Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ WORLD PRESS PHOTO S Ý N I N G Sýning á bestu fréttaljósmyndum ársins 2001 stendur yfir í Kringlunni frá 26. júlí til 6. ágúst. Samhliða sýningunni verður sýning á úrvali mynda ljósmyndara Morgunblaðsins. ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN Verðlaunamynd ársins 2001, Erik Refner, Danmörk. SÍÐASTLIÐINN laugardag opn- aði Hulda Vilhjálmsdóttir myndlist- arsýninguna „Hvaða dyr?“ í Galleríi Sævars Karls. Hulda útskrifaðist frá málaradeild Listaháskóla Ís- lands árið 2000 og er þetta þriðja einkasýning hennar. Á sýningunni eru aðallega olíumálverk, en að auki sýnir hún skúlptúr, myndbandsverk og myndskreytta ljóðabók, en ljóðin í bókinni tengjast málverkunum. Efnistök Huldu teljast til ex- pressjónismans en eru jafnframt barnaleg (naíf). Fígúrur í myndun- um eru flatar og ókláraðar, striginn er gjarnan ber og aðeins málaður að hluta og notar listakonan texta í málverkin ekki ólíkt því sem David Hockney gerði á sjöunda áratugn- um. Vinnubrögð hennar eru þó fjarri því að vera jafnvönduð eða „akademísk“ og hjá Hockney, held- ur eru þau hroðvirknisleg og jafnvel ósjálfráð. Verkin eru feminísk í anda „Bad girls“ (slæmar stelpur) sem voru áberandi í myndlist, skáldskap og popptónlist síðastliðins áratugar. Þær þóttu beinskeyttar og voru lítið gefnar fyrir viðkvæmni eða tepru- skap. Ekki er úr vegi að nefna ís- lensku listakonuna Rósku í því sam- bandi og segja má að hún sé okkar „Bad girl“ á áttunda og níunda ára- tugnum. Í alþjóðlegri samtímalist eru Sue Williams og Sarah Lucas eflaust helsta ímynd „slæmra stelpna“ og eru þekktar fyrir djörf og ruddaleg verk, þótt Sue Williams hafi róast talsvert með árunum og vinni nú frekar falleg abstraktmál- verk. Verk Huldu birtast mér sem per- sónulegur reynsluheimur listakon- unnar. Barnaleg efnistökin saman við ádeilið myndefni geta verið ögr- andi og er það helsti styrkur mál- verkanna. Verkin eru þó misjöfn og hallast ég mest að málverkinu „Yfir öllu“ sem er mynd af konu, án höf- uðs og handa, klædd vínrauðum blúndukjól og stendur í tveim vatnsglösum. Henni að baki er hringform eins og er oft í indversk- um gyðjumyndum. Hringformið getur líka verið hola sem kallast á við reðurlagað formið í verkinu „Fjall“ sem hangir á veggnum á móti. Reðurlagaðan fjallstindinn má sjá sem ádeilu á hefð íslenska landslagsmálverksins, en hún bygg- ist að mestu á málverkum eftir karlkyns listamenn. Skúlptúr Huldu, eða innsetning eins og hún kýs að kalla það, er hlutir sem hún raðar saman á af- mörkuðum gólffleti. Skúlptúrinn er eins og tilraun til að koma tvívíðri mynd í þrívídd, en virkar meira sem uppstilling, sem málverkin eru ann- ars laus við. Sýnist mér listakonan vera þar að fóta sig í öðrum miðlum til að útfæra hugmyndir sínar en hefur enn ekki sleppt sér eins og hún gerir í málverkunum. Svipað má segja um myndbandsverkið „María“, sem sýnir listakonuna ganga um bæinn í Maríugervi, biðja bænir og lofa almættið. Gerning- urinn er í sjálfu sér ágætur, en myndbandið er heldur kurteisislegt innan um önnur verk á sýningunni. Sýningin ber þess merki að lista- konan sé enn nokkuð leitandi, þótt stílbrigði hennar og nálgun sé orðin ljós. Að sama skapi verður forviti- legt að sjá hvert leitin mun leiða hana, því að Hulda er í örri þróun og gæti látið mikið að sér kveða í ís- lensku myndlistarlífi í framtíðinni. Persónulegur reynsluheimur listakonu MYNDLIST Gallerí Sævars Karls Sýningin stendur til 17. ágúst og er opin á verslunartíma. MÁLVERK OG BLÖNDUÐ TÆKNI HULDA VILHJÁLMSDÓTTIR Málverk Huldu Vilhjálmsdóttur „Yfir öllu“ á sýningu hennar í Galleríi Sævars Karls. Jón B. K. Ransu Á CAFÉ Milano, Faxafeni 11, stend- ur nú yfir málverkasýning Sigur- rósar Stefánsdóttur. Verkin eru máluð með olíu og hafa skírskotun í farvegi, línur og form úr landslagi sem lýsa sýn myndlistarkonunnar á tengingu mannsins við hina ýmsu farvegi náttúrunnar. Sigurrós er búsett í Kópavogi og hefur sett upp nokkrar sýningar og tekið þátt í samsýningum. Hún út- skrifaðist úr málunardeild Mynd- listarskólans á Akureyri vorið 1997. Sýningin stendur til loka ágúst- mánaðar og er opin virka daga kl. 9–23.30, laugardaga til kl. 18 og sunnudaga kl. 13–18. Málverk á Café Milano
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.