Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Við vorum stödd á Egilsstöðum á mánu- dagsmorgni þegar síminn hringdi um níu- leytið og bróðir minn tilkynnti mér að pabbi hefði orðið bráðkvaddur um nótt- ina. Það var erfið ferð sem við átt- um í bæinn þennan dag. Á leiðinni minntist ég margra góðra stunda sem við áttum saman og ekki síst ferðarinnar sem við fórum saman austur á firði þar sem pabbi átti margar góðar minningar frá sveita- verunni á Þórarinsstöðum við Seyð- isfjörð. Allar bernskuminningarnar um alla labbitúrana á sunnudögum og samverustundirnar sem við átt- um niðri í kompu við smíðar eða við- gerðir á hlutum þar sem hann kenndi mér svo margt. Ég bað pabba svo oft að segja mér sögur af kvikmyndum sem var verið að sýna í Nýja bíói þar sem hann var sýn- ingarmaður því hann var svo skemmtilegur sögumaður. Guð blessi þig og varðveiti og ég mun minnast þín að eilífu. Þinn sonur Óskar. Afi minn var mjög góður maður, hann var alltaf hress og kátur. Ég hef alltaf munað eftir honum labb- andi eða dansandi. Það bjóst enginn við því að hann dæi strax því hann var í svo góðu formi. Hann var góð fyrirmynd og góður afi og það er synd að sjá hann fara svona snemma. Þegar ég verð gamall þá ætla ég að reyna að vera eins og hann. Afi var einn af bestu mönnum í heimi og vildi ég aldrei hafa átt neinn annan afa en hann. Olgeir Óskarsson. Ég minnist afa míns sem orku- mikils, duglegs og hógværs manns. Hann átti aldrei sökótt við neinn. Þessi orð minna mig á afa: „Sælir eru hjartahreinir því þeir munu OLGEIR JÓHANN SVEINSSON ✝ Olgeir JóhannSveinsson fædd- ist í Reykjavík 29. október 1921. Hann lést á heimili sínu 21. júlí síðastliðinn. Út- för Olgeirs fór fram frá Háteigskirkju mánudaginn 29. júlí sl. Guð sjá.“ (Matteus- arguðspjall, kafli 5, vers 8.) Hann var hraustur og fór oft í göngutúra og dansaði mikið allt fram til dauðadags. Þess vegna kemur öll- um það á óvart hve fljótt hann dó. „Vitið þér eigi að þér eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í yður.“ (Korintubréf, kafli 3, vers 16.) Hann er fyrirmynd allra í lífi og ég mun heiðra minningu hans. Við ættum að taka líferni hans og lund okkur til eftirbreytni. Ómar Þór Óskarsson. Elsku afi minn. Þú varst afi minn og ég mun aldei gleyma þér. Ég man þegar þið vor- uð að fá afruglara, þá voru Tommi og Jenni það fyrsta sem þú sást og þú hlóst og hlóst að þeim. Og ég man þegar ég kom niður í kjallara til þín, þá varst þú alltaf að spila á hljómborðið þitt og eitt sinn sýnd- irðu mér og bróður mínum hvernig á að slökkva á eldspýtu með munn- inum. Þér fannst alltaf svo gaman að vera til og ef þú varst ekki heima varstu í löngum göngutúrum eða að dansa en hafðir aldrei GSM-símann þinn þótt þú ættir einn. Ég man líka eftir að þú varst alltaf að vaska upp diskana, meira að segja þegar var komin uppþvottavél. Þessi orð koma í hugann þegar ég hugsa til þín: Afi minn var ljúfur og góður. Afi minn var mjúkur og hress. Afi minn var lítillátur og hljóður. Afi minn var lífsglaður. Afi minn var dansglaður og fóta- fár. Afi minn var … En er dáinn. Þú varst afi minn og ég mun aldr- ei gleyma þér. Þú lifir í minningum mínum og hjarta allra sem þú þekktir. Þín elsta sonardóttir Auður Óskarsdóttir. Mig langar að minnast móður- bróður míns, Olgeirs Sveinssonar, eða Olla eins og hann var alltaf kall- aður. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um Olla frænda var þegar hann var sýning- armaður í Nýja Bíói við Lækjar- götu hér í borg. Þetta fannst mér sem litlum strák alveg ofsalega merkilegt og fannst alveg frábært að eiga frænda í þessu starfi. Naut ég líka góðs af, því að ég fékk alltaf ókeypis í bíó. Alla mína tíð bjó Olli ásamt fjölskyldu sinni í Álftamýri 45. Ég man hvað mér fannst gott að koma í heimsókn til Olla og Bubbu því maður fann svo vel hvað maður var alltaf velkominn. Á háskólaár- um mínum kom ég oft við í Álfta- mýrinni, þegar „göt“ voru í stunda- skránni, þá þurfti ég ekki að fara alla leið til Hafnarfjarðar en þar átti ég heima þá. Var þá sest niður í eldhúsinu og oft hófust fjörlegar umræður en Olli var mjög pólitísk- ur og fastur á sínum skoðunum. Olli hafði gaman af göngutúrum og það kom fyrir að maður sá hann labba milli Hafnarfjarðar og Reykjavík- ur, þá á leiðinni að heimsækja móð- ur mína. Fjölskyldan í Álftamýrinni á sumarbústað við Hafravatn við Grafarholtshverfið og stundum sá maður Olla á göngu eftir Miklu- brautinni á leiðinni upp í bústað. Mér fannst Olli alltaf svo skemmti- legur, mikill húmoristi og svo var hann svo skemmtilega stríðinn. Elsku Bubba, Gunni, Guðný, Óskar og fjölskyldur, við Arna vott- um ykkur innilega samúð okkar