Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ Ó AÐ verkefnaskrá leikstjórans Marks Pellington sé ekki nema níu verk hingað til kennir þar ýmissa grasa. Hann hefur fengist við heimildamyndagerð í talsverðum mæli og gerði m.a. heimild- armyndina U2: Achtung Baby, sem fjallar um hljómsveitina U2, og Single Video Theory um sveit- ina Pearl Jam. Einnig hefur hann sjálfur leikstýrt tónlistarmynd- böndum og vann til MTV-verð- launa fyrir myndband við lagið „Jeremy“ með hljómsveitinni Pe- arl Jam. Hann hefur leikstýrt fjór- um bíómyndum í fullri lengd en síðustu tvær hafa hlotið góðar við- tökur gagnrýnenda sem og ann- arra áhugamanna um kvikmyndir. Sú fyrri var Arlington Road, sem var frumsýnd árið 1999 og skart- aði þeim Jeff Bridges og Tim Robbins í aðalhlutverkum. Hin er svo The Mothman Prophecies sem hér er til umfjöllunar. Myndin byggist á sönnum atburðum er gerðust í Point Pleasant í Penn- sylvaníu í Bandaríkjunum árið 1966. Brú hrundi með þeim afleið- ingum að tugir manna létust. Það sem markverðast þykir þó við sög- una er að fyrir slysið tilkynnti fjöldi fólks til yfirvalda undarlegar sýnir sem birst hefðu því að und- anförnu. Samræmi var í sýnum fólksins en flestir lýstu svartri veru sem minnti helst á vængj- aðan mann. Goðsögnin um Möl- flugumanninn (e. The Mothman) virtist vera orðin að veruleika. Rit- höfundurinn John A. Keel ritaði svo sögu atburðanna, byggða á sýnum sjónarvotta, sem enduðu á slysinu við brúna. Upplifun margra gerð að sögum fárra Mark Pellington svarar í símann heldur nefmæltri röddu og er meira en tilbúinn til að láta rekja úr sér garnirnar. Eins og við er að búast beinist talið fyrst að nýút- kominni mynd hans, The Mothman Prophecies. Hvað var það upphaflega við bók Johns Keel sem heillaði þig? „Ég las handritið sem Richard Hatem skrifaði áður en ég las bók Keels. Það sem heillaði mig var dulúðin sem umlykur söguna. Ég fékk mikinn áhuga á viðfangsefn- inu þegar ég las handritið og komst enn meira inn í söguna þeg- ar ég svo las bókina.“ Er handritið mjög frábrugðið upprunalegu sögunni? „Upprunalega sagan er eins konar annáll þar sem safnað var saman sögum margra einstaklinga sem upplifað höfðu svipaða hluti á um eins og hálfs árs tímabili. Þar var engin aðalpersóna og því ligg- ur aðalbreytingin í því að sögur fjölda einstaklinga voru gerðar að sögum fárra.“ Hvernig undirbýrðu þig fyrir að gera mynd um yfirnáttúrulega at- burði á borð við þessa? Varst þú mikill áhugamaður um þessi mál áður? „Nei í rauninni ekki. Ég hef þó alltaf haft mikinn áhuga á sálfræði og því óþekkta, huglægni og skynjun og spurningunni hvað er raunverulegt og hvað ekki. Ég undirbjó mig einfaldlega með því að hugsa mikið og reyna að skynja umhverfi mitt á nýjan hátt. Einnig reyndi ég að velta fyrir mér hvernig hverri persónu liði og hvað hún upplifði í þeim heimi sem ég bjó til í kringum þær.“ Margir atburðanna í myndinni eru fyrir áhorfendum mjög yfir- náttúrulegir og stundum jafnvel ótrúverðugir þótt þeir byggist á sönnum atburðum. Hvað er satt í sögunni og hvað ekki? „Brúin í Point Pleasant hrundi í raun og veru og fólk á svæðinu til- kynnti til yfirvalda sýnir sem það hafði séð fyrir atburðinn. Það gerðist allt í raun og veru. Fólkið kvaðst hafa séð bregða fyrir vængjuðu fyrirbæri og sumir til- kynntu um undarleg símtöl sem til þeirra bárust. Það hvort þessar sýnir og símtöl áttu sér svo stað í raun og veru er svo stóra spurn- ingin,“ segir Pellington. „Það eru ekki til neinar haldbærar sannanir fyrir þessu og við lékum okkur því með þá spurningu hvort þetta væri satt eða ekki. Áhorfendur verða að gera það upp við sjálfa sig hvað af þessu er satt og hvað ekki.