Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isJakob Jóhann tvíbætti Íslands- metið í 200 m bringusundi / C1 Fram og ÍBV höfðu sætaskipti í Símadeildinni / C3 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið „LIFUN“ frá Eddu - miðlun og útgáfu. Blaðinu verður dreift á höfuð- borgarsvæðinu.  Um milljarður í hagnað á fyrri hluta ársins / B1  Hugbúnaður sem greinir atferli / B2  Óvissa hjá verktökum / B6  Örn aflahæstur / B9  20,4 milljarða króna jákvæð umskipti ... / B12 MARÍA Júlía Sigurðardóttir, Hað- arlandi 2, greiðir hæstu opinber gjöld í Reykjavík, eða rúmar 78 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru þessi gjöld sameiginleg gjöld hjónanna Maríu Júlíu Sigurð- ardóttur og Jóns Hjartarsonar, sem lengi var kenndur við Húsgagnahöll- ina. Er þarna um að ræða fjár- magnstekjuskatt vegna eignasölu á síðasta ári. Næsthæstu gjöldin, tæpar 37 milljónir, greiðir Baltasar Kormákur Baltasarsson leikari. Í þriðja sæti er Guðrún Guðmundsdóttir, Sóleyjar- götu 35. Alls greiða 27 manns yfir 11 millj- ónir króna í opinber gjöld, en voru 19 manns árið 2001. Tekjuskattur í Reykjavík rúmir 24 milljarðar króna Tekjuskattur í Reykjavík nemur rúmum 24 milljörðum króna, útsvar rúmum 23 milljörðum, eignarskattur tæpum tveimur milljörðum og fjármagnstekjuskattur rúmum 1,8 milljörðum. 59.183 greiða tekjuskatt, 27.631 eignarskatt, 88.042 útsvar og 31.703 greiða fjármagnstekjuskatt. Börn (16 ára og yngri) greiða alls rúmar átta milljónir króna í tekju- skatt og rúmar fjórar milljónir í út- svar. 1.270 börn greiddu opinber gjöld í Reykjavík árið 2002. María Júlía Sig- urðardóttir með hæstu gjöldin                             !  "#    $%  &  &    '(  )*+  &, -,  )+  ,  #* . #   *&/    .    0   +1& /     #   + #   + .(+ 2   3 %  4+1 #( )%   #            5 2 .+ ! 2  .+  &/  KJÓSA þarf aftur til sveitarstjórnar í Borgarbyggð en félagsmálaráðu- neytið hefur ógilt með úrskurði sveit- arstjórnarkosningarnar sem fram fóru í Borgarbyggð 25. maí sl. Telur ráðuneytið að svo alvarlegir hnökrar hafi verið á framkvæmd kosninganna að nauðsynlegt sé að ógilda kosn- inguna og láta hana fara fram að nýju. Mjótt var á munum í kosningunni 25. maí og réð hlutkesti úrslitum milli annars manns á L-lista Borgar- byggðarlista og fjórða manns á B- lista Framsóknarflokks. Niðurstaða hlutkestisins var sú að annar maður á L-lista náði kjöri og kærðu umboðs- menn B-lista kosningarnar til sýslu- manns, sem skipaði nefnd til að fjalla um ákæruna. Niðurstaða nefndarinnar var sú að úrslit kosninganna skyldu standa óbreytt en úrskurður nefndarinnar var kærður til ráðuneytisins. Á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið telur ýmsa hnökra hafa verið á kosningunni. Átta atkvæði sem greidd voru utan kjör- fundar eru ógild þar sem undirskrift kjósanda vantaði á fylgibréf. Undir- kjörstjórn setti þó eitt af þessum átta atkvæðum í kjörkassa og var það talið sem gilt væri. Þá láðist yfirkjörstjórn að taka gilt atkvæði sem greitt var ut- an kjörfundar, þar sem undirskrift kjósanda var ekki rituð á réttan stað á fylgibréfi. Nýkjörin bæjarstjórn situr þar til eftir nýjar kosningar Telur ráðuneytið að ef atkvæðið yrði opnað nú væri ekki unnt að tryggja viðkomandi kjósanda leynd um það hvernig hann greiddi at- kvæði. Vegna þess að atkvæði voru jöfn þegar kom að skipan í níunda sæti í bæjarstjórn sé ljóst að hvert at- kvæði skiptir máli og er til þess fallið að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Því er það mat ráðuneytis að ekki sé önn- ur leið fær en að ógilda kosningarnar, samanber lög um kosningar. Nýkjörin bæjarstjórn skal lögum samkvæmt sitja þar til nýjar kosn- ingar hafa farið fram. „Bæjarstjórn skal í samráði við yfirkjörstjórn boða til nýrra kosninga í Borgarbyggð og ákveða kjördag svo fljótt sem því verður við komið og eigi síðar en inn- an mánaðar frá uppkvaðningu úr- skurðar ráðuneytisins. Kosið skal samkvæmt sömu kjörskrá og gilti við kosningarnar 25. maí 2002. Þar til löglega kjörin bæjarstjórn tekur við störfum getur starfandi bæjarstjórn Borgarbyggðar ekki innt af hendi neinar greiðslur eða gengist undir nokkrar skuldbindingar fyrir hönd sveitarfélagsins nema samkvæmt heimild í fjárhagsáætlun, lögum, al- mennum fyrirmælum stjórnvalda eða með leyfi félagsmálaráðuneytisins,“ segir í fréttatilkynningu félagsmála- ráðuneytis. Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, segir að ekki hafi verið ákveðið hvernig brugðist verði við úrskurðinum. Nú sé verið að fara yfir úrskurðinn og skoða hann, m.a. hvort einhver úrræði séu önnur en að hlíta úrskurðinum. Núverandi meiri- hluta mynda fjórir fulltrúar Sjálf- stæðisflokks og tveir fulltrúar Borg- arbyggðarlista (L). Framsókn fékk þrjá fulltrúa en hefði fengið þann fjórða, hefði flokkurinn unnið hlut- kestið. Páll var ráðinn bæjarstjóri af meirihluta en var sjálfur ekki í kjöri. Félagsmálaráðuneyti úrskurðar kosningar í Borgarbyggð 25. maí sl. ógildar Boða skal til nýrra kosn- inga innan mánaðar FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hyggst ganga til við- ræðna um sölu á hlut í Landsbank- anum við þrjá af fimm fjárfestum sem lýst hafa áhuga á að kaupa að minnsta kosti fjórðungshlut í Lands- bankanum eða Búnaðarbankanum. Í fréttatilkynningu frá nefndinni kemur fram að ákveðið hefur verið að ganga til frekari viðræðna við þá fjárfesta sem í þeim viðræðum sem þegar hafa farið fram hafa sýnt meiri áhuga á Landsbankanum en Búnað- arbankanum. Síðar verði tekin ákvörðun um sölu hlutabréfa í Bún- aðarbankanum. Þeir þrír hópar fjárfesta sem einkavæðingarnefnd mun nú eiga frekari viðræður við vegna sölu á hlutabréfum í Landsbankanum eru Björgólfur Thor Björgólfsson, Magnús Þorsteinsson og Björgólfur Guðmundsson, Kaldbakur hf. og Eignarhaldsfélagið Andvaka, Eign- arhaldsfélagið Samvinnutryggingar, Fiskiðjan Skagfirðingur hf., Kaup- félag Skagfirðinga svf., Ker hf., Samskip hf. og Samvinnulífeyris- sjóðurinn. Rætt við þrjá fjárfesta um Landsbanka ÁTJÁN mánaða gömlu stúlkubarni var bjargað frá drukknun eftir að það féll í garðtjörn við heimahús á Breiðdalsvík á þriðjudag. Barnið fékk að fara heim af sjúkrahúsi í gær að loknum rannsóknum og líð- ur telpunni vel þrátt fyrir að hafa verið hætt komin. Róbert Aðalsteinsson, faðir stúlk- unnar, Guðrúnar Bjargar Róberts- dóttur, sagði slysið hafa atvikast þannig að dóttir sín hefði verið að leika sér í góða veðrinu á lóðinni heima hjá sér ásamt fjölskyldu sinni. Síðan hefði hún farið yfir í næsta hús þar sem kunningjafólk fjöl- skyldunnar býr. Hefði hún elt eldri bróður sinn þangað og hann vitað af því. „Svo kölluðum við til að athuga með hana og allt var í stakasta lagi,“ sagði Róbert. „3–4 mínútum síðar fór ég að kanna með hana aftur en þá var hún horfin og sagt að hún væri inni.“ Skömmu síðar kom Ró- bert að dóttur sinni þar sem hún lá meðvitundarlaus í tjörninni, í 40 cm djúpu vatni. „Ég tók hana upp og þá var hún helblá og ekki með púls. Sonur minn, Sindri Freyr, beitti blástursaðferð og í kjölfarið kom vatn upp úr henni.“ Strax var farið með barnið til nágranna sem er sjúkraflutningamaður og haft var samband við Neyðarlínu og skömmu síðar greindi nágranninn púls hjá barninu. Þaðan var Guðrún Björg flutt á Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað. Róbert segir að auk sonar síns hafi fleiri beitt blástursaðferð og hafi Guðrún Björg verið farin að taka við sér áður en hún fór upp í sjúkrabifreið. Þótt hún hafi verið farin að anda stuttu eftir sjálft slysið leið dagurinn á enda áður en hún var farin að átta sig almennilega. „Hún er hress núna og henni virð- ist ekki hafa orðið meint af þessu,“ sagði Róbert. „Það er óhugnanlegt fyrir föður að finna barnið sitt í svona ásigkomulagi. Svona reynsla er hrikaleg og verður vart lýst með orðum.“ Róbert og fjölskylda vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til allra sem veittu aðstoð við björgunina, sem og starfsfólks Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað sem veitti fjölskyldunni ómælda aðstoð og að- hlynningu. Afstýra tókst banaslysi þegar barn lenti í garðtjörn „Svona reynsla er hrikaleg“ Morgunblaðið/Albert Kemp Guðrún Björg Róbertsdóttir í fangi bróður síns, Sindra Freys, að lokinni giftusamlegri björgun. Með þeim á myndinni eru foreldrar þeirra, þau Ingibjörg Hulda Jónsdóttir og Róbert Aðalsteinsson, og systir þeirra, Rannveig Steinbjörg Róbertsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.