Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 45 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Þuríður naut venju- legrar barnafræðslu svo sem hún gerðist í farskólum til sveita á fyrstu áratugum síðastliðinnar ald- ar. Veturinn 1931–1932 stundaði hún nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og veturinn eftir vann hún á saumastofu í höfuðborginni. Hún var að eðlisfari ákaflega fé- lagslynd og fannst þörf á að hressa upp á félagslífið í Akrahreppnum. Þess vegna beitti hún sér fyrir því, ásamt Ingibjörgu systur sinni og Sigríði Eiríksdóttur í Djúpadal, að stofna ungmennafélag og starfaði það með miklum blóma um skeið. Síðar gaf hún sér svo tóm til þess að starfa í Kvenfélagi Akrahrepps og var þar mikilvirk eins og annars staðar þar sem hún lagði hönd að verki. Ekki get eg sagt að eg hafi kynnst Þuríði frænku minni að ráði fyrr en hún kom í Framnes. Þó minnist eg þess frá bernskuárum mínum í Eyhildarholti að hún kom eitt sinn þangað með Sigríði móður sinni. Var þá að heimsækja frænd- fólk sitt en þær Sigríður á Flugu- mýri og Kristín föðuramma mín voru systur og með þeim var jafnan mjög kært. Þær mæðgur komu í Eyhildarholt síðla dags og gistu þar að sjálfsögðu. Þegar við Rurra – en það var hún jafnan nefnd af kunn- ingjum sínum – hittumst morgun- inn eftir, sagði hún að sig langaði til þess að skreppa fram á Eggjarsel og litast þar um á því gamla bæj- arstæði, en Selið var þá fyrir löngu komið í eyði. Eggjarselið – kennt við bæinn Egg í Hegranesi – er norðarlega á Borgareyjunni, skammt sunnan við Suðurkvíslina. Vildi eg nú ekki vera svo vænn að fylgja sér þangað? Auðvitað var ekki nema sjálfsagt að verða við þessari bón. Við fórum á pramma yfir Suðurkvíslina og löbbuðum svo fram á Selið. Við settumst svo á réttarvegginn en griparétt hafði verið byggð á selrústunum. Rurra spurði um eitt og annað en eg reyndi að svara eftir bestu getu. Man eg að hún sagði að þarna hefði hlotið að vera gaman að eiga heima, með þetta dásamlega útsýni til allra átta. Í bakaleiðinni spurði hún mig hvort eg væri ekki kunnugur fólk- inu á Syðri-Húsabakka, sem væri næsti bær við Eyhildarholt. Jú, eg væri einkum kunnugur Jóni því hann kæmi stundum yfir í Eyhild- arholt og færi með okkur í fyrir- drátt í Héraðsvötnunum. Annars fyndist mér eiginlega að Framnes væri næsti bær við Eyhildarholt. – Nú, það er skrítið, sagði Rurra, – hann er þó lengra í burtu. – Já, það er nú sama, mér hefur alltaf fundist þetta síðan hann Broddi kom. Það var svo gaman að leika sér við hann. Hér átti eg við dr. Brodda Jó- hannesson, sem um eitt skeið var á Framnesi sem krakki og hafði einu sinni komið í Eyhildarholt með Birni bónda á Framnesi. – Bærinn á Framnesi blasir líka svo vel við þegar maður stendur hér á hlað- ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Þuríður Jóns-dóttir á Fram- nesi fæddist á Flugu- mýri í Skagafirði 10. mars 1907. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðár- króki 3. júlí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Flugumýrarkirkju 13. júlí. varpanum. Og svo er það tóbakið. – Tóbak- ið, hváði Rurra. – Já, þegar Bjössi er að slá Framneshólmann og pabbi á bakkanum vestan við stokkinn, þá kasta þeir stundum tóbaksílátunum á milli sín yfir stokkinn og fá sér í nefið hvor hjá öðrum. Þannig voru nú fyrstu kynnin af Rurru frænku minni en þau áttu eftir að verða meiri síðar. Eins og fyrr segir giftist Þuríður Birni Sigtryggssyni bónda á Framnesi 14. maí 1935 og fluttist þá að sjálfsögðu í Framnes. Björn hafði áður búið þar með syst- ur sinni, Helgu, mikilli skörungs- og gerðarkonu. Var engan veginn á allra færi að fylla sæti hennar. Það sýndi sig þó brátt, að til þess hafði hin unga húsfreyja alla burði. Þar var í engu gefið eftir um rausn og höfðingsskap. Eg kynntist Fram- nesheimilinu vel eftir að eg flutti í Blönduhlíðina og varð nágranni þeirra hjóna. Þá kom eg oft í Fram- nes m.a. vegna þess að þar var þá kominn sími, sem aðeins var á fáum bæjum í hreppnum og