“ Án sannana verður maður að efast Mark Pellington virðist hafa velt þessum hlutum vandlega fyrir sér og liggur því við að spyrja hann hvort áhugi hans á yfirnáttúru- legum atburðum hafi aukist við gerð myndarinnar og hvort hann sé mjög trúaður á hluti af þessu tagi. „Nei í rauninni ekki. Ég trúi á afl hugans og að hann geti kallað fram hinar ýmsu ímyndanir. Ég hef umgengist fólk sem getur framkallað hinar ýmsu ímyndanir í höfðinu á sér. Ég mundi því segja að ég trúi fyrst og fremst á mátt mannshugans og að hann geti framkallað hvaða hugarburð og hvaða upplifun sem er. En án vís- indalegra sannana eða ljósmynda sem staðfesta upplifanirnar verður maður að efast um stóran hluta af þessu öllu.“ Það var athyglisvert hversu ósýnilegur Mölflugumaðurinn var í raun í myndinni en þegar fyrir- bæri á borð við þetta er látið skjóta fólki skelk í bringu á hvíta tjaldinu er venjan að gera sem mest úr hryllingslegu útliti og hegðun skrímslisins. Mölflugumað- urinn birtist hins vegar eingöngu í því hvernig fólk upplifði hann eða teiknaði. Af hverju skyldi Pell- ington hafa valið að fara þessa leið? „Vegna þess að fólk upplifði hann á misunandi vegu. Þó að hann hefði borið sömu einkennin á flestum stöðum er verið að bera saman mismunandi upplifanir mjög ólíks fólks og óttinn við hið óþekkta brýst út á mismunandi vegu við að sjá hann; fólk upplifir hann sem mennskan, úr dýrarík- inu eða sem fugl. Það heillaði mig því engan veginn að gera mynd þar sem eitthvert eitt ákveðið skrímsli væri í aðalhlutverki.“ Myndirðu segja að myndin hefði einhvern sérstakan boðskap? „Nei, í rauninni ekki. Það eru margar hugmyndir og spurningar sem vakna við að horfa á myndina en ég myndi ekki segja að það væri eitthvað eitt sem stæði upp- úr.“ Eins og áður sagði hefur Pell- ington fengist talsvert við gerð heimildamynda og því leikur blaðamanni forvitni á að vita hvort aldrei hafi komið til greina að gera einfaldlega heimildarmynd um at- burðina, þar sem þeir gerðust í raun og veru. „Það hafa verið gerðar nokkrar heimildarmyndir um Mölflugu- manninn og margar hverjar mjög góðar. Ég hafði þó ekki nógu mik- inn áhuga á málefninu til að hafa það í þessu heimildamyndaformi.“ Ánægður með aðalleikarana The Mothman Prophecies segir frá blaðamanninum John Klein sem verður fyrir því að missa kon- una sína í kjölfar hræðilegs slyss sem að vissu leyti má rekja til sýnar sem birtist eiginkonunni rétt fyrir andlátið. Tveimur árum síðar er Klein á ferðalagi og lendir fyrir tilviljun í bænum Point Pleasant. Bærinn er í raun hundr- uð kílómetra frá þeim stað sem hann taldi sig vera á. Klein kynn- ist lögreglustjóra staðarins en hún segir honum frá undarlegum upp- lifunum sem bæjarbúar hafa til- kynnt til hennar að undanförnu. Klein er staðráðinn í að komast til botns í þessu undarlega máli en aðalhvatinn að áhuga hans er dauði eiginkonunnar tveimur árum áður. Söguþráðurinn verður svo ekki rakinn lengra hér, enda þykir það slæmur siður að segja frá enda bíómynda fyrirfram. Leikararnir standa sig með prýði en þar mæðir mest á Rich- ard Gere og Lauru Linney en þau fara með hlutverk John Klein og lögreglukonunnar Connie Parker. Hvaða eiginleika skyldu þau Gere og Linney hafa sem Pellington var að leita eftir fyrir hlutverkin? „Richard er þessi gáfaða per- sóna sem er með fullkomna stjórn á sínu lífi. Hann er mjög trúverð- urgur sem elskandi eiginmaður og blaðamaður í þessari mynd. Lauru einkennir glæsileiki og hún kom með trúverðugleika í hlutverkið. Hún passaði vel sem persónan sem allir treysta en hana prýða þessir mannlegu eiginleikar.“ Leikkonan Debra Messing er í myndinni í hádramatísku hlutverki en hún hefur hingað til verið þekktust fyrir gamanleik, meðal annars sem Grace Adler í Will og Grace. Hvers vegna skyldi Pellington hafa valið reynda gamanleikkonu í hlutverk hinnar dauðvona eig- inkonu? „Hún er leikkona og hefur lært list sína vel en það er alveg rétt hjá þér að hún hefur aðallega fengist við gamanleik hingað til. Ég hitti hana og ræddi við hana um ýmis málefni. Hún þurfti ekki að koma í prufu eða neitt slíkt. Við ræddum bara um lífið og tilveruna og deildum með okkur reynslusög- um og ég sá hjá henni þessa eig- inleika sem ég var að leita eftir, bæði fegurð og tifinninganæmi.