́45. Myndin er af 27 karlmönnum á ýmsum aldri, allir klæddir í dökk jakkaföt og hvítar skyrtur. Íslenski kross- fáninn er á veggnum bakvið hópinn. Þetta er mynd af 25 sveitarstjórum yngri deilda KFUM í Reykjavík, ásamt forstöðumönnum YD (yngri deild) og VD (vinadeild), þeim öð- lingunum og góðu drengjum, Magn- úsi Runólfssyni og Ingvari Árna- syni. Meðal hinna yngri á þessari mynd, eru þeir bræður Benedikt og Sverrir. Kærar minningar taka að tala, er ég nú horfi á þessa mynd. Ég gæti haldið áfram að skrifa og rifja upp gömlu góðu árin, en það læt ég bíða, en segi: Farðu vel, kæri vinur og bróðir, Benedikt, heim í himin Guðs. Berðu þangað hlýjar kveðjur vinahópnum, ekki síst söngfuglunum okkar, sem glöddu okkur með ljúfum söng hér niðri á Móður Jörð á fyrri tíð, en standa nú frammi fyrir hásæti Guðs í hinum mikla skara og syngja Honum lof og dýrð. Heilsaðu einkum henni, lífsförunautnum mínum góða, sem á sínum tíma stóð við hlið mér á eynni Patmos þar sem við upplifðum sam- an Opinberun Jóhannesar, þar sem segir m.a.: „Sjá tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein nér kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ ( Op. Jóh. 21) Ástvinum Benedikts bið ég bless- unar nú á sárum saknaðartíma. Hermann Þorsteinsson. Það var vetrarkvöld í janúar 1990 að ég stóð ásamt Önna á tröppunum á Neckar- strasse í Obertshausen í Þýskalandi og hringdi bjöllunni að heimili Hrafnhildar, Tonys og barna þeirra Ingu Rósar, Ásu Bjarkar og Braga Þórs. Ég þekkti þau ekkert. Ég hafði fengið símanúmer þeirra í veganesti frá samstarfs- konu minni, vinkonu Hrabbýjar, sem vissi að ég var að flytjast til Þýskalands. Við höfðum samband HRAFNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR ✝ Hrafnhildur Sig-urðardóttir fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1952. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykjavík 15. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík 25. júlí. við þau Hrabbý og Tony og var strax boð- ið að koma til þeirra í heimsókn. Ég var ennþá á tröppunum, það rigndi. Dyrunum var lokið upp og þar stóðu Hrabbý, Tony og börnin. Öll brosandi og buðu okkur hjartan- lega velkomin. Þetta voru svo innilegar móttökur að ég þorði ekki að trúa því að svona væri til. Þegar við kvöddum þetta sama kvöld vissi ég að ég hafði eignast nýja vini fyrir lífstíð. Við fengum síðan símhringingu hinn 15. júlí síðastliðinn, við stödd á Íslandi, það var Toný að flytja okk- ur þær sorgarfréttir að Hrafnhildur hans hefði lagst til svefns kvöldið áður og ekki vaknað aftur. Okkur setti hljóð. Hún Hrabbý okkar var kær og mikil vinkona okkar beggja. Hún Hrabbý var einstök kona. Hún, stórglæsileg, gjöful, gestrisin, hreinskilin, fagurkeri, skemmtileg, sanngjörn, ráðagóð, einstök tilfinn- ingavera, einlæg vinkona vina sinna, yndisleg móðir barna sinna, yndisleg dóttir foreldra sinna og ástkær eiginkona Tonys, þurfti að yfirgefa okkur allt of snemma. Hún þreyttist aldrei á því að slá öðrum gullhamra, segja þeim hvað henni þótti vænt um þá, og öll virðingin og ástin sem hún veitti manni sín- um, börnum, tengdasyni, barna- börnum, foreldrum, systkinum, vin- um svo og samstarfsfólki sínu var einstök. Hún var einstaklega tilfinn- inganæm og vissi alltaf þegar eitt- hvað bjátaði á, þá kom hún á stefnumóti og hún gafst ekki upp fyrr en maður opnaði sig, tjáði sig, ræddi hlutina með henni, tók ráð- um, sem hún ein gat gefið, og leið svo vel á eftir. Hún hafði fölskvalausa framkomu við allt og alla. Við hlógum saman, við hlógum mikið saman. Við grét- um líka saman. Hún sýndi alltaf ótrúlegan áhuga á manni, fjölskyldu manns, vinum manns, spurðist fyrir um hagi fólks og heilsu, tók allt sem miður var mjög nærri sér. Þetta var allt saman umhyggja sem kom svo fölskvalaust beint frá hennar stóra, hlýja hjarta. Símanúmer þeirra sem ég fékk í veganesti forðum voru allar þær lottótölur sem ég þurfti á að halda og í vinning fékk ég að kynnast al- veg einstakri, stórkostlegri vinkonu minni Hrabbý og yndislegri fjöl- skyldu hennar. Í tilveru okkar allra sem vorum svo lánsöm að kynnast og þekkja Hrabbý er stórt skarð höggvið. En eftir stendur minningin um þá stórkostlegu vinkonu okkar Hrafnhildi Sigurðardóttur sem hef- ur verið sótt til starfa hjá æðri máttarvöldum sem æðsti engill. Með mikinn harm í hjarta kveðj- um við okkar elskulegu vinkonu Hrafnhildi, takk fyrir allt og allt, guð geymi þig. Elsku Tony, Inga Rós, Ása Björk, Bragi Þór, Hjörtur, Antoníus Smári, Saga Ýrr, Hrafnhildur María, Inga, Sigurður, systkini og fjölskyldur, allir vinir og vanda- menn. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ykkar Sigurveig og Önundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.