Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ H versu vel þekkir fólk sjálft sig? En bestu vini sína? Ástvini eða aðra? Hvað með hjón? Franskar konur þustu í versl- anir á milli jóla og nýárs, fyrir rúmlega hálfu ári, í því skyni að skila kynþokkafullum undirfatn- aði sem þeim var gefinn af eig- inmönnum og kærustum, sam- kvæmt frétt frá Reuters. Í fréttinni kom fram að flestar kvennanna hefðu sagst vera að skila efnislitlum flíkunum vegna þess að þær væru ekki af réttri stærð en margar sögðust vilja fá eitthvað annað en undirfatnað í jólagjöf. „Eiginmenn eru hvatvísir. Þeir kaupa blúnd- umskrýddar lendaskýlur (g-string) eða gagnsæ sokkabönd, oftast í rauðu eða svörtu,“ var haft eftir yf- irmanni undirfatadeildar stór- verslunarinnar Galeries Lafay- ette á Fréttavef Morgunblaðsins á sínum tíma. „Síðan kemur eig- inkonan og skiptir þessu fyrir sí- gildan og þægilegan undirfatnað í svörtu eða hvítu,“ bætti hann við og sagðist hafa haft í nógu að snúast milli jóla og nýárs við að taka á móti undirfatnaði. Sem sagt: sígild og þægileg nærhöld í stað blúndumskrýddra og gagnsærra. Gott að vita það. Starfsmaður stórverslunar segir eina konuna hafi skipt und- irfatnaði fyrir fat undir eftirrétti. Sú gaf þá skýringu að matarfatið væri mun gagnlegra. Var ekki einhvern tíma sagt að leiðin að hjarta mannsins væri í gegnum magann? Það hefur hún líklega talið, sú sem fékk eftir- réttadiskinn fyrir nærhaldið, en aftur á móti verður að telja ólík- legt að hjartað hafi verið fyrir- hugaður áfangastaður eigin- mannsins. Í þessari litlu en stórmerkilegu frétt frá Reuters var þess getið að um 15% af undirfatnaði, sem keyptur er í Frakklandi fyrir jól- in, væri skilað aftur. Versl- unarstjóri einnar undirfatadeild- ar sagði að undirfatnaðurinn væri oftast nær valinn af karlmönnum sem viti ekki hvað þeir eigi að gefa eiginkonum sínum í jólagjöf. Síðan segir: „Á aðfangadag komu nokkrir karlmenn í undir- fatadeildina rétt fyrir lokun og voru í örvæntingarfullri leit að einhverju sem gæti glatt eig- inkonurnar. Þessar konur gætu verið meðal þeirra sem reyna að fá undirfatnaðinum skipt,“ sagði verslunarstjórinn. Nú eru sjö mánuðir liðnir af nýju ári og enn hefur ekkert ból- að á sambærilegum mannlífs- rannsóknum hér upp við heim- skautsbaug, þótt furðulegt megi teljast. Er virkilega ekki sam- bærilegur áhugi í Reykjavík og í París – þessum tveimur háborg- um tískunnar – á nærfatagjöfum og -skilun íbúanna um jól? Notar íslenskt kvenfólk annars ekki örugglega nærföt? Gaman væri að vita hve mörg- um prósentum nærbuxna, brjóstahalda og þess háttar, sem íslenskir karlmenn kaupa fyrir jólin, er skilað. Og þá hversu miklu vegna þess að það er of lít- ið eða of stórt, hversu miklu vegna þess að það er ekki í rétt- um lit og hve miklu er skipt út fyrir matarílát. Og hversu miklu er þá að sama skapi skipt af matarílátum fyrir nærbrækur? Er ekki til einhver tölfræði þar að lútandi? Og óneitanlega yrði skemmti- legt að fá að vita hvort ástandið er eins á landsbyggðinni, bæði hér heima og í Frakklandi? Skyldi landsbyggðarliðið þar vera jafnpúkó og hér? Hversu líkir eru Íslendingar íbúum annarra landa? Ekki að það skipti endilega máli, en gam- an getur verið að velta því fyrir sér. Og ef einhverjum, þá hverj- um? Stundum eru Íslendingar sagð- ir drekka áfengi eins og Finnar, og ekki ljóst hvort það er annarri hvorri þjóðinni til