Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ VILHJÁLMUR Egilsson, formað- ur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segist draga þá ályktun af niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins að upphaflegt tilboð Búnaðarbank- ans í tengslum við hlutafélagavæð- ingu SPRON sé fallið um sjálft sig. Álitamálið sem menn standi frammi fyrir í dag varði hins vegar hvernig beri að túlka lagaákvæði um hámarksatkvæðisrétt í spari- sjóði. Skv. lögum um viðskiptabanka og sparisjóði er einstökum stofn- fjáreigendum aldrei heimilt að fara með meira en 5% af heildar- atkvæðamagni í sparisjóði og hugsanlega má líta svo á að mati Vilhjálms að hópur stofnfjáreig- enda sem komnir eru í samnings- samband við þriðja aðila um fram- sal stofnfjárbréfa geti ekki farið með meira en 5% atkvæðamagn sameiginlega. Mikilvægt sé að fá skýr svör Fjármálaefitlitsins um þetta fyrir fund stofnfjáreigenda í SPRON 12. ágúst. Var þetta til umræðu á fundi efnahags- og við- skiptanefndar í fyrradag. ,,Ég tel að sá þáttur í upphaf- legu tilboði og áformum Búnaðar- bankans sem snýr að hlutafjár- væðingu SPRON og sameiningu SPRON sem hlutafélags við Bún- aðarbankann sé fallinn um sjálfan sig og gangi ekki upp,“ segir Vil- hjálmur. ,,Málið snýst að mínu mati ekkert um það lengur. Það er því ekkert gat í lögunum vegna þeirra breytinga sem gerðar voru 2001,“ segir hann. ,,Það datt engum í hug að það myndi einhver sjá sér hag í því að kaupa stofnfé dýrum dómum til þess að ná völdum í sparisjóð- um með þessum hætti. Þess vegna voru menn ekkert að hafa áhyggjur af því. En það sem mál- ið veltur á núna er að mínum dómi túlkun á ákvæðum um há- marksatkvæðisrétt í sparisjóði,“ segir Vilhjálmur og vitnar í þessu sambandi í 35. grein laga um viðskiptabanka og sparisjóði en þar segir: ,,Stofnfjáreigendur skulu eiga jafnan hlut nema sam- þykktir heimili annað. Stofnfjár- eigendur skulu eiga jafnan at- kvæðisrétt nema öðruvísi sé ákveðið í samþykktum sparisjóðs. Þó er einstökum stofnfjáreigend- um aldrei heimilt, fyrir sjálfs sín hönd eða annarra, að fara með meira en 5% af heildaratkvæða- magni í sparisjóði, sbr. þó 98. gr. ef sveitarfélag er eini stofnfjáreig- andinn. Óheimilt er að fara með atkvæðisrétt samkvæmt þeim stofnfjárbréfum sem sparisjóður á sjálfur, sbr. 19. gr. Þar sem talað er um heildaratkvæðamagn í sparisjóði í lögum þessum er átt við heildaratkvæðamagn að frá- dregnum atkvæðum samkvæmt þeim stofnfjárbréfum sem spari- sjóður á sjálfur.“ Vilhjálmur segir að fá þurfi skýr svör við þeirri spurningu hvort hópur stofnfjáreigenda, sem eru í samningssambandi við þriðja aðila, geti reiknað sitt atkvæðavægi á 5%. ,,Ef komið er á samningssam- band við þriðja aðila, þ.e.a.s. Bún- aðarbankann, um þeirra atkvæði þá er spurningin sú hvort ekki beri að líta svo á að allur sá pakki megi bara vera 5%. Þetta á jafnt við um þá sem eru komnir í samn- ingssamband við Búnaðarbankann og eins þá sem komnir eru í samn- ingssamband við félag sem starfs- mennirnir eru að stofna. Ég tel að það þurfi að koma al- gjörlega skýrt fram hjá Fjármál- eftirltinu hvort svona tengsl, sem eru augljós, þar sem fyrir liggja tilboð og samningssamband er á milli þessara aðila, hefur áhrif á talningu á hámarksatkvæðarétti. Ef Fjármálaeftirlitið metur það svo að þegar svona samningssam- band er til staðar verði að líta á allan hópinn sem einn aðila, þá mundi það þýða að sá aðili getur ekki farið með meira en 5%,“ segir hann. Vilhjálmur Egilsson