Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ FERJAN Lagarfljótsormurinn sigl- ir alla daga á Lagarfljótinu um sumartímann. Á fimmtudögum lendir ferjan við Húsatanga í Fljóts- dal þar sem er grillað og Hákon bóndi á Húsum fer með gamanmál í bundnu og óbundnu máli. Þessar grillferðir eru vinsælar og eru starfsmannahópar duglegir að sækja ferðirnar ásamt hinum al- menna ferðamanni. Grillin eru í skógarjaðri við samatjald, að finnskri fyrirmynd, gert af íslensku lerki. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Guðrún Benediktsdóttir og Helga Jónsdóttir taka sig vel út við grillin meðan farþegarnir spjalla saman og teyga skógarilminn í góða veðrinu. Lagarfljótsormurinn bíður heimferðar, rólegur á ferjulæginu. Það er ekki amalegt að krækja sér í ljúffenga grillsteik til að snæða með góðum vinum í skógarjaðrinum á Húsatanga. Hinn eini sanni Lagar- fljótsormur lá bundinn við tangann á meðan mennirnir átu og drukku. Grillferð á fimmtudögum Norður-Héraði. Morgunblaðið. Lagarfljótsormurinn lifir fyrir austan ÞÝSKA ofurfyrirsætan Claudia Schiffer á von á sínu fyrsta barni en hún gekk í hjónaband með breska kvik- myndaframleiðandanum Matthew Vaughn fyrr í sum- ar. „Við getum staðfest að hún er ólétt og er komin meira en þrjá mánuði á leið. Matt og Claudia eru yfir sig ánægð með þetta,“ sagði talsmaður fyrirsætunnar í London. Talsmaðurinn vildi ekki gefa neitt nánar upp um málið og sagði ekki nákvæmlega hversu langt Claudia, sem er 31 árs, væri gengin með barn- ið, að því er fram kemur á fréttavef Sky. Parið gifti sig hinn 25. maí í enskri sveitakirkju nærri Coldham Hall, herragarði hjónanna, í þorpinu Lawshall í Suffolk. Viðstaddir brúðkaup- ið voru m.a. þýska tennis- stjarnan Boris Becker og hönnuðurinn Valentino. Erfingja að vænta Hin íðilfagra Schiffer á góðri stund. LEIK- OG söng- konan Jennifer Lopez hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum Chris Judd eftir tæp- lega árs hjóna- band. Lopez kynntist Judd, sem er dansari, er þau unnu saman að gerð myndbands og giftist honum eftir nokkurra mánaða kynni. Hún var áður gift Ojani Noa í nokkra mánuði. Lopez hefur verið orðuð við leikarann Ben Affleck en þau léku saman í gamanmyndinni Gigli og munu leiða saman hesta sína í myndinni Jers- ey Girl sem leikstjórinn Kevin Smith er með í bígerð. Talsmenn þeirra Lopez og Affleck segja samband þeirra eingöngu vera á vinsamlegu nótunum þó að sést hafi til þeirra í keleríi víðs vegar um New York. Jennifer Lopez sækir um skilnað Knúsar Affleck KANARÍFLAKKARAR héldu sum- arfagnað sinn í Árnesi í Gnúpverja- hreppi fyrr í mánuðinum og það í ní- unda sinn. Veðrið lék ekki alveg við flakkar- ana í þetta sinn, en þeir létu það ekki á sig fá. Flakkararnir gerðu sér ýmislegt til skemmtunar og á laugardeginum var farið í rútuferð með Þorsteini Valdimarssyni í Skálholt þar sem skoðaður var uppgröftur. Eftir það var haldið að reykhúsinu Útey við Laugarvatn, þar sem Skúli Hauks- son og Elsa Pétursdóttir tóku á móti fólkinu. Slegið var upp balli bæði kvöldin þar sem viðstaddir sungu og dönsuðu við undirspil. Flakkararnir stefna á að ferðast saman til Kanaríeyja í lok sumars en klúbburinn fagnar tíu ára afmæli á næsta ári. Ljósmynd/Hjalti Þorvarðarson Sigurður Hannesson tekur lagið við góðar undirtektir Flakkaranna. Flakkaraferð í Árnesi N jun g!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.