Morgunblaðið - 01.08.2002, Side 30

Morgunblaðið - 01.08.2002, Side 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁGÚSTA Skúladóttir leikstjóri og Neil Haigh leikari lögðu land undir fót um síðustu helgi og héldu á árlegu Fringe-leiklistarhátíðina í Edin- borg. Saman mynda þau, ásamt Katrínu Þor- valdsdóttur, leikfélagið The Icelandic Take Away Theatre. Ætlunin er að sýna Engla al- heimsins Einars Más Guðmundssonar, í leikgerð Neils, og var sýningin valin úr stórum hópi um- sækjenda til að koma fram á einum af þremur stærstu sýningarstöðum hátíðarinnar í ár, Guild- ed Balloon eða Gylltu blöðrunni. Frumsýnt er á morgun og standa sýningar fram til 26. ágúst. Sýna á einum af virtustu sýningarstöðunum „Neil varð hluti af The Icelandic Take Away Theatre fyrir fjórum árum, þegar leikfélagið sýndi Dóttur skáldsins í London,“ svarar Ágústa aðspurð hvernig samstarf þeirra sé tilkomið. Söguna af leikgerð Engla alheimsins segja þau hafa hafist fyrir þremur árum þegar Neil var beðinn að lesa úr bókinni á menningarhátíð í Beckenham í London. „Þetta var íslensk hátíð og ég var beðinn að gera eitthvað úr bókinni. Það var í fyrsta sinn sem ég fékk tækifæri til að vinna með þessa sögu. Þá var sýningin aðeins fimmtán mínútur,“ segir Neil, en sýningin sem sýnd verð- ur í Edinborg nú er klukkustund að lengd. „Til að byrja með ætlaði ég bara að lesa upp úr bók- inni og skrifaði niður valda kafla til að flytja. Það gekk svo vel að við ákváðum að gera úr þessu heila leikgerð, sem var sýnd í leikhúsi í York- shire, og gekk einnig mjög vel. Í kjölfar þess vor- um við beðin að koma með sýninguna á leiklist- arhátíð í Búdapest. Sýningin hlaut þar verðlaun gagnrýnenda (critic’s award). Eftir alla þess vel- gengni ákváðum við að sækja um á Edinborg- arhátíðinni og komumst að í Gylltu blöðrunni á Fringe-hátíðinni.“ Neil og Ágústa segja það nokkurn heiður að vera valinn á þennan sýningarstað. „Þó að þar séu mjög margar sýningar í gangi eru forsvars- menn fremur strangir á það hvern þeir velja til að koma þar fram. Það var því mjög gaman að þau skyldu biðja okkur að koma og sýna á þess- um stað,“ segir Neil. „Hátíðin sjálf er mjög spennandi,“ bætir Ágústa við. „Þeir eiga von á 300–400.000 áhorfendum og þar eru mörg hundruð sýningar í gangi, allt frá stærri sýn- ingum niður í minnstu sýningar. Umhverfið er alveg meiriháttar.“ Ágústa segir tækifærið nú mikilvægt fyrir The Icelandic Take Away Theatre, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikfélagið heldur á Edinborg- arhátíðina. „Við Vala Þórsdóttir fórum með Lemon sisters út fyrir fimm árum, sem var frá- bær upplifun. Edinborgarhátíðin er mjög góður staður til að kynna vinnuna á Englandi, þannig að það er aldrei að vita hvað kemur út úr því.“ Sagan kemst til skila „Ágústa keypti handa mér Engla alheimsins í enskri þýðingu, sem mér þykir mikið til koma,“ segir Neil um það af hverju Englar alheimsins hafi orðið fyrir valinu. „Fljótlega eftir að við fór- um að vinna með söguna sáum við að hún gæti hentað mjög vel sem efniviður í einleik, vegna allra mismunandi persónanna sem koma fyrir í henni, sem er um leið haldið saman af þessum eina manni og sjúkdómi hans.