Morgunblaðið - 01.08.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.08.2002, Qupperneq 14
SVEITARSTJÓRN Hrunamanna- hrepps hefur ákveðið að ráða Ágúst Kr. Björnsson sem sveitarstjóra Hrunamannahrepps. Formlega verð- ur gengið frá ráðningu hans á sveitarstjórnar- fundi næstkom- andi miðvikudag. Ágúst er 45 ára, byggingartækni- fræðingur að mennt. Hann hef- ur mestan hluta frá árinu 1995 verið sveitar- stjóri Súðavíkur- hrepps og stjórnað þar uppbyggingu byggðarinnar og flutningi þorpsins um set. Áður starfaði hann sem verk- efnisstjóri á útboðssviði hjá Ríkis- kaupum og við stjórnun byggingar- og jarðvinnuverka hjá Hagvirki hf. Ágúst Kr. var valinn úr hópi 43 um- sækjenda sem sóttu um sveitarstjóra- starfið. Ágúst er í sambúð með Hildi- gunni Guðmundsdóttur kennara. Ágúst mun hefja störf hjá Hruna- mannahreppi eftir miðjan ágúst nk. Ágúst Kr. Björnsson Nýr sveit- arstjóri í Hruna- manna- hreppi ♦ ♦ ♦ FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ JOSEPH Ralston, yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, segir að starfsemin á Keflavíkurflugvelli verði nær óbreytt og þótt stefnubreytingar í þeim efnum væru að vísu ekki á sínu verksviði myndi hann ekki hafa frumkvæði að því að starf- semin þar verði skert. Þetta kom fram á fundi Ralston og Halldórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra en frá og með 1. októ- ber mun varnarliðið heyra undir evrópsku herstjórnina. Ralston sagðist telja að í þess- um breytingum fælist ákveðið tækifæri og hann væri hingað kominn til þess að hlusta á skoð- anir íslenskra stjórnvalda svo tryggja megi að breytingin geti gengið eins auðveldlega fyrir sig og hugsast getur. Margt mælir með óbreyttum herstyrk í Evrópu Ralston sagði að í öllum aðal- atriðum yrði starfsemin á Kefla- víkurflugvelli óbreytt, stefnubreyt- ingar í þeim efnum væru að vísu ekki á sínu verksviði en hann tók jafnframt fram að hann myndi ekki hafa frumkvæði að því að starfsemin þar verði skert. Ral- ston sagði að í hvert sinn sem fjár- veitingar væru ákveðnar væru málefni af þessu tagi tekin til skoðunar. „En aðeins 8% af her- styrk Bandaríkjamanna, um 115 þúsund manns, heyra undir evr- ópsku herstjórnina. Undir þessa herstjórn fellur 91 land eða um helmingur landa heimsins og mín skoðun er sú að 8% sé alls ekki óraunhæf eða of há tala. Og sé horft til Mið-Austurlanda sérstak- lega er þessi herstyrkur auðvitað mun nær en ef hann væri í Banda- ríkjunum. Ég tel því ýmis rök hníga að því að við höldum í þenn- an styrk sem heyrir undir evr- ópsku herstjórina, þ.m.t. Ísland, auk þess sem landfræðileg staða þess er ákaflega mikilvæg.“ Utanríkisráðherra segir að breytingin muni verða til þess að Íslendingar verði miklu tengdari stofnunum NATO og stofnun Bandaríkjanna í gegnum Evrópu. Færir okkur nær evrópskri öryggispólitík „Hún færir okkur nær evrópskri öryggispólitík að mínu mati en tengsl okkar við Bandaríkin verða jafnsterk og áður og byggjast á varnarsamningnum sem orðinn er meira en 40 ára gamall. Að því er varðar viðbúnað á Keflavíkurflug- velli er um það samningur sem rann út fyrir rúmi ári og fram- undan eru viðræður um það mál, þótt þær hafi ekki verið dagsettar. Þær viðræður verða á milli okkar og stjórnvalda í Bandaríkjunum. Á þessu stigi sjáum við enga ástæðu til að ætla að þar verði einhverjar meiriháttar breytingar á.“ Halldór segir ljóst að öryggis- hagsmunir Íslendinga tengist Evr- ópu mjög mikið og gert sé ráð fyr- ir að hlutverk stöðvarinnar í Keflavík verði ekki minna við þessa breytingu. „Framtíðin á eft- ir að leiða í ljós hvaða breytingar þetta hefur í för með sér en vissu- lega er þetta mikil breyting á okkkar málum. En við erum ánægð með að þetta skuli gerast undir stjórn Ralstons vegna þess að hann þekkir afskaplega vel til hér á landi og er kunnugur okkar sjónarmiðum og aðstæðum.