“ Myndin var tekin í smábænum Kittaning, hvað var það við hann sem samsvaraði hinum uppruna- lega Point Pleasant? „Hann var hér um bil sömu stærðar og hafði þessa stóru brú í nágrenninu og það var aðallega það sem ég var að leita eftir. Kitt- aning hafði líka yfir sér þann blæ sem ég var að leita eftir, svona dapur en saklaus og góðlegur blær. Hann er draugalegur en þó vinalegur á sinn hátt.“ Ertu að vinna að einhverju nýju efni í augnarblikinu? Ætlar þú að halda áfram á þessu yfirnátt- úrulega sviði? „Ja, ég mun alltént halda áfram á svona sálfræðilegu sviði og jafn- vel fara yfir á svið drauma. Þau tvö verkefni sem ég er að vinna að núna tengjast þó ekki yfirnátt- úrulegum atburðum á beinan hátt en þau koma vissulega inn á svið mannshugans og það er svið sem ég hef alltaf haft mikinn áhuga á,“ segir Pellington að lokum en er ekki fáanlegur að útlista verkefnin tvö neitt nánar. Við verðum þá bara að bíða og sjá. Trú á mátt mannshugans Kvikmyndin The Mothman Prophecies var frumsýnd hér á landi á dögunum og hafa landsmenn fjölmennt í bíó til að berja hana augum og láta hræða sig örlítið. Birta Björnsdóttir ræddi við Mark Pellington, leikstjóra myndarinnar, um yfirnáttúrulega atburði og annað tengt myndinni. Mark Pellington mundar linsuna á tökustað. birta@mbl.is         , 5  %  3 .  :    !   3 .  ,   #1 ;"#                        ! !  "# %# &!  !  ''      Í GÆR, í Iðnó, kynntu aðstandendur Iceland Airwaves hátíðina á formleg- an hátt. Er þetta í fjórða sinn sem þessi tónlistarhátíð er haldin, en henni er m.a. ætlað það hlutverk að koma íslenskri tónlist á framfæri er- lendis. Í því skyni koma hingað hundruð manna erlendis frá til að fylgjast með framgangi hátíðarinn- ar. Búist er við um 2.000 erlendum gestum og ekki minna en 150 blaða- mönnum og hefur gestafjöldinn farið hækkandi með hverju ári. Um 60 íslenskar sveitir munu kynna sig á hátíðinni og fara tónleik- arnir fram víðsvegar um miðborgina. Á meðal sveita eru Leaves, Trabant, Vínyll, Mínus, Fidel og Singapore Sling. Þá verða dægurtónlistar- „stofnanir“ eins og Smekkleysa, Undirtónar og Tilraunaeldhúsið með uppákomur í kringum hátíðina. Ein- hverjar erlendar sveitir munu og troða upp. Laugardaginn 19. október verða svo stórtónleikar í Laugardalshöll þar sem plötusnúðurinn Fatboy Slim, ofurrokksveitin Hives, rappdú- ettinn Blackalicious, íslenska tæknó- sveitin Gus Gus, bandaríska rokk- sveitin Remy Zero og raf/danssveitin Xploding Plastix frá Noregi munu skemmta. Hátíðin hefur í gegnum árin vaxið jafnt og þétt að umfangi. Þannig verður opnuð í ár sérstök upplýs- ingamiðstöð, mánudaginn 14. októ- ber, hvar fjölmiðlafólk getur nálgast upplýsingar um íslenska dægurtón- list. Einnig mun koma út tímarit á vegum Iceland Airwaves sem verður á ensku. Þar verður íslensk dægur- tónlist kynnt, svo og íslensk menning almennt og höfuðborgin sem hýsir hátíðina. Á blaðamannafundinum var jafn- framt undirritaður samstarfssamn- ingur á milli Reykjavíkurborgar, Hr. Örlygs, sem er aðstandandi hátíðar- innar, og Flugleiða. Munu borgin og Flugleiðir verða fjárhagslegir bak- hjarlar hátíðarinnar næstu ár. Dægurmenningarhátíð með stóru D-i Morgunblaðið/Jim Smart Þau Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Ingibjörg Sólrún borgar- stýra og Þorsteinn Stephensen frá Hr. Örlygi takast í hendur. Iceland Airwaves 16.–20. október TENGLAR .................................................... www.icelandairwaves.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.