Morgunblaðið - 01.08.2002, Side 48

Morgunblaðið - 01.08.2002, Side 48
FRÉTTIR 48 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÓPUR breskra fornleifafræð- inga telur sig hafa fundið vísbend- ingu um að Evrópubúar hafi stundað tafl allt frá sjöttu öld. Taflmaður úr fílabeini fannst í júlí við uppgröft í hinni fornu borg Butrint þar sem nú er Suður-Albanía, skammt frá landa- mærum Grikklands. Fornleifafræð- ingarnir telja hann allt að 500 árum eldri en taflmenn sem áður hafa fundist í Evrópu. Forystumenn hópsins, sem er frá East Anglia-há- skólanum á Bretlandi, segja að þessi fundur sýni að skákin eigi sér mun lengri sögu í Evrópu en fram til þessa hefur verið talið. Skák er talin eiga rætur að rekja til Indlands á sjöttu öld. Þaðan er hún talin hafa borist til Evrópu í gegnum Persíu (Íran). Elstu heimildir um skák í Norður-Evrópu eru frá síðari hluta tíundu aldar. Við lok elleftu aldar var skák orðin vel þekkt sem dægra- stytting meðal aðalsmanna út um alla Evrópu. Taflmaðurinn sem fannst í Butrint er fjórir sentimetrar á hæð og er að- eins lítillega skemmdur. Prófessor Richard Hodges, sem er einn af for- ystumönnum leiðangursins, segir að líklega sé um kóng eða drottingu að ræða. Hann dregur þá ályktun af krossi efst á taflmanninum, en verið er að kanna málið betur. Hann segir einnig að sagnfræðingar telji að skák hafi orðið vinsæl í Evrópu á tólftu öld og vísar í því sambandi til hins merkilega fundar á Lewis-eyju þar sem fjöldi haganlega gerðra tafl- manna úr rostungstönn fannst árið 1831. Talið er að þeir séu frá tólftu öld og jafnvel er talið hugsanlegt að þeir hafi verið smíðaðir hér á landi. Þess má geta að afsteypa af Lewis– taflmönnunum er nú til sýnis á hinni stórmerkilegu sýningu Þjóðmenn- ingarhússins sem helguð er skákarfi Íslendinga og 30 ára afmæli einvígis þeirra Fischers og Spasskys. Þar má einnig sjá forna taflmenn (hneftafl) sem fundust hér á landi og eru meðal helstu dýrgripa Þjóðminjasafnsins. Fróðlegt verður að fylgjast með fréttum af fundinum í Butrint, en t.d. hefur ekki komið fram hvort fleiri at- riði styðja það að hér sé raunveru- lega um taflmann að ræða, en forn- leifafræðingarnir virðast sannfærðir um að svo sé. Jón Garðar gerði jafntefli við John van der Wiel á Lost Boys-mótinu Þeir Jón Garðar Viðarsson og Gylfi Þór Þórhallsson taka nú þátt í hinu árlega Lost Boys-skákmóti í Amsterdam. Fimm umferðum er lokið. Jón Garðar hefur 2½ vinning og er í 38.–58. sæti, en Gylfi hefur ½ vinning og er í 97.–99. sæti. Í annarri umferð gerði Jón Garðar jafntefli við hollenska stórmeistaran John van der Wiel (2.506). Helgi Áss lenti í 2.–14. sæti í Dresden Helgi Áss Grétarsson fór taplaus í gegnum alþjóðlega skákmótið í Dresden og hafnaði í 2.–14. sæti með 7 vinninga í 9 skákum. Lenka Ptacni- kova hlaut 5½ vinning og hafnaði í 54.–85. sæti. Alexander Graf (2.624) sigraði á mótinu og fékk 8 vinninga. Politiken Cup Þeir Guðmundur Kjartansson og Dagur Arngrímsson stóðu sig báðir með prýði á Politiken Cup-skák- mótinu í Kaupmannahöfn. Guð- mundur hlaut 6 vinninga í 11 um- ferðum og hafnaði í 59.–83. sæti. Dagur hlaut 5½ vinning og hafnaði í 84.