“ Neil segist færa sig milli persóna í leikritinu en alltaf koma aftur í hlutverk Páls. Hann segir leikmynd og leikhluti, sem Guðrún Øyahals hef- ur hannað, hjálpa sér mikið við að koma á fram- færi þessu ólíka fólki. Ágústa bætir því við að sagan sé ákaflega sterk og enska þýðingin góð, sem hafi án efa hjálpað sýningunni að ná þeim árangri sem raun ber vitni. „Bæði Einar Már og þýðandinn Bernard Scudder hafa verið okkur mikið innan handar,“ segir hún. „Ef dæma má út frá viðtökum sem leikritið hefur fengið virðist sem fólk skilji alveg um hvað sagan snýst, þrátt fyrir að hún sé einungis klukkutími og þar að auki ekki á upphaflegu tungumáli bókarinnar. Það er ákaflega gaman að finna hvað hún kemst vel til skila.“ Þau segja valið á efnisatriðum úr bókinni oft á tíðum hafa verið erfitt. „Upphaflega handritið var sennilega að tveggja klukkustunda sýningu,“ segir Neil og Ágústa bætir við: „Við vorum eins og barn með konfektkassa, máttum bara velja nokkra mola úr. Það eru svo margir frábærir staðir í bókinni, en augljóslega gátum við ekki notað þá alla.“ Sýningin hefur enn sem komið er ekki verið sýnd opinberlega á Íslandi. „Við vonum að þegar við komum aftur frá Edinborg getum við sýnt hér á Íslandi,“ segir Neil. „Það er næsta skrefið sem við tökum með Engla alheimsins.“ Engl- arnir fljúga til Edin- borgar Morgunblaðið/Arnaldur Ágústa Skúladóttir og Neil Haigh heyra til The Icelandic Take Away Theatre. Ljósmynd/Eduardo Perez Neil í einleiknum Englar alheimsins, sem frumsýndur verður á Edinborgarhátíðinni á morgun. The Icelandic Take Away Theatre frumsýnir á morgun leikgerð sína á Englum alheims- ins á Edinborgarhátíðinni. Inga María Leifsdóttir náði í skottið á leikaranum Neil Haigh og leikstjóranum Ágústu Skúla- dóttur, áður en þau héldu utan. ingamaria@mbl.is NÁMSKEIÐ í fiðlu-, víólu- og kamm- ermúsíkleik verður haldið í Listahá- skóla Íslands, Sölvhólsgötu 13, dag- ana 6.–12. september nk. Leið- beinendur eru hjónin Ervin Schiffer og Kati Sebestyen. Þau eru ungversk að uppruna en hafa verið búsett og starfað í Hollandi og Belgíu um ára- tugaskeið. Þau hafa kennt við tónlist- arháskóla í þessum löndum m.a. Þór- unni Ósk Marinósdóttur og Guð- mundi Kristmundssyni víóluleikurum og Kristjáni Matthíassyni fiðluleik- ara, en öll starfa þau nú með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Kati Sebestyen er prófessor í fiðlu- leik við Tónlistarháskólann í Tilburg og Konunglega tónlistarháskólann í Brussel og Ervin Schiffer er prófess- or við sömu skóla og Sweelinck-tón- listarháskólann í Amsterdam að auki. Þar fyrir utan eru þau bæði prófess- orar við Tónlistarkapelluna svoköll- uðu í Brussel en það er skóli ætlaður fyrir sérstaklega hæfileikaríkt ungt tónlistarfólk. Þau eru einnig bæði meðlimir í Haydn-kvartettinum. Námskeiðið er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna, Listaháskóla Íslands og fyrrverandi nemenda þeirra hjóna. Það er ætlað nemendum á efri stigum úr öllum tón- listarskólum landsins, nemendum á háskólastigi og atvinnufólki, einstak- lingum jafnt sem kammermúsíkhóp- um. Námskeiðið verður í formi Mast- er-class og einkatíma. Boðið verður upp á meðleikara á píanó í Master- class fyrir hvern og einn. Umsóknareyðublöð fást hjá Þór- unni Ósk Marinósdóttur en umsókn- arfrestur er til 15. ágúst. Námskeið í fiðlu-, víólu- og kammer- músíkleik SAUTJÁNDA ráðstefnan um germ- anska setningarfræði (17th Compar- ative Germanic Syntax Workshop) verður haldin í stofu 101 í Odda dag- ana 9.