Morgunblaðið - 01.08.2002, Side 31

Morgunblaðið - 01.08.2002, Side 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 31 ÍSLENDINGAR taka á þessu ári þátt í sex verkefnum sem fengu styrk úr Menningu 2000, menning- aráætlun Evrópusambandsins, og að auki fengu nokkrir erlendir bókaútgefendur styrki til að þýða íslenskar bækur. Menningu 2000 er ætlað að efla menningarsamskipti Evrópubúa og kynna evrópska menningu. Áætl- unin nær til menningararfleifðar, bókmennta og allra annarra list- greina. Veittir eru styrkir til rann- sókna, starfsþjálfunar, nýsköp- unar, sýninga, hátíða, ráðstefna, námskeiða, vinnubúða, þýðinga o.fl. Að verkefnum þurfa að standa aðilar frá þremur ríkjum í Evrópu að lágmarki, þar af a.m.k. tveimur sem aðild eiga að Evrópusamband- inu. Umsóknir um þýðingarstyrki eru undanþegnar þessu skilyrði. Hönnunardeild Listaháskóla Ís- lands tekur þátt í verkefni sem yfir tuttugu listaskólar í Evrópu koma að. Verkefnið, sem er skipulagt af Lista- og hönnunarháskólanum í Helsinki, ber heitið SPARK! New Design Scenarios for Daily Life in Europe. Nemendur, kennarar og almennir borgarar munu taka þátt í verkefninu sem byggist m.a. á sýningum og vinnubúðum á fimm stöðum í Evrópu. Þá verður gefin út bók. Verkefnið mun standa yfir í tvö ár og hlaut 546.517 evrur eða tæpar 47 m. ísl. kr. í styrk. Félag íslenskra myndlistarkenn- ara er í forsvari fyrir verkefnið Tungumál ljósmyndarinnar, sem fékk 47.738 evrur eða rúmar fjórar millj. ísl. kr. í styrk. Verkefnið, sem er námstefna norrænna myndlist- arkennara, var haldið 23.–29. júní sl. á Skógum. Þar var fjallað um notkun ljósmynda í myndlist- arkennslu og í myndlist almennt. Lögð var áhersla á að skoða teng- ingu myndlistarkennslu við sam- tímann þar sem myndmiðlun og sköpun ímynda verða æ þýðing- armeiri. Leitast var við að nám- stefnan væri sambland af fræði- legri umfjöllun og verklegum æfingum. Þátttakendur voru um 80 talsins. Í framhaldi af námstefn- unni verður skapaður umræðu- grundvöllur á Netinu þar sem þátt- takendur geta skiptst á reynslu sinni af vinnu í skólum. Einnig verður þar hægt að nálgast ýmis innlegg sem voru kynnt á nám- stefnunni til að vinnan megi nýtast sem flestum. Þá eru uppi hug- myndir um að gefa út eins konar handbók fyrir myndlistarkennara í Evrópu. Meðskipuleggjendur verk- efnisins eru frá Finnlandi og Dan- mörku en einnig koma að því há- skólar í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Búningar og grímur Minjasafn Austurlands er með- skipuleggjandi að verkefni sem tengist búningum og grímum. Markmið verkefnisins, sem ber heitið Costumers and Masks Stim- ulating Innovative Art and Design – CAMSIAD, er að tengja saman ólíkar þjóðir í Evrópu, skoða hvað þær eiga sameiginlegt og skapa nýja hluti út frá hefð hverrar þjóð- ar á sviði grímu- og búningagerð- ar. Meðal annars verður unnið að hönnun nýstárlegs þjóðbúnings út frá íslenskri þjóðsagnapersónu og sjö Íslendingar munu heimsækja Slóveníu og vinna þar að grímu- hönnun. Samstarfsaðilar verkefn- isins, sem tengjast allir lista- starfsemi og menningartengdri ferðaþjónustu að einhverju leyti, eru frá Búlgaríu, Slóveníu, Þýska- landi, Slóvakíu, Tékklandi, Írlandi, Kýpur, Englandi og Skotlandi. Verkefnið fékk 150 þúsund evrur í styrk sem eru u.