Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Er veggjakrot vandamál? Við höfum lausnina. Seljum hreinsilög á 5 l brúsum. Lynghálsi 4, sími 588 8881. DVALARHEIMILIÐ Ás fagnaði 50 ára starfsafmæli um síðastliðna helgi. Afmælið hófst með móttöku sem haldin var í Ásbúð, Bröttuhlíð, föstudaginn 26. júlí. Boðið var upp á veitingar, tónlist og ræðuhöld. Í móttökuna mætti m.a. Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra. Opið hús var laugardaginn 27. júlí. Þar gafst gestum tækifæri á að skoða starfsemi Áss. Hjúkrunarheimilið var til sýnis og önnur hús heim- ilisfólks, svo og garðyrkjustöðin í Heiðmörk 32. Boðið var upp á grill- aðar pylsur og ís, lúðrasveit spilaði, haldið var opið púttmót, trúðar komu í heimsókn og sýndu listir sín- ar og fleira. Afmælishátíðinni lauk síðan sunnudaginn 28. júlí með há- tíðarmessu í Hveragerðiskirkju. Umsjón hátíðarinnar var í höndum Félags fyrrverandi sóknarpresta. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson predikaði og séra Tómas Guð- mundsson, fyrrverandi prófastur, þjónaði fyrir altari. Tónlistarflutn- ingur fór fram í kirkjunni nokkru áður en guðsþjónustan hófst, með orgelleik, einsöng og fiðluleik. Org- anisti og umsjónarmaður tónlistar- flutnings var Kjartan Ólafsson. Að sögn Gísla Páls Pálssonar, framkvæmdastjóra í Ási, hófst rekstur Dvalarheimilisins Áss formlega 26. júlí árið 1952. Í upp- hafi voru heimilismenn fjórir en þeim fjölgaði fljótt. Sýslunefndin lagði til heimilisins húsið í Hvera- hlíð 17 ásamt þremur öðrum húsum en Grund keypti og byggði fleiri hús næstu árin. Veruleg aukning varð á starf- seminni í Ási á árunum 1960–1980 og fjölgaði heimilismönnum jafnt og þétt. Mörg hús voru keypt við Frumskóga, Bláskóga, Hverahlíð og Bröttuhlíð. Byggðar voru 15 hjónaíbúðir við Bröttuhlíð og Klettahlíð. Föndurskálinn í Frum- skógum var byggður auk þess sem verulegar endurbætur voru gerðar á þeim húsum sem voru keypt. Upp úr 1980 fækkar heimilismönnum í Ási nokkuð allt til ársins 1995 en þeim fór smám saman fjölgandi eft- ir það. Garðyrkjustöð og trésmíðaverk- stæði er ef til vill ekki hefðbundinn hluti af rekstri elliheimilis. Engu að síður hefur Ás rekið hvort tveggja um áratuga skeið. Á trésmíðaverk- stæðinu hafa ýmsir hlutir verið smíðaðir bæði fyrir Grund og Ás. Má þar nefna glugga, hurðir, inn- réttingar og fleira. Í garðyrkjustöð- inni er ræktað grænmeti og blóm sem notuð eru á dvalarheimilinu. Þá hafa þeir heimilismenn í Ási, sem það vilja og geta, unnið létt störf í garðyrkjustöðinni. Þessi þáttur starfseminnar er mjög mik- ilvægur og nauðsynlegt að geta boðið heimilisfólkinu upp á þessi fjölbreyttu störf. Þá hafa blómin sett hlýjan og fallegan svip á Ás. Rannsóknastofnunin í Neðra-Ási var stofnuð í lok sjöunda áratug- arins. Hlutverk hennar er að sinna ýmiss konar rannsóknum sem varða íslenska náttúru og fleira því tengdu. Alls hafa verið gefin út yfir 50 vísindarit og skýrslur á vegum stofnunarinnar. Samstarf Neðra- Áss, Háskóla Íslands, fyrirtækisins Prokaria, Hveragerðisbæjar og Garðyrkjuskóla ríkisins um rekstur Rannsókna- og fræðaseturs Há- skóla Íslands í Hveragerði hefur staðið yfir undanfarin ár. Þannig hefur þáttur Neðra-Áss sem vís- indastofnunar verið tryggður til framtíðar. Þetta samstarf hefur gengið með ágætum og starfsemin er í dag rekin í húsnæði rannsókn- arstofnunarinnar í Heiðmörk 34 í Hveragerði. Þessi mikla uppbygging í Ási er fyrst og fremst einum manni að þakka, Gísla Sigurbjörnssyni for- stjóra. Með mikilli vinnuhörku, út- sjónarsemi og óbilandi trú á Hvera- gerði náði hann að virkja aðra með sér í þetta uppbyggingarstarf. Lík- legt er að í huga hans hafi Hvera- gerði verið fyrsta flokks bær fyrir þessa starfsemi. Þá má ekki gleyma konu hans, frú Helgu Björnsdóttur, sem stóð sterk við hlið hans alla ævi og studdi hann til góðra verka. Frá upphafi hefur snyrtimennska ein- kennt starfsemina í Ási. Þar kemur einkanlega til áhersla Gísla á fagurt umhverfi og góða umgengni. Á göngu sinni um garðana