–10. ágúst nk. Ráðstefnan er á vegum Íslenska málfræðifélagsins og Hugvísindastofnunar Háskóla Ís- lands. Gestafyrirlesarar eru Luigi Rizzi, háskólanum í Siena á Ítalíu, og Hubert Haider, háskólanum í Salz- burg, en alls munu 16 málfræðingar frá 10 löndum halda fyrirlestur. Auk þeirra mun nokkur hópur fræði- manna koma frá útlöndum til að taka þátt í ráðstefnunni. Á nýrri heima- síðu ráðstefnunnar, http://www.hug- vis.hi.is/cgsw, er að finna dagskrá, útdrætti og ýmsar aðrar upplýsingar um ráðstefnuna. Það eru engin þátt- tökugjöld en þeir sem hafa hug á að taka þátt í ráðstefnunni eru beðnir að hafa samband við Jóhannes Gísla Jónsson (jgjonsson@centrum.is) sem allra fyrst. Ráðstefna um germanska setningarfræði NÚ stendur yfir sýning Jóns Hans Ingasonar og Einars A. Melax á veit- ingastaðnum Krákunni í Grundar- firði. Sýninguna opnuð þeir félagar í tilefni af hátíðinni Á góðri stundu sem haldin var í Grundarfirði á dögunum. Á sýningunni eru 50 verk, ljósmyndir eftir Jón Hans og málverk eftir Ein- ar. Ljósmyndir sínar hefur Jón Hans tekið á ferðalögum sínum. Einar Mel- ax starfaði á árum áður með súrreal- istahópnum Medúsu og fyrirtækinu Smekkleysu, m.a. að myndlist og bókaútgáfu. Hann hefur gefið út tvær ljóðabækur og tvær litabækur auk fjölda myndverka frá samsýningum Medúsu-hópsins. Á sýningunni á Krákunni gefur að líta vatnslita- myndir auk nokkurra olíumálverka frá árunum 1985–88, en Einar hefur ekki fengist við myndlist síðan. Sýn- ingin er sölusýning og verður opin fram í miðjan ágúst. Ljósmyndir og málverk á Krákunni SÖNGDÚETTINN Vocalísa held- ur tónleika í Hóladómkirkju kl. 17 á sunnudag og er það liður í dag- skránni Til móts við söguna – Hólar í Hjaltadal sem stendur yfir á Hólum fram á sunnudag. Söngdúettinn var stofnaður í San Francisco fyrir fimm árum af tveimur sópransöngkonum, þeim Berglindi Björgúlfsdóttur og Joyce S. Liu. Þær hafa lagt sig eftir að syngja eldri tónlist, frá tímum endurreisnar og barokks. Tónleikarnir í Hóladómkirkju marka upphaf söngferðar þeirra um landið þar sem þær munu flytja í kirkjum dagskrá er nefn- ist Himnanna drottning – Ave María og eru tónleikarnir tileink- aðir heilagri jómfrú. Viðfangs- efnið er „Ave Maríur“, annar kristilegur latneskur eða íslensk- ur texti helgaður Maríu mey. Með í för er Sigrún Magnea Þórsteins- dóttir organisti, en hún lauk kant- orsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkj- unnar undir handleiðslu Harðar Áskelssonar. Efnisskráin verður blanda af ís- lensku og erlendu efni: Gregor- ískur sálmasöngur eftir tvær nunnur: Hildegard von Bingen sem starfaði í Þýskalandi á 12. öld og Chiara Margarita Cozzol- ani sem samdi tónlist í ítalska klaustrinu Santa Radegonda á 17. öld, auk þess brot úr enskum sálmasöng frá miðöldum eftir ókunn- an höfund, lofsöngvar eftir Vivaldi, Maríu- bænir og ljóð eftir Strozzi, Saint-Saëns, Sigvalda Kaldalóns og Eyþór Stefánsson. Einnig verður frum- flutt verk eftir Hreið- ar Inga Þorsteinsson. Fornleifarannsóknir kynntar Tónleikunum fylgir lítil sýning Soffíu Sæmundsdóttur myndlistarmanns sem hefur unnið verk tileinkuð heilagri Maríu sér- staklega af þessu tilefni. Soffía hefur um árabil sýnt verk sín inn- an lands og utan og verið fulltrúi Íslands í alþjóð- legum sýningum. Verk hennar hafa gjarnan á sér þjóð- legan blæ og í þeim er trúarlegur strengur. Meðal þess sem boðið er uppá á Hól- um er gönguferð með fornleifafræð- ingi um minjasvæðið kl. 17 í dag og kl. 15 á laugardag. Þá verður gengið til móts við Galdra-Loft kl. 22 annað kvöld og í fótspor Guð- mundar góða á laug- ardag kl. 11 og kl. 14 verður sýn- ing Búálfa á gömlum vinnu- brögðum með tengingu við íslenskt mál. Kl. 21 verður kvöld- vaka þar sem Þórarinn Hjart- arson syngur ljóð Páls Ólafssonar. Ave Maríur í Hóladómkirkju Berglind Björgúlfsdóttir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.