þ.b. 12,6 m. ísl. kr. Bókaforlagið Bjartur fékk 37.032 evrur sem eru rúmar 3 m. ísl. kr. í styrk til að þýða átta evr- ópskar bækur á íslensku. Edda – miðlun og útgáfa fékk úthlutað 33.275 evrum sem eru um 2,8 m. ísl. kr. til að þýða sjö evrópskar bækur á íslensku. Bókmennta- fræðistofnun Háskóla Íslands fékk 25.377 evrur eða rúmlega 2,1 m. ísl. kr. til að þýða sex evrópskar bækur sem tengjast listum eða listasögu á íslensku. Þá fengu nokkrir erlendir bókaútgefendur styrki til að þýða íslenskar bækur. Gríska bókaútgáfan Psichogios fékk styrk til að þýða bók Þorvald- ar Þorsteinssonar, Blíðfinn, á grísku og norska bókútgáfan Pax Forlag fékk styrk til að þýða sömu bók á norsku. Ítalska bókaútgáfan Iperborea fékk styrk til að þýða á ítölsku Drauma á jörðu eftir Einar Má Guðmundsson og sænska bóka- útgáfan Alfabeta Bokforlag fékk styrk til að þýða Þögnina eftir Vig- dísi Grímsdóttur. Umsóknum um styrki úr „Menn- ingu 2000“, fyrir verkefni sem hefj- ast árið 2003, þarf að skila fyrir 15. október og fyrir 31. október vegna langtímaverkefna. Áhersla verður lögð á að styrkja verkefni á sviði tónlistar, dans, leiklistar og ann- arra sviðslista. Árið 2004 verður síðan tileinkað menningararfi. Þó verður hægt að sækja um styrki til verkefna á öðrum sviðum bæði ár- in. Styrkir úr menningaráætlun Evrópusambandsins, „Menning 2000“ Ísland tekur þátt í sex verkefnum HRAUSTLEGA gert út á viðinn, mætti nefna fimmtu stórsýningu Magnúsar Th. Magnússonar í Perl- unni, þar sem 80 tréskurðarverk eru innan dyra en fjögur utan. Magnús eða Teddi eins og hann kýs að nefna sig virðist óhemja til verka, því þetta eru yfirgengileg afköst á sviði skúlptúrlistar, ef hægt er að setja allan þennan sundurleita grúa undir hugtakið. Hér kennir margra grasa, jafnt um viðartegundir og stílbrögð, en hinu síðasttalda veltir Teddi lítið fyrir sér, sem í ljósi vinnubragðanna verður ekki endilega lagt honum til verri vegar. Öllu máli skiptir sú við- tekna hugmynd í skyldum vinnu- brögðum, að koma frá sér þeirri hug- mynd sem lýstur viðkomandi hverju sinni í pataldri við tilfallandi efnivið sem innan ákveðinna marka telst fullgilt. Rekaviður og fundið sprek er í miklu uppáhaldi hjá gerandanum og hér virðast formrænt næmi hans, til- finning fyrir efniviðnum og óheft sköpunarþörf njóta sín mikið best, til fullnustu á stundum. Þar kemur fram ákveðin kennd fyrir samsetn- ingum, lífrænum hryni og einföldum lausnum sem auka á áhrifamátt heildarinnar. Ávinningurinn einnig sú tímalega fylling sem veðrað efnið ber í sér ásamt náttúrulegu formi, en þegar hann gengur lengra og fer að móta í viðinn vandast málið og oftar en ekki þeim meir sem lengra er seilst. Allt önnur átök og kröfuharð- ara mótunarferli þarf undantekning- arlaust að vera að baki slíkum vinnu- brögðum. Kennir skoðandinn strax að gerandinn hefur verið fjölþreifinn í smiðju annarra og á stundum bera verkin keim af hreinum minjagripa- varningi í voldugum yfirstærðum og þá vandast málið. Þetta ber vott um að Teddi geri sér litla grein fyrir tak- mörkum sínum og reisi sér iðulega hurðarás um öxl, tendraður skap- andi framkvæmdagleði. Sum form þarf fortakslaust að slípa og þaul- vinna til að þau öðlist innri kraft og um leið þurfa gerendur að kunna að velja og hafna. Þetta er