Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 55 DAGBÓK Mikið af blússum og buxum fyrir verslunarmannahelgina Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Verð frá kr. 1.790 Meiri lækkun Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Síðustu dagar útsölunnar fyrir krakka frá 0-12 ára 50% afsláttur ER brids öðruvísi íþrótt á sumrin en veturna? Spurn- ingin virðist fráleit, en þó er tvennt sem gæti bent til að henni bæri að svara játandi. Annars vegar hafa forystu- menn bridsmála á heimsvísu komið spilinu á framfæri sem sýningaríþrótt á vetr- arólympíuleikum. Hins veg- ar er hið séríslenska fyrir- bæri sem nefnist einfaldlega „sumarbrids“, en sumir halda því fram að þar sé spil- að sérstakt afbrigði af brids. Norður ♠ 1097 ♥ K1084 ♦ 82 ♣KDG7 Suður ♠ ÁKDG3 ♥ Á73 ♦ ÁD754 ♣– „Við erum að æfa fyrir bikarleik,“ heilsaði Kristján Blöndal umsjónarmanni, án þess þó að vera spurður, en kannski var augnaráðið spyrjandi. Kristján og Matthías Þorvaldsson tóku slag saman í sumarbrids í Síðumúlanum á mánudags- kvöldið og umsjónarmaður fylgdist með þeim um stund. Kristján var í suður. Hann vakti á sterku laufi og vestur kom inn á einu hjarta. AV sögðu svo aldrei meira og Kristján og Matthías þreif- uðu fyrir sér með slemmu, en ákvaðu að láta fjóra spaða duga. Vestur kom út með hjartadrottningu. Hvernig myndi lesandinn spila? Kristján fór vandlega yfir stöðuna, enda hver slagur dýrmætur í tvímenningi. Hann íhugaði að taka á hjartakóng í borði og svína tíguldrottningu. En svíning- in var líkleg til að misheppn- ast eftir innákomuna og þá myndi austur líka fá stungu í hjarta. Kristján hafnaði því þessari leið. Hann tók á ás- inn heima, aftrompaði svo AV í þremur umferðum og spilaði hjarta á áttuna. Áætl- unin var að spila laufkóngi og henda tígli heima og henda síðan þremur tíglum niður í DG í laufi og fjórða hjartað: Norður ♠ 1097 ♥ K1084 ♦ 82 ♣KDG7 Vestur Austur ♠ 85 ♠ 642 ♥ DG62 ♥ 95 ♦ 93 ♦ KG106 ♣108642 ♣Á953 Suður ♠ ÁKDG3 ♥ Á73 ♦ ÁD754 ♣– Þessi áætlun strandaði óvænt á því að austur fékk slag á hjartaníuna! En spilið lá að öðru leyti vel og Krist- ján fékk 12 slagi. Það var þó tær botn, því aðrir sagnhafar höfðu fengið 13 slagi, hvort sem þeir spiluðu geim eða slemmu. Kannski er sumarbrids ekki rétti staðurinn til að æfa sig fyrir bikarleik – og þó, Bikarinn er líka á sumrin! BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú ert maður hugsjóna og raunsæis. Þú vilt að aðrir viti afstöðu þína og getur útskýrt mál þitt á áhrifamikinn hátt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Rómantískt samband veldur einhverjum ruglingi í dag. Það er erfitt að komast að því hvað er raunverulegt og hvað þú vonar að sé raunverulegt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Viðræðum við foreldri eða yf- irvald miðar ekkert í dag. Hvorugt ykkar skilur eða kann að meta hvað hinn er að segja. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú skalt standast freist- inguna að gera eitthvað á svikulan eða kæruleysislegan hátt í dag. Þú átt ekki eftir bera sigur úr býtum heldur einungis flækja málin. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Reyndu að forðast verslunar- ferðir í dag og ekki eyða pen- ingum í munaðarvörur. Fjár- hagsvit þitt er ekki upp á sitt besta og þú gætir því séð eftir eyðslunni á morgun. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Dagurinn í dag er ruglings- legur og býr yfir mikilli óvissu. Ekki fallast á skoðan- ir annarra einungis vegna þess að þú veist ekki hvað þú átt að gera. Vertu sterkur fyrir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Skortur á sjálfstrausti gæti látið þig efast um sjálfan þig í dag. Líttu framhjá þessum tilfinningum því þær eiga eft- ir að líða hjá innan tíðar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vinur gæti blekkt þig í dag. Bíddu í einn dag eða tvo áður en þú dregur meiriháttar ályktanir því þú getur ekki öðlast fullvissu um málið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Forðastu hlutverk fórnar- lambsins og píslarvottarins í dag. Þú þarft ekki að fórna sjálfum þér að kröfu annarra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Forðastu deilur um trúarleg málefni og stjórnmál í dag. Það er erfitt fyrir þig að vita hverju þú trúir þessa stund- ina. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki taka fólk með stór lof- orð á orðinu. Fólk lofar þér miklu en á ekki eftir að standa við orð sín þegar til kastanna kemur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vertu varkár í samtölum þín- um við ástvini í dag. Mikil hætta er á misskilningi og því er þetta mjög slæmur dagur fyrir mikilvægar samræður. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki láta vinnufélaga eða yf- irmann setja þig í hlutverk fórnarlambsins. Þú verður að standa á rétti þínum til að missa ekki trúna á sjálfan þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT SUMARKVÖLD 1908 Sezt í rökkurs silkihjúp sæll og klökkur dagur. Er að sökkva’ í sævar djúp sólar nökkvi fagur. Fjöru boga bröttum í bárur soga, renna. Öll í loga eru ský, áll og vogur brenna. Ólöf Sigurðardóttir Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 5. ágúst er fimmtugur Bárður Guð- mundsson, Selfossi. Heldur hann herlega veislu í Golf- skálanum á Selfossi á frídegi verslunarmanna kl. 18. 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 1. ágúst, er sjötugur Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi lögregluvarðstjóri í Húna- vatnssýslum, Hjallavegi 14, Hvammstanga. Eiginkona hans er Sigríður Ása Guð- mundsdóttir. Sigurður er að heiman í dag. 50ÁRA afmæli. Í dag, 1.ágúst, er fimmtugur Jóhannes Kristjánsson, bóndi og hótelhaldari að Höfðabrekku, Mýrdal. Vegna anna er veisluhöldum frestað til 5. okt. og verður þá haldin veisla að Höfða- brekku. 75 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 1. ágúst, er 75 ára Sigdór Ólaf- ur Sigmarsson skipstjóri, Bergstaðastræti 48a, Reykjavík. 50 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 4. ágúst verð- ur Friðsemd Hafsteinsdótt- ir, Heiðvangi 12, Hellu, fimmtug. Af því tilefni ætla hún og eiginmaður hennar Jón Thorarensen að vera með opið hús frá kl. 20 til 2 í hestamannaskálanum á Gaddstaðaflötum. Vonast þau til að sjá sem flesta ætt- ingja og vini. Athugið að vera hlýlega klædd.        1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 Bg7 11. c3 f5 12. Bd3 Re7 13. Rxe7 Dxe7 14. 0–0 0–0 15. Rc2 f4 16. a4 bxa4 17. Hxa4 Dg5 18. f3 Bf6 19. Bc4 Kh8 20. Hf2 Be7 21. Rb4 Staðan kom upp í Eurotelmótinu sem lauk fyrir nokkru í Prag. Garry Kasparov (2838) hafði svart gegn Judit Polgar (2677). 21... d5! 22. Bxd5 Bc5 23. Bxa8 Hg8 24. Kf1 24. Df1 var einn- ig slæmt vegna 24. Bh3 25. Kh1 Bxf2 26. Dxf2 Bxg2+ og svartur stendur til vinnings. 24... Bxf2 25. Ke2 Dxg2 26. Kd3 Be3 27. Bd5 Dxh2 28. Kc4 Hg1 29. Dd3 Bh3 30. Kb3 Bf1 31. Dc2 Dxc2+ 32. Kxc2 Kg7 33. c4 Be2 34. Hxa6 Bd1+ 35. Kd3 Bxf3 36. Rc6 Hd1+ 37. Kc3 Bg4 38. Rxe5 Bd4+ 39. Kc2 Bxe5 40. Ha7 He1 41. Hxf7+ Kg6 42. c5 He2+ 43. Kc1 f3 44. Bc4 Hxe4 45. Bd5 Hf4 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 1. ágúst, er fimmtugur Þor- steinn Már Aðalsteinsson framkvæmdastjóri, Mímis- vegi 17, Dalvík. Eiginkona hans er Sigríður S. Rögn- valdsdóttir. Hann og fjölskylda hans taka á móti gestum í Norð- urströnd laugardaginn 10. ágúst eftir kl. 19.30. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík NÝJASTA tölublaði tímaritsins Sam- úels verður dreift á sölustaði nú fyrir verslunarmannahelgina. Með Samúel verða þrjú fylgirit að þessu sinni: Sérrit um Formúlu 1- kappaksturinn; fyrsta tölublað nýs tímarits sem heitir Líkami og sál og Heitustu staðirnir, bæklingur um mat, drykk og skemmtun. Meðal efnis í Samúel að þessu sinni er viðtal við Birgittu Haukdal söng- konu og viðtal við systkinin Árna og Hrönn um sjónvarpsþáttagerð. Fylgirit með Samúel LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslu á Mazda-fólksbif- reið 29. júlí sl. milli kl. 6 að morgni og 18.15 á bifreiðastæði við Fjörgyn í Grafarvogi. Bifreiðin er hvít að lit með einkanúmerinu HJ 61 og var kyrrstæð og mannlaus. Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna um tjónið til hlutaðeigandi eða lögreglu. Því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum SKRÁNING er hafin á námskeiðið Sjálfstyrking unglinga. Foreldra- húsið – Vímulaus æska hefur verið með þessi námskeið í þrjú ár og eru þau haldin í Vonarstræti 4b. Nám- skeiðið stendur í tíu vikur og er ætl- að unglingum á aldrinum 13–16 ára. Einnig er boðið upp á framhalds- námskeið. Námskeiðinu er ætlað að efla sjálfstraust og félagslega hæfni unglinganna Gerð eru tilfinningaverkefni og unglingunum er kennt að skilgreina eigin tilfinningar. Það að þekkja eig- in tilfinningar og hvernig viðkom- andi einstaklingi líður getur hjálpað til við að öðlast betra líf. Uppbygging sjálfsvirðingarinnar er einn af lykil- þáttum námskeiðsins og að efla sjálfstraustið, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Listnám: Unglingarnir fá að taka þátt í myndlist, dansi, leikrænni tjáningu, sjálfstæðri listsköpun og orðlist. Hér læra þau sjálfstæð vinnubrögð og að framkvæma. Án vímu: Unglingunum er kennt að skemmta sér án vímu, farið er úr húsi, farið á kaffihús og út í náttúr- una. Unglingunum er kennt að setja mörk, t.d. gagnvart vinum sínum og öðrum áreitum úr samfélaginu. Far- ið verður yfir það með þeim hvernig þeim gekk að standa með sér og hvernig þeim líður þá. Foreldrum er boðið að fylgjast með og hitta ráðgjafa. Allar nánari upplýsingar eru í Foreldrahúsinu. Sjálfstyrking unglinga – lífsleikni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.