Morgunblaðið - 01.08.2002, Side 33

Morgunblaðið - 01.08.2002, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 33 u þannig á barna- á að einn i sé hér á við fram- „Víða er- ar vegna álum og ga raktar naheillum ngar um eð tölvu- pplýsing- lögreglu. reifa m a fyrir til- r á lögum egar rætt miðað við að dreifa yndir af gir Krist- gi að við- dir átján nn sé það af 18 ára ndinni af arnaklámi t fyrir að t verið að ,“ bendir mynd af engi?“ gagnvart eingöngu samræð- tilvikum, verið að þeim sem að verk- m á Net- inum, en eins og fyrr segir er tekið þar á móti ábendingum um barnaklám. Starfs- menn Barnaheilla greina ábendingarnar og ef efnið er barna- klám að þeirra mati er það sent áfram til lögreglu, netþjón- ustuaðila eða ábend- ingaþjónusta erlend- is. Fólk getur sent ábendingar með nafn- leynd og ekki er hægt að rekja ábending- arnar séu þær sendar með formi því sem sett er upp á vef Barnaheilla. „Ef fólk verður vart við barna- klám á vafri sínu á Netinu, þá hvetjum við það til að senda það undireins til okkar áður en það eyðir því úr tölvunni sinni. Hluti ábendinganna er á gráu svæði og við getum ekki sagt klárlega hvort það er barnaklám eða ekki. Þá sendum við það til lögreglunnar hér heima eða til annarra ábend- ingaþjónusta í því landi sem efnið er vistað,“ bætir hún við. Stærstur hluti vistaður í Bandaríkjunum og Rússlandi Hún segir að talið sé að stór hluti barnakláms sé vistaður í Bandaríkjunum og Barnaheill sendi talsvert af ábendingum þang- að. Einnig sé talið að mikið af efni sé vistað í Rússlandi, en þar sé því miður engin ábendingaþjónusta starfrækt enn sem komið er. Hún segir víðtækt net ábend- ingaþjónusta og lögreglu vera í sambandi við Interpol, þannig að smám saman verði til net sem þrengi að þessum hópi og auðveld- ara verði að ná til hans. „Okkar hlutverk hjá Barnaheillum er að vera hlekkur í keðjunni með því að starfrækja þetta öryggisnet fyrir börn og gera þeim sem búa til og dreifa barna- klámi eins erfitt fyrir og mögulegt er,“ leggur hún áherslu á. Kristín bendir á að Barnaheill sé milligönguaðili og samtökin hafi ekki lagalega heimild til að rann- saka mál frekar. „Við höfum hvorki þekkingu né mannafla til að fara af stað með rannsókn mála, það er hlutverk lögreglunnar.“ Aðspurð um fjölda ábendinga segir hún þær hafa verið flestar eftir opnunina í október í fyrra, eða um 100 á mánuði, enda hafi opn- unin verið kynnt vel í fjölmiðlum. Hún segir síðan hafa dregið hægt úr þeim þangað til nú að þær hald- ist stöðugar í um það bil 60 ábend- ingum á mánuði. Þörf á samræmdri löggjöf Kristín telur að fjöldi ábendinga haldist í hendur við kynningu á starfseminni, með aukinni kynn- ingu aukist fjöldi ábendinga. „Við þurfum að auka fræðslustarf og kynna heimasíðuna betur. En þetta er allt í þróun. Við erum ennþá með reynsluaðild að Inhope. Í sept- ember munum við síðan sækja um fulla aðild,“ segir hún og ítrekar að öll svið starfseminnar séu í þróun. Nýir tæknimöguleikar séu teknir upp eftir því sem þeir berist, en síðast en ekki síst þurfi að þróa og samræma löggjöfina. „Það sem hefur háð baráttunni gegn barnaklámi er að löggjöfin í löndunum er mjög misjöfn og það gerir samvinnu stundum erfiða. Það sem er ólöglegt í einu landi er löglegt í öðru, samræðisaldurinn er mismunandi og það er mismunandi hvort það er löglegt eða ólöglegt að hafa í fórum sínum barnaklám. Netið er landamæralaust sem þýð- ir að löggjöfin verður að vera svo- lítið landamæralaus líka,“ heldur hún áfram. Hún segir að innan Evrópusam- bandsins hafi verið settur fram sáttmáli um samræmda löggjöf sem tekur til barnakláms á Netinu. Það eigi eftir að samþykkja hana og eflaust sé langt ferli framundan en hún telur að vilji sé fyrir sam- ræmdri löggjöf um þessi málefni. Hún segir það jafnframt ekki ólík- legt að Íslendingar taki upp sam- bærilega löggjöf, nái tillögur nefndar um klám og vændi á veg- um dómsmálaráðuneytisins fram að ganga. Kristín undirstrikar að með fræðslustarfi megi draga úr út- breiðslu barnakláms. „Það er markmiðið með því að starfrækja tilkynninga- hnappinn að vera stöðugt vakandi og vekja okkur öll til umhugsunar um að þarna er verið að fremja hryllilegustu glæpi sem hugsast getur gagnvart öðrum einstaklingi. Samfélagið má ekki loka augunum fyrir þessu eða láta sig þetta engu varða því þá mun starfsemi barna- níðinga án efa eflast,“ bendir hún á. nið Stöðvum barnaklám á Netinu aklám er andi iðnaður Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Morgunblaðið/Sverrir Ábendingar eru um 60 tals- ins á mánuði DR. DAVID Deamer erprófessor í lífefnafræðivið Háskólann í SantaCruz í Kaliforníu. Hann kynnti starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar greiningar- tæknina, sem kallast Nanopore, á dögunum. Þar sem tæknin er þró- uð til að geta greint erfðamengi mannsins á mun styttri tíma en áður hefur verið mögulegt ætti hún að opna fyrir þann möguleika að fólk fái upplýsingar um hvaða sjúkdóma því sé hættara við að fá en aðra vegna erfða. Deamer er kvæntur dr. Ólöfu Einarsdóttur, sem einnig er prófessor í lífefna- fræði við sama háskóla. Fólk vill vita hvaða sjúkdóm- ar kunna að ógna síðar meir Tæknin að baki Nanopore-tæk- inu mun hjálpa vísindamönnum að þróa lyf við ýmsum sjúkdómum. Þá getur fólk einnig miðað lífsstíl sinn við erfðamengi sitt. Þeir sem eiga á hættu að fá hjartasjúkdóma geta forðast feitan mat og konur sem eru líklegar til að fá brjósta- krabbamein geta farið oftar í skoðun og byrjað fyrr. „Tæknin gefur ungu fólki tækifæri til að líta inn í framtíðina og fá t.d. upp- lýsingar um að haldi það áfram að borða egg og beikon út lífið séu 70% líkur á því að það deyi úr hjartaáfalli 62 ára gamalt. Byrji það á hinn bóginn að borða hollan mat geti það lifað allt til 85 ára aldurs,“ segir Deamer. Vissulega sé það svolítið óhugnanlegt að vita hvaða sjúkdómar vofi yfir manni. „Ég held að fólk vilji vita hvaða sjúkdóma því er hætt við að fá. Sérstaklega ungt fólk, það getur gripið til fyrirbyggjandi aðgerða og hagað lífi sínu þannig að það dragi úr hættu á að fá alls konar sjúkdóma.“ Hann segir að tækið hafi ekkert með klónun að gera, það sé einungis aðferð til að fá upplýsingar um erfðir og erfða- mengi. Tæknin er enn í þróun en Dea- mer fékk hugmyndina að henni árið 1989. „Byrjað var að vinna í þessu árið 1992, árið 1994 byrj- uðum við að fá rannsóknarstyrki og nú erum við að vinna í þessu með fyrirtæki sem heitir Agilent, en það er dótturfyrirtæki Hewlett Packard sem þróar og hannar ým- iss konar lækningatæki.“ Deamer segir að unnið sé að þróun tæk- isins á nokkrum rannsóknarstof- um, m.a. í Harvard-háskóla og í Texas, auk stofunnar í Santa Cruz þar sem hann sjálfur starfar. Lengd DNA-keðjunnar yfir metri Gen eru gerð úr tvöföldum þráðum DNA-kjarnsýru sem geyma erfðaefnið. Ein sameind í DNA-keðju er 1,3 nanómetrar í þvermál (nanómetri er einn millj- arðasti úr metra). Í DNA-keðjum parast byggingareiningar kjarn- sýrunnar, sem nefnast kirni, tvær og tvær saman. Í genamengi mannsins eru alls um þrír millj- arðar kirnapara. „Í hverri frumu eru 46 litningar, ef við greiðum úr DNA-keðjunni er lengd hennar meira en metri. Hún hefur að geyma uppskriftina að því hvernig líkaminn eigi að búa til hvern ein- stakling. Þegar Íslensk erfða- greining skoðar íslensk erfða- mengi reyna starfsmennirnir að tengja hluta af DNA ákveðnum sjúkdómum eða veikleikum, eins og háum blóðþrýstingi, geðklofa og astma. Við vonumst til að gera þetta auðveldara fyrir þá. Núna tekur marga daga að fá þessar upplýsingar frá einni manneskju, en með Nanopore-tækinu getum við fengið þær þúsund sinnum hraðar og séð greiningu hvers kirnapars,“ segir Deamer. Aðeins um 5% af erfðamengi mannsins innihaldi virk gen og því verði áherslan lögð á að greina þann hluta erfðamengisins. Jónarás notuð til að rafgreina DNA Í Nanopore-tækinu er örsmátt gat, sem er um 2 nanómetrar í þvermál. Yfir gatinu er himna sem prótínsameindin hemolysin er látin bora gat á. Við það myndast jónarás sem getur verið notuð til að rafgreina einstakar DNA-sam- eindir. Mínushlaðið klóríð og plús- hlaðið kalín eru notuð til að mynda rafstraum, en rafstraum- urinn í gatinu er um 120 píkóömp (píkóamp er einn þúsund- milljarðasti úr ampi). Áður en sameindin fer ofan í gatið er raf- straumurinn mældur en meðan sameindin er ofan í gatinu dregur úr rafstraumnum. Öll sameindin fer í gegnum gatið á um 1⁄1000 úr sekúndu. Gera má greinarmun á tegundum kirnapara í sameind- inni með því að skoða mynstur rafstraumsins, því mynstrið er mismunandi eftir því hvert erfða- efnið er. Deamer segir að nú sé verið að reyna að þróa aðferð til að draga DNA-keðju í gegnum gatið. Tæknin ætti að nýtast öllum almenningi Deamer segir að ekki ætti að vera langt að bíða þess að tækið líti dagsins ljós. „Það gæti verið í næstu viku ef við erum heppin, við erum alveg á barmi þess að láta þetta ganga upp. Ég held þó að það muni taka okkur lengri tíma, kannski nokkur ár.“ Hann segir að tækið verði alls ekki dýrt miðað við aðra svipaða tækni. Tækið verði væntanlega ekki nema um 20 cm langt og 10–15 cm hátt. Önnur svipuð tæki séu rúm- lega metri á lengd og breidd. Hann segist búast við því að tæk- ið muni kosta nokkur þúsund doll- ara en 1.000 dollarar eru um 85.000 íslenskar krónur. Núna kosti um 20.000 bandaríkjadali að setja tækið saman. Því ættu sjúkrahús og aðrar heilbrigðis- stofnanir að geta keypt slík tæki og tæknin ætti að geta nýst öllum almenningi eftir nokkur ár. Uppruna lífs á jörðinni er að finna í stjörnuryki Deamer hefur einnig gert rann- sóknir í geimlíffræði um upphaf og þróun lífs á jörðinni. Rann- sóknirnar eru styrktar af NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna. „Lífið á jörðinni kemur úr stjörn- um, við vitum með vissu að allt sem er á jörðinni var einu sinni stjörnuryk,“ segir Deamer. Hann segir vetni, kol, súrefni, nitur og önnur efni framleidd í miðju stjarna og að þegar stjörnur springa þeytist efnið út í geiminn sem stjörnuryk. Deamer hefur því skoðað loft- steina og fundið í þeim lífrænt efni. „Þetta efni er frá upphafi alls, frá upphafi jarðarsögunnar eða um 4,5 milljarða ára gamalt. Við vitum að þetta efni skipti höf- uðmáli við að kveikja líf á jörð- inni,“ segir Deamer. Þetta lífræna efni getur búið til himnur sem eru nauðsynlegar til að kveikja líf. Þessar upplýsingar notar hann síðan til að búa til gervifrumur sem innihalda ensím og kjarn- sýru. „Þessa aðferð má nota til þess að gera eitt skref þróun- arsögunnar skiljanlegra, hjálpa okkur að skilja upphaf lífsins og rannsaka hvernig fyrstu frumurn- ar urðu til,“ segir Deamer. Morgunblaðið/Kristinn Dr. David Deamer telur að fólk vilji vita hvaða sjúkdóma því er hætt- ara við að fá en aðra. Þá geti fólk verið sérstaklega á varðbergi gagn- vart þeim sjúkdómum, meðal annars farið reglulega í læknisskoðun og breytt um lífsstíl, mataræði og þess háttar. Efðamengi greint á tveimur tímum? Í nánustu framtíð ætti að verða hægt að greina allt erfðamengi einstaklings á um 2 klst., eða þúsund sinn- um hraðar en það er hægt í dag. Nína Björk Jónsdóttir talaði við dr. David Deamer, hugmynda- smiðinn á bak við tækni sem ætlað er að greina erfðamengi mannsins mjög hratt, en í dag tekur það um ár. nina@mbl.is Gæti gefið fólki upplýsingar um hvaða sjúkdóma því er hætt við að fá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.