–107. sæti. Þeir Sergei Tiviakov (2.628), Alexander Beliavsky (2.652) og Ruben Felgaer (2.509) sigruðu á mótinu, fengu 8½ vinning. Stefán og Magnús Örn fengu 5½ vinning í Tékklandi Þeir Stefán Kristjánsson og Magnús Örn Úlfarsson stóðu sig best Íslendinganna á Opna tékk- neska meistaramótinu sem fram fór í Pardubice í Tékklandi. Þeir enduðu báðir með 5½ vinning af 9. Loka- staða íslensku skákmannanna í A- flokki varð sem hér segir: 52.–83. Stefán Kristjánsson, Magnús Örn Úlfarsson 5½ v. 133.–183. Páll Þórarinsson 4½ v. 184.–229. Arnar E. Gunnarsson, Jón Árni Halldórsson, Halldór Brynjar Halldórsson, Bragi Þor- finnsson og Sigurbjörn J. Björnsson 4 v. 230.–260. Einar K. Einarsson 3½ v. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1.–7. Vladislav Borovikov (2.570), Peter Acs (2.560), Zbynek Hracek (2.600), Dmitry Jakovenko (2.552), Valery Neverov (2.587), Ernesto In- arkiev (2.545), Vladimir Burmakin (2.574) 7 v. Í B-flokki var árangur Íslending- anna þessi: Haraldur Baldursson og Sverrir Norðfjörð 4½ v. Harpa Ingólfsdóttir 3½ v. Óskar Haraldsson og Sigurður Ingason 3 v. Anna Björg Þorgrímsdóttir 2½ v. Hrannar Baldursson sigraði á fimmta Halló!-mótinu Hrannar Baldursson sigraði á fimmta mótinu í Bikarsyrpu Halló! sem fram fór á ICC um síðustu helgi, en hann býr í Mexíkó. Alls tóku 30 skákmenn þátt í mótinu. Sjötta mót- ið í Halló!-syrpunni fer fram 25. ágúst. Úrslit fimmta mótsins: 1. Hrannar Baldursson 7½ v. af 9 2.–3. Björn Ívar Karlsson, Andri Áss Grétarsson 6½ v. 4.–6. Björn Þorfinnsson, Snorri Guðjón Bergsson, Áskell Örn Kára- son 6 v. 7.–9. Davíð Kjartansson, Rúnar Sigurpálsson, Guðmundur Gíslason 5½ v. 10.–13. Jóhann H. Ragnarsson, Róbert Harðarson, Davíð Ólafsson, Gunnar Björnsson 5 v. 14.–16. Ingvar Ásmundsson, Bragi Halldórsson, Sæberg Sigurðs- son 4½ v. o.s.frv. Skákstjóri var Sickacen, en hon- um til aðstoðar var Gunnar Björns- son. Röð efstu manna í Bikarsyrp- unni er nú þessi: 1. Björn Þorfinnsson 29½ v. 2. Snorri Guðjón Bergsson 26 v. 3. Hrannar Baldursson 24 v. 4.–5. Magnús Magnússon, Rúnar Sigurpálsson 23½ v. Fornar minjar finnast um tafl- mennsku í Evrópu SKÁK Butrint, Albanía TAFLMAÐUR FRÁ SJÖTTU ÖLD Júlí 2002 Daði Örn Jónsson Reuters Í SÍÐUSTU fimmtudagskvöldgöngu þjóðgarðsins á Þingvöllum í sumar mun dr. Ólína Þorvarðardóttir, skóla- meistari og sérfræðingur í galdra- málum, fræða vegfarendur um galdramál 17. aldar og framkvæmd brennudóma á Alþingi. Göngurnar hafa verið afar vel sóttar. Fjöldi manns hefur mætt í allar göngurnar og notið leiðsagnar fræðimanna og landvarða en í sumar göngurnar komu yfir 200 manns. Alþingi var sá vettvangur réttar- kerfisins þar sem dæma skyldi í lífs- og ærusökum á Íslandi. Heimildir sanna þó að oft varð misbrestur á þessu og að landsmenn kunnu lögin ekki til hlítar. Margir meintir galdra- menn voru því brenndir á báli í héraði án þess að mál þeirra kæmu til Al- þingis fyrr en að aftöku afstaðinni. Þannig voru ellefu Íslendingar brenndir héraðsbrennu en níu voru dæmdir og brenndir á Þingvöllum „að mörgum góðum mönnum nærverandi jafnt innan vébanda sem utan“ eins og stundum segir í Alþingisbókum. Safnast verður saman við útsýnis- skífuna á Hakinu í kvöld þar sem gengið er niður í Almannagjá kl. 20:00. Þaðan verður gengið niður Al- mannagjá og staldrað við á þeim stöð- um þar sem brennudómar voru upp- kveðnir og þeim framfylgt, Lögréttu og Brennugjá. Gangan tekur um tvo tíma. Sagt frá galdrabrenn- um á Þingvöllum IÐANDI dagar verða á Flúðum og í nágrenni um verslunarmannahelg- ina og verður fjölbreytt afþreying í boði. Dagskráin er sniðin