Morgunblaðið - 01.08.2002, Side 40

Morgunblaðið - 01.08.2002, Side 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ sokkar, sokkabuxur, undirföt oroblu@islensk-erlenda.is Fitness saumlausu líkamsræktarfötin sem beðið hefur verið eftir eru nú komin í 3 litum og nokkrum gerðum í verslanir Lyf og heilsu. ÞAÐ hefur verið ótrúlegt að fylgjast með atburðum úr fjármálalífi þjóðarinn- ar í sumar. Ef menn hefðu ekki vitað bet- ur, þá hefði mátt ætla að um væri að ræða nýjasta „sumarsmell- inn“ frá kvikmynda- borginni, Hollywood; svo ótrúlegar hafa uppákomurnar verið. Uppákomunum má skipta upp í þrjá meg- inkafla – sem þó skar- ast meira og minna innbyrðis, enda aðal- hlutverkin í mörgum tilvikum í höndum sömu einstak- linga. Kaflarnir eru þessir helstir og eru þó úr ýmsu að velja: 1. Tilraunir einstaklinga sem gerðir eru út af örkinni, m.a. af fjármálastofnun í eigu ríkisins til að brjóta niður Sparisjóðina í land- inu og kaupa þá fyrir slikk. Og til þess er notuð gamalkunnug að- ferð; bera fé á einstaklinga og kaupa áhrif þeirra og völd. Í raun er þó verið að reyna að kaupa eignir af einstaklingum sem þeir eiga ekki og geta þar af leiðandi ekki selt. Og í ofanálag er það þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem frumkvæðið á í farsanum og hefur jafnframt leikið aðalhlut- verkið. Samfylkingin varaði mjög við því að svona kynni að fara, þegar Alþingi samþykkti lög sem heimiluðu hlutafélagavæðingu Sparisjóðanna. Og til að bæta gráu ofan á svart, er það viðskiptabanki í meirihlutaeigu ríkisins, sem stendur á bakvið uppákomuna. Hvers vegna viðskiptaráðherra kippir ekki í taumana og segir hingað og ekki lengra, er óskilj- anlegt. 2. Opinberuð hafa verið sam- skipti bankastofnana við íslenskt stórfyrirtæki, Norðurljós, sem mun talsvert skuldsett. Í þeirri uppákomu hefur verið upplýst að einn tiltekinn banki, virðist hafa staðið í viðræðum við samkeppn- isaðila um að keyra Norðurljós í gjald- þrot, þannig að þessi samkeppnisaðili á markaði gæti síðan gengið inn og fengið fyrirtækið fyrir lítið. Það væri þá komið í hendur aðila sem væru valdhöfum þóknanlegri en þeir sem nú ráða för hjá Norðurljósum. 3. „Rangir“ aðilar gerðu tilboð í hlut rík- isins í Landsbanka Ís- lands; einstaklingar sem hafa ekki verið í vinahópi valdahaf- anna. Það olli miklu fjaðrafoki og lyktaði með því að hlutirnir voru auglýstir enn og aftur með von um að „réttir“ aðilar birtust við sjón- deildarhringinn. Það hefur nú gerst. Það er ekki sama Jón og séra Jón, þegar núverandi ríkis- stjórn metur þá aðila sem vilja kaupa eignir ríkisins, sem hafa verið falar um langt skeið. Helm- ingaskiptaregla Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins, lifir enn þrátt fyrir allt tal um opnum fjármálamarkaðsins og meinta aukna samkeppni á þeim vettvangi sem öðrum. Allt skal njörvað niður á hefðbundna bása, þar sem einka- vinir geta setið við kjötkatla, en aðrir eiga að vera sáttir við þá brauðmola sem falla af borðum klíkuvina. Skammt á veg kominn Já, það er með ólíkindum hvað íslenskt samfélag er komið skammt áveg, þegar skoðuð er lýð- ræðisþróun og samkeppnisvæðing. Allt tal um frelsi, víðsýni og raun- verulega markaðs- og samkeppni- svæðingu er hjóm eitt, þegar veru- leikinn er skoðaður. Einkavæðing stjórnarflokkanna, sem í orði kveðnu á að miða að því að auka samkeppni og efla frumkvæði og kraft í íslensku atvinnulífi, hefur gjörsamlega snúist í andhverfu sína. Örfáir einstaklingar skulu halda um alla þræði – og vera í sambandi við rétta pólitíska vald- hafa. Valdablokkin skal blíva. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn eru sömu hafta- flokkarnir og fyrr. Félagslegur rekstur er þeim þyrnir í auga, því þá búa þeir við eftirlit lýðræð- islega kjörinna fulltrúa, Alþingis. Sem og almennings. Um leið og ríkisfyrirtæki er einkavætt er þeim þröskuldum rutt úr vegi. En það er svo langur vegur frá því að áform stjórnarflokkanna miði að því að almenningsvæða fjármála- fyrirtæki og önnur þjónustufyrir- tæki sem hafa verið í meirihluta- eigu ríkisins. Nei, þeim skal komið í hendur þeirra sem falla stjórn- arherrunum í geð. Það er í þessu samhengi auðvit- að ekki að undra að forysta Sjálf- stæðisflokksins leggist eindregið gegn öllum hugmyndum um að Ís- land sæki um aðild að Evrópusam- bandinu, því slíkt stefnir í hættu hinni þröngu flokkshagsmunapóli- tík sem öllu ræður, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn á í hlut. Evrópu- sambandsaðild gæti truflað gerð hins nýja kóngulóarvefjar valdsins, sem hugmyndafræðingar Sjálf- stæðisflokksins spinna nú af full- um krafti. Þar skal búin til ný valdablokk, nátengd Flokknum með stórum staf – það skal deilt og drottnað og náin erlend sam- skipti samkvæmt fyrirskrifuðum almennum alþjóðlegum leikreglum passa ekki inn í þá draumsýn. Þarf ekki að snúa við blaði? Er ekki tími til kominn að þessi öfugþróun verði stöðvuð? Er ekki rétt að menn skoði íslenska sam- félagsgerð upp á nýtt? Er ekki nauðsynlegt að fólk svari þeirri spurningu, hvort það vilji að verð- mæti samfélagsins verði með var- anlegum hætti komið í hendur ör- fárra útvalinna? Finnst fólki ekki nóg að fiskinum í sjónum skuli hafa verið komið á hendur kvóta- kónga? Er almenningur sáttur við það að fjármálastofnanir, fjöl- miðlar, fjarskiptafyrirtæki, trygg- ingafyrirtæki og önnur grunnþjón- usta fari einnig í fang þeirra sem eru meðal klíkuvina, þeirra sem gæta sín að dansa í takt við stóra bróður? Já, er ekki tími til kominn að snúið verði við blaði og sjónarmið jafnaðarstefnunnar fái að njóta sín, þar sem almannahagsmunir ráða för? Þar sem menn nýta sér kosti félagslegra lausna, þar sem það á við, en um leið möguleika einkarekstrar og raunverulegrar virkrar samkeppni þar sem því verður við komið? Samfylkingin segir sérhyggj- unni, þröngsýninni og árásinni á almannahagsmuni í íslensku við- skiptalífi stríð á hendur. Það eru kjósendur í landinu sem ráða miklu um það hvernig þeirri bar- áttu mun lykta. Fyrsta prófið fer fram í maí næstkomandi, þegar þingkosningar fara fram. Þá er tækifærið til að breyta þessum grundvallarviðmiðum. Það verður eingöngu gert með stuðningi við jafnaðarmenn – Samfylkinguna. Farsi á fjár- málamarkaði Guðmundur Árni Stefánsson Höfundur er alþingismaður. Hagsmunir Samfylkingin segir sérhyggjunni, þröng- sýninni og árásinni á almannahagsmuni í íslensku viðskiptalífi, segir Guðmundur Árni Stefánsson, stríð á hendur. EINS og þekkt er heldur Ungmennafélag Íslands úti þróttmiklu og mikilvægu starfi fyr- ir ungmenni um land allt. Einn þáttur í þessu starfi eru íþróttamót fyrir unglinga þar sem keppt er í fjölmörgum greinum. Um verslunarmanna- helgina verður Ung- lingalandsmót UMFÍ haldið í Stykkishólmi. Framkvæmd mótsins er að þessu sinni í hönd- um Héraðssambands Snæfellinga og Hnapp- dæla (HSH). Á vegum þess hefur ver- ið unnið mjög mikilvægt starf í þágu ungmenna á Snæfellsnesi í áratugi og hafa fjölmargir einstaklingar unnið sjálfboðastarf á vettvangi ungmenna- félaganna til að efla heilbrigt æsku- lýðs- og íþróttastarf. Unglingalands- mót UMFÍ hafa notið vaxandi vinsælda sem fjölskylduhátíð. Þar keppa ungmenni í íþróttum meðan foreldrar og systkini fylgjast með og njóta samverunnar í skemmtilegu umhverfi, þar sem jafn- framt