sóma. Farsímamenningin íslenska ku einnig vera lík þeirri finnsku; all- ir alltaf í símanum. Bílaeignin heimsmet; ámóta eða meiri en í Bandaríkjunum, við erum líka fallegust, hamingjusömust, ríkust (miðað við höfðatölu) og eigum auk þess flesta frambærilega söngvara, leikara og íþrótta- menn; í sumum tilfellum þarf varla einu sinni að miða við höfðatöluna, tölurnar eru svo lygilegar. Alls staðar á toppnum! Ég velti því stundum fyrir mér hvort hægt sé að ætlast til þess að okkar yndislega þjóð sé ein- ungis við efstu mörk þeirra mæli- kvarða þar sem okkur finnst út- koman jákvæð. Að við séum hamingjusömust, fallegust og frjálslyndust en ekki líka drykk- felldust, eigingjörnust og ömur- legust að einhverju leyti? Öfund- umst við kannski líka mest út í náungann? Í könnun sem birt var í Bretlandi fyrr á þessu ári og sagt var frá í útvarpinu kom fram að rúmlega 60% þarlendra karla vita hvað einn bjór kostar á kránni, en aðeins rétt ríflega 30% þeirra vita hins vegar hvaða númer af nærbuxum og brjósta- höldum eiginkonan notar (ég skil reyndar ekki hvers vegna í ósköpunum maðurinn ætti að vita það). Er nokkuð undarlegt þótt kon- an bregðist hart við fái hún allt of stór nærföt frá sínum heittelsk- aða í jólagjöf? En allt of lítil? Hver er ég? En hann: „Ég hef aldrei byrjað svona snemma um verslunarmanna- helgi,“ sagði ungur maður fyrir utan eina verslana ÁTVR í gær þegar höfundur þessa pistils gekk framhjá. „Í fyrra og hitti- fyrra var ég meira að segja edrú á föstudagskvöldinu!“ Hann virt- ist óhemju stoltur – og ég velti því fyrir mér hvort þessi ungi maður væri ekki viðtalsefni. Edrú á föstudagskvöldi um versl- unarmannahelgi! Er hann ekki Íslendingur? Hver er þessi piltur? Hver erum við? Hver er ég? Gaman væri að vita hve mörgum pró- sentum nærbuxna, brjóstahalda og þess háttar sem íslenskir karlmenn kaupa fyrir jólin er skilað. Og hversu miklu vegna þess að það er of lítið eða of stórt. VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Í UMRÆÐUM um bankakerfið þessa dag- ana er því ítrekað og mótbárulaust haldið fram að samruni banka leiði til hagræðingar og lægri fjármagnskostn- aðar fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Í ummælum forystu- manna Búnaðarbanka og bandamanna þeirra, svonefndra „fimm- menninga“, um fyrir- hugaða yfirtöku á SPRON, svo og for- svarsmanna Íslands- banka um áhuga þess banka á að kaupa ráð- andi hlut í Landsbanka eða Búnaðar- banka, kemur ítrekað fram að til- gangur aðila sé að stuðla að aukinni hagræðingu og hagkvæmni í ís- lensku bankakerfi, með samruna eða víðtæku samstarfi við þær stofnanir sem yfirtakan nær til. Í bréfi Ís- landsbanka til einkavæðingarnefnd- ar, sem birt er úr í Morgunblaðinu sl. laugardag ásamt viðtali við einn for- svarsmanna bankans, segir að rekst- ur bankakerfisins hér kosti helmingi meira en í sambærilegum löndum og við sambærilegar aðstæður. Reksturinn kosti árlega 15–16 milljarða (um 2% af þjóðarfram- leiðslu) umfram það sem samsvar- andi þjónusta á Norðurlöndum og Bretlandi kostar og því sé með hag- ræðingu eftir miklu að slægjast. Um leiðir til úrbóta segir í bréfinu að frekari samþjöppun í bankakerfinu sé „forsenda“ þess að unnt sé að „leysa úr læðingi æskilega kostnað- arhagræðingu“, og myndi lækkun kostnaðar „stuðla að minni fjár- magnskostnaði heimila og fyrirtækja“. Í viðtali við RÚV sl. mánudag ítrekar forstjóri bank- ans þetta og segir að kostnaðarlækkunin sem hlytist af samrun- anum „tryggði“ neyt- endum „til lengri tíma litið“ lægri fjármagns- kostnað. Sams konar fullyrðing kemur fram í skrifum ritstjóra DV 29. júlí þar sem segir: „Staðreyndin er sú að íslenskar fjármála- stofnanir eru litlar og sameining þeirra er allra hagur. Eigendur hagnast og viðskiptavinir njóta betri og ódýrari þjónustu en áður.