að áhuga fjölskyldufólks. Á Iðandi dögum verður haldin grettukeppni, Íslandsmót í míkadó, hjóna- og krakkafitness, hin eina sanna furðubátakeppni, lifandi tón- list alla helgina, gönguferðir, sund, golf, varðeldur, markaður, hand- verk, fjöldasöngur og ekki má gleyma lokaumferðinnni í traktor- storfærunni vinsælu. Þá verða ýmis tilboð hjá ferðaþjónustuaðilum þessa helgi. Allir eru velkomnir á Flúðir. Iðandi dagar á Flúðum ÚT er komið nýtt hefti af Barnagát- um. Efni blaðsins eru krossgátur og aðrar þrautir, sem ætlaðar eru byrj- endum. Lausn fylgir hverri gátu. Út- gefandi er Ó.P. útgáfan ehf. Blaðið fæst í öllum helstu verslunum og söluturnum. Barnagátur komnar út „ÁIN er að fara í um 900 laxa og það gengur vel núna, nóg af fiski á báðum svæðum og hollin eru að skila góðri veiði. Það er þó skelfilegt hvað þessu hefur verið misskipt í sumar, júní var að heita ónýtur. Ég fór sjálfur í Þver- ána seinnipart júní og það var enginn lax og sáralítið vatn í ánni. Upp úr því fór að ganga betur og júlí hefur allur verið góður, sérstaklega eftir að það rigndi upp úr þeim tíunda,“ sagði Jón Ólafsson, einn leigutaka Þverár/ Kjarrár, í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun. Þorsteinn ekki eins hress Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpa- stöðum, formaður Veiðifélags Gríms- ár, sagði veiðina ekki eins góða og þeir hefðu vænst miðað við lýsingar fiskifræðinga á góðum seiðaárgangi sem fór úr ánni í fyrra og góðu gengi annars staðar, t.d. í Norðurá. „Það eru komnir á fjórða hundrað laxar á land. Það er holl í ánni núna sem er komið með 26 laxa eftir tvo daga, á einn dag eftir. Þetta er minna en menn hefðu viljað hérna, en samt er ekki neinn dauði. Það er talsverður lax í ánni en hefur tekið grannt og illa. Menn hafa misst marga fiska. Það er að vísu enn að ganga nýr lax, en ég á ekki von á því að ástandið gjörbreyt- ist, þótt auðvitað væri gaman ef það glæddist eitthvað,“ sagði Þorsteinn í gær. Stærsti lax sumarsins í Grímsá var 18 punda, en mest er um ágætan eins árs lax. Annars staðar í Borgarfirði Þær voru dálítið orðum auknar fregnirnar um að Gljúfurá væri að fyllast af fiski. Eftir stutt skot upp á fimmtán laxa á þremur dögum á dög- unum komu holl með vönu fólki sem fengu aðeins tvo og þrjá laxa hvort, en þá flóðrigndi og næsta holl fékk kjörskilyrði og landaði átta löxum. Síðan hefur lítið veiðst, mest fyrir litla ástundun og óheppni veiðimanna, að mati Birnu G. Konráðsdóttur veiði- varðar, sem sagði menn sjá talsvert af laxi eftir flóðið á dögunum. Eitthvert kropp er í Reykjadalsá í Borgarfirði, síðasta holl náði fjórum á land og menn sjá fisk víða í ánni, en hún er geysilega viðkvæm. Vel hefur veiðst í Flóku og óstað- fest tala sem barst okkur var að áin væri komin nokkuð á annað hundrað laxa. Fín skot eru og í Straumunum og Brennunni, veiðast stundum fjórir til átta laxar á dag auk sjóbirtinga. Skin og skúrir í Borgarfirði Jón Ástráður Jónsson, Davíð Eyrbekk, Sigþór Óskarsson, Guðmundur Óskarsson, Gunnar Óskarsson og Óskar Færseth með 12 laxa, þar af þrjá 12 punda. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Í DAG, fimmtudaginn 1. ágúst, frá kl. 13–17 verður kynnt ostagerð á Ís- landi, fyrr og nú, á Minjasafni Aust- urlands, Egilsstöðum. Starfsfólk Mjólkurbús Flóamanna, Egilsstöð- um verður á staðnum. Uppákoman er styrkt af Osta- og smjörsölunni sf., en boðið verður upp á sýnishorn af íslenskum ostum fyrir gesti og gangandi til að bragða á. All- ir eru velkomnir. Þjóðháttadagar á Minjasafni Austurlands MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Halldóri Þorgeirssyni f.h. Kvikmyndafélags- ins Umba. „Að gefnu tilefni vill Kvikmynda- félagið Umbi benda á að ummæli Vil- hjálms Egilssonar um úthlutun kvik- myndasjóðs séu honum sjálfum til vansa. Úthlutunarnefnd var á engan hátt stillt upp við vegg af hálfu Kvik- myndafélagsins Umba. Það að kvik- mynd fari í gang áður en styrkur komi til frá kvikmyndasjóði eru eng- inn nýmæli og setur það því engar kvaðir á úthlutunarnefnd. Úthlut- unnarnefnd Kvikmyndasjóðs hefur bæði veitt styrki og hafnað til mynda sem komnar eru í gang við úthlutun. Eina tilraun til þess að stilla út- hlutunarnefnd upp við vegg var gerð af formanni stjórnar Kvikmynda- sjóðs er hann mætti á fund úthlut- unarnefndar. Úthlutunarnefnd er skipuð með það að markmiði að starfa sjálfstætt án áhrifa frá stjórn sjóðsins og leggja hlutlaust mat á þau verkefni sem eru í pottinum. Formaður sjóðsins veit manna best að sjóðurinn styrkir ekki sjón- varpsmyndir og fjölmörgum verk- efnum hefur verið synjað á þeim grundvelli. Því til stuðnings viljum við benda á nýlega skýrslu sem var til umfjöllunar í fréttum fyrir tæpum mánuði síðan. Það er gleðiefni að pólitískt skip- aður formaður kvikmyndasjóðs skuli sýna áhuga á að veita fé til sjón- varpsverkefna en nær væri að hann tæki það mál upp á þingi heldur en að reyna upp á sitt eindæmi að breyta sjóði sem samkvæmt lögum er ætlaður í annað. Ef til vill væri ráð að Alþingi veitti fé í eigin kvikmyndasjóð, þannig að þingmenn gætu framleitt myndir fyrir land og þjóð.“ Segir ummæli formanns- ins honum til vansa ALVIÐRA efnir, í samvinnu við UMFÍ, til skógargöngu um Þrastar- skóg laugardaginn 3. ágúst. Þrastarskógur er talinn til fegurstu skóga landsins og býr yfir mikilli fjöl- breytni í gróðurfari og fuglalífi, segir í tilkynningu frá Alviðru. Mæting er í Alviðru, fræðslusetri Landverndar við Sog í Ölfusi, fyrir klukkan 14 en gangan tekur um tvo tíma. Böðvar Pálsson, bóndi á Búrfelli, mun leiða gönguna og gleðja gesti með harmonikuleik. Gangan er létt og á flestra færi og það verður boðið upp á kakó, ketilkaffi og kleinur. Þátttökugjald er 700 krónur fyrir fullorðna, það er ókeypis fyrir börn og veitingar eru innifaldar. Skógarganga um Þrastarskóg FÖSTUDAGINN 2. ágúst næstkom- andi kl. 11 heldur Rúnar Unnþórs- son fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í verkfræði. Verkefnið heitir „A Tabular Reinforcement Approach to Generalized Scheduling using Forgetting Mechanisms“ eða „Lærdómur og bestun á verkniður- röðunarvandamálum“. Fyrirlestur- inn verður fluttur í stofu 158 í VR-II við Hjarðarhaga 2–6. Fyrirlestur í verkfræði HINN 24. júlí sl. um kl. 15 varð árekstur á gatnamótum Reykjanes- brautar og Smiðjuvegar. Skullu þar saman bifreiðarnar MD-832, sem er grá Opel-fólksbifreið, og AH-187, sem er rauð Renault-sendibifreið. Opel-bifreiðinni var ekið norður Reykjanesbraut en sendibifreiðinni ekið af Smiðjuvegi áleiðis norður eftir Reykjanesbrautina. Umferð um gatnamótin er stjórnað með ljósum. Ágreiningur er um stöðu ljósanna er áreksturinn átti sér stað. Þeir sem geta gefið frekari upplýsingar eru beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.