segir álitamál hver verði atkvæðisréttur stofnfjáreigenda Hugsanlegt að hópur- inn geti ekki farið með meira en 5% atkvæða ARI Bergmann Einarsson, formaður stjórnar Starfsmannasjóðs SPRON ehf., segir að tekist hafi að afla bindandi sölusamninga á ríflega þriðjungi stofnfjár í sparisjóðnum. Auk þess hafi Starfsmannasjóðurinn undir höndum söluloforð, umboð og loforð um stuðning við sjónarmið starfsmanna. Tilboðsfrestur átti upphaflega að renna út í fyrrakvöld en stjórn Starfsmannasjóðsins hefur ákveðið að framlengja frestinn til kl. 16 í dag, þar sem ekki hefur enn náðst til allra stofnfjár- eigenda. Í fréttatilkynningu frá félaginu í gær segir að stjórn sjóðsins telji að þetta muni nægja til þess að tilboð Starfsmannasjóðsins nái fram að ganga á fundi stofnfjáreigenda 12. ágúst, verði það samþykkt af Fjármálaeftirlitinu og framsal stofnfjárbréfa heimilað af stjórn SPRON. ,,Við teljum okkur vera komin með þá stöðu að við þurfum ekki að hafa áhyggjur lengur að öðru leyti en því að við bíðum þess hvort tilboðið verði samþykkt af Fjármálaeftirlitinu,“ segir hann. Á ekki von á svari Fjármálaeftilits fyrir fundinn 12. ágúst Að sögn Ara er ekki vitað hvenær afstaða Fjármálaeftirlitisns mun liggja fyrir en það hafi fjórar vikur til að fjalla um málið skv. lögum. Þess sé því ekki að vænta að afstaða Fjármála- eftirlitsins muni liggja fyrir fyrir fund stofnfjár- eigenda 12. ágúst. Aðspurður af hverju gera ætti ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið samþykkti frekar tilboð Starfs- mannasjóðsins en yfirtökutilboð Búnaðarbank- ans og fimm stofnfjáreigenda sagði Ari að grundvallarmunur væri á tilboðunum, ,,sem ligg- ur í því að við erum að tala um að kaupa ein- ungis stofnfé SPRON og að SPRON verði rekið áfram með sama hætti og verið hefur þannig að honum verði ekki breytt í hlutafélag. Búnaðar- bankinn var hins vegar að tala um að mynda hóp 30 leppa til að fara í kringum nýsett lög Alþing- is, og reyndar með þingmann í broddi fylkingar“, segir hann. Stofnfjáreigendurnir fimm hafa í samráði við Búnaðarbankann ákveðið að greiða kaupverð inn á lokaðan reikning í eigu þess stofnfjáreiganda sem selur strax við undirskrift og gildir það til- boð til hádegis á föstudag. Aðspurður kveðst Ari ekki telja að þetta útspil muni hafa nein áhrif. ,,Ég stórefast um að bankastjórar Búnaðarbank- ans og bankaráðsformaður, sem eru miklir sómamenn, geri sér grein fyrir þeim glannaskap sem er í gangi,“ sagði Ari. Hafa náð samningum um ríflega þriðjung stofnfjár Starfsmannasjóður SPRON telur að tilboðið nái fram að ganga LANDMANNALAUGAR hafa náð fyrri hita sínum og er ferðalöngum ekkert að vanbúnaði að njóta ver- unnar í náttúrulegri lauginni, að sögn skálavarðar, Helga Hjörleifs- sonar. Fréttir í lok júnímánaðar þess efnis að laugin væri köld eru að mati Helga oftúlkanir á nátt- úrulegu ferli vorleysinga, sem ár- lega kæla laugina í júnímánuði og byrjun júlí. Snjór var lítill í vetur og leysingar stóðu meira að segja styttra yfir en oft áður. Um miðjan júlí var laugin búin að ná fyrri kjörhita sínum og orðin heit, á bilinu 37–45 gráður. Fjöldi ferðamanna leggur leið sína í laugarnar, en þar eru erlend- ir ferðamenn í meirihluta. Nokkuð sést af Íslendingum, en margir þeirra skella sér í jeppabíltúr hand- an jökla um helgar. Hins vegar eru erlendir hópar í meirihluta hvað tjaldgesti áhrærir. Býður Helgi alla gesti velkomna í heimsókn í Land- mannalaugar, og eru þeir minntir á, að hafa baðfötin meðferðis. Morgunblaðið/Rax