“ Bankastjóri Landsbankans heldur þessu sama fram í viðtali í Morgun- blaðinu 31. júlí og í Ísland í dag á Stöð 2 kvöldið áður hélt þáttar- stjórnandi þessu fram við tvo þing- menn, sem létu gott heita. Þessar fullyrðingar eru teknar góðar og gildar á Stöð 2, RÚV og Mbl., a.m.k. er ekki spurt þeirrar spurningar sem við blasir: Getur verið að óhagkvæmni íslenska bankakerfisins og hár fjármagns- kostnaður stafi af skorti á samkeppni á milli þeirra, en ekki smæð hvers og eins? Það er að vísu rétt að fyrirtæki eins og bankar og tryggingafélög sem stunda áhætturekstur verða að ná vissri stærð til að dreifa áhættu, en hvergi kemur fram hjá banka- mönnum að málið snúist um það að þessu sinni. Ekki veit ég hvar þeir banka- og fjölmiðlamenn lærðu þá rekstrar- hagfræði að færri og stærri einingar „tryggðu“ aukna hagkvæmni og lægra verð til neytenda. Varla hafa farið framhjá þeim kenningar Adams nokkurs Smith, átjándu aldar hagfræðings sem sýndi fram á að frjáls samkeppni á markaði þar sem henni yrði við komið, samkeppni í verði og gæðum, væri skilvirkasta leiðin til að auka hagkvæmni í rekstri fyrirtækja. Þetta væri vegna þess að samkeppni neyddi fyrirtæki til að leita stöðugt leiða til að auka hag- kvæmni til þess síðan að geta lækkað verð, aukið gæði og boðið betur en keppinautarnir, þar til ekki yrði lengra gengið. Einhverjir heltust úr lestinni á leiðinni, en þannig fengju neytendurnir bestu mögulegu vör- una á hverjum tíma og þjóðhagslega væri þetta einnig hagkvæmast þar sem vinnuafl og önnur gæði sem spöruðust mætti nýta til annarrar framleiðslu sem kæmi þegnunum til góða, sbr. 15 milljarðarnir í útreikn- ingum Íslandsbanka. Hagkvæmni stærðarinnar væri síðan hugsanleg afleiðing harðrar samkeppni, en ekki forsenda, auk þess sem hagræðing í sjálfu sér „tryggir“ ekki lægra verð til neyt- Er samruni banka for- senda hagræðingar og vaxtalækkunar? Margrét S. Björnsdóttir Bankakerfið Á kvarða verðs og hag- kvæmni, segir Margrét S. Björnsdóttir, virðist hér ekki samkeppni „upp á líf og dauða“ milli bankastofnana. MIKIL umræða hef- ur staðið að undan- förnu um þær fyrirætl- anir stofnfjáreigenda í SPRON að selja Bún- aðarbankanum yfirráð yfir bæði sínum eignar- hlut og fjármunum sem samkvæmt stofnskrá eiga að renna til tiltek- inna þjóðþrifamála. Þetta telja stofnfjár- eigendur sig geta á grundvelli þeirra laga um viðskiptabanka og sparisjóði sem sett voru á Alþingi á árinu 2001. Ýmsir þingmenn, m.a. formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hafa sagt að þetta stæðist ekki lög og væri andstætt vilja Alþingis. Þeir hafa tal- að eins og þeir væru undrandi á því að mál af þessu tagi gæti komið upp. Þó var ítrekað varað við nákvæm- lega þessum afleiðingum lagasetn- ingarinnar í umræðum um málið á Alþingi. Hvað borgar hann mikið til stjórnarinnar? Pétur Blöndal alþingismaður fer fyrir hópi manna sem ætla að selja sinn hlut í SPRON og vilja fá í leið- inni verulega fjármuni fyrir þau yf- irráð sem þeir hafa samkvæmt lög- unum