í Ási tíndi hann ávallt upp það rusl sem varð á vegi hans og oftar en ekki setti hann það í vasann og fann því svo stað í ruslafötu. Í dag eru 156 heimilismenn í Ási. 26 á hjúkrunarheimilinu, 70 dval- arrými og 60 geðdeildarrými sem rekin eru í samvinnu við geðdeild Landspítalans. Það samstarf hófst á sjöunda áratugnum og hefur í alla staði gengið mjög vel. Geðlæknir og geðhjúkrunarfræðingur á vegum Landspítala – háskólasjúkrahúss sjá um hluta þjónustunnar við þessa einstaklinga og læknir, hjúkr- unarfræðingar og annað starfsfólk í Ási sér um annað sem upp á vant- ar. Margt gott starfsfólk hefur unnið lengi í Ási og starfsmannavelta er tiltölulega lítil miðað við heimili í svipuðum rekstri. Framtíð Áss er björt. Möguleg uppbygging í fram- tíðinni er á þremur stöðum. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að stækka hjúkrunarheimilið. Viðbygging við það yrði í austurátt þar sem skrif- stofur Hveragerðisbæjar eru í dag. Grund hefur kauprétt á húsinu frá árinu 2012 til ársins 2014 og myndi það hús þá verða rifið og 26 rúma hjúkrunardeild byggð í staðinn. Ekki þyrfti að byggja aðra þjón- ustuþætti svo sem hárgreiðslu, fót- snyrtingu, sjúkraþjálfun og skrif- stofu þar sem sú aðstaða er þegar fyrir hendi. Þessi byggingaráfangi yrði því mjög hagstæður hvað varð- ar kostnað á hvert hjúkrunarrými. Ekki veitir af fleiri hjúkrunarrým- um því biðlistinn eftir slíkum pláss- um er langur og lengist ár frá ári. Í öðru lagi má nefna að við Lauf- skóga og Frumskóga hefur verið deiliskipulögð bygging yfir 20 íbúð- areiningar en ekki er ákveðið hvort eingöngu verður um einstaklings- íbúðir eða hjónaíbúðir að ræða. Þessar íbúðir munu síðan tengjast þjónustukjarnanum í Ásbyrgi. Hvað varðar framtíðaruppbyggingu má að lokum nefna að mögulegt er að byggja íbúðir eða einhverjar þjón- ustubyggingar á lóð sem er norðan megin Klettahlíðar, fyrir ofan hjónaíbúðirnar. Engar áætlanir eru þó um hvers konar byggingar verða reistar á þessu svæði. Dvalarheimilið Ás í Hvera- gerði 50 ára Gísli Páll Pálsson, núverandi framkvæmdastjóri, við brjóstmynd af afa sínum, frumkvöðlinum Gísla Sigurbjörnssyni. Gestum var boðið upp á grillaðar pylsur í afmælinu. Drífa Hjartardóttir alþingis- maður og Orri Hlöðversson bæj- arstjóri mættu í móttökuna. Gísli Páll Pálsson, framkvæmda- stjóri Áss, sagði frá því að í upp- hafi hefðu heimilismenn verið 4. Hveragerði Í GRÍMSEY er óleyfilegt að halda hunda og ketti. Því lyft- ust augabrúnir þegar útgerðar- maðurinn og aflaklóin Óli Óla sást á gangi með að því er virt- ist hund í bandi. En viti menn, hundurinn reyndist vera heim- alningurinn Birta, lamb sem móðirin hafnaði í vor og hjónin Halldóra og Óli tóku til sín og fóstruðu. Birta var hin bratt- asta þar sem hún gekk með húsbónda sínum um „miðbæ“ Grímseyjar. Morgunblaðið/Helga Mattína Óli Óla með Birtu í „miðbæ“ Grímseyjar. Í göngu- ferð með lambið Grímsey HIN árlega viðurkenning umhverf- isnefndar Vestmannaeyja og Rót- arýklúbbs Vestmannaeyja var af- hent í Bæjarveituhúsinu fyrir skömmu. Viðurkenningar eru veittar fyrir fallegasta garðinn, snyrtileg- ustu eignina, best heppnuðu endur- bætur, snyrtilegasta fyrirtækið og snyrtilegustu götuna. Það var for- maður umhverfisnefndar, Sigurður Páll Ásmundsson, og formaður Rót- arýklúbbsins, Halldóra Magnúsdótt- ir skólastjóri, sem afhentu viður- kenningarnar. Fallegasti garðurinn var valinn Heiðarvegur 31, eigendur Jóna Ólafsdóttir og Már Jónsson. Snyrtilegasta eignin Strembugata 24, eigendur Björgvin Magnússon og Jóna Þórunn Markúsdóttir. Fyrir best heppnuðu endurbætur fengu viðurkenningu hjónin Guðmundur Þ. Eyjólfsson og Díana J. Svavarsdóttir fyrir húseignina Kirkjuveg 57. Snyrtilegasta fyrirtækið var valið Dala-Rafn á Flötum 23, eigendur Þórður Rafn Sigurðsson og Ingi- gerður R. Eymundsdóttir. Snyrti- legasta gatan var valin Illugagata. Morgunblaðið/Sigurgeir Frá afhendingu viðurkenninganna. Fengu umhverf- isverðlaun Vestmannaeyjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.