Landmannalaugar heitar og góðar JÓN G. Tómasson, formaður stjórn- ar SPRON, hefur sent eftirfarandi orðsendingu til nefndarmanna í efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis: „Undir lok nefndarfundarins í gær [þriðjudag] sagði Árni Tómasson bankastjóri að hann væri reiðubúinn til viðræðna við fulltrúa SPRON um lausn á málum. Í kvöldfréttum var skýrt frá nýju staðgreiðslutilboði með samþykki bankastjórnar Búnaðarbankans og í Mbl. og Fréttablaðinu í dag [mið- vikudag] birtist heilsíðuauglýsing, sem hlýtur að hafa verið samið um birtingu á áður en bankastjórinn við- hafði ofangreind ummæli. Í auglýs- ingunni er boðin greiðsla til stofn- fjáreigenda 14. ágúst – tveimur dögum eftir fund stofnfjáreigenda – og með þeim fyrirvara einum að stjórn SPRON hafi samþykkt fram- söl – framsöl gerð á grundvelli samn- ings sem Fjármálaeftirlitið hefur úr- skurðað að stjórninni beri að hafna. Þetta sýnir hvað orð bankastjór- ans um viðræður eru marktæk. Nú lofar Búnaðarbankinn greiðslum til stofnfjáreigenda fyrir að fella stjórn sparisjóðsins og þetta er bankinn reiðubúinn að gera þvert á niður- stöðu Fjármálaeftirlitsins, að maður nefni nú ekki vilja Alþingis og yfir- lýstan vilja viðskiptaráðherra. Ætla alþingismenn og stjórnvöld að láta þetta ganga yfir sig?“ Orðsending til nefndar- manna í efna- hags- og við- skiptanefnd KAUP stofnfjáreigendanna fimm á stofnfé í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hófust í gær og í frétta- tilkynningu frá þeim segir að kaupin hafi gengið framar vonum. ,,Kaupin fara þannig fram að aug- lýst hefur verið í blöðum, auk þess sem stofnfjáreigendurnir og starfs- menn Búnaðarbankans hafa verið við símann í miðstöð stofnfjáreig- enda, tekið við símtölum stofnfjár- eigenda og hringt í þá. Í samtölum við almenna stofnfjár- eigendur kemur fram að margir taka ekki í mál að afsala sér kosningarétti á fundi stofnfjáreigenda 12. ágúst næstkomandi. Stofnfjáreigendurnir fimm og Búnaðarbankinn gera ekki kröfu um afsal á kosningarétti í til- boði sínu en með því að samþykkja tilboð Starfsmannasjóðs Spron ehf. afsala seljendur sér kosningarétti. Á fundinum verður meðal annars kosið um vantrauststillögu Sveins Valfells á stjórn SPRON og ný stjórn kosin ef vantraustið verður samþykkt. Stofnfjáreigendurnir fimm hafa í samráði við Búnaðarbanka Íslands ákveðið að greiða kaupverð stofnfjár inn á lokaðan reikning í eigu þess sem selur strax við undirskrift,“ seg- ir í fréttatilkynningunni. Segja stofn- fjáreigendur ekki vilja af- sala sér kosn- ingarétti ♦ ♦ ♦ FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur umsókn fimm stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) enn til meðferðar en yfir- lýsing eftirlitsins er svofelld: „Fjár- málaeftirlitið vísar til greinargerðar Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hrl., sem birtist í Morgunblaðinu 31. júlí 2002, þar sem fram kemur að umbjóð- endur hans hafi fengið samþykki Fjármálaeftirlitsins við umsókn sinni um að þeir teljist hæfir til að eignast virkan eignarhlut í SPRON. Vegna þessa vill Fjármálaeftirlitið taka fram að það hefur umrædda umsókn enn til meðferðar. Hefur lögmanni fimm stofnfjáreigenda svo og Búnaðar- banka Íslands hf. verið gerð rökstudd grein fyrir framangreindu. Að öðru leyti vísar Fjármálaeftirlitið til grein- argerðar þess sem hefur verið birt op- inberlega af hálfu aðila.“ Yfirlýsing frá fjármála- eftirlitinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.