yfir fé sem þeir eiga ekki. Í umræðum um málið spurði ég hann eftirfarandi spurningar: „Síðan langar mig að spyrja hv. þm. sem hefur velt þessum málum mikið fyrir sér hvernig hann sjái fyr- ir sér stöðu þessara sparisjóða og gagnvart því að aðilar myndu vilja eignast þá. Þá þarf að ná samningi við þá sem stjórna sparisjóðunum um kaupin. Það er sem sagt hægt að kaupa sig inn í veisluna, finnst mér, kaupa sparisjóðina upp með samn- ingi við fáa stofnfjár- eigendur, samningi við stjórnir sparisjóðanna og í gegnum þetta. Ég spyr: Er hugsanlegt að menn séu að verðleggja eigið fé sem þeir eiga ekki inni í þessari sölu, þ.e. ráðin yfir því eigin fé sem er í öllum spari- sjóðnum ?“ Þó að þingmaðurinn kysi að svara því ekki beint hvaða stöðu stofnfjáreigendur fengju var svarið at- hyglisvert. Hann sagði: „Síðan er spurning hvað gerist í samningum við stjórn. Ég benti á það áðan að stjórnin verð- ur að samþykkja framsal á hlutum. Þar af leiðandi verður stjórnin á þeim tímapunkti áður en breytt verður í hlutafélag afskaplega valda- mikil. Hún hefur þetta allt í hendi sér. Hún gæti t.d. heimilað að ein- hver stór aðili keypti alla hluthafana út á mjög háu verði og þá er spurn- ingin, ég þori varla að segja það: Hvað borgar hann mikið til stjórn- arinnar?“ Þjóðin hefur fylgst full undrunar með darraðardansinum um SPRON. Pétur Blöndal hefur kosið sér það hlutskipti að vera í fyrirsvari fyrir menn sem vilja græða á fé sem þeir eiga ekki með því að selja yfirráðin yfir því. Orð hans á Alþingi eru op- inber gögn. Eftirfarandi spurningar hljóta að vakna: Hefur sá hópur stofnfjáreigenda sem hann fer fyrir boðið stjórn SPRON fé fyrir að samþykkja fyr- irhugaðan gerning? Hefur hópurinn, sem hefur lýst því yfir að hann ætli að setja stjórn SPRON af, boðið aðilum sem eiga ríflega hluti eða geta tryggt yfirráð yfir slíkum hlutum stjórnarsetu með góðum kjörum? Vinnubrögð Alþingis við þá laga- setningu sem hefur valdið þessum umbrotum er ádeiluverð. Afstöðu stjórnarliða er ágætlega lýst í and- svari viðskiptaráðherra við áhyggj- um, viðvörunum og athugasemdum mínum við frumvarpið. Ráðherrann sagði: „Hæstv. forseti. Það er þetta með hver á hvað. Ég segi það aftur við hv. þm.: Hver á að fara með þenn- an eignarhlut ef ekki þeir sem eru þó stofnfjáreigendur? Við höfum bók- staflega ekki aðra útgönguleið ef við viljum yfirleitt breyta lögum um sparisjóði og gera þeim mögulegt að eiga möguleika í þeirri hörðu sam- keppni á fjármagnsmarkaðnum. Ég tel eðlilegt að hv. þm. og aðrir hafi efasemdir um málið og um þetta at- riði en ég hef ekki heyrt að nokkur hafi getað bent á betri leið til þess að ná fram því markmiði sem ég held að við öll eða allflest stefnum að í sam- bandi við frv.“ Þetta svar sýnir að áhuginn fyrir því að leita leiða sem ekki hefðu hættur af því tagi sem sannanlega mátti sjá fyrir var enginn og niður- staða stjórnarmeirihlutans var sam- kvæmt því gamla mátæki að betra er illt að gera en ekki neitt. Sú krafa hvílir nú á Alþingi að taka þetta mál til vandaðrar meðferðar þar sem tek- ið verði fullt tillit til þess skýra vilja sem fyrir liggur í stofnskrám spari- sjóðanna um það hvert arður af starfsemi þeirra skuli renna. Sparisjóðirnir Jóhann Ársælsson Sparisjóðir Sú krafa hvílir nú á Alþingi, segir Jóhann Ársælsson, að taka þetta mál til vandaðrar meðferðar. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.