Morgunblaðið - 01.08.2002, Page 25

Morgunblaðið - 01.08.2002, Page 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 25 STJÓRN Ísraels samþykkti frum- varp til fjárlaga næsta árs í fyrra- kvöld en tveir stórir stjórnarflokkar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu þar sem þeir eru andvígir áformum um að minnka útgjöldin til velferð- armála. Líklegt þykir að frumvarpið verði fellt á þinginu verði því ekki breytt. Andstæðingar frumvarpsins segja að sparnaðaráformin komi harðast niður á láglaunafólki og atvinnulaus- um. Yfir 10% vinnufærra Ísraela eru án atvinnu og efnahagur landsins hefur versnað mjög vegna uppreisn- ar Palestínumanna, sem hefur m.a. orðið til þess að dregið hefur úr fjár- festingum, og samdráttar í hátækni- geiranum sem var meðal vaxtar- broddanna í atvinnulífi landsins. Ráðherrar Verkamannaflokksins og Shas, flokks heittrúaðra gyðinga, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu sem var þó samþykkt með fjórtán at- kvæðum gegn tólf. Shas nýtur mikils stuðnings meðal lágtekjufólks og hefur eins og Verkamannaflokkur- inn lagt áherslu á velferðarmál. Samstarfinu við Sharon slitið? Andstaða Verkamannaflokksins við fjárlagafrumvarpið þykir benda til þess að hann hyggist leggja áherslu á efnahagsmálin í næstu kosningum, sem fara eiga fram í nóv- ember á næsta ári, og jafnvel not- færa sér deiluna um fjárlögin til að slíta samstarfinu við Ariel Sharon forsætisráðherra. Nýlegar skoðana- kannanir benda til þess að Verka- mannaflokkurinn myndi missa helm- ing fylgis síns ef kosningar færu fram nú og margir félagar í flokkn- um hafa beitt sér fyrir því að hann gangi úr stjórninni, einkum vegna óánægju með harðlínustefnu Shar- ons í átökunum við Palestínumenn. Binyamin Ben Eliezer, leiðtogi Verkamannaflokksins og varnar- málaráðherra, hefur hins vegar sagt að flokkurinn eigi að vera áfram í stjórninni til að milda stefnu hennar. Ísraelska dagblaðið Haaretz spáir því að 79 þingmenn af 120 greiði at- kvæði gegn fjárlagafrumvarpinu verði því ekki breytt. Verði fjárlög næsta árs ekki samþykkt fyrir 1. apríl fellur stjórnin og boða þarf til kosninga. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að tveir þriðju sparnaðarins náist með því að minnka útgjöldin til vel- ferðar- og varnarmála þrátt fyrir at- vinnuleysið og kostnaðarsamar að- gerðir hersins í átökunum við Palestínumenn. Efnahagur Ísraels stóð með blóma áður en uppreisn Palestínumanna hófst í september 2000. Á því ári var hagvöxturinn 6,4% en hann minnk- aði í 0,6% 2001. Gengi gjaldmiðils landsins, sikils- ins, hefur lækkað um 20% gagnvart Bandaríkjadollar á árinu og vextir hafa verið hækkaðir um 3,9 pró- sentustig. Ríkisstjórn Ísraels samþykkir umdeilt fjárlagafrumvarp Líkur á að þing- ið hafni sparn- aðaráformunum Jerúsalem. AP, AFP. Tjöld Svefnpokar D‡nur Tjaldhúsgögn Prímusar Tilbo›! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 83 71 08 /2 00 2 Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1500 og www.utilif.is Vel heppnu› útilega hefst í Útilífi ! High Peak Texel Pro 3ja manna kúlutjald, me› fiber bogum og álímdum saumum. fiyngd 4,4 kg Ver›: 6.990 TILBO‹: 5.990 Meindl Malasya Léttir og flægilegir göngu- skór frá Meindl, tilvaldir í léttar göngur og útivist. Ver›: 12.990 TILBO‹: 9.990 N‡jung! Tvöföld vindsæng me› innbygg›ri, rafknúinni pumpu og velúr áfer›. Stær› 134x183 cm Ver›: 9.990 TILBO‹: 7.990 High Peak Yellow Stone, 35 l Bakpoki me› gó›um vösum og bur›arólum, hentugur í dagsfer›ir og styttri fer›alög. Ver›: 5.990 TILBO‹: 4.990 High Peak Phoenix 2 fiyngd 1.830 g Kuldaflol - 130 C Gó›ur alhli›a svefnpoki Ver›: 10.990 TILBO‹: 7.490 Stór og glæsileg Tommy Hilfiger íþróttataska fylgir með ef keyptur er 50 ml ilmur fyrir dömur eða herra frá Tommy Hilfiger* * Meðan birgðir endast. Tilboðið gildir í eftirfarandi verslunum: Lyfju Lágmúla, Lyfju Laugavegi, Lyfju Smáralind, Lyfju Smáratorgi, Lyfju Spöng, Lyfju Garðabæ, Lyfju Hafnarfirði, Lyfju Grindavík. VERSLUNARMANNA- HELGARTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.