Morgunblaðið - 01.08.2002, Page 39

Morgunblaðið - 01.08.2002, Page 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 39 „MÓÐIR unni drengnum sínum mjög, það var henni hörð raun að mega ekki leggja hann á brjóst. Ég taldi rétt, að hún gerði það ekki, því að þá mundi hún fyrr verða þurrmjólka og við áttum nú annað verk fyrir höndum.“ (Bein tilvitnun í ævisögu Frederic Loomis læknis) Nú þegar hafin er hin árlega brjóstagjafavika er okk- ur hollt að líta til baka og horfa fram á veginn. Í skýrslum Sigurðar Sigurðsson- ar héraðslæknis í Dalasýslu um 1907 lýsir hann meðferð ungbarna. Fæst börn eru höfð á brjósti, flest fá pela sem hirt er misjafnlega um. Lýsir hann pelaspena sem tálguðum úr tré og borað á gat, pelaspeninn endist lengi en er jafnframt illa þrifinn. Sigurður segir sóðaskap og kúamjólk flýta fyrir dauða barnanna, en tíðni ungbarnadauða var há á þessum tíma. Í skýrslu Jóns Blöndal í Borg- arfjarðarhéraði bendir hann á að mæður hafi börn sín ekki nærri nógu almennt á brjósti. Því séu meltingarsjúkdómar tíðir. Hann bendir jafnframt á að mæður vilji ala börn sín á brjósti en hafi oft ekki lag á því að venja þau á brjóst og að yfirsetukonur gangi ekki nógu röggsamlega fram í því að kenna börnum að sjúga. Á þessum tíma höfðu konur sem bjuggu í þéttbýli börn sín frekar á brjósti þar sem erfitt var að fá kúamjólk. Amma mín var ein af þessum konum, en aldrei minnist ég þess að hún hafi talað um brjóstagjöf. Eitt sinn er ég var á ferðalagi í Akraborginni varð tveggja ára gömul dóttir mín þyrst og vildi fá að drekka og fékk brjóstið, þá heyrist í aldraðri frænku minni: ætlarðu að verða eins og hún amma þín og hafa börnin á brjósti til þriggja ára aldurs. Á þessum tíma var heilbrigð- iskerfið í frumbernsku sinni. Mikið hefur unnist en vandamálin eru þau sömu hvað ungbörnin varðar, þeim þarf að kenna að taka brjóst og mæðrum þeirra að leggja þau á brjóst. Við bætum heilsu barna okkar með brjóstamjólk sem inniheldur rúmlega 1000 næringarefni og mörg þeirra vitum við ekki enn hvað gera, samt vitum við að með því að gefa barni brjóstamjólk verndum við það fyrir ýmsum sjúkdómum síðar á ævinni og drögum úr líkum á ofnæmi. Þurrmjólkin inniheldur einungis um 60 næringarefni. Hvar fá pela- börnin þá hin 940 næringarefni sem skortir? Stórt er spurt en fátt um svör. Í okkar vestræna samfélagi hafa ungar mæður jafnvel aldrei séð aðra konu gefa barni brjóst þegar þær standa sjálfar frammi fyrir því að brjóstfæða barnið sitt. Oft má sjá barn lagt á brjóst í sömu stellingu og þegar barni er gefinn peli, slíkt lofar ekki góðu vegna þess að brjóstagjöf og pelagjöf eru gerólíkar athafnir. Munnur og gómur vinna allt öðruvísi. Mæður verða að læra að leggja barn á brjóst einnig verður barnið að læra að taka brjóstið og mjólka það. Brjóstastærð, lögun brjósta og staðsetning geirvörtu ræður öllu um hvað er rétt ásetning við brjóstið. Það að barn og móðir liggi maga við maga á einungis við þegar mæður eru með lítil brjóst og geirvartan vísar fram. Hins vegar eru brjóst misjöfn að stærð, lögun og stað- setningu geirvört- unnar, ekki síst þeg- ar sífellt verður algengara að konur fari ýmist í brjósta- minnkun eða -stækk- un. Því er rétt ásetn- ing breytileg á milli kvenna. Rétt ásetning er þegar hægt er að draga beina línu frá miðri rót brjóstsins gegnum geirvörtuna og höfuð barnsins og aftur að hnakka þess. Ef nef barnsins press- ast upp við brjóstið bendir það til þess að barnið liggi of hátt. Þess vegna er mikil- vægt að velja rétta stærð á brjóstagjafa- púðum þar sem mæður eru misháar upp til brjóstsins. Móðir skal gefa barni sínu brjóst í þeirri stellingu sem henni líkar best. Ljósmæður, hjúkr- unarfræðingar og áhugafólk um brjóstagjöf á í dag kost á því að sérhæfa sig í því að aðstoða konur við brjóstagjöf. Námið er erfitt hér á landi þar sem allur undirbúningur er á eigin hendi því engin námskeið eru í boði nema að fara til útlanda. Nú þriðja árið í röð hefur hópur íslenskra kvenna lagt út í alþjóð- legt IBLCE próf sem tekið er samtímis í 12 löndum á jafnmörg- um tungumálum af 2600 konum. Þetta gefur þeim alþjóðleg réttindi til að starfa sem brjóstagjafaráð- gjafar. Því geta ungar mæður í dag leit- að sér aðstoðar hjá sérfræðingum, þegar vanda ber að höndum í brjóstagjöf. Alþjóðleg brjóstagjafa- vika árið 2002 Arnheiður Sigurðardóttir Brjóstagjöf Móðir skal gefa barni sínu brjóst, segir Arnheiður Sigurðardóttir, í þeirri stellingu sem henni líkar best. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og LLL-brjóstagjafarleiðbeinandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.