“ Utanríkisráðhera fundar með Joseph Ralston, yfirhershöfðingja NATO í Evrópu Mun ekki hafa frumkvæði að skerðingu umsvifa í Keflavík Morgunblaðið/Sverrir Joseph Ralston yfirhershöfðingi og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. LÁTINN er Grétar S. Norðfjörð, fyrrverandi aðalvarðstjóri í lög- reglunni í Reykjavík. Grétar fæddist í Flat- ey á Breiðafirði hinn 5. febrúar árið 1934. Hann hóf starfsferil sinn hjá lögreglunni í Reykjavík árið 1959 og lauk námi frá Lög- regluskóla ríkisins árið 1964. Hann starfaði við öryggisgæslu í aðalstöðvum Samein- uðu þjóðanna árin 1967 til 1973 og var síðan lögreglumaður í Útlendinga- eftirliti. Samtímis vann hann að skipulagningu sérstaks forvarna- starfs á vegum lögreglunnar. Hann var yfirmaður Grenndareftirlits miðborgar og frá árinu 1996 gegndi hann stöðu aðalvarðstjóra á C-vakt lögreglunnar og var fyrsti aðalvarðstjóri á Miðborgarstöð 1. sept- ember 1997. Grétar var frum- kvöðull að stofnun Íþróttafélags lögregl- unnar í Reykjavík sem varð grunnurinn að stofnun Íþróttasam- bands lögreglunnar. Auk þess var Grétar knattspyrnudómari í 37 ár, dæmdi í 1. deild í 25 ár og var alþjóða- dómari í 17 ár. Fyrir störf sín á sviði íþrótta- og félagsmála var Grétar sæmdur ýmsum viðurkenningum, m.a. heiðursmerki forseta Íslands, Hvítu rósinni, árið 1982. Grétar lætur eftir sig eiginkonu, Jóhönnu Norðfjörð, tvær uppkomn- ar dætur og eitt barnabarn. Andlát GRÉTAR S. NORÐFJÖRÐ Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Góð veiði hjá trillubátum Eskifirði. Morgunblaðið. HANN hefur verið að gera það gott, trillusjómaðurinn Friðrik Rósmundsson á Sæfaranum. Hann hefur landað fullfermi dag eftir dag á Eskifirði og er hér að landa 4,5 tonnum eftir 12 tíma veiðiferð. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur hafnað beiðni lögmanns Þor- finns Ómarssonar um að afturkalla ákvörðun menntamálaráðherra þess efnis að víkja Þorfinni tímabundið úr embætti framkvæmdastjóra Kvik- myndasjóðs Íslands. Ráðuneytið hafnar því að brotin hafi verið rann- sóknarregla og andmælaregla við meðferð málsins og að rökstuðning hafi skort við ákvörðun ráðherra. Ráðuneytið leggur áherslu á að málið sé í lögformlegum farvegi fyrir nefnd til að meta lausn um stundar- sakir. Það sé hlutverk nefndarinnar að láta í ljós rökstutt álit á því hvort rétt hafi verið að víkja embættis- manni frá störfum um stundarsakir. Brottvikning Þorfinns ekki afturkölluð HLUTFALL þeirra sem telja dóma vegna kynferðisbrota of væga hefur hækkað um 3 prósentustig síðan árið 2000 samkvæmt nýlegri símakönnun Gallup. Nú telja 96% þjóðarinnar, ef marka má könnun Gallup, dómana of væga en voru 93% fyrir tveimur ár- um. Þróunin er öfug þegar aðrir brota- flokkar eru skoðaðir, þrátt fyrir að talsverður meirihluti aðspurðra telji dóma fyrir ofbeldis- og fíkniefnabrot of væga. Fyrir tveimur árum töldu 73% dóma fyrir ofbeldisbrot of væga en nú eru 66% á þeirri skoðun. Sömuleiðis hefur hlutfall lækkað meðal þeirra sem telja fíkniefna- dóma of væga, eða úr 72% í 65% milli áranna 2000 og 2002. Frá þessu er greint í nýjasta fréttabréfi Gallup. Könnunin var gerð 10. til 25. júlí sl. Úrtak var 3.069 manns frá 18-75 ára og var svarhlutfall 70%. 96% telja kyn- ferðisbrota- dóma of væga ♦ ♦ ♦ Elsti aldurs- hópurinn telur erfiðara að ná endum saman RÖSKLEGA 47% landsmanna telja erfiðara að ná endum saman fjár- hagslega nú en fyrir einu ári, ef marka má símakönnun Gallup sem greint er frá í nýjasta fréttabréfi Gallup. 45% finna ekki fyrir neinum mun hvað þetta snertir og 8% telja auðveldara að ná endum saman nú en fyrir ári. Langflestir sem þannig segja fjár- haginn betri nú eru á aldrinum 25–34 ára eða 16% aðspurðra. Flestir þeirra sem telja hins vegar fjárhag- inn verri eru í aldursflokknum 55–75 ára, eða 58%. Sé litið á kynjaskipt- inguna sést að fleiri karlar telja auð- veldara að ná endum saman nú en fyrir ári, eða 9% á móti 6% kvenna. Að sama skapi telja 58% kvenna erf- iðara að ná endum saman nú en þá, en karlar sem hafa þá sögu að segja voru 38% aðspurðra. Könnunin var gerð 10. til 25. júlí sl. Úrtak var 3.069 manns frá 18–75 ára og var svarhlutfall 70%. KRISTINN Gylfi Jónsson, stjórnarformaður kjúklingabús- ins Móa, segir tölur þær, sem Jónatan S. Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs, setti fram um markaðshlutdeild einstakra kjúklingaframleiðenda í Morgunblaðinu í gær, vera mjög villandi. Segir Móa vera með 35% markaðshlutdeild Að sögn Kristins hefur hann tölur undir höndum, sem sýni stöðuna eins og hún er miðað við sölu á kjúklingakjöti und- anfarinn mánuð. „Reykjagarður er stærsti framleiðandinn, með um 38% markaðshlutdeild, Móar eru með um 35%, Ísfugl er með um 15% og Stjörnuegg og Ís- landsfugl á Dalvík eru með um 6% hvort,“ sagði Kristinn í sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöld. Þessar tölur fær Kristinn með hliðsjón af sláturtölum í júní- og júlímánuði. „Móar sjá um slátr- un fyrir sig sjálfa, Reykjagarð og Stjörnuegg, og hef ég þessar tölur vegna þessa,“ sagði Krist- inn jafnframt. Kjúklingaframleiðslan í landinu Mótmælir tölum um markaðshlutdeild
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.