og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Sigurður Jónsson Minningarnar hlaðast upp þegar litið er yfir farinn veg. Ég verð að segja að ég minnist þess með sér- stakri hlýju að hafa fengið að taka þátt í heimilislífi Olla frænda, en ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi, þeg- ar ég var lítil stúlka. Ófáar helg- arnar dvaldist ég á heimilinu, hjá frænku minni, henni Guðnýju. Við vorum og erum samrýmdar frænk- ur, þó ólíkar séum. Ég man sér- staklega eftir hádegismatnum á sunnudögum. Þá var líflegt og skemmtilegt og þjóðfélagsumræð- an sjaldan langt undan. Ekki voru hjónin alltaf sammála. Þó ég segði lítið eða ekkert, þá var ég í hjarta mínu sammála Olla frænda. En þó hjónin væru oft ekki sammála í þessari umræðu þá einkenndist hún af glettni, ást og umhyggju. Þessar stundir hafa sannfært mig um að eina ríkidæmið sem maður eignast í lífinu er einmitt það sem Olli frændi átti. Ég minnist Olla frænda míns með virðingu og hlýhug. Ingibjörg Jónsdóttir Elsku litla nafna mín, nú ertu farin frá okkur, farin til guðs og ég sit hér dofin og reyni að skilja af hverju. Þú sem alltaf varst svo fjörug og glöð, með þína fal- legu lokka og þessi augu sem bræddu hvert hjarta, aldrei gat maður annað en brosað til þín sama hvað þú varst að gera af þér og hversu mikið þú tal- aðir. Stundum gátum við mamma þín ekki annað en hlegið þegir við vorum að fá okkur kaffi og spjalla þá talaðir þú okkur í kaf, vildir vera með í sam- ræðunum. Þakklát varstu líka, það var alveg sama hvað þú fékkst það var alltaf eins og þér hafi verið gefið gull, notuðu fötin sem þú fékkst af Hafdísi og Sæunni Öldu voru svo flott og fín í þínum augum. Ég veit að við áttum svolítið sérstakt pláss í hjarta hvor annarrar, ég var ekki bara Alda ég var Alda frænka og það kallaðir þú ALDA HNAPPDAL SÆMUNDSDÓTTIR ✝ Alda HnappdalSæmundsdóttir fæddist í Keflavík 8. apríl 1997. Hún lést af slysförum 12. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 23. júlí. mig alltaf og það sýndi sig þegar ég flutti til Svíþjóðar og kom heim um jólin í heimsókn og við höfðum ekki sést í 6 mánuði, þegar við hitt- umst, varstu svolítið feimin, horfðir á mig en stökkst svo upp í fangið á mér og gafst mér stórt knús eins og þú varst vön að gera. Elsku litla frænka, nú ertu hjá guði og ég veit að þú þekktir hann því að þú talaðir við hann á hverju kvöldi þegar þú fórst upp í rúm. Þú kunnir varla að tala þegar þú lærðir faðir vorið ég gleymi því aldrei þegar þú fórst stolt með það í fyrsta skipti fyrir mig, bara pínulítil en kunnir faðir vorið. Elskan mín, þó að við sjáumst ekki meir í þessu lífi þá ætla ég að hitta þig í draumaheimi og minning- arnar um þig á ég alltaf í hjarta mínu og huga, ég bara loka augunum og við hittumst á ný. Elsku Gurrý, Sæmi og fjölskylda ég bið Guð af öllu mínu hjarta að gefa ykkur styrk til að tak- ast á við þennan stóra missi, minn- ingin um Öldu lifir áfram í hjarta okk- ar allra. Alda frænka. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda grein- arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstak- ling birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minning- argreina (   !      !   !  ! A& 4A A:; <: &C  9 $ ,+ DE 0$( "#$      !,    !*      #6 %% 0 ( ,"   5)  &'! )  ,' ," )   ,  '     ,"   &'!  &'( )   ! ,"   &'  - , )  ;0( ,"   &' , 6 7 )  *  *+ ), *  *  *+ / 7    8 !0  5          !*!*  -&F    9 $5 #'/ A #   ,  &'    - ,  ), (  / 9   8 !0  5      !*  '       !*     !* ! 6 AG? & :  9 & ,+ =B & '/ 5 , %  &'( %  6 )  ,2 6 )   '    A # 6 )  6 &'!    ,*(+, 6   , 6   - ,  (+ ) ), *  *+ / & '     !      !  !  ! 69 A % H 9 (  !' ), ". (  " ,+ B 0$( "#$      2   3 !*     +            ! ,  !*      #% "% (+ &  & 6) )  & "+  , (+   " " 6)   ,, &'! )   ,  6) )   !#' ?(   %1 6) )  ?   )  *  *+ ), *  *  *+ / Nú sefur jörðin sumargræn nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. Við ystu hafsbrún sefur sól ÁSA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Ása Magnúsdótt-ir fæddist í Lambhaga í Vest- mannaeyjum 15. júlí 1931. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans á Landakoti 8. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju 18. júlí. og sofið er í hverjum hól. Í sefi blunda svanabörn og silungur í læk og tjörn. (Davíð Stef.) Guð blessi þig þú blóm fékkst grætt og bjart um nafn þitt er. Og vertu nú um eilífð sæl, vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti) Ég kveð þig, Ása mín, með virðingu og þökk fyrir góðu kynnin. Og ég bið Guð að geyma þig á eilífðar- braut. Ég votta allri fjölskyldu henn- ar dýpstu samúð. Þín mágkona Kristín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.