einnig í sam- bandi við ýmis félagsmálastörf sem við Björn unnum að. Þar var jafnan sest að veisluborði og umræður fjörugar, bæði um menn og málefni. Stundum gaf Þuríður sér tíma til þess að tylla sér niður og blanda sér í umræðurnar og fór þá ekki dult með skoðanir sínar enda hreinskilin og djarfmælt án þess að leggja nokkrum illt til. Og órög var hún við að bera blak af mönnum, ef henni fannst þeim hallmælt að ósekju. Þuríður var mjög fé- lagslynd en eðlilega gafst henni ekki mikill tíma frá margháttuðum heimilisstörfum og barnauppeldi til þess að sinna félagsmálum í þeim mæli, sem hugur hennar stóð til. Þó gaf hún sér tóm til þess að starfa í Kvenfélagi Akrahrepps og var þar mikilvirk eins og annarsstaðar þar sem hún lagði hönd að verki. En megináherslu lagði hún á það að búa bónda sínum og börnum gott og fallegt heimili og það tókst henni svo sannarlega. Á síðari búskapar- árunum, er börnin tóku að vaxa úr grasi, gaf hún sér þó nokkurt tóm til ferðalaga, og hafði af því mikla ánægju. En alltaf hlakkaði hún þó mest til þess að koma heim í faðm fjölskyldunnar og hvergi fannst henni fallegra en í Skagafirðinum, og hvergi í Skagafirðinum fallegra en á Framnesi. Lifir mér enn í ljósu minni vorkvöld eitt er eg kom að Framnesi. Ekki blakti hár á höfði, „himininn heiður og blár“, sólin leið eftir hafsbrúninni, héraðið allt sveipað rauðum kvöldbjarmanum. Húsfreyjan stóð á hlaðvarpanum, horfði til hafs og mælti: –Það er eg viss um að hvergi í veröldinni getur að líta meiri fegurð en þá, sem við höfum hér fyrir augunum. Að því kom auðvitað, að þau Björn og Þuríður brugðu búi og fengu það í hendur syni sínum, Brodda og Arndísi konu hans. Og frá árinu 1991 dvöldu þau oft í Frið- vangi í Varmahlíð og nutu þar að- hlynningar Unu dóttur sinnar. Þess á milli voru þau heima á Framnesi. Um miðjan febrúar árið 2000 fluttu þau á ellideild Sjúkrahússins á Sauðárkróki þar sem Þuríður and- aðist hinn 3. júlí sl. – Löngu og heilladrjúgu dagsverki var lokið. Magnús H. Gíslason. Elsku pabbi minn, það er sárt að kveðja. Það er sárt að sjá þig ekki á hverjum degi. Það verður tómlegt að koma upp í Bröttukinn þegar þig vantar. Elsku pabbi minn, þú verður alltaf í huga mér, ég gleymi þér aldrei. Þig lofar, faðir, líf og önd, þín líkn oss alla styður. Þú réttir þína helgu hönd ÓLAFUR GUÐMUNDSSON ✝ Ólafur Guð-mundsson fædd- ist á Þingeyri við Dýrafjörð 1. nóvem- ber 1927. Hann lést á heimili sínu í Hafnar- firði 21. júlí síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 31. júlí. af himni til vor niður. Og föðurelska, þóknan þín, í þínum syni til vor skín, þitt frelsi, náð og friður. (S.E.) Júlíana. Elsku pabbi og tengdapabbi. Það er alltaf svo sárt að missa sína nánustu og svona snöggt eins og þú fórst frá okkur. Þó að við vissum að þú værir ekki heill heilsu vorum við alls ekki tilbúin þegar kallið þitt kom. En við huggum hvort annað og börnin okkar með því, að við trúum og vitum að nú ertu laus við þrautir þínar og nú líður þér vel. Við viljum þakka þér fyrir hvað þú varst börnunum okkar alltaf góður afi. Einnig erum við svo glöð yfir því að þú skyldir geta séð litla drenginn okkar, hann Má Viktor, aðeins nokkr- um dögum áður en þú fórst frá okkur. Eitt er víst að börnin okkar munu aldrei gleyma þér. Elsku pabbi og tengdapabbi, við kveðjum þig með söknuði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðmundur og Eyrún. Elsku afi. Það er svo sárt að þú skulir vera farinn frá okkur. Við söknum þín mikið, en eigum svo margar og góðar minningar um þig, sem við yljum okkur við. Við vitum að Guð og góðu englarnir gæta þín vel. Fel þú, Guð, í faðminn þinn, fúslega hann afa minn. Ljáðu honum ljósið bjarta, lofaðu hann af öllu hjarta. Leggðu yfir hann blessun þína, berðu honum kveðju mína. (L.E.K.) Elsku amma Peta, pabbi, mamma og fjölskyldan öll, megi Guð vera með okkur og gæta okkar vel. Elísabet Ósk, Þyri Huld, Jana Hrönn og Már Viktor. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skóla- göngu og störf og loks hvaðan út- för hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningargreina ✝ Þorbjörn Sig-mundur Sigfús- son fæddist á Stóru- Hvalsá 25. janúar 1934. Hann lést á heimili sínu í Mos- fellsbæ 16. júlí síðast- liðinn. Þorbjörn var yngstur fjórtán barna hjónanna Sigfúsar Sigfússonar og Krist- ínar Gróu Guðmunds- dóttur. Sigfús fæddist 7. ágúst 1887 á Eyjum í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu, hann lést 29. janúar 1958. Hans foreldrar voru hjónin Sigfús Bjarnason og Salóme Þorbergs- dóttir. Kristín Gróa fæddist á Kollsá 8. október 1888, hún lést 15. febrúar 1963. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Nikulás- son og Sólbjörg Jórunn Vigfús- dóttir. Sigfús og Kristín Gróa eign- uðust fjórtán börn eins og áður sagði. Þau eru eftirfarandi: Guð- mundur, f. 5.11. 1912, bóndi á Kol- beinsá; Hans Hallgrímsson, f. 6.11. 1913, bóndi á Stóru-Hvalsá; Lárus, f. 5.2. 1915, bjó á Hellishólum í Fljótshlíð; Anna Helga, f. 12.6. 1918, bjó á Skrúð; Steingrímur Matthías, f. 12.7. 1919, d. 20.4. 1976; Salóme, f. 1920, dó á fyrsta ári; Guðrún Sigríður, f. 9.11. 1921; Eiríkur, f. 21.2. 1923, bóndi á Stóru-Hvalsá; Garðar, f. 6.4. 1924, d. 15.2. 1988; Haraldur Gísli, f. 21.9. 1925; Sólbjörg, f. 11.3. 1927, d. 10.8. 1947; Guð- björg María, f. 5.6. 1929; Salóme Sigfríð- ur, f. 12.2. 1932; og Þorbjörn Sigmund- ur, sem hér er minnst. Þorbjörn kvæntist Arndísi Jörundsdótt- ur, f. 3.2. 1931. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Jörund- ur Þórðarson og María Óladóttir. Börn Þorbjarnar og Arndísar eru Þuríð- ur Sigrún, Emil Ósk- ar, María Steinunn, Sigfús Krist- inn og Hildur Kristín. Þorbjörn kvæntist síðan Ásgerði Ásmundsdóttur. Þau skildu. Barn þeirra er Þorbjörn Garðar, f. 6.6. 1976. Þorbjörn Sigmundur hafði verið í sambúð með Katrínu Pétursdótt- ur, f. 28.2. 1940. Foreldrar hennar eru Pétur Jónatansson og Guð- munda Katrínusdóttir, sem bjuggu í Engidal í Skutulsfirði. Dætur Katrínar eru Helga Herlufsen, f. 17.11. 1955, og Sólveig Guðnadótt- ir, f. 17.7. 1967. Þorbjörn Sigmundur ólst upp við öll almenn sveitastörf, sneri síðan til sjómennsku og stundaði sjóinn lengst af ævinnar, en síðustu árin starfaði hann sem bifreiðar- stjóri, lengst af hjá Hlaðbæ Colas. Útför Þorbjarnar fór fram frá Grafarvogskirkju 25. júlí. Elskulegur stjúpfaðir minn er látinn og horfinn á braut frá fjölskyldu og vinum sem unnu honum heitt. Eftir erfið veikindi um nokkurn tíma kom þó kallið öllum í opna skjöldu þegar það kom. Framundan var sumarbústaðarferð í Þrastaskóg, þar sem glatt hefði orðið á hjalla, því Þorbjörn var lífsglaður og skemmti- legur maður, músíkalskur og hvers manns hugljúfi. Í minningunni eru margar ánægju- stundir. Harmonikuspil, glaðværð og umhyggja fyrir öllu minnimáttar eru mér efst í huga. Elsku Þorbjörn, þín er sárt saknað. Eftir að þú komst inn í líf mitt, mömmu og Sólveigar fyrir 23 árum hefur þú verið okkur frábærlega góð- ur sem eiginmaður og faðir. Alltaf til staðar, vinur í raun og tilbúinn að gefa góð ráð ef á þurfti að halda. Líf ykkar mömmu mætti vera mörgum gott for- dæmi. Farnar voru margar stór- skemmtilegar Kanaríeyjaferðir til að stytta skammdegið á Íslandi. Síðan ekki síst er ykkar fallega heimili og garður í Mosfellsbænum sem átti hug þinn allan. Blómin, trén og fuglarnir voru þitt konungdæmi. Fuglarnir fengu sérstaklega að njóta umhyggju þinnar, þrestirnir voru þínir bestu vinir, þeir nutu meðal annars þeirra forréttinda að koma inn í eldhús og borða rúsínur á eldhúsborðinu á vet- urna þegar kalt var úti. Það var skemmtilegt að heyra þig segja frá hve þú naust stundanna með þínum fiðruðu vinum. Elsku Þorbjörn, ég þakka þér frá mínu hjarta alla ástúð og vináttu sem þú sýndir mér og mínum í gegnum ár- in. Minningin um góðan mann mun fylgja okkur alla tíð. Að lokum vil ég gera orð skáldsins að mínum kveðjuorðum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Helga Herlufsen. ÞORBJÖRN SIGMUNDUR SIGFÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.