Morgunblaðið - 01.08.2002, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 01.08.2002, Qupperneq 53
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 53 Útsalan SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 12.00-18.00 LAUGARDAGA FRÁ KL. 10.00-16.00 Nú er tækifæri til að gera góð kaup 50% afsláttur kl. 12.00 hefst í dag af öllum skóm „ÉG ER með hjálm, ekkert kemur fyrir mig.“ Þessa setningu hef ég heyrt börn segja. Af því að dæma hvað mörg börn slasast við hjólreiðar mætti ætla að foreldrar hugsi eins. Þeir setja hjálm á barnið, veifu á hjól- ið og segja svo: Passaðu þig á bíl- unum. Hver eru skilaboðin til barns- ins, getur barnið bjargað sér í því umhverfi sem það býr í? Það er spurning sem foreldrar þurfa að svara hver fyrir sig. Enginn annar getur tekið þá ábyrgð frá þeim, þeirra er að vega og meta hvað barn- ið getur og getur ekki. Sumstaðar er umhverfið við heim- ili barna gott, akandi og gangandi umferð er vel aðskilin. Annars staðar eru aðstæður slæmar og börn geta ekki hjólað án eftirlits fullorðinna. Börn eru ekki litlir fullorðnir, þau skynja veröldina á annan hátt en við sem eldri erum og reynsluríkari. Barn skynjar t.d. ekki að ökumaður þarf ákveðinn tíma til þess að stöðva ökutækið, þau skynja heldur ekki fjarlægð bíla á sama hátt og við. Við- brögð þeirra eru sein, og síðast en ekki síst þá ráða þau ekki við flókinn búnað á reiðhjólum. Börn yngri en 10 til 12 ára eru ófær um að hjóla á akbrautum. Fyrr hafa þau ekki þann þroska og reynslu sem þarf til að hjóla samhliða bifreiðum. Öruggast er því fyrir börn að hjóla á gangstéttum, göngu- og hjólreiða- stígum. Og síðast en ekki síst þurfa börn eftirlit og reglur til þess að fara eftir. Þær reglur eiga foreldrar að setja börnum sínum. Hlutverk þeirra er að kenna barninu aðgætni og til- litssemi, það er ekki nóg að kaupa fínt hjól og hjálm ef kunnáttu, aðgætni og tillitssemi vantar hjá barninu. Börn ala sig ekki upp sjálf. MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR, fræðslufulltrúi Umferðarráðs. Börn læri aðgætni og tillitssemi Frá Margréti Sæmundsdóttur: Morgunblaðið/Kristinn VIKUNA 15.–21. júní fóru 25 fé- lagar úr Stúlknakór Háteigskirkju á aldrinum 12–15 ára í söngferða- lag til Ítalíu. Dvalið var á ítölsku fjölskylduhóteli sem er í strand- bænum Marina De Massa í Tosc- anahéraðinu. Stúlkurnar sungu við messu og einnig á tónleikum í kirkjunni í strandbænum. Höfðu þeir tónleikar verið auglýstir og var fjöldi manns mættur. Fengu kórfélagar gríðarlega góðar und- irtektir áheyrenda. Þá var sungið við kaþólska messu í dómkirkjunni í gamla bænum í Massa. Við þá messu var einnig mættur kór frá Þorlákshöfn og sungu kórarnar saman eftir messuna í kirkjunni og einnig á kirkjutröppunum. Stúlknakórinn nýtti einnig ferð- ina til að kynnast ítalskri menn- ingu og var t.d. farið í ferð til Písa þar sem skakki turninn var skoð- aður. Mikill undirbúningur hafði verið síðastliðinn vetur fyrir ferðalagið varðandi fjáröflun. Unnu kórfélag- ar og aðstandendur þeirra ötullega að því og fengu góðan stuðning margra aðila. Þessi ferð var einnig styrkt með fjárframlögum af sókn- arnefnd Háteigskirkju, Reykjavík- urprófastsdæmi vestra og VISA Ísland. Er hér með ofantöldum færðar bestu þakkir fyrir stuðning- inn. Kórstjóri Stúlknakórsins er Birna Björnsdóttir og undirleikari í ferðinni var Ástríður Haralds- dóttir. Með í ferðinni voru einnig 7 foreldrar til aðstoðar. Mikil eftirvænting hafði verið fyrir þessa ferð og má fullyrða að þær væntingar hafi staðist og einn- ig að kórfélagar voru í einu og öllu landi og þjóð til mikils sóma. BIRNA BJÖRNSDÓTTIR, kórstjóri Stúlknakórs Háteigskirkju. Stúlknakór Há- teigskirkju á Ítalíu Frá Birnu Björnsdóttur: Stúlknakór Háteigskirkju á tröppum dómkirkjunnar í Massa á Ítalíu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.