hinn stóri þröskuldur Magnúsar Th. Magnús- sonar, í öllu falli hafði ég það á til- finningunni þegar ég hélt á braut, að úrval verkanna, segjum sirka 10–15, myndi sóma sér í rými hvaða mikils- háttar sýningarsalar sem væri á höf- uðborgarsvæðinu. Þá væri nýr og sannur Teddi fæddur, er gæti full- komlega staðið undir listamanns- nafni. Upplýsingar um sýninguna fullnægjandi, en velflest verkin fara vægast sagt illa á staðnum. Teddi: Til frelsis. Ákaflyndi MYNDLIST Perlan Opið alla daga á tíma Perlunnar. Til 8. ágúst. Aðgangur ókeypis. SKÚLPTÚR TEDDI Bragi Ásgeirsson BÓKABLAÐ spænska dagblaðs- ins El País, er nefnist Babelia, birti fyrir skömmu ritdóm um tvær íslenskar skáldsögur, Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason, en þær komu nýlega út í spænskri þýð- ingu hjá RBA-forlag- inu í Barselóna. Báðar bækurnar hljóta harða dóma en gagnrýnandinn Iury Lech eyðir þó öllu meira púðri í að skjóta niður bók Ólafs Jóhanns og segir hana meðal annars líða fyrir „vandræðalegan skort á frásagnar- tækni“. Tómleiki einkennir frá- sögnina Lech hefur dóminn á að geta Halldórs Laxness og Brekku- kotsannáls og segist gera það til þess að benda á að Íslend- ingar eiga bók- menntahefð og þá staðreynd að ómeð- vitað eða meðvitað sé Ólafur Jóhann ekki aðeins skuldunautur hins framsækna stíls Halldórs heldur byggi hann og á sömu megin- hugsuninni. Lech segir að þrátt fyrir að til- vísunin til verks Halldórs sé hag- lega gerð sé útkoman vonbrigði: „Bókin er tilraun til lítt frumlegr- ar útleggingar á útjaskaðri klisju um Evrópu á tímum nasista en hana meðhöndlar Ólafur Jóhann af litlum næmleika og notar hana ef til vill aðeins sem auglýsinga- brellu en sagan er sérstök fyrir þær sakir hversu endurtekninga- söm hún er og hve hún líður fyrir vand- ræðalegan skort á frásagnartækni.“ Ennfremur segir Lech að aðalpersóna Slóðar fiðrildanna veki allar tilfinningar nema samúð og tóm- leiki einkenni frá- sögnina, „eins og hún sé skrifuð samkvæmt leiðbeiningum úr bæklingi um texta- gerð, í stíl sem er að kafna í sjálfsupphafn- ingu eins og merkja má af því hvernig hin eiginlega frásögn notfærir sér búta héðan og þaðan til þess að búa til ein- hvers konar ósam- stætt bútastagl sem þó gengur út frá því að til sé almennt samþykki um sam- setninginn“. Innstæðu- laust egó Lech segir sögu Hallgríms Helgason- ar, 101 Reykjavík, lít- ilsverða og yfirborðs- kennda en það megi þó finna í henni leyndan þráð sem sé til fyr- irmyndar, „söguna um tilfinn- ingalegt uppeldi undirgefinnar kynslóðar sem er upptekin af því að belgja út sitt innstæðulausa egó“. Tómleiki og innstæðu- laust egó Hallgrímur Helgason Ólafur Jóhann Ólafsson El País um Slóð fiðrildanna og 101 Reykjavík GAMLI góði B-framtíðartryllir- inn er risinn upp frá dauðum og birtist í allri sinni dýrð í Reign of Fire. Góðar fréttir fyrir þá sem muna afar fánýtar, vinalega ómerkilegar og vitgrannar en sjaldnast leiðinlegar myndir á borð við No Blade of Grass, Soylent Green, The Omega Man – listinn er langur. Þá sver þessi einfalda fram- tíðarsýn sig í ætt við japanskar Godzilla-myndir og afrek skrímsla- gerðarmanna dvergkvikmyndaver- anna í Hollywood á síðari hluta 20. aldar. Reign of Fire á að gerast um 2020 og mannkynið að líða undir lok sökum árása eldspúandi, for- sögulegra ófreskja. Sá sem á heið- urinn af upprisu þeirra er dreng- staulinn Quinn, sem vekur upp fyrsta óvættinn er hann heimsækir móður sína á vinnustað. Sá er langt undir yfirborði Lundúna, þar sem mamma er að líta eftir neðanjarð- arbrautargerð. Svo sem tveir áratugir líða. Quinn (Christian Bale) er orðinn forsprakki fámenns hóps sem enn heldur lífi eftir hörmungarnar og hírist með mannskap sinn í yfir- gefnum námum á heiðum uppi. Þeirra er reglulega vitjað af flug- drekunum, sem sjá mannverurnar fyrir sér sem hvern annan skyndi- bita. Út úr mistrinu kemur ameríski drekabaninn Van Zan (Matthew McConaughey) og eftir jaml og fuð- ur snúa þeir Quinn bökum saman og leggja til atlögu við móður- skrímslið. Það er ekki verið að mylja undir einn eða neinn, allt gert sem ódýr- ast og upp á gamla mátann. Við er- um algjörlega laus við milljóndala- brellur og stafrænar furðuskepnur samtímans, flugdrekarnir eru ólán- legir, ótrúverðugir og hráir. Karl- leikararnir tveir eru brattir og bandítalegir og í útliti í fullkomnu jafnvægi við vel valda tökustaði, einkum í eyðilegum námum, og leikmunir og tjöld trú gömlu B- myndunum fyrrnefndu. Reign of Fire á þó mest að þakka fag- mennsku Adrians Biddles, sem á að baki tökustjórn Aliens, Thelma and Louise, The World is Not Enough, The Mummy og The Mummy II og fleiri gæðamynda af allt annarri stærðargráðu. Það gerir gæfumun- inn. Drekar og dáðadrengir KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Smárabíó, Regnboginn Leikstjóri: Rob Bowman. Handrit: Gregg Chabot o.fl. Kvikmyndatökustjóri: Adrian Biddle. Tónlist: Ed Shearman. Aðalleik- endur: Matthew McConaughey, Christ- ian Bale, Izabella Scorupco, Gerald Butl- er. Sýningartími 100 mín. Buena Vista. Bandaríkin 2002. REIGN OF FIRE/ELDRÍKIÐ 1⁄2 KJÁNINN Dizzy (DJ Qualls) er einskisnýtur, óásjálegur og óvinsæll með afbrigðum. Bekkjarsystkinin hafa hann að fífli, þeir einu sem um- gangast hann eru unglingar á svip- uðum slóðum á vinsældalistanum svo og karlbjálfinn faðir hans (Lyle Lov- ett). Dizzy grípur til örþrifaráða til að losna úr þessu jarðneska helvíti, brýtur öll boð og bönn, er rekinn úr skóla og settur í fangelsi. Í betrunarhússvistinni lærir hann að vera svalur og töff af meðfanga sínum, kemur út aftur breyttur mað- ur og sest í nýjan skóla undir nafninu Gil og verður samstundis allt það sem hann áður þráði. En heimurinn er víst lítill, o.s.frv., og höfundarnir standast heldur ekki freistinguna að láta sína grútartýru skína og bögglast við að troða boð- skap inn í mynd sem rembist við að vera fyndin – án þess að ráða við það, hvað þá meira. Það er enginn ljós punktur í The New Guy, hún er ein- faldlega drepleiðinleg tímasóun og stappar örugglega ekki stálinu í nörda heimsins. Þeir verða einfald- lega ekki svalir eða fyndnir og ná aldrei í fallegustu stelpurnar. Það gerist aðeins í ruslfæðu frá Holly- wood. Sæbjörn Valdimarsson Nýr gaur, gömul lumma Smárabíó, Laugarásbíó Leikstjóri: Ed Decter. Handrit: David Kendall. Kvikmyndatökustjóri: Michael O’Shea. Tónlist: Ralph Sall. Aðalleik- endur: DJ Qualls, Lyle Lovett, Eddie Griff- in, Elizabeth Dushku. Sýningartími 85 mín. Columbia. Bandaríkin 2002. THE NEW GUY/NÝI GAURINN 0 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.