er haldið uppi fjölbreyttri dagskrá fyrir fjölskyldufólk. Í Stykkishólmi er glæsileg aðstaða bæði til íþróttaiðkunar og af- þreyingar. UMFÍ hefur lagt metnað í fram- kvæmd þessara móta og ekki fer á milli mála að verslunarmanna- helgin er kjörin til þess að efna til Unglinga- landsmóts UMFÍ. Ferðamálaráð hefur að undanförnu lagt mikið kapp á að auka ferðalög Íslendinga innanlands og er þess að vænta að árangur verði af þeirri öfl- ugu kynningu. Íslensk ferðaþjónusta er að eflast mjög um land allt sem ein stærsta atvinnugrein okkar. Sem ráð- herra ferðamála fagna ég því að UMFÍ skuli efna til fjölskyldumóts á borð við Unglingalandsmót UMFÍ og ganga þannig til samstarfs við ferða- þjónustuna í landinu, sem hefur verið að byggja upp aðstöðu, til þess að veita þjónustu þeim fjölmörgu sem vilja ferðast um landið, njóta fegurðar þess og margvíslegrar afþreyingar sem byggð hefur verið upp vítt um landið. Það er von mín að Unglingalands- mót UMFÍ megi takast vel í Stykk- ishólmi og verða ungmennafélögun- um hvatning til þess að halda áfram að byggja upp fjölskylduhátíðir þar sem íþróttir og útivist eru hafðar í há- vegum. Unglingalands- mót UMFÍ – eflir ferðaþjónustu og æskulýðsstarf Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. Unglingalandsmót Í Stykkishólmi er glæsi- leg aðstaða, segir Sturla Böðvarsson, bæði til íþróttaiðkunar og af- þreyingar. FYRIR og eftir versl- unarmannahelgar á sér gjarna stað umræða um nauðganir, sem því mið- ur virðast vera orðnar fylgifiskur þessarar annars skemmtilegu há- tíðarhelgar. Umræðan virðist þó aðeins lúta að kvenfólki sem verður fyrir nauðg- un, en lítið sem ekkert er fjallað um nauðganir á karlmönnum. En þótt lítið sé um þær fjallað á opinberum vettvangi (en þeim mun meira um þær skrafað manna á milli) eru nauðganir á karlmönnum raun- veruleg hætta og öll ástæða til að vekja pilta til umhugsunar um að þeir eru ekki óhultir fyrir því að verða fórnarlömb nauðgunar sjálfir. Nauðgun á karlmanni er síst minni glæpur en nauðgun á kven- manni, og gildir þá einu hvort stúlka þröngvar pilti stórsljóvguðum af áfengi til maka við sig eða hvort annar karl- maður á í hlut. Því miður má einnig ætla að piltar séu síður lík- legir til að leita sér að- stoðar í kjölfar nauðg- unar, enda er þeim oft innrætt félagslegt sjálfsmat karlhetjunn- ar sem ber harm sinn í hljóði og lætur ekkert á sér bíta. Ég vil með skrifum þessum minna þá sem ætla að skemmta sér ærlega um verslunar- mannahelgina á þessa hættu, og biðja fólk að hafa ekki síður auga með karlkyns en kvenkyns ferðafélögum sínum ef þeir hafa neytt áfengis í óhófi. Þá sem telja sig hafa orðið fyrir nauðgun, bæði stráka og stelpur, hvet ég til að hika ekki við að leita sér aðstoðar og stuðnings hjá þartil- bærum aðilum á hátíðarstöðum um landið allt. Aðeins með stuðningi annarra er hægt að láta sárin gróa, og aðeins með skjótum viðbrögðum má koma höndum yfir þann sem glæpinn framdi. Best er, hins vegar, að fyrirbyggja að skemmtunin snúist upp í and- hverfu sína, og reyna að forðast það að lenda í aðstöðu þar sem maður er veikur fyrir. Þar skiptir mestu að skemmta sér á skynsaman hátt, drekka ekki þannig að maður missi rænu eða þannig að dómgreind skerðist verulega. Strákum er líka nauðgað Ásgeir Þ. Ingvarsson Nauðganir Ég vil biðja fólk, segir Ásgeir Ingvarsson, að hafa ekki síður auga með karlkyns en kven- kyns ferðafélögum sín- um ef þeir hafa neytt áfengis í óhófi. Höfundur nemur lögfræði og stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. M O N